Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 28. JÚLl 1986. Fréttir Lýðveldi í Viðey „Leitað verður eftir samþykki þingmanna við tillögu að stjóm með naínakalli" sagði Benjamín Axel Ámason, forsætisráðherra hins nýja lýðveldis í Viðey, við setningarat- höíh hins fyrsta þingfundar í gærdag. Síðan taldi hann upp nöfn þingmanna, bæði erlendra og inn- lendra, sem allir svömðu játandi skýrt og greinilega. Atkvæðagreiðsl- an gekk greiðlega enda maðurinn ábúðarfullur og drífandi á palli. Lík- lega hálfhað þegar hann kallaði: „Halldóra D. Torfadóttir!" „Nei,“ kallar reiðileg rödd í hópn- um sem greinilega á sér stuðnings- menn í þingmannaliðinu. Stjómandinn hægir ferðina og skiptir síðan um kyn í snatri: „Halldór D. Torfason!" Svarið sem hann fær við þvi er jákvætt og samhljóða öðrum þannig að hægt er að halda áfram og ljúka nafnakalli. Stjóm lýðveldis skáta í Viðey hefur verið samþykkt sam- hljóða með öllum greiddum atkvæð- um. Að því loknu er forsetinn Ágúst Þorsteinsson settur í embætti, þing- fundi slitið og þjóðsöng hins nýstofn- aða ríkis syngja menn hver með sínu nefi. Vandi í utanríkismálum „Stærsta vandamálið í utanríkis- málum er skipting útlendinganna," segir Yngvinn Gunnlaugsson, utan- ríkis- og fjölskyldumálaráðherra. „Það þarf að koma þeim fyrir héma og finna fjölskyldur fyrir þá eftir mótið þar sem þeir geta dvalið um vikutíma. Og vandinn er sá að allir vilja fá þá þannig að ekki em nægilega margir til skiptanna. Núna em þeir um eitt hundrað og eiga eftir að verða fleiri þegar líður á mótið.“ Mótsgestir em famir að dreifa sér um svæðið með spjöld í hendi og greinilegt að einhver flokkun i hópa á sér stað. Öðm hverju heyrist : „Aaaaa - eða er einhver með dé?“ „Þetta er stafamgl og þeir eiga að mynda orðið skátavinur - þannig verða til mismunandi hópar sem síð- an vinna saman allt mótið. Við þetta myndast tengsl sem geta orðið til þess að fólk hefúr samband árum saman - dæmi til þess að slíkt endist í ein fjömtíu ár. Hingað er komið fólk frá fjórtán löndum - Japan, Finnlandi, G enlandi, Ástralíu og Færeyjum svo eitthvað sé nefht.“ Svona fólk Við tjald Grænlendinganna em Brynhildui- Smáradóttir og Kristín Jónsdóttir frá Akureyri að hefja samræður og fá menn til að skrifa niður nöfnin sín. „Við erum að safna rithandarsýn- ishomum, sérstaklega frá svona fólki. Erum búnar að tala við Japani og Finna en við viljum helst fólk frá fjarlægum stöðum. Og þau skrifa allt öðm vísi - miklu flóknara." Grænlendingamir brosa og skrifa. Segjast heita Karsten Poulsen frá Jakobshavn, Nuka Eliassen frá Na- nortalik, Kristine Jensen frá Umanak og Margrethe Silassen frá Nanortalik. í Grænlandi þrífst skátahreyfingin með ágætum, tæp- lega þrjátíu starfandi félög. í ferða- lögum notast þau helst við þyrlur og báta vegna þess að samgöngur á landi em með erfiðara móti. Röndótt Skagamær og kópa- vogsbátur Röndóttar húfur í skærum litum sjást um allt svæðið og einn rand- höfðinn, Bergþóra Sigurðardóttir, segir þetta einkenni á Skagamönn- um ásamt hjörtum á rassi og appels- ínulitum regnstökkum. Við hlið hennar er Margrét Baldursdóttir úr Kópavogi sem hefur til auðkenning- ar bát á höfði og er íklædd víðu pilsi. Og þær em báðar á staðnum í fyrsta skipti. Neðar á svæðinu em Yuniko Mo- rikawa frá Tókíó og Noriko Kishi frá Gunma. Þær tala fátt annað en japönsku þannig að erfiðara verður með samskipti, segja þó Island gott og þær fari ekki strax heim eftir mótið. Fyrst er að búa hjá íslenskum fjölskyldum og eftir það er heim- ferðin á dagskrá. Heilmikið líf og fjör er í hinu nýja lýðveldi í Viðey, samfelld dagskrá verður fram á næsta sunnudag en þá verður þessu landsmóti skáta árið 1986 slitið fyrir hádegi. Fram að þeim tíma verða alla daga stöðugar báts- ferðir frá Sundahöfninni út í eyjuna og til baka þannig að áhugamenn um milliríkjatengsl ættu auðveld- lega að geta bmgðið sér yfir í hina nýju Viðey. -baj Niðri i fjöm voru stundaðar sprettfiskaveiðar af miklu kappi. Þegar höfðu náðst nokkrir snöggir og einn krabbi. Utanríkis- og fjöiskyldumálaráðherra hins nýstofnaða lýðveldis i Viðey - Yngvi Gunnlaugsson. Skagamær og Kópavogsbui i einkennisfatnaði deild- anna. Bátsferðir verða út í lýðveldið nýja oft á dag. Meðal farþega getur aö líta borgarstjórann í Reykjavik sem þama hefur væntanlega verið að opna möguleika á stjórnmálasambandi við eyjuna. DV-myndir KAE Grænlendingarnir í klóm rithandarsafnaranna og ekki annað að sjá en menn láti sér vel lika. Allir stafir komnir í leitirnar og kominn samstarfshópur. Skyldu þau hafa samband ennþá eftir fjörutiu ár?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.