Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Page 25
DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1986. 25 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir lögðu Sovétmenn að velli en margir höfðu i i gærkvöldi, fagr.a Belgarnir áfanganum, Símamynd/Reuter „Ótrnleg spenna“ - sagði Guy Thys, þjálfari Belga, eftir sigurinn á Sovétmönnum „Ég held að þetta hljóti að hafa ver- ið æsilegasti leikur keppninnar fram að þessu. Spennan var hreint ótrúleg. Við reyndum ákveðið leikkerfi gegn Sovétmönnum og það tök töluverðan tíma að slípa það til. Eftir að það tókst urðu skyndisóknir okkar mjög hættu- legar,“ sagði Guy Thys, þjálfari Belgíumanna, eftir leikinn við Sovét- menn sem var án efa einn skemmtileg- asti leikur sem sést hefur í heimsmeist- arakeppni. Þegar Thys var spurður hvort hann hefði verið trúaður á það fyrirfram að lið hans gæti sigrað Sovétmenn, sem höfðu leikið mjög vel í keppninni, sagði Thys svo hafa verið. „Þjálfarinn verður alltaf að hafa trú á sigri ann- ars ætti hann að fá sér annað starf,“ sagði Thys. Belgar mæta sigurvegaranum úr leik Dana og Spánveija í 8 liða úrslitum. „Það er enginn leikur auðveldur af þeim sem eftir eru í keppninni og það er í raun sama hvort við mætum Dön- um eða Spánverjum. Ég er hins vegar sannfærður um að liðið mitt er fært um að komast lengra i keppninni," sagði Thys. -SMJ r J^**r*_. „Svona eiga leikiraðvera“ - sagði þjátfari Sovétmanna „Áhorfendur þessa leiks, hvort sem þeir sáu hann í sjónvarpi eða á leik- vanginum sjálfum, hljóta að hafa verið ánægðir með gæði leiksins. Að mínum dómi bauð hann upp á allt það besta sem knattspyma hefur upp á að bjóða en bæði liðin spiluðu frábærlega vel. Svona eiga leikir í heimsmeistara- keppni að vera,“ sagði Lobanovsky, þjálfari Sovétmanna, við blaðamenn eftir leikinn en úrslitin hljóta að hafa verið mikil vonbrigði fyrir Sovétmenn sem léku í raun frábærlega i keppn- inni. „Betra liðið vann en leikmenn mínir gerðu margar villur sem þeir eru ekki vanir að gera,“ sagði Lobanovsky. Þegar hann var spurður um annað mark Belga, sem margir töldu ólög- legt, sagði harrn: „Ég vil ekki segja neitt um það en það verður að játast að leikmenn mínir hættu áður en markið var skorað." -SMJ •Guy Thys, þjálfari Belga. var án- ægður í gærkvöldi. Danir í „hótelslag“ - búa á sama hóteli og Spánverjar áá rmn tu andstæðingar Mikil rekistefna hefur verið í gangi í Mexíkó undanfarna daga vegna þess að Spánverjar og Danir búa á sama hótelinu í Queretaro. Sem kunnugt er leika þessar þjóðir sam- an í 16 liða úrslitum HM og finnst Dönum það í meira lagi undarlegt að liðin skuli vera látin búa á sama hóteli. Danir hafa kvartað sáran undan þessu fyrirkomulagi og þá sérstak- lega undan ágangi blaðamanna en margir slíkir búa á hótelinu og ekki er hægt að vísa þeim i burtu að sögn talsmanns FIFA. Hann sagði einnig í gær að liðin yrðu að gera sér sam- býlið að góðu og engin breyting þar á væri í aðsigi. Ekki voru Danir ánægðir með þessa ákvörðun FIFA og Sepp Piontek, landsliðsþjálfari Dana, sagði: „Vandamálið við FIFA er að sambandið er of veikt til að taka afstöðu í þessu máli. Sú staða sem upp er komin er alls óviðunandi þegar í hlut eiga tvö lið sem leika saman í 16 liða úrslitum HM,“ sagði Piontek. -SK. Súlgaríu í gærkvöldi. Mexikaninn Manuel Negrele skorar eitt fallegasta mark heimsmeistarakeppninnar til þessa og þó víðar væri leitað. Knötturinn hafnaði i ff, markvörður Belga, kæmi við nokkrum vömum. Negrete lét sér ekki nægja að skora þetta þýðingarmikla og glæsilega mark i leiknum. Hann lagði upp síðara Simamynd/Reuter • Bameer Shaker í ársbann. | Hrækti á | dómarann i - dæmdur í ársbann I I I I Bameer Shaker, landsliðsmaður í liði Iraks, getur tekið það rólega varðandi landslið Iraks næsta árið þvi í gær var hann dæmdur í eins árs bann með landsliðinu vegna þess að hann á.að hafa hrækt á dómarann í leik íraks og Belgíu í riðlakeppninni. írak tapaði leikn- um, 1-2. Félagar Shakers, þeir Basil Gourgies og Haris Mo- hammed, voru einnig dæmdir í leikbann. Hvor um sig fékk tveggja leikja bann með landsliðinu. -SK. I Bertelsen | að koma til i „Ég er mjög bjartsýnn á að ég | verði orðinn góður af meiðslunum ■ í tæka tíð fyrir leikinn gegn Spán- I verjum," segir Daninn Jens Jöm I Bertelsen sem meiddist sem kunn- I ugt er illa í leik Dana og Umguav I sem Danir unnu á svo eftirminni- * legan hátt 6-1. | Ekki var Sepp Piontek jafribjart- _ sýnn á að hann gæti notað Bertels- | en i leiknum gegn Spáni. Bertelsen ■ er farinn að hlaupa um ganga hót- I elsins i Queretaro og er reiknað I með því að hann fari á æfingu með ■ danska landsliðinu í dag. I -SK ■ ■ ■ ■■■ ■■■■■■■ ■■■ mm mm mm HRAUN ÓTRÚLEG ENDING HRAUN - FINT hefur mjög góða viðloöun við flest byggingarefni og hleypir raka auöveldlega í gegnum sig. Mikið veörunarþol ending. stórgóð hraun vl «,».v $ '' ' **■»'’í’í ‘j.t- : SEM6NTSQRATT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.