Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 1986. 15 Dreihim fjármagninu - virkjum fólkið Kynlegur tvískinnungur er í flest- um íslenskum sósíalistum. Þeir hafa miklar áhyggjur af þeim völdum, sem safnist á hendur ábyrgðarlausra kapítalista úti á markaðnum. En til þess að ráða bót á þessu hyggjast þeir fela stjómmálamönnum og emb- ættismönnum inni í ríkisstofnunum víðtæk völd. Er hér ekki um mótsögn að ræða? Er ekki eðlilegast að reyna að dreifa völdunum, hvort sem það er á markaðnum eða í stjómmálum? Og sósíalistar treysta neytendum ekki til þess að velja skynsamlega um vömr úti í kjörbúðinni. En þeir treysta kjósendum hins vegar til að velja skynsamlega um stjómmála- menn í kjörklefanum. Gleyma þeir því, að neytandinn og kjósandinn em einn og sami maðurinn? Er ekki eðlilegast, ef venjulegum borgara er treystandi til þess að velja um stjóm- málamenn, að hann fái líka að velja um vömr og þjónustu á frjálsum markaði? Hvemig geta sósíalistar verið með frjálsu vali í stjómmálum, en á móti frjálsu vali í viðskiptum? íslenskir fijálshyggjumenn hafa hins vegar ekki tekið nægilega mik- ið tillit til þeirrar hættu, sem hlýst af því, að tvær stéttir standi and- spænis hvor annarri, kapítalistar og launamenn, þannig að landsmenn skilji ekki þann hag, sem þeir hafa allir af fijálsu atvinnulífi. Nokkrar undantekningar eru að vísu til, Eyj- ólfur Konráð Jónsson skrifaði árið 1968 ágæta bók, Alþýðu og athafna- líf, þar sem hann mælti með víðtækri eignaraðild einstaklinga að atvinnu- fyrirtækjum. Guðmundur H. Garð- arsson orðaði á sínum tíma svipaðar hugmyndir, og Ámi Vilhjálmsson prófessor lagði það til i tímaritinu Frelsinu snemma árs 1983, að ýmis ríkisfyrirtæki yrðu seld almenningi, og hefur ríkisstjóm Steingríms Her- mannssonar farið eftir nokkrum tillögum hans. í þessari stuttu grein langar mig til þess að víkja aftur að þessu máli, sem við fijálshyggju- menn höfum flestir vanrækt: Hvernig getum við gert venjulega launamenn að virkum þátttakend- um í atvinnulífinu? Hvernig getum við tryggt lýðræði úti á markaðnum Frjálshyggjan er mannúðarstefna KjaUaiinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson aðili geti í upphafi keypt nema til- tekinn hámarkshluta bréfanna (þótt engin ástæða sé til þess að setja hömlur við frekari viðskiptum með slík bréf). Síðan notar það andvirðið til þess að greiða niður skuldir sínar erlendis. Kostimir em ótviræðir. í fyrsta lagi er einkarekstur hagkvæmari en ríkisrekstur, því að menn finna meiri hvöt hjá sér til þess að halda kostn- aði niðri, ef þeir græða sjálfir á því, (þótt auðvitað séu til vel rekin ríkis- fýrirtæki og illa rekin einkafyrir- tæki). I öðm lagi færast raunvemleg eignarréttindi til þessara fyrirtækja úr höndum örfárra stjómmála- manna í hendur fjölmargra sjálf- stæðra eigenda, en það er stórt spor í lýðræðisátt. í þriðja lagi geta venjulegir borgarar veitt spamaði sínum beint út í atvinnulífið i stað- inn fyrir að þurfa að horfa upp á hann hverfa í verðbólguna eða festa hann í tilgangslítilli steinsteypu. I fjórða lagi öðlast fólk betri skilning „Þetta leiðir hugann að því, hver sé megin- munurinn á markaðsviðskiptum og ríkis- afskiptum. Hann er sá að við höfum alltaf einhverja útgönguleið á markaðnum.“ með dreifingu fjármagnsins til fólks- ins? Ég held, að svarið liggi í íslensk- um alþýðukapítalisma. íslenskur alþýðukapítalismi Hugmyndin um íslenskan alþýðu- kapítalisma er mjög einföld og auðframkvæmanleg, eins og ég hef lýst henni í nokkrum greinum hér í blaðinu. Rikið selur öll stærstu fyrir- tæki sin á almennum markaði, til dæmis Landsvirkjun, Landsbank- ann, Útvegsbankann, Búnaðarbankann, Póst og síma, Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Brunabótafélag Islands, Áburðar- verksmiðjuna í Gufunesi og Se- mentsverksmiðju ríkisins. Það gætir þess að hafa verðið nægilega lágt og greiðslukjör nægilega rúm, til þess að sem flestir geti keypt hluta- bréf í þessum fyrirtækjum. Það setur einnig reglur um það, að enginn einn á lögmálum atvinnulífsins, ef það kaupir og selur hlutabréf á fijálsum markaði. Það breytist úr þiggjendum í veitendur, úr áhorfendum í þátttak- endur. í fimmta lagi myndast hér virkur hlutafjármarkaður fyrir vik- ið, svo að fjármagn flyst í meira mæli í ftjálsum viðskiptum úr hönd- um þeirra, sem sóa því, í hendur hinna. sem nýta það skynsamlega. Og í sjötta lagi má verja andvdrði þessara fyrirtækja til þess að búa okkur betri skilyrði í framtíðinni með því að létta á skuldabyrði okkar erlendis. Við höfum alltaf útgönguleið á markaðnum Nauðsynlegt er hér að svara nokkrum efasemdum, sem sumir ala með sér um það. að hlutafélög í eigu almennings geti verið nægilega lýð- ræðisleg. Þessar efasemdir eru kunnastar í þeim búningi, sem bandaríski sósíalistinn John Kenn- eth Galbraith býr þeim í bókinni Iðnriki okkar daga, sem komið hefur út á íslensku. Galbraith heldur því þar fram, að eigendur slíkra fyrir- tækja fái engu ráðið fyrir stjómend- um þeirra. Eigendumir séu áhrifalausir og stjómendurnir eftir- lits- og aðhaldslausir. Og við komust ekki hjá því að spyrja: Ef íslensku ríkisfyrirtækin eru öll seld á almenn- um hlutafjármarkaði, hvað tryggir þá, að stjómendur þeirra gæti hags- muna eigendanna, en fari ekki sínu fram, eins og Galbraith segir? Hvað fær þá til þess að kappkosta að skila eigendunum sem mestum arði, en reyna ekki að stjóma þeim sjálfum sér í hag? Þetta mál leysist, hygg ég, á virk- um hlutafjármarkaði. Hvað getum við gert, þegar við erum óánægð með rekstur fyrirtækis, sem við eigum hlut í? Við getum selt hlut okkar. Ef nægilega margir selja hluti sína, þá falla bréf fyrirtækisins í verði, en það er ótviræð vísbending til stjóm- enda þess og annarra um það, að þeir þurfi að gæta sin og bæta rekst- urinn. Þetta leiðir hugann að því, hver sé meginmunurinn á markaðs- viðskiptum og ríkisafskiptum: hann er sá. að við höfum alltaf einhverja útgönguleið á markaðnum. Þess vegna er í rauninni meira lýðræði í viðskiptum heldur en í stjómmálum. Neytendur geta alltaf snúið sér eitt- hvað annað. þegar þeir em óánægð- ir. En hvað geta kjósendur gert. þegar þeir em óánægðir með rekstur einhvers ríkisfyrirtækis? Þeir geta að vísu látið í sér heyra, til dæmis skiáfað lesendabréf hér í blaðið. en þeir hafa enga tryggingu fyrir því. að valdhafarnir hlusti á þá. Og besta ráðið til þess að tryggja. að þeir hlusti. er. að þeir tapi á að gera það ekki. Eigendur hafa áhrif á stjórn- endur fyrirtækja Hluthafar í stóffy-rirtækjum geta haft áhrif á stjórnendur þessara f>T- irtækja með largvíslegum öðrum hætti en þeirr ð selja hlutabréf sín. Þeir hafa að vísu sjálfir ógjaman mikla þekkingu á rekstri slíkra fyrir- tækja, eins og Galbraith bendir á, en þeir geta ráðið sérfróða menn til þess að fara rækilega yfir rekstur- inn. Þeir geta bundist samtökum um að reka stjómendur og ráða aðra, og þeir geta hagnýtt sér þá sam- keppni, sem hlýtur að vera á milli einstakra stjómenda um stöðu- hækkanir. Þar sem hlutafjármark- aður er virkur, vofir ennffemur alltaf yfir stjórnendum sú hætta, að ein- hver kaupi upp hlutabréf í fyrirtæk- inu, á meðan þau em í lágu verði, reki þessa stjómendur fyrir slæma frammistöðu, endurskipuleggi rekst- urinn og selji hlutabréfin, eftir að þau hafa hækkað aftur. Ég dreg þá ályktun, að skráðir eig- endur fyrirtækjanna þurfi ekki að óttast það, ef hlutafjármarkaður er sæmilega virkur, að stjómendumir verði eftirlits- eða aðhaldslausir. Ekki má heldur gleyma því, sem skiptir mestu máli, og það er, að stjómendur fyrirtækja úti á fijálsum markaði búa auðvitað við þær skorður. sem samkeppnin setur þeim: þeir þurfa alltaf að framleiða vöm eða veita þjónustu, sem sé að minnsta kosti jafngóð eða jafhódýr og keppinauta þeirra. Nú er lag! Til þess að íslenskum alþýðukapítalisma sé komið á. þurfa einhverjir útsjónarsamir stjóm- málamenn að bera málið fram. En útsjónarsamir stjómmálamenn vita það. að þeim nægir ekki að sá - þeir verða líka að uppskera. og það gera þeir ekki nema þeir velji sér frjósam- an jarðveg. Ég er sannfærður um, að það fellur hér í fijósaman jarðveg að selja stóm ríkisfyrirtækin. nota andvirðið til þess að greiða ein- hveijar erlendar skuldir ríkisins. dreifa þannig fjánnagninu til fólks- ins og gera það að virkum þátttak- endurn í amnnulífinu. Nú er sennilega betra lag en nokkm sinni áður. Nú er tækifæri. Hveijir verða fyrstú' til þess að grípa það? Dr. Hannes H. Gissurarson Tekjuskattslækkun er forgangsverkefni Kjallaiinn Fyrir nokkrum dögum birtist hér í blaðinu ágæt forystugrein um nauðsyn þess að haldið yrði áfram á þeirri braut að lækka beina skatta á fólkinu í landinu og þá sérstaklega tekjuskattinn. Það er full ástæða til þess að taka undir þau sjónarmið, sem fram komu í þessari grein, ekki sist nú þegar stjómarflokkamir fara að ræða drög að nýjum fjárlögum fyrir næsta ár. í málefnasamningi þessarar ríkis- stjómar er það skýrt tekið fram að aftiema beri tekjuskatt á almennum launatekjum í þremur áföngum og þá stefhu hefur Sjálfstæðisflokkur- inn oftar en einu sinni ítrekað í samþykktum sínum. Þess vegna verða stjómarflokk- amir að leggja á það höfuðáherslu að sveigja ekki af þessari braut og halda áfram afnámi beinu skatt- anna, fyrst og fremst tekjuskattsins. Hvað hefur áunnist? Því er stundum haldið fram í um- ræðunni í þjóðfélaginu að stjómin hafi litlu komið í verk á sviði skatta- lækkana. Slíkar fullyrðingar eru þó á mikl- um misskilningi byggðar og full ástæða er til þess að minna á hvað hefur áunnist í þessum efhum. Það er meira en margur virðist muna eftir í fljótu bragði. Þessi ríkisstjóm hefur lækkað skatta í landinu um samtals 3,2 millj- arða króna. Hér hefur því verið langt gengið á þeirri braut að lækka bæði beina og óbeina skatta, fyrst og fremst í þeim tilgangi að bæta lífs- kjör almennings. millj. króna. Alls höfðu því beinir skattar verið lækkaðir um 1 milljarð og 70 millj- ónir króna á síðasta ári. Lækkun óbeinna skatta nam 592 millj. króna. „í kjölfar kjarasamninga í upphafi þessa árs komu til framkvæmda miklar lækkan- ir beinna og óbeinna skatta.“ Með þessu er þó ekki sagt að betur megi ekki gera ef duga skal og þá fyrst og fremst á sviði tekjuskattsins. Upphafið að lækkun tekju- skattsins Á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar 1983-84 var tekjuskatturinn lækk- aður um 380 millj. kr. með beinni lækkun hans og auknum bamabót- um og persónuafslætti. Á sfðasta ári, 1985, var síðan stigið fyrsta skrefið af þremur f afhámi tekjuskattsins af almennum launa- tekjum. Þá var tekjuskatturinn lækkaður um 600 núllj. króna eða um þriðjung af heildarupphæð hans á fjárlögum sem við var miðað. Jafn- framt kom til sérstök lækkun skatta á þeim sem vom að hætta störfum vegna aldurs (30 millj. kr.) og sérstök lækkun til sjómanna sem nam 45 Samtals höfðu því skattar til ríkisins í heild verið lækkaðir árið 1985 um 1.662 milljónir króna. Skattalækkun um rúman 1 milljarð1986 I kjöfar kjarasamninganna f upp- hafi þessa árs komu til framkvæmda miklar lækkanir beinna og óbeinna skatta. Samtals nárnu þær meira en einum milljarði króna. Að þessu sinni var megináherslan lögð á lækkun óbeinu skattanna, tolla, en lækkun tekjuskattsins því mun minni en áður hafði verið ráð gert fyrir. Ástæða er til þess að ntinna á í hveiju þessar skattalækkanir vom fólgnar, sem Alþingi samþykkti í byrjun þessa árs. Beinu skattamir, tekjuskatturinn og útsvör, vom lækkaðir um 450 rnillj. króna. Tollar voru lækkaðir urn 700 millj. króna miðað við heilt ár. Þar var f\Tst og fremst um að ræða lækkanir tolla á ýTiisum heim- ilistækjum. bifreiðum. matvörn og fleim. sem sinn þátt átti í því að halda verðbólgtmni í skefjum. Sú skattalækkunarleið. sem hér var fai in. var valin að ósk verkalýðssam- takanna sem töldu mikilvægast að lækka fremur óbeinu skattana en hina beinu. svo sem tekjuskattinn. Skattbyrðin minnkuð um þriöjung Það sem hér hefur verið rakið sýn- ir að þrátt fyrir vaxandi tekjuþörf ríkisins hefur verið ötullega að því unnið að núnnka þá skattbyrði. sem á almenningi hvílir. Það er í fullu samrænú við þá stefhu sem í upp- hafi var mörkuð og ályktað hefur verið oftar en einu sinni tmi á lands- fundum Sjálfstæðisflokksins. Þjóðhagsstofnun reiknar árlega út hvert er hlutfall álagðra skatta til ríkisins miðað við tekjur einstakl- inga. Þær tölur sýna að frá árinu 1982 hefur skattbyrði einstaklinga núnnkað um nær þriðjtmg. Skattbyrði einstaklinga 1982 6,1% 1983 5,4% 1984 4,9% 1985 4,4% 1986 4,4% (spá) Gunnar G. Schram Þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn Hvaö er framundan? Þótt skattbyTði einstaklinga sé nú hlutfallslega mun minni miðað við tekjur en fyrir þremur árum, á enn eftir að ná því takmarki að afhema að fullu hinn rangláta tekjuskatt á almennum launatekjum. Það munu menn sjá svart á hvítu. þegar þeir fá skattseðlana í póstinum á næstu dögum Þess vegna hlýtur það að verða forgangsverkefni við gerð fjárlag- anna að stíga stórt skref til afiiáms tekjuskattinum. Ekki síst ættu sam- tök alls launafólks að taka undir þá kröfu. en það hefur ætíð borið hita og þunga þessa skatts. Þær mótbárur munu eflaust heyr- ast að ríkissjóður hafi ekki efhi á því að missa neina af tekjulindum sínum. Það er sjónarmið út af fyrir sig. En þá sem þannig hugsa má minna á að hækkun söluskattsins um aðeins eitt prósentustig gefúr ríkinu um núlljarð króna í auknar tekjur. Sá milljarður myndi nægja til að afriema tekjuskattinn af venju- legum launatekjum. Hvom kostinn myndu þeir velja? Gunnar G. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.