Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Síða 36
36 DV. MÁNUDAGUR13. JANÚAR1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Þessi fékk risakoss. Akureyri: „Alveg Gáttaður gægist í glögg Frá Jóni G. Haukssyni, blaða- manni DV á Akureyri Örn Ingi myndlistarmaður sagð- ist vera pakkasveinn og heita „Al- veg Gáttaður" þegar hann, í hlut- verki jólasveins, leit inn i jólaglögg hjá Leikfélagi Akureyrar skömmu fyrir jól. Það voru leikendur Silfur- tunglsins sem stóðu að glögginni. Leikritið verður frumsýnt á Akur- eyri 24. janúar næstkomandi. Æfingar á Silfurtunglinu hafa verið strangar undanfarnar vikur. Eftir eina æfingu var ákveðið að slá upp glögg og fá jólasvein til að dreifa pökkum sem leikarar gáfu hver öðrum. Örn Ingi fékk hlutverk Jóla. Hann var kvaddur til með skömm- um fyrirvara og drifinn í skyndi í búning gömlu sveinanna. Stóð fyrir sínu, Örn Ingi, pakkarnir komust rækilega til skila. Pakkamir teknir upp og síðan tekið til við að syngja. DV-myndir JGH. Hann hangir svosem ekkert á horriminni ennþá en það er smá- mál miðað við fyrra mittismál. Gömlu buxurnar gætu komið sér vel sem tjald í næstu útilegu. . / „Jóli, þú getur ekki gert mér þetta lengur. Mamma er komin á róandi.“ Mikið hlegið þegar pakka- og jólasveinninn Örn Ingi myndlistarmaður dreifði pökkunum. “ I einangruninni hakkaði hann í sig veggfóðrið Menn komast á síður heimsmeta- bókar Guinness fyrir margt skemmti- legra en William J. Cobb. Hans er getið fyrir offítuvandamál en Will- iam telst fæðualki sem er síst auð- veldara viðureignar en venjulegur alkóhólismi. í dag vegur William aðeins rúm tvö hundruð kíló sem er hrein hátíð miðað við það sem áður var. Reyndar á hann heimsmetið í þyngdartapi, losaði sig við 285 kíló á þremur árum gegnum megrunarmeðferðir á sjúkrahúsum. En það dugði ekki lengi og fljótlega féll hann í sama farið. Eitt skiptið, þegar hann ákvað að standa megrunina á enda, var neyð- arúrræðið að loka sjálfan sig inni í herbergi þar sem engan mat var að fínna og henda lyklinum út um gluggann. Þetta var á laugardegi og næst vissi hann af sér á geðsjúkra- húsi á þriðjudegi. Læknarnir sögðu honum að hann hefði endað með þvi að rífa veggfóðrið af veggjunum og reynt að éta það með bæði lími og múrbrotum. Aðeins eitt var eftir - almættið. Hann sneri sér til guðs og bað um hjálp og með hans aðstoð og reglu- bróður í næsta söfnuði tókst að ná tökum á vandanum. Núna er það aðeins ein máltíð á dag og sífellt renna kílóin. Takmarkið er að kom- ast niður í hundrað kíló! Að lokum eitt heilræði til þeirra sem vilja grennast frá William J. Cobb. „Finnið ykkur gott megrunarfæði, Þriggja ára krútt og jafnþungur fullorðnum karlmanni. gerið áætlun og standið við allt saman. Það er erfitt en fyrst mér tókst það er þetta öllum fært.“ William hefur reynsluna og hlýtur því að vita hvað hann syngur. Hundslegur sjónarhóll? Hvemig skyldi annars veröldin líta út í augum þessa hundgepils sem spásséraði um götur Rómaborgar á dögunum? Það er kalt úti svo hann brá sér í hlýja yfirhöfn en skóna vantar tilfinnanlega. Vegfarendur eins og ógnvekjandi skrímsli sem vissara er að vara sig á ef lífi skal halda. Annars hjálpaði myndavélin eitthvað til við að blekkja augað - ensamt...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.