Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Síða 23
DV. MÁNUDAGUR13. JANÚAR1986. 23 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir fyrri hálfleik en Klemmi bjargaði og tvívegis voru dæmd mörk af Forest vegna rangstöðu. Ekkert mark í fyrri hálfleiknum en á 47. min. skoraði Davenport fyrsta mark leiksins. Þá var ísinn brotinn. Colin Walsh og Davenport skoruðu og lokakaflann var Klemmi mjög í sviðsljósinu. Bjargaði hvað eftir annað mjög vel. Þess má geta að Ron Atkinson, stjóri Man. Utd, hefur þverneitað að hafa boðið Coventry 500 þúsund sterlings- pund fyrir Terry Gibson, segist ekk- ert hafa átt viðræður við- forráða- menn Coventry um leikmanninn. Hins vegar sé hann alltaf að leita að áhugaverðum leikmönnum. Enn tapar Birmingham, nú á heimavelli fyrir Ipswich. Kevin Wil- son skoraði eina mark leiksins á 35. mín. eftir slaka markspyrnu Seaman, markvarðar Birmingham. Frank McAvennie skoraði eina markið í leik Leicester og West Ham. Phil Parkes, markvörður West Ham, varði vítaspyrnu frá McAllister. McAvennie hefur nú skorað 20 mörk í l.deild, Gary Bannister, QPR, 19 og Gary Lineker, Everton, 17. David Phillips skoraði eina markið á Maine Road fyrir Man. City. Peter Shilton hafði lengi haldið Sout- hampton á floti með snjallri mar- kvörslu en réð ekki við spyrnu Phillips fímm mínútum fyrir leikslok. Kenny Wharton náði forustu fyrir Newcastle í West Bromwich en Imre Varadijafnaði. í 2. deild lék Norwich áttunda sig- urleik sinn í röð á heimavelli og er það nýtt met hjá félaginu. Norwich hefur nú tveggja stiga forustu í 2. deild því Portsmouth náði aðeins jafntefli á heimavelli gegn Fulham. Mike Tate jafnaði í 1-1 þegar langt var liðið á leikinn. Wimbledon, sem er í þriðja sæti, tapaði í Oldham. Þó misnotaði Ron Futcher vítaspyrnu fyrir Oldham í leiknum en skoraði hins vegar fyrsta mark leiksins. - hsím Mark Hughes skoraði eitt glæsilegasta markið á leikferli sínum í Oxford - hreint stórkostlegt. Hann var bókaður í leiknum. Þær fréttir ganga nú á Englandi að Barcelona á Spáni ætli að bjóða stórfé í Hughes í lok leiktímabilsins. Jafntefli efstu liða — í skosku úrvalsdeildinni í laugardag Það voru tveir stórleikir í skosku úrvalsdeildinni á laugar- dag - innbyrðisleikir efstu lið- anna - en staðan breyttist ekkert því jafntefli varð hjá Hearts og Dundee United í Edinborg og hjá Celtic og Aberdeen í Glasgow. Edinborgarliðið Hearts heldur enn íjögurra stiga forskoti - Skotar gefa tvö stig fyrir sigur en ekki þrjú eins og á Englandi. Hins vegar hefur Hearts leikið fleiri leikien næstu lið. Það var ekkert mark skorað í fyrri hálfleiknum í Edinborg en á 62. mínútu náði Hearts forustu með marki Gary McKay við gífurlegan fögnuð áhorfenda. Það stóð þó ekki lengi því aðeins sjö mínútum síðar tókst Dundee Utd. að jafna. Það var framvörðurinn Eamon Banon sem jafnaði en hann lék um tíma hér á árum áður hjá Lundúnaliðinu Chelsea. Einnig jafntefli í Glasgow Celtic eða Aberdeen tókst ekki að nýta sér jafnteflið í Edinborg til að draga á Hearts. Þar varð einnig jafn- tefli, 1-1, á Parkhead í mjög jöfnum og spennandi leik. Landsliðsmaður- inn Willie Miller náði forustu fljótt í leiknum fyrir Aberdeen. Það stóð þó ekki lengi og Peter Grant jafnaði fyrir Celtic. Ekkert mark skorað í síðari hálfleik. Úrslit í öðrum leikjum urðu þessi. Rangers-Clydebank 4-2 St. Mirren-Motherwell 1-0 Dundec-Hibernian 3-1 Leikur Rangers og Clydebank átti að vera á heimavelli síðarnefnda liðsins. Ekki var hægt að leika þar og leikurinn háður á leikvelli Rang- ers, Ibrox, í Glasgow. Rangers vann öruggan sigur með mörkum Craig Paterson, David McPherson, Robert Williamson og Ally McCoist. Lloyd skoraði fyrir Clydebank auk þess sem Paterson sendi knöttinn í eigið mark. Frank McGarvey, áður Liver- pool og Celtic, skoraði sigurmark St. Mirren og Raymond Stephen skoraði tvö af mörkum Dundee gegn Edin- borgarliðinu Hibernian. Staðan er nú þannig: Hearts 24 12 7 5 38-25 31 Aberdeen 22 10 7 5 42-21 27 Dundee 21 10 7 4 32-19 27 • Rangers 23 10 5 8 35-26 25 Celtic 21 10 5 6 31-24 25 Dundee 23 9 5 9 26-35 23 St. Mirren 21 9 2 10 29-33 20 Hibernian 21 6 5 10 30-40 17 Clydebank 24 5 5 14 22-44 15 ** Motherwell 20 3 4 13 17-35 10 hsím. f SEPTEMBER VOLVO 740 GLE ÍJÚNÍ PEUGEOT205GR 1986 verður spennandi ár hjá þeim sem spila í happdrætti SÍBS. Það hefur heldur betur færst fjör í leikinn. Vinningshlutfallið hefur verið aukið og aukavinningarnir fleiri og meiri en áður. Eitt hundrað og tíu milljónir króna verða í pottinum - allt upp í 2 milljónir króna á einn miða. Þess utan verður dregið um 3 aukavinninga -3 bifreiðar: ÍFEBRÚAR PAJERO SUPERWAGON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.