Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Side 27
DV. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986. 27 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Attundi titill PVS og sex marka sigur Lið Phillips-verksmiðjanna, PSV Eindhoven, varð hollenskur meistari í knattspyrnu á laugardag þegar liðið vann stórsigur, 8-2, á Go Ahead Eagles frá Deventer í Eindhoven. PSV hefur tryggt sér sigurinn í hollensku úrvals- deildinni þó það eigi tvo leiki eftir. Það er í áttunda sinn sem PSV verður Hollandsmeistari. í fyrsta skipti var það 1978 en liðið hefur haft marga heimsfræga leikmenn í sínum röðum eins og Kerkhoff-tvíburana, Rene og Wiffie. Leikur liðsins breyttist mjög til hins betra á þessu leiktímabili, þegar Ruud Gullit var keyptur frá Feyenoord. Hann er yfirburðamaður í hollenska landsliðinu og hefur verið það undan- farin ár. Síðan hann byrjaði að leika með PSV hefur liðið verið það lang- besta í Hollandi. Hefur það nú sigrað - hlotið 57 stig í 32 leikjum en Ajax, sem Johan Cruyff stjómar, er í öðm sæti með 49 stig úr 31 leik. Feyenoord er í þriðja sæti með 42 stig eí'tir 30 leiki. Leikimir í úrvalsdeildinni hol- lensku em 34 á lið. Eftir leiktímabilið fær PSV tvo landsliðsmenn frá Ajax, Gerald Vanenburg og Ronald Koe- man. Norski landsliðsmaðurinn Hallvar Thoresen hefur verið aðalmarkaskor- ari PSV á þessu leiktímabili. Á laugardag skoraði hann þrennu þegar titillinn komst í höfn. Gullit, vamar- maður (sweeper), bæði hjá PSV og hollenska landsliðinu, skoraði tvívegis og fögnuður 23.500 áhorfenda í Eind- hoven var mikill. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í úrvalsdeildinni á leiktímabilinu, skorað % mörk og fengið á sig 19. Þótt hollenski meistaratitillinn sé nú úr sögunni hjá Johan Cruyff og leikmönnum hans hjá Ajax reikna all- ir með að Ajax verði bikarmeistari. Leikur liðið þar til úrslita við RBC, Roosendaal, sem leikur í 2. deild. Úr- slitaleikurinn verður síðar í þessum mánuði. hsím Derby County í 2. deild Derby County, eitt af vinsæffi liðum upp fyrir Wigan og fylgir Reading og marga landsliðsmenn, mjög snjalla enskrar knattspyrnu hér á landi, Plymouth upp. leikmenn. Síðan hallaði undan fæti og tryggði sér sæti í 2. deild næsta leik- Á fyrstu árum íslenska sjónvarpsins liðið féll niður í þriðju deild. Derby tímabil á föstudagskvöld þegar liðið var Derby mjög í sviðsljósinu. Varð County hefur einu sinni sigrað í ensku sigraði Rotherham, 2-1, á heimaveffi liðið enskur meistari undir stjóm bikarkeppninni, 1946, í fyrsta úrslita- sínum. Með sigrinum komst Derby Brian Clough 1971 og 1975 og átti þá leiknum eftir síðari heimsstyrjöldina. Ruud Guffit, besti leikmaður Hol- lands og nú meistari með PSV. Heimsmet í lyfHngum Búlgarski lyftingamaðurinn Alex- ander Varbanov setti heimsmet í jafnhöttun i miffivigt, þegar hann varð Evrópumeistari í Karl-Marx-Stadt í A-Þýskalandi á föstudag. Hann lyfti 212.5 kg og bætti eigið heimsmet um hálft kiló. Þá snaraði hann 160 kg og varð Evrópumeistari samanlagt með 372.5 kg. Var hann í algjörum sér- flokki. Hann er 22ja ára. Búlgarir sigruðu í öllum léttari flokkunum. Það var loks í léttþungavigt, sem sigur- ganga þeirra var rofin, þegar Israil’ Arsamakov, Sovétríkjmium, sigraði. Hann lyfti samtals 382,5 kg. hsím Oddur hljóp á 46,70 Tölur vixluðust þegar skýrt var frá góðum árangri Odds Sigurðssonar, KR, á frjálsiþróttamóti í Austin 3. mai. Oddur hljóp 400 metrana á 46,70 sek. Ekki 47,60 eins og misritaðist hér í blaðinu. Þá hljóp Oddur 800 m á 1.51, 3 min. á sama móti. hsim Flugogskip.Flugútf skipheim, skipútogflugheim, eðo eins og þú vilt. Ferðaskrifstofa ríkisins og Flugleiðir bjóða nú enn einn ferðamöguleikann, - flug og skip. Við bjóðum þér að fljúga með Flugleiðum og sigla með Norrænu, hvort heldur þú vilt heiman eða heim. Þú gætir t.d. flogið innanlands, siglt út og flogið heim, eða flogið út og siglt heim. Möguleikarnir eru margir. Hafðu alla þína hentisemi. Flugið er fljótlegra, en skemmtisigling með Norrænu er óneitanlega freistandi. Nota má „Flug og skip“ til þess að komast til og frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum og Skotlandi. Flug og skip, ánægjuleg tilbreyting á ferðamáta landsmanna. , i ^ Leitið upplýsinga hjá Ferðaskrifstofu Ríkisins, Flugleiðum og ferðaskrifstofum. f#?T Ferðaskrifstofa Ríkisins FLUGLEIÐIR jlysingastofa Emst Backman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.