Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 19
DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1986.
19
Sigurður 8. Jönsson,
21 árs, vamarmaður
Guðbjöm Tryggvason,
28 ára, miðvallarleikmaður
Heimir GöAmundsson,
22 ára, varnarmaður
Hafliði Guðjónsson,
20 ára, vamarmaður
Birkir Kristinsson,
21 árs, markvörður
Rúnar Sigriksson,
20 ára, markvörður
Júiíus P. Ingóifsson,
27 ára, miðvaliarleikmaður
Árni Sveinsson,
30éra, miðvallarleikmaður
Sveinbjöm Hákonarson,
29ára, miðvallarleikmaður
Vaigsir Barðaaon,
21 árs, framherji
Óiafur Þórðarson,
21 árs, miðvallarleikmaður
Sigurður Lárusson,
30 ára, varnarmaður
Engiibert E. Jóhanness.,
22 ára, vamarmaður
• Lið Akraness sem leikur i 1.
Aðaisteinn Vikingsson,
21 árs, miðvallarleikmaður
deild i sumar.
Jakob Halldórsson,
20 ára, miðvallarleikmaður
Hörður Jöhannesson,
30ára,framherji
Jim Barron,
þjátfari.
„Fólkið á Skaganum
heimtar sigra“
- segir Jón Gunnlaugsson, fyrrum leikmaður ÍA
„Mér líst ágætlega á Akranesliðið
það sem af er. Það er aftur á móti al-
gerlega undir mannskapnum komið
hvemig íramhaldið verður. Ef menn
eru samstilltir og ákveðnir í að standa
sig liggur leiðin tvímælalaust upp á
við. En það er líka stutt í að dæmið
geti alveg snúist við,“ sagði Jón Gunn-
laugsson, formaður knattspymuráðs
Akraness. „Ég tel að Skagaliðið í dag
sé hæfileg blanda af eldri og yngri leik-
mönnum. Við höfum verið að yngja
liðið upp smám saman og strákamir,
sem komið hafa inn, hafa staðið sig
mjög vel. Liðið er því til alls liklegt,"
sagði Jón.
Meðalmennska í deildinni
„Við erum mjög ánægðir með Jim
Barron þjálfara. Hann vinnur feiki-
lega vel og hefur sýnt að hann er góður
þjálfari. Við gerum okkur vitaskuld
grein fyrir að það er erfitt fyrir hann
að taka við af Herði sem hefur náð
frábærum árangri með liðið undan-
farin ár.
En þetta er í raun sama aðstaðan
og Hörður var i á sínum tíma. Það
hafa alltaf verið gerðar geysilegar
kröfur til þjálfara á Akranesi og eins
þeirra ungu leikmanna sem em að
koma inn í meistaraflokkinn. Það er
beinlínis ætlast til þess að allir standi
sig vel og að sigur vinnist í mótum.
Fólk hér á Akranesi hreinlega sættir
sig ekki við neitt minna.“
Hvemig líst þér almennt á 1. deild-
ina í ár?
„Mér finnst deildin mjög svipuð og
hún hefur verið undanfarin ár. Þó
finnst mér meiri meðalmennska ríkj-
andi en oft áður. Það er ekkert lið
afgerandi í deildinni núna. Það sem
kemur á óvart er að lið, sem ekki var
reiknað með miklu af i upphafi, hafa
byijað mótið ágætlega. Þetta sýnir að
flest liðin era til alls líkleg."
Upprennandi leikmenn
- Nú hefur átt sér stað ákveðin end-
umýjun í Akranesliðinu. Ná ungu
strákamir að fylla í skörð sem menn
eins og Karl Þórðar og Jón Áskels
hafa skilið eftir sig?
„Já, að mínu mati hafa ungu strák-
amir staðið sig mjög vel. Þeir hafa
fengið fleiri tækifæri nú en oft áður
og leikið óaðfinnanlega. í mörgum til-
fellum hafa þeir verið bestu menn
liðsins.
Við eigum marga upprennandi leik-
menn hér á Akranesi og sumir þeirra
hafa þegar sannað getu sína eins og
til dæmis Ólafur Þórðarson. Ég álít-
því að Skagaliðið í ár sé fullfært um
að gera stóra hluti. Ef karakterinn
verður í lagi getur allt gerst,“ sagði
Jón Gunnlaugsson.
Fimmtán markakóngar frá 1955
Skagamenn hafa verið á skotskón-
um í gegnum árin og frá því árið
1955 hafa Skagamenn átt fimmtán
markakónga í 1. deild.
Keppnistímabilið árið 1955 verður
lengi í minnum haft á Akranesi því
þá urðu þrír leikmenn ÍA jafiiir í
efsta sæti yfir markahæstu leikmenn
1. deildar. Það vom þeir Þórður
Þórðarson, Ríkharður Jónsson og
Þórður Jónsson. Allir skomðu þeir
7 mörk.
Þórður Þórðarson varð marka-
kóngur næstu þrjú ár. 1956 skoraði
hann 6 mörk, aftur 6 mörk 1957 og
11 mörk 1958. Ingvar Elísson varð
markakóngur 1. deildar árið 1960 en
hann skoraði þá 15 mörk. Ingvar
varð markakóngur 1962 og skoraði
þá 11 mörk. Skúli Hákonarson varð
markakóngur 1963 með 10 mörk og
Eyleifur Hafsteinsson varð marka-
kóngur 1964 með 10 mörk. Árið 1969
skoraði Matthías Hallgrímsson flest
mörk allra í 1. deild, eða 9 talsins.
Næsti markakóngur af Skaganum
leit dagsins ljós árið 1974 en þá skor-
aði Teitur Þórðarson 9 mörk.
Matthías varð aftur markakóngur
árið eftir, 1975, og skoraði þá 10
mörk.
Pétur Pétursson varð markakóng-
ur árið 1977, skoraði þá 16 mörk.
Pétur var aftur á skotskónum árið
eftir, 1978, en þá skoraði hann 19
mörk og enginn leikmaður í 1. deild
hefur skorað fleiri mörk á einu
keppnistímabili síðan árið 1955.
•Jón Gunnlaugsson, fyrrum leikmaður með IA og núverandi formaður
knattspymuráðs Akraness:,, Leiðin liggur upp á við.“