Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 1986. 7 Fréttir Hreindýraveiðar: 700dýrveiddíár Menntamálaráðuneytið hefur nú gefið út heimild til veiða á 700 hrein- dýrum og hefst veiðitímabilið 1. ágúst en lýkur 15. september. Kvótinn skipt- ist á milli um þrjátíu hreppa í Norður-Þingeyjarsýslu, Múlasýslum og Austur-Skaftafellssýslu og er þetta um 100 dýrum fleira en síðasta ár. Hreindýraeftirlitsmenn í hverjum hreppi hafa umsjón með veiðunum og greiðist andvirði felldra hreindýra i sveitarsjóð en hver hreppsnenfd skipt- ir fénu innan síns svæðis. Ber henni íyrst og fremst að láta þá bændur sem verða fyrir mestum ágangi af hrein- dýrum á beitilönd sín njóta arðs af veiðunum. Að sögn Egils Gunnarsson- ar eftirlitsmanns er nokkuð algengt að veiðunum sé skipt niður á bændur i hveijum hi'eppi og er farið eftir lands- stærð og íbúatölu hvers býlis. „Menn hafa látið skiptingu ráðuneytisins óá- talda og þó að eftirlitsmenn í hverjum hreppi séu strangt til tekið veiðimenn þá er nokkuð um að bændumir veiði sinn kvóta sjálfir." Nokkur umræða hefur verið um meðferð á hreindýrakjöti en í reglu- gerð segir að ekkert kjöt megi selja án vottorðs dýralæknis. „Það er allt í lagi að skrokkurinn bíði í 3-4 tíma frá því dýrið er skotið en alls ekki leng- ur. Ég veit þó til þess að menn hafa verið að geyma þetta í 12 tíma og jafn- vel lengur en það er kjöt sem ég vildi ekki éta. Best er að skrokkurinn sé fleginn á staðnum en það fer minnk- andi að menn standi í því. Ef menn ætla að selja kjötið ber þeim að fara með það í sláturhús en ég hef þó heyrt af bændum sem ýmist selja aðkomu- mönnum veiðileyfi eða selja jafhvel milliliðalaust í verslanir og ú veitinga- staði,“ sagði Egill. -S. Konn. Skátarnir Bo, Kari, Peer og Susanne vilja að fjölmiðlar fjalli meira um skáta- starfið. DV-mynd S. „Skátastarfið meira en bara að hnýta hnúta“ „Skátastarfið felst ekki bara í því að hnýta hnúta og slá upp skátatjald- búðum eins og fjölmiðlar virðast halda. í okkar starfi fjöllum við mikið um þjóðfélagsmál, t.d. friðarstarfið, vandamál unglinga og málefni Suðm'- Afríku, svo eitthvað sé nefnt. Gallinn er bara sá að fjölmiðlar hafa ekki áhuga á að fjalla um þessa hlið skáta- starfsins," sögðu skátamir Susanne Ebdrup, Per Albin, Bo Lund Andersen frá Danmörku og Kari Meling Havnes frá Noregi, sem heimsóttu DV i gær. Þessi hópur er staddur hér til að taka þátt í landsmóti íslenskra skáta sem haldið verður nú um helgina í Viðey. Þau sögðu að í sínum löndum væri skátahreyfingin mjög fjölmenn. I Dan- mörku væru um 100 þúsund skátar og í Noregi um 60 þúsund. Þrátt fyrir þessa staðreynd ættu þau erfitt með að koma sínum málum að í fjölmiðlun- um. „Þetta er kannski okkur að kenna að einhveiju leyti því við eru hrædd við að fá á okkur pólitískan stimpil ef við förum að láta álit okkar í ljós á þjóðmálunum. Markmið okkar er hins vegar að vinna að betra þjóð- félagi án þess að taka afctöðu til hægri eða vinstri i stjórnmálum," sögðu skátarnir. -APH Póstur til Svíþjóðar: DV tvo daga á leiðinni Gunnlaugur A. Jónsson, DV, Lundi: Póstsamgöngur milli lslands og Sví- þjóðar hafa verið til mikillar fyrir- myndar að undanfömu. Algengt er að póstur sé ekki nema tvo daga á milli landanna. Sem dæmi get ég nefnt að í gærmorg- un, föstudag, barst mér í hendur DV frá miðvikudeginum. Og snemma á föstudagsmorgni i síðustu viku fékk ég express-sendingu sem póstuð hafði verið síðdegis á miðvikudag. Þess má einnig geta að póstsam- göngur innanlands í Svíþjóð hafa lengi verið til fyrirínyndar. Sá sem póstar innanlands fyrir klukkan 18 að kveldi getur treyst því að bréfið komist á áfangastað daginn eftir. Athyglin beinist að CANDY uppþvottavélinni. Verð kr. 32.750 (stgr.) Góðir afborgunarskilmálar. Pfaff Borgartúni 20 Stórhöfða - sími 671100 SMIÐSHÚS Sumarhús - Heilsárshús Sýningarhús á staðnum. Opið virka daga kl. 8-18. Renndu við eða hafðu samband. COSTADEL SOL - BENIDORM MALLORCA - COSTA BRAVA Eftirsóttar íbúðir og hótel - sjálf verðsamanburð Mii Beint leiguflug ** u í sólina Fj ölsky ldutilboð FLUCFERÐIR SOLRRFLUG Vesturgötu 17 símar 10661,15331. 22100.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.