Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 1986. Fréttir Svartolía og gasolía lækka enn á íslandi - spár olíufélaganna ólíkar um hráolíuverð á heimsmarkaði „ORulækkanir, sem orðið hafa á heimsmarkaðnum, eru ekki búnar að skila sér alveg í íslensku olíu- verði. Við óbreyttar aðstæður lækka gasolía og svartolía töluvert á næst- unni hér á íslandi. Þó heíur verðið hér lækkað á milli 30 og 40% frá áramótum. Bensínið hins vegar lækkar varla meira. Þótt innkaups- verðið lækki eitthvað enn hefur það lítil áhrif á útsöluverðið hér meðan hlutfall opinberra gjalda í því er svona hátt, um 66 %.“ Þetta sagði Indriði Pálsson, for- stjóri Olíufélagsins Skeljungs, þegar DV spurði hann hvort allar olíu- verðslækkanir væru þegar komnar fram á íslandi og hverju hann spáði um hið lága tunnuverð á hráolíu sem nú ríkir á heimsmarkaðnum vegna offramboðs. „Varðandi núverandi hráolíuverð, sem er um 10 dollarar, spái ég að það haldist óbreytt um fyrirsjánlega framtíð en í málum sem þessum þýð- ir sú framtíð þó varla meira en nokkra mánuði. Ég leyfi mér þó að ætla að tunnuverðið fari ekki neðar en það er nú.“ Þórður Ásgeirsson, forstjóri Olís, sagðist ekki reikna með að núver- andi tunnuverð á hráolíu yrði til langs tíma „ í mesta lagi út árið“, sagði hann. „Þá reikna ég með að hún hækki upp í 15 dollara og jafn- vel upp í 20 dollara þegar líða tekur á næsta ár. Þetta veltur auðvitað á því hvort OPEC ríkin koma sér sam- an um að draga úr framleiðslunni svo verð hækki aftur. Það er ekki ólíklegt að þeim takist það.“ - Nú spá erlendir sérfræðingar í ol- íumálum því að þetta olíuverð haldist jafiivel í mjög langan tíma, m.a. vegna þess að aðrir sitji um að koma olíu á markaðinn ef OPEC ríkin draga úr sinni framleiðslu? „Það er ekki hægt að segja neitt ákveðið í þessum málum, þetta er eins og getraun. Vera má að svo fari en sérfræðingum getur þó og hefur stundum skjátlast. Auk þess er þetta mitt persónulega álit. Ég held engu fram um þessi mál.“ Hjá Þjóðhagsstofnun varð Bolli Þór Bollason hagffæðingur fyrir svörum. „I spá, sem við erum núna að vinna að fyrir næsta ár, tökum við mið af spá alþjóðagjaldeyris- sjóðsins um olíuverð. Hann leggur raunar ffarn tvenns konar spá, önnur segir til um að olían komist upp í 20 dollara á næsta ári, hin segir að verðið hækki í 15 dollara á seinni hluta þessa árs og haldist þannig stöðugt um langan tíma. Þessa seinni spá miða t.d. Bandaríkjamenn og Norðmenn við, Þjóðhagsstofnun gerir það líka. Olíuverð er annars mjög reikult og raunar má búast við öllu í þessum málum en hvað verð- lækkanir á Islandi snertir þá er nokkuð öruggt að lækkanir á svar- tolíu og gasolíu verða meiri á næstunni, hve miklar get ég ekki sagt um,“ sagði Bolli. -BTH Vandræðaástand á Reykjavíkurflugvelli Talsvert vandræðaástand skapað- ist í gær á Reykjavíkurflugvelli vegna mannfæðar í flugumferðar- stjóm. Þrjá menn af átta, sem eiga að vera á hverri vakt, vantaði vegna veikinda. í upphafi var strax ákveðið að veita einungis vélum í áætlunar- flugi heimild til flugtaks cn lokað var fyrir annað heimildíuflug. Yfir háannatímann, frá 14.30-17.00, varð að loka alveg fyrir allt innanlands- flug. í gærkveldi gekk svo flug samkvæmt réttri áætlun. Að sögn eins starfmanns flugum- ferðarstjómar er hér ekki um „mót- mælaveikindi" að ræða en eins og kunnugt er mótmæltu starfsmenn- imir kjörum sínum fyrir skömmu með „veikindum“. Nú hefðu tekist samningar og þó að ekki væru allir ánægðir með þá væri í þessu tilfelli bara um „eðlileg forföU" að ræða og erfitt reyndist að kalla aukamenn til staríá á sunnudagsmorgni. -Ró.G. Árekstur á Digranesbrúnni Mjög harður árekstur varð á einn þeirra talsvert slasaður. Bílam- Digranesbrúnni í Kópavogi síðdegis ir em mjög mikið skemmdir. á laugardag. Úr öðrum bílnum var -Ró.G. þrennt flutt-á slysadeild og reyndist Þessum leið nú aldeilis vel í Nauthólsvík á laugardaginn er sólin var svo velviljuð að skína svo glatt á okkur höfuðborgarbúa. Þau höfðu það reglulega notalegt og ekki vantaði einu sinni kaffisopann. Nú geta dýrkendur lækjarins í Nauthólsvík tekið gleði sína á ný því lækurinn hefur verið opnaður aftur eftir að hafa verið lokaður í talsverðan tima. -Ró.G. í dag mælir Dagfari___________________ Kvalræðið af hvölunum Hvalveiðar íslendinga em orðnar að meiri háttar alþjóðlegu deilu- máli. Var raunar kominn tími til að fslendingar blönduðust inn í al- þjóðamál með einum eða öðrum hætti, slíkir garpar sem við erum. Bæði Bandaríkjamenn og Japanir hafa tekið þátt í þessari deilu, enda miklir og alþjóðlegir hagsmunir í húfi. Tvö mestu iðnríki heims og stórveldi nútímans geta ekki látið það afskiptalaust hvemig íslending- ar haga sér í dýraríkinu, sem best sést á því að Hvalfjörðurinn er orð- inn að miðpunkti heimsviðburð- anna. Hingað til hefur það verið fjölskyldumál milli hvalastofnsins og friðsællar fjölskyldu í Hafharfirði hvemig staðið hefúr verið að hvala- drápi hér uppi við norðurskautið. í mesta lagi að ferðamenn hafi þurft að halda fyrir nefið þegar ekið er um hvalstöðina en að öðm leyti hef- ur enginn amast við þessu atvinnu- lífi og hvalimir sjálfir látið sér það vel líka. En þeim er ekkert óviðkomandi í Washington eins og allir vita. Þeir vilja til dæmis ekki setja viðskipta- bann á Suður-Afríku af tillitsemi við svertingjana sem mundu svelta til bana ef Bandaríkin hættu að senda stjóminni í Pretoríu vopn. Þá hefur Reagan forseti nýlega fengið þingið til að stórauka fjárstuðning og vopnasendingar til skæmliðanna í Nicaragua í þágu frelsis og mann- réttinda þar í landi. Og svona mætti lengi telja. Friðunarstefnan tekur á sig margvíslegar myndir eftir því sem kaupin gerast á eyrinni í Hvíta hús- inu. Niðurstaðan hefur greinilega orðið sú að nauðsynlegt sé að friða hvalastofninn en drepa sandinist- ana, sem þýðir væntanlega að þeir í Washington em rneiri dýravinir en mannvinir. Þeim þykir líka vænna um svertingjana í Suður-Afríku en fjölskylduna í Hafhafirði sem verður að gjalda viðskiptabanns meðan ekki kemur til mála að svelta svert- ingjana eins og þá í Hvalfirðinum. Annars er þessi deila eiginlega ekki um hvaladrápið sjálft. Hún snýst um það hvort Islendingar megi selja hvalkjötið til Japan eftir að hafa veitt það í vísindaskyni. Og Japanamir þora ekki að kaupa kjö- tið af ótta við að Bandaríkjamenn refei þeim með viðskiptabanni. Mikl- ir menn erum við Hrólfur minn, að hafa það á samviskunni að neyða Japani til að leggja svona niður róf- una af einskæm hræðslu um að hvalaát þar í landi fari með japanska efnahagsundrið til fjandans. Síðast þurfti tvær atómbombur til að snúa Japanina niður en íslendingum dug- ar að senda Kristján Loftsson á hvalaskyttirí og allt fer á annan endann. Annars hélt Dagfari að það væri leikur einn fyrir íslendinga sjálfa að éta þetta hvalkjöt ef út í það er far- ið. Við höfum látið ljúga feitum kótelettum ofan í okkur að undan- fömu á þeirri forsendu að þar væri íslenskt gallalamb á ferðinni og nú er búið að niðurgreiða heimalning- ana svo kindakjötsátið aukist. Áður vorum við lengi búin að éta belju- kjöt á þeirri forsendu að það væri nautakjöt og hvers vegna er þá ekki hægt að bjóða íslendingum hvalkjöt á þeirri forsendu að það sé lostætt folaldakjöt? Ef Islendingar éta hvalkjötið sjálf- ir og Bandaríkjamenn éta þorskinn fyrir okkur í staðinn og Japanimir kaupa loðnuna sýnist manni að allir geti verið sáttir að kalla. Við getum heldur ekki búist við að aðrar þjóðir leggi sér til munns allar þær sjávar- afurðir sem okkur þóknast að veiða en höfum ekki lyst á sjálfir. Auk þess sem vísindin eflast stórlega í skjóli hvalveiðanna. Maður hlýtur að geta étið hvalkjöt stöku sinnum í þágu visindanna. Maður yrði þá alténd vísindamaður í kvöldmatn- um. Hins vegar verður að segja það eins og er að loksins þegar íslending- ar blönduðust inn í alþjóðadeilu, sem stofhaði stjómmálasambandi þess- ara þriggja vinaþjóða í hættu, stungu þeir Steingrímur og Matthías upp á snilldarlegri lausn. Þeir leystu deiluna einfaldlega með sumarfríi. Sendu friðarspillana í frí. Þetta hefur engum dottið í hug áður. Næst þegar styijöld brýst út eða óeirðir verða mannskæðar eiga ríkisstjómimar að leggja niður vopn og tilkynna að soldátamir séu komnir í sumarfrí. Og þá fellur allt í ljúfa löð. Af hverju geta stjómimar í Pretoríu og Nic- aragua ekki farið í sumarfrí? £r það kannske svo að hvalurinn er mikil- vægari en mannskepnan? Er það kannske svo að menn fá bara orlof þegar þeir drepa hval en ekkert or- lof þegar þeir drepa fólk? Er ekki rétt að spyrja þá að þessu, fríðunar- mennina í Washington? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.