Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 1986. Viðskipti_______________dv ísfískur seldur í Frakklandi: Eru nýir fiskmark- aðir að opnast? „Það gæti allt eins farið svo að hér væru að opnast nýir markaðir fyrir okkur og meginmáli skiptir að hægt er að selja svona mikið magn á svo háu verði. Boulogne er stærsti fisk- markaður í Evrópu þar sem 180 þúsund tonn fara um árlega og ég held að hér sé góður möguleiki fyrir okkur að fá meira fyrir þær fiskaf- urðir sem hafa ekki verið mjög eftir- sóttar á núverandi mörkuðum okkar,“ sagði Sveinn Hjartarson hjá Lands- sambandi íslenskra útvegsmanna um Frakklandssölu Hrungnis frá Grinda- vík í síðustu viku. Þetta er í fyrsta sinn sem siglt er með ísfisk til Frakklands og tókst þessi tilraun mjög vel. Hrungnir seldi 70 tonn af grálúðu og fengust 42,64 krón- ur fyrir kílóið auk þess sem um 3 tonn af steinbíti voru seld fyrir tæpar 60 krónur kílóið. Hrungnir seldi 4 tonn af smáþorski á 61,11 krónur kílóið á meðan einungis fengust 40 krónur fyr- ir samsvarandi fisk á mörkuðum i Grimsby og Hull. Á Englandsmörkuð- um hefur verið hægt að selja allt upp að 10 tonnum af grálúðu fyrir um 40 krónur en eftir það hefúr verðið lækk- að og hér innanlands fást ekki nema um 18 krónur fyrir kílóið af steinbít. „Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er reynt og greinilegt er að Frakkar hafa mikinn áhuga á tegundum eins og grálúðu, steinbít og löngu. Það eru einnig þreifingar með markaði í Holl- indi í Scheveningen en þeir hafa rnestan áhuga á þorski," sagði Svcinn Hjartarson hjá LIÚ. Að sögn Eyjólfs Guðlaugssonar hjá útgerðarfélaginu Vísi h/f í Grindavík. sem gerir Hrungni út, voru menn án- ægðir með söluna en ekki hefur verið ákveðið að halda áfram Frakklands- siglingunum. -S.Konn. Hollensk gyllini: Hafa fengið úrelta seðla Peningamarkaður VEXTIR (%) hæst Innlán óverðtiyggð Sparisjóðsbækur óbundnar S-9 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 8.5-10 Ab.Lb.Vb 6 mán. uppsógn 9.5-12.5 Ab.Vb 12 mán. uppsógn 11-14 Ab Sparnaður - Lánsréttur Sparað í 3-5 mán. 8-13 Ab Sp. i6mán.ogm. 9-13 Ab Ávisanareikningar 1-7 Ab Hlaupareikningar 3-4 Lb.Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsógn 1 Allir 6 mán. uppsógn 2.5-35 Lb Innlán með sérkjörum 8-16 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 6-7 Ab Sterlingspund 9-10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab Danskar krónur 6-7.5 Ab.Sb Utlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv) 1525 Allir Viðskiptavixlar(forv.)(1) kgeog 19.5 Almenn skuldabréf(2) 15.5 Allir Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 7-9 Utlán verðtryggð Skuldabréf Að 2.5 árum 4 Allir Til lengri tíma 5 Allir Útlán tíl framleiðslu Ísl. krónur 15 S0R 8 Bandarikjadalur 8.25 Sterlingspund 11.75 Vestur-þýsk mörk 6 Spariskírteini 3ja ára 7 4ra ára 8.5 6 ára 9 Með vaxtmiðum(4 ár) 8.16 Gengistryggð(5 ár) 8.5 Almenn verðbréf 12-16 Hósnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5 Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala 1463 stig Byggingavisitala 272.77 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 5% 1. júlí HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs: Eirnskip 200 kr. Flugleiðir 140 kr. Iðnaðarbankinn 98 kr. Verslunarbankinn 97 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá flestum bönkum og stærri sparisjóðum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðar- bankinn, Ib = Iðnaðarbankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunar- bankinn, Sp=Sparisjóðimir. Nánari upplýsingar um pengamark- aðinn birtast í DV á fimmtudögum. Nokkur brögð virðast hafa verið að því að ferðamenn, sem haldið hafa til Hollands. hafi fengið afgreidda úrelta seðla í bönkum hérlendis. Fyrir nokkr- um árum var gjaldmiðilsbreyting í Hollandi og eru það 100 gyllina seðlar sem virðast vefjast fyrir fólki. Kjartan L. Pálsson, fararstjóri í Hollandi, kannaðist við þetta og að hans sögn er þetta ekki eingöngu bundið við ísland. Hvorki verslanir né bankar taka við þessum seðlum en hægt er með mikilli fyrirhöfn að skipta þeim á einum stað í landinu. Kjartan sagðist hafa spurt fólk, hvort hér væri um peninga að ræða sem það hefði „geymt undir koddanum" í einhver ár en undantekningalaust væri svo ekki, heldur væru þetta peningar sem það hefði fengið í bankastofhunum. Þegar kannað var hvort starfsfólk gjaldeyris- deilda kannaðist eitthvað við að seðlar þessir hefðu farið út vildu sumir kann- ast við slík tilvik, aðrir ekki. JFJ Iðnaðarvörur: Töluverð aukning á verðmæti útflutnings Fyrstu 5 mánuði ársins 1986 jókst verðmæti útflutnings iðnaðarvara um 23% miðað við sama tímabil í fyrra. Verðmætaaukning útflutnings áls og álmetis var 19% en kísiljáms um 30%. Heildarútflutningsverðmæti á þessu tímabili jókst um 41%. Af öðrum iðn- aðarvörum var útflutningsaukningin mest í vöruflokkunum vörur til sjávar- útvegs en þar jókst útflutningur á vélum og tækjum um 114% og í plast- vöru nam aukningin 66%. Á þessum sviðum var aukningin mest til Evrópu. Aukning er um 46% í skinnavöru og 13% í ullarvöru og fer megnið af verð- mætaaukningunni til Evrópu eins og raunin virðist vera á í flestum vöru- fiokkum. Ber í því sambandi að hafa það í huga nð gengi gjaldmiðla Ev- rópuríkja hefur hækkað á meðan Bandaríkjadollar hefur staðið í stað. JF.I Fréttir Kiðlingurinn á Grimsstöðum á Fjöllum sem er snarvitlaus í lakkris, ópal og pilsner. „Ekki meiri iakkris i dag. Þú ert að verða of dýr í rekstri, væni,“ sagði Gunnlaugur bóndi, eigandi kiðlingsins. DV-mynd JGH DV á Grímsstöðum Kiðlingur étur ópal og lakkrís Jón G. Haukssan, DV, Akureyii Kiðlingurinn hans Gunnlaugs Ól- afssonar, bónda á Grímsstöðum á Fjöllum, étur ópal, lakkrís og sleikir út um sjái hann gosflöskur, sérstak- lega pilsner. Þetta er rúmlega þriggja mánaða kríli, geithafur, og elst upp með einni hryssu Gunn- laugs. „Hann gengur alltaf um með hryssunni nema þegar hann skrepp- ur hingað í sjoppuna," sagði Gunnlaugur um þessa miklu sæl- gætisætu sem jafnframt vinnur það sér til afreka að klifra upp á hestana á bænum þegar þeir liggja og slappa af. Eitt er það þó við ópalið sem herra kiðlingi líkar illa. „Honum finnst verst hvað ópalið festist í tönnun- um,“ segir Gunnlaugur. -BTH „Óánægjuraddir þagnaðar „Það var þyrlað upp miklu mold- viðri í kringum opnun þessa heimilis á sínum tíma. En um leið og þeir sem fóru fremstir í flokki létu af mót- mælum drógu hinir sig í hlé. Raddir hinna óánægðu eru nú löngu þagnað- ar,“ sagði Þórunn Pálsdóttir, hjúk- runarforstjóri Kleppsspítalans. Meðferðarheimili Kleppsspítalans að Laugarásvegi 71 olli miklum úlfa- þyt á sínum tima. Það var opnað um áramótin 1972-73 fyrir fólk sem á við geðræn vandamál að stríða. Fyrst í stað var heimilið notað fyrir langlegu- sjúklinga. Nú eru einstaklingar vi- staðir þama í endurhæfingu til skemmri tíma. „Mestu mótmælin voru áður en heimilið flutti í Laugarásinn. Það urðu mikil blaðaskrif og læti í kringum þetta mál. Ég man ekki betur en að íbúamir í Laugarásnum hafi safnað undirskriftum gegn tilkomu heimilis- ins í hverfið. Það var mikil hræðsla hjá fólki við að húsin þama í kring kynnu að falla í verði. Én þetta logn- aðist allt út af strax fyrsta árið. Okkur Meðferðarheimili Kleppsspítalans að grannana er mjög góð,“ segir Þórunn var vel tekið af flestum. Við fengum meira að segja blóm þegar við fluttum inn. Þetta var fyrst og fremst múgæsing- Laugarásvegi 71. „Sambúðin við ná- Pálsdóttir hjúkrunarforstjóri. DV-mynd Kristján Ari ur á sínum tíma. Sambúðin við nágrannana í dag er mjög góð,“ sagði Þórunn Pálsdóttir. -ÞJV Vemd við Laugateig: „Sambúðin hefiir gengið Ijómandi vel“ Hús Vemdar við Laugateig. Snurðu- laus sambúð, segir íbúi viö götuna. DV-mynd Kristján Ari „Við erum enn ekki sátt við hvemig var staðið að þessum málum hér í hverfinu. Sambúðin við fólkið á Lau- gateignum hefur hins vegar gengið ljómandi vel fram að þessu. Umferð við götuna hefur að vísu aukist tölu- vert eftir tilkomu samtakanna. En að öðm leyti hefur þetta gengið snurðu- laust fyrir sig,“ sagði íbúi við Lauga- teig í samtali við DV. í fréttum DV á dögunum sagði frá óánægju íbúa við Laugarás vegna heimilis líknarsamtakanna Þrepsins i hverfinu. Sams konar mál kom sem kunnugt er upp í Teigahverfinu seint á síðasta ári þegar félagasamtökin Vemd hófú starfsemi við Laugateig 19. Óánægjuraddir þar munu nú hafa þagnað. „Okkur var gefið loforð um að þessi samtök flyttu ekki þama inn. Það var svikið. Þó allt hafi gengið vel fram að þessu þá hafa að minnsta kosti 6 fjöl- skyldur flutt burt vegna óánægju með þessa starfsemi. Mér er kunnugt um að fleiri hugsi sér til hreyfings," sagði íbúi við götuna. Samkvæmt heimildum DV hyggjast nokkrir íbúar við Laugarás safna und- irskriftum gegn starfsemi Þrepsins við luugarásveg. Slíkir listar hafa þó ekki farið af stað ennþá. Hjónin Jónína Ólafsdóttir og Sigurhans Hlynsson sjá um rekstur heimilisins. Þau vilja ekki tjá sig um þetta mál að svo stöddu. -ÞJV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.