Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Page 15
DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1986. 15 Gömul rök í nýju Ijósi Og nú er aftur farið að ræða haust- kosningar. Sú umræða fór fyrir alvöru aftur af stað strax eftir sveit> arstjómarkosningamar, þótt báðir formenn stjómarflokkanna hafi keppst við að lýsa því yfir að úrslit þeirra kosninga muni engin áhrif hafa í þá átt. Auðvitað er það bull og vitleysa. Úrslit sveitarstjómar- kosninganna em meginástæðan fyrir því að stjómarliðar huga nú fyrir alvöru að haustkosningum. Ekkert nýtt Þetta er augljóst ef menn aðeins huga að þeim rökum sem fram hafa verið færð fyrir nauðsyn þess að kjósa í haust. Þetta em helstu rökin sem heyrst hafa: 1. Að fjárlagahallinn á yfirstand- andi ári stefhi nú á þriðja millj- arðinn og ógemingur sé að koma saman hallalausum fjárlögum á næsta ári á grundvelli hefðbund- innar fiárlagagerðar án umtals- verðra nýrra skatta. 2. Að kjarasamningar renni út um nk. áramót og mjög varhugavert sé fyrir stjómarflokkana að stefha í vorkosningar í því órólega and- rúmslofti sem verður á vinnu- markaðinum á næsta vetri. Þetta em svo sem góð og gild rök - en síður en svo ný. Allt var þetta vitað fyrir mörgum mánuðum. Mik- ilvægi þessara röksemda hefur ekki vaxið á síðustu vikum heldur hafa þessi rök legið fyrir í marga mánuði. Kjallarinn Sighvatur Björgvinsson fyrrv. alþingismaður Stutt minni Það er stundum sagt um fjölmiðlana að minni þeirra sé afskaplega stutt - ekki síst þegar um stjómmál og efnahagsmál er að ræða. Þannig hefur uppsláttarfrétt dagblaðanna undanfarið verið að heyrst hafi að fjárlagahallinn á árinu sé kominn yfir 2 milljarða. Þessi frétt er þó bráðum sex mánaða gömul. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir jólin 1985 bentu ég og fleiri á það að fjár- lögin væm afgreidd með 1,2-1,5 milljarða kr. halla. Við meira að segja sundurliðuðum þennan fyrir- sjáanlega halla með þvi að nefna til ákveðna stóra útgjaldaliði, eins og t.d. Lánasjóð ísl. námsmanna þar sem fjármálaráðherra hafði vísvit- andi áætlað miklu lægri framlög úr ríkissjóði en vitað var að verða myndu. Þetta gerði hann til þess að ná saman endum á pappímum. Nú em einmitt þessi sömu viðfangsefni nefnd sem skýring á því hvers vegna allt hafi farið úr böndunum. Það getur engum hafa komið á óvart sem hefur yfir að ráða fimm mánaða minni eða meir. Og það vorum ekki aðeins við stjóm- arandstæðingar sem greindum frá þessu strax við fjárlagaafgreiðsluna. Ritstjóri DV, Jónas Kristjánsson, skrifaði leiðara um fjárlögin í blað sitt þar sem hann tók sérstaklega fram að fjárlög væm afgreidd með fyrirsjáanlegum hálfs annars millj- arðs kr. halla. Þess vegna kemur mér á óvart að í fféttum DV nú séu heimildir um nákvæmlega þetta meðhöndlaðar sem eitthvað nýtt! Samningarnir Með sama hætti lá það auðvitað fyr- ir þegar síðustu kjarasamningar væm gerðir: 1. Að þeir myndu enda um nk. ára- mót - nokkrum vikum fyrir þingkosningar. 2. Að samningamir vom vísvitandi af samningsaðilum leystir ó kostnað ríkissjóðs án þess að nokkurra tekna væri aflað til þess að bera þann kostnað öðmvísi en með lántöku sem m.a. verkalýðs- hreyfingin bauð ffarn að fyrra bragði. Þá strax lá því fyrir að kjarasamningamir myndu enn auka á vandamálin í ríkisbú- skapnum - og þarf Ásmundur Stefánsson því ekki að vera neitt að hafa fyrir því að gera sig nú undrandi í ffarnan af þeim sökum. Jafnframt lá fyrir að einmitt vegna þessa vom samningamir álíka skammgóður vermir eins og menn fæm að pissa í skóna sína í bmnagaddi. Allt annað var blekking - annaðhvort vísvitandi eða sakir einfeldningsháttar. Menn mega sjálfir velja sér til afsökunar hvora þessa ástæðu sem er. Hitt er laukrétt að stjóm- arsinnum kom aldrei til hugar að blekkja sjálfa sig með þessu. Þeim voru þessi rök fyrir haustkosning- um jafnljós fyrir sveitarstjómar- kosningar og eftir þær. Hvaö hefur breyst? En hvað var það þá sem breyttist við sveitarstjómarkosningamar? Það sem breyttist var að eftir þær er hægt að benda á og nafhgreina, ffá kjördæmi til kjördæmis, þá þing- menn stjómarflokkanna sem em fallnir í kosningum eða ramba til á brúninni. Hvemig halda menn að þessir þingmenn lúti að stjóm í vet- ur þegar taka þarf erfiðar og umdeildar ákvarðanir svo sem eins og við fjárlagaafgreiðslu? Eggert Haukdal, Þórarinn Sigurjónsson, Haraldur Ólafeson, Davíð Aðal- steinsson, Ólafur Þ. Þórðarson, Guðmundur Bjamason, Jón Kristj- ánsson og svo þeir þingmenn í röðum Sjálfstæðisflokksins auk Eggerts Haukdal sem í sömu eða svipaðri aðstöðu em. Með logandi ágreining milli stjóm- arflokkanna í bankamálunum, í lánasjóðsmálinu, í vaxta- og pen- ingamálum, svo nokkur dæmi séu nefnd, og með fjárlagadæmið jafn hrikalegt og það er þá væri það óðs manns æði af formönnum stjómar- flokkanna að leggja upp í þingvetur við þessar aðstæður. Þeir gætu vart gert stjómarandstöðufiokkunum meiri greiða en með slíku. Þetta em þau nýju tíðindi í lands- málunum sem sveitarstjómarkosn- ingamar hafa valdið. Þær hafa orsakað það að forystumenn ríkis- stjómarflokkanna sjá nú hinar gömlu röksemdir fyrir nauðsyn haustkosninga í alveg nýju ljósi - í rauðu Ijósi. Sighvatur Björgvinsson, „Úrslit sveitarstjórnarkosninganna eru meginástæðan fyrir því, að stjómarliðar huga nú fyrir alvöru að haustkosningum. Sigurði Líndal svarað Frétt DV 10. júní sl. um nær þvi 80% fall í prófi sem þreytt var í al- mennri lögfræði við HÍ 2. maí sl. hefur að vonum vakið mikla athygli. Ekki hafa orð Sigurðar Líndal pró- fessors, kennara í þessu fagi, vakið minni athygli, þar sem hann lætur skoðun sína á stúdentum í ljós tæpi- tungulaust. Undir þvílíkum svívirð- ingum er óþarft að sitja án þess að svara fyrir sig. Margt af því sem Sigurður Líndal lætur hafa eftir sér í umræddri frétt er satt og rétt í grundvallaratriðum. En álitið er svo yfirfullt af hroka og stærilæti að það getur orðið erf- itt að skapa umræðugrundvöll um HÍ ef allir sem fengju að tjá sig um það menntasetur settu kenningar sínar fram á þennan hátt. Álit S.L. er aðeins önnur hlið máls- ins, en því miður hefúr blaðamaður- inn gleymt að leita eftir viðhorfum þeirra, sem þreyttu prófið, á prófinu, á kennaranum, á kennslunni og til- högun náms við lögfræðideild HÍ almennt. Ég ætla nú að reyna að koma mínu áliti á þessum fjórum atriðum til skila, eins skilmerkilega og tilgerð- arlaust og mér er frekast unnt. Próf í almennri lögfræði 2. maí 1986 S.L. segir að prófið hafi ekki verið þungt. Auðvitað finnst S.L. prófið ekki þungt því hann veit svörin við spumingunum. Það sem maður kann er ekki erfitt! En ég held að kröfumar sem S.L. gerir til stúdenta um kunnáttu séu ekki öllum ljósar. Mér hefur verið sagt að eina ráðið til að komast í gegnum próf í al- mennri lögfræði sé að geta þulið utanbókar sem mest af námsefinnu. Líklega er ekki hægt að koma efninu frá sér á skilmerkilegan og tilgerðar- lausan hátt á íslensku nema rreð því að nota texta námsefriisins, frá orði til orðs. Ég held að þó prófið hafi ekki ver- ið þungt hafi höfundur þess (S.L.) komið gróflega aftan að, jafhvel samviskusömustu stúdentum. Þann- ig er mál með vexti að þegar stúdent- ar kynntust fyrst fyrirlesaranum, próf. Sigurði Líndal, haustið 1985 las hann nokkra fyrirlestra um það sem kallað er fræðikerfi lögfræðinnar. Ummæli S.L. um þennan hluta námsefnisins voru að þetta væri gamaldags og mikill ágreiningur meðal fræðimanna um gildi þessarar flokkunar. Því þyrftu stúdentar ekki að leggja áherslu á þennan hluta námsefnisins. Auðvitað var S.L. í fullum rétti þegar hann spyr svo 8 mán. síðar um fræðikerfi lögfræðinnar og lætur spuminguna gilda 30% af prófi sem þarf að fá 70% í. Eins og einn maður sagði sem ráð- færði sig oft við S.L.: „Löglegt en siðlaust." Kennarinn Því miður get ég ekki ráðfært mig við S.L. lagaprófessor um hvort það sem ég festi nú á blað varði við meiðyrðalöggjöfina. Tæpt verður það. Eins og álit S.L. í DV um stúd- enta gefur til kynna ber hann ekki mikla virðingu fyrir þessum ang- urgöpum sem hugsa meir um magann en Þjóðarbókhlöðuna og þykjast svo ætla að verða lögfræð- ingar. Þetta álit S.L. á stúdentum kemur oft fram í fyrirlestrum hans í alm. lögfr. Stúdentar í alm. lögfr. álíta happadiýgst sjálfra sín vegna að kyngja þessari framkomu þegjandi og hljóðalaust. Ástæðan er eingöngu sú að sú skoðun að S.L. ráði nær öllu um hverjir komist áfram í lög- fræðinámi nær langt út fyrir veggi Háskólans. Þessi almannarómur og sú stað- reynd að þegar S.L. tók sér ársfrí frá kennslu var minnst fall í almennri lögfræði í mörg ár sýna að mínu áliti að hann er gjörsamlega ómögulegur kennari og ætti að sinna öðrum störfum sem honum þykja skemmti- legri. Kennslan Kennslan við lögfræðideild HÍ er fomaldarleg! Nemendur mæta og hlýða á fyrirlestra 20 klst. í viku og er síðan sagt að lesa þessa fyrirlestra heima fyrir næsta fyrirlestur. Síðan er stúdentum sagt að lesa þessa fyrir- lestra vel fyrir próf og kunna þá sem næst utanað. Haldin em tvö æfingapróf á námstímanum, sem er 8 mánuðir, og til að öðlast próftökurétt verða stúd- entar að mæta að mirmsta kosti í annað prófið. í prófinu er nóg að skrifa nafnið sitt og skila. Síðan skila prófessoramir prófinu eftir dúk og disk því þeir þurfa að skrifa merki- legar ritgerðir. Prófin em afhent án nokkurra athugasemda og haldinn er fyrirlestur um það hvemig stúd- entar svömðu almennt og hvemig stúdentar hefðu átt að svara al- mennt. Ég held að þessi kennsluaðferð sé dauðadæmd og vitagagnslaus fyrir 77,4% af stúdentum. Þessi 77,4% stúdenta kunna að tala og lesa og jafnvel skrifa íslensku alveg jafiivel og margir prófessorar viðHI. Það sem þeir kunna ekki er að setja þekkingu sína á lögfræði skil- merkilega og tilgerðarlaust fram á ritmáli. Til þess skortir þá æfingu. Kennsla í lagadeild HÍ stefnir ekki að þvi að stúdentar öðlist þessa æf- ingu. Því miður virðist prófessomum vera alveg sama þó markmiðið með kennslunni sé rangt. Tilhögun náms við lagadeild HÍ S.L. sagði í áliti sínu að nemendur væm að sinna öðm en náminu og því væri námsárangur svo lélegur sem raun ber vitni. Þetta er bara hálfur sannleikur- inn. Hví er ekki spurt: Hvers vegna eru nemendur að sinna öðm? Ég held að helsta ástæðan fyrir þvi sé sú að allir stúdentar verða að falla inn í sama kerfið. Allir verða að sæta því að taka próf að 8 mánuðum liðnum frá upp- hafi náms, eftir að hafa sótt misgóða fyririestra 20 tíma á viku allan tím- ann. Þetta er ástæðan fyrir því að hvergi er meira sukk og svínarí á stúdentum við HÍ heldur en í laga- deild, frá september til janúarloka. Þá fara stúdentar að hugsa til prófa. Læra utanbókar! Því það er ekki álitið hollt fyrir einkunnimar að spyija spuminga og leita svara. Ef áhugi er fyrir því að bæta náms- árangur við lagadeild HÍ og auka þá speki, sem þaðan ætti að koma, landsmönnum öllum til gagns, er það skoðun mín að breyta þurfi kennslu- háttum þar allvemlega. 1. Nemendur ættu að geta haft frjálsara val um námshraða held- ur en nú er. ið til að komast i gegnum próf í aimennri lögfræði sé að geta þulið utanbókar sem mest af námsefn- inu.“ Kjallarinn Sigurður Haraldsson stud.jur. 2.Stórauka þyrfiti möguleika stúd- enta á að æfa sig, bæði í munnleg- um og skriflegum röksemdafærsl- um. 3. Stúdentar ættu að eiga kost á að sækja sumamámskeið og hraða þannig námi. Einnig yrði námið ekki eins sundurslitið eins og það er nú. 4. Stúdentar ættu að geta farið í próf oftar en nú er og lokið þann- ig námsáfóngum þegar þeim finnst þeir tilbúnir til þess, en ekki þurfa að bíða eftir prófum einu sinni á ári. Þessi bið býður eingöngu upp á slugs sem stúd- entar eiga erfitt með að rífa sig upp úr. Ég ætla að enda þessa grein með því að lýsa skoðun S.L. um kröfugerðir stúdenta til hærri einkunna fyrir minni vinnu ósannar og ranglátar. Því kerfi, sem S.L. er fúlltrúi fyrir og ég hef lýst hér lauslega, hefur verið troðið upp á stúdenta. Þeim hefur verið kennt með þessu kennslufyrirkomulagi að sætta sig við kerfið, þegja og vera góðir, þvi það sé betra en gagnrýna og hafa skoðun. Menn verði lögfræðingar með því að temja sér ákveðinn lífe- stíl og sýna prófessorunum tilhlýði- lega virðingu útávið, baktala þá í þröngum hópi. (Klíkunni.) Ég vona að prófessorar HÍ taki sig á þannig að Hl standi undir þeirri ábyrgð sem á honum hvflir. Sigurður Haraldsson „Auðvitað finnst Sigurði Líndal prófið ekki þungt því hann veit svörin við spurn- ingunum. Það sem maður kann er ekki erfitt!“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.