Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 21
20 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 1986. MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 1986. 21 fþróttir Sigurður Lárusson, fyrirliði Skaga- manna. Guðni Bergsson, miðvörður hjá Valsmönnum. þjálfari Pétur Ormslev, tengiliður í Fram- Hólmbert Friðjónsson, lióinu. Keflavíkur. „Allt sterk lið, enginn leikur þar léttari en annar“ - Dregið í mjólkurfoikarkeppninni og allir virðast ánægðir „Mér líst bara mjög vel á þetta því í raun var alveg sama við hvaða lið af þess- um sem eftir eru við spilum. Þau eru öll mjög sterk og allir bikarleikir eru erfiðir. Ég er ánægðastur með að fá heimaleik- inn,“ sagði Sigurður Lárusson, fyrirliði Skagamanna, í samtali við DV eftir dráttt- inn í mjólkurbikamum. Skagamenn fá Valsmenn i heimsókn upp á Skaga og verður þar án efa hart barist. Ekki var Sigurður trúaður á að gamla Víkingshjátrúin myndi hjálpa Valsmönn- um en eins og kunnugt er var það hald manna að það lið sem sigraði Víking í bikamum sigraði í bikarkeppnini. „Ég hef nú enga trú á svona hjátrú. Þetta gekk í nokkur ár en síðan ekki söguna meir. Ég vil bara benda á að síðan við unnum bik- arinn í fyrsta skipti 1978 höfúm við Skagamenn ekki tapað úrslitaleik í bik- amum.“ Skagamenn hafa unnið bikarinn fjórum sinnum en spilað 12 sinnum til úrslita. Gaman að spila á Skaganum „Ég get ekki sagt annað en að það verði gaman að fara upp á Skaga og spila þar í bikamum. Mér líst vel á það því það er alltaf sérstök stemmning við að spila uppi á Skaga,“ sagði Guðni Bergsson, vamar- maðurinn sterki hjá Val. „Ég átti ekkert uppáhaldslið sem mótherja í undanúrslit- unum. Þetta em allt það sterk lið að enginn leikur hefði orðið léttari en ann- ar.“ Ekki vildi Guðni spá neinu um úrslitin en sagðist auðvitað vonast til þess að Valur sigraði í skemmtilegum Ieik. Valsmenn unnu bikarinn síðast 1977 og hafa unnið hann fjórum sinnum eins og Skagamenn. Þeir hafa leikið sjö sinnum til úrslita um bikarinn. Vill Val í úrslitum „Aðalatriðið var að fá heimaleik. Þau lið sem em eftir em það sterk að í raun skiptir ekki máli hverjir andstæðingamir em. Við Framarar þekkjum vel til Kefl- víkinga í bikarkeppninni og þeir þekkja okkur vel. Þetta verður ömgglega hörku- viðureign," sagði Pétur Ormslev, hin snjalli leikmaður Fram. Framarar mæta Keflvíkingum í undanúrslitum en þessi lið áttust einmitt við í úrslitaleik bikarkeppn- innar í fyrra. Þá unnu Framara 3-1 í skemmtilegum leik. Framarar vom dregn- ir á undan úr hattinum og fá því heima- leikinn. Ekki treysti Pétur sér til að spá fyrir um úrslitin en sagðist vonast til að mæta Val í úrslitaleik. Það væri án efa draumaúrslitaleikur allra Reykvíkinga nú á afmælisári borgarinnar. Framarar, sem em núverandi bikar- meistarar, hafa unnið bikarinn fimm sinnum en leikið 10 sinnum til úrslita. Hefði viljað sleppa við Fram „Ég hefði gjaman viljað sleppa við Fram því það má segja að við höfum fengið nóg af þeim í sumar. Það er erfitt að leika við þá því þetta er ákaflega heilsteypt lið. Við tökum þó þvi sem að höndum ber og mætum óhræddir til leiks," sagði Hólmert Friðjónsson, þjálfari Keflvíkinga, um leik- inn gegn Fram. Hólmert vildi ekki frekár en aðrir sem DV hafði samband við spá fyrir um undanúrslitaleikinn. Hann sagð- ist þó heldur vilja fá Skagamenn í úrslita- leikinn en Val. Keflvíkingar sem léku til úrslita í fyrra hafa einu sinni unnið bikar- inn. Það var 1975. Þeir hafa hins vegar leikið fjórum sinnum til úrslita um hann. Báðir undanúrslitaleikimir fara ffam miðvikudaginn 13. september. Kvennabikarinn Valsstúlkumar fara til Keflavíkur í bik- arkeppni kvenna og Blikastúlkurnar fá KA í heimsókn. Báðir leikimir fara fram 11. ágúst. -SMJ Þær þýsku voru sterkari - V-Þýskaland sigraði ísland 4-1 í Kópavogi Vestur-Þjóðverjar sigruðu íslendinga með fjórum mörkum gegn einu í kvennalandsleik í knatí.spymu á Kópavogsvelli í gærkveldi. Þýsku stelpumar gerðu út um leikinn í fyrri hálíleik, skomðu þá þrjú mörk án þess að ís- lendingum tækist að skora. Þjóðverjar höfðu mikla yfirburði í fyrri hálf- leik og skoraði Petra Bartelman fyrsta mark leiksins með hörkuskoti. Stuttu síðar vom tvö mörk tekin af Þjóðverjum vegna rangstöðu. En það kom ekki að sök því á 21. mínútu skoruðu þær annað mark sitt. Sending kom fyrir markið ffá vinstri. íslensku stelpunum mistókst að hreinsa ffá marki og Martina Voss skoraði með góðu skoti neðst í mark- homið. Fimm minútum síðar bættí Heidi Mohr þriðja markinu við og á næstu mínútum var mikil pressa á íslenska markið. Ásta B. Gunn- laugsdóttir komst svo skyndilega inn fyrir þýsku vömina undir lok hálfleiksins en skot hennar fór hátt yfir markið. íslendingar komu mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og á 58. mínútu munaði litlu að Kristínu Amórsdóttur tækist að skora en hún missti boltann frá sér í góóu færi. Þjóð- verjar geystust svo í sókn og innan við mínútu síðar lá boltinn í íslenska markinu. Andrea Limper skoraði þá mjög laglegt mark með viðstöðulausu skoti. En þær íslensku gáfust ekki upp og komu meira inn í leikinn og fjór- um mínútum fyrir leikslok tókst Katrínu Eiríksdóttur, sem kom inn á sem varamaður, að minnka muninn. Eftir homspymu sendi Laufey Sigurðar- dóttir á Katrínu sem skoraði auðveldlega af stuttu færi. Það reyndist síðasta mark leiksins og auðveldur sigur Vestur-Þýskalands í höfn. Þær léku mjög vel í fyrri hálfleik, yfirspiluðu þær íslensku, en slökuðu á undir lokin. Liðs- heildin var sterk og engin sérstök bar sig úr, nema þá helst Martina Voss sem lék stórvel. Þær Anna Steinsen og Guðrún Sæmunds- dóttir komust vel ffá leiknum og sýndu mikla baráttu. Ásta B. Gunnlaugsdóttir náði hins vegar ekki að sýna sina bestu hlið. Kjartan Ólafsson dæmdi leikinn vel, enda var hann auðdæmdur. Lið íslands var þannig skipað: Ema Lúð- víksdóttir, Vanda Sigurgeirsdóttir, Kristín Arnþórsdóttir, Karítas Jónsdóttir, Svava Tryggvadóttir, Guðrún Sæmundsdóttir, Lau- fey Sigurðardóttir, Ásta B. Gunnlaugsdóttir (Katrín Eiríksdóttir), Magnea Magnúsdóttir (Ingibjörg Jónsdóttir), Ama Steinsen. Róbert Katrín Eiríksdóttir skorar mark Islands. DV-mynd Brynjar Gauti. Markahátíð hjá Vals- mönnum að Hlíðarenda Unnu FH 5-0 og era í öðru sæti í deildinni „Við hefðum átt að skora fleiri mörk því við sköpuðum okkur nóg af tæki- færum. Við vorum mun meira með boltann og sigruðum sanngjamt," sagði Ámundi Sigmundsson, sóknar- maður hjá Val. Ámundi var á skots- kónum í leiknum og skoraði tvö fyrstu mörk Valsmanna í 5-0 sigri þeirra gegn FH á Hlíðarenda í gærkvöldi. Valsmenn fóru á kostum í fyrri hálf- leik og skoruðu þá fjögur mörk. Valsmenn eru á skriði þessa dagana og leika oft á tíðum prýðilega knatt- spymu. Nú tekur við tveggja vikna ffí hjá knattspymumönnum en fyrsti leikur Valsmanna eftir ffíið verður gegn efsta liðinu Fram og verður þar án efa hart barist. „Við Valsmenn höfum góða mögu- leika og við verðum að taka Framara í næsta leik. Það er að vísu slæmt að taka hlé þegar svona vel gengur en við verðum bara að halda áffam þar sem ffá var horfið," sagði Ámundi sem hefur skorað tvö mörk í leik í þrem af síðustu fjórum leikjum Vals. • Fyrsta markið kom á 19. mínútu og höfðu þá Valsmenn náð upp þungri pressu á FH-inga. Boltinn hrökk þá úr vamarvegg FH út til Ámunda sem afgreiddi boltann með nákvæmu skoti í hægra markhomið. Gunnar Straum- land náði að koma við knöttinn en hélt ekki boftanum og markið var staðreynd. Stórsókn Valsmanna • Nú var eins og allar flóðgáttir væm opnaðar og Valsmenn óðu inn og út um FH-vömina eins og þeim sýndist. Á 24. mínútu bætti Ámundi við öðm marki (sem má sjá á með- fylgjandi myndum). Ingvar Guð- mundsson og Valur Valsson léku sig þá í gegnum vöm FH og lauk því með að Ingvar gaf langa sendingu fyrir markið frá vinstri. Þar stökk Ámundi Úrvalslið Ameríku sigraði „heims- liðið“ eftir vítaspymukeppni í lokin í frábærum sýningarleik í knattspymu í Pasadena í Kaliforníu í gær. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 2-2 og þá tókst Ameríku-liðinu að knýja ffam sigur. „Heimsliðið" misnotaði tvær vítaspymur, Ameríka eina og sigraði því, 6-5. Leikurinn var ágóðaleikur fyrir böm sem höfðu orðið hart úti í jarðskjálftunum miklu í Mexíkó í fyrra en talsverð vonbrigði með að- sóknina. Áhorfendur voru aðeins 57 þúsund. Nokkuð var um að þeir sem valdir höfðu verið í liðin mættu ekki. Platini til dæmis meiddur en ítölsku liðin voru treg til að „lána“ leikmenn sína í leikinn. Leikurinn var mjög harður, leikni mikil og þar sást allt það besta í knatt- spymu heimsins í dag. Heimsliðið komst tveimur mörkum yfir. Terry Butcher, Englandi, skoraði á 14. mín. og Paolo Rossi, ftalíu, á 58. mín. Ro- berto Cabanas, Paraguay, minnkaði muninn í 2-1 á 79. mín. og tveimur mín. fyrir leikslok tókst fyrirliða Am- eríkuliðsins, Diego Maradona, Arg- entínu, að jafha. Þá var vítaspyrnu- keppni. Falcao, Alamao, Cabanas og Maradona skoruðu fyrir Ameríku - Rossi, Sören Lerby og Gordon Strac- han fyrir heimsliðið. Manuel Amoros hæst allra og sendi boltann í mark- homið íjær með snjrtilegum skalla. Fallega afgreitt hjá Ámunda. Álfam héldu sóknimar að bylja á FH-vöminni og léku Valsmenn við hvern sinn fingur. Á 27. mínútu vildu FH-ingar fá víti þegar Herði var skellt inn í vitateig en Eyjólfur dómari lét leikinn halda áfram. • Þriðja mark Vals kom á 28. mín- útu. Valsmenn fengu þá homspymu sem Gunnar Straumland í marki FH virtist vera ömggur með. Hann misti þó boltann frá sér fyrir fætur Sigur- jóns Kristjánssonar sem tók góðu boði og sendi boltann rakleitt í markið. • Fjórða mark Vals kom síðan á 35. mínútu. Eftir góða sókn hjá Val sendi Bergþór boltann fyrir markið þar sem Sigurjón framlengdi boltann til Hilmars Harðarssonar sem átti ekki í vandræðum með að skora af stuttu færi. Rólegur seinni hálfleikur Það var greinilegt að FH-ingar komu til leiks í seinni hálfleik með því hugarfari að forðast stórtap. Það má segja að það hafi tekist hjá þeim þvi Valsmönnum tókst aðeins að bæta við einu marki. Mark Vals kom á 75. mínútu og var þar Guðni Bergs að verki. Valsmenn fengu aukaspymu rétt fyrir utan vita- teig FH-inga. Sigurjón átti þrumuskot á markið úr aukaspyrnunni sem Gunnar varði vel. Hann hélt þó ekki boltanum og það var Guðni sem var fyrstur að átta sig og renndi boltanum í autt markið. Fimm mínútum fyrir leikslok fengu FH-ingar sitt besta færi þegar Pálmi Jónsson átti þrumuskot á markið en Guðmundur Hreiðarsson í marki Vals varði frábærlega. Eins og áður sagði léku Valsmenn og Cheng-Sun Park misnotuðu víti fyrir heimsliðið. Liðin vom þannig skipuð: Ameríka. Neiy Pumpido, Argentínu (Roberto Femandes, Paraguay), Josimar, Bras- ilíu, Rauk Servin, Mexíkó, Jose Luis Brown, Argentínu, Julio Cesar, Bras- ilíu, Roberto Falcao, Brasilíu, Alamao, Brasilíu, Jorge Nunez, Paraguay, Di- ego Maradona, Argentínu, Roberto Cabanas, Paraguay og Manuel Negr- ete, Mexíkó. Heimsliðið. Pat Jennings, Norður- írlandi (Rinat Dasaev, Sovétríkjun- um), Michel Renquin, Belgíu (Cheng-Sun Park, Suður-Kóreu), Uli Stielike, Vestur-Þýskalandi, Terry Butcher, Englandi, Manuel Amoros, Frakklandi, Felix Magath, Vestur- Þýskalandi, Sören Lerby, Danmörku, Gordon Strachan, Skotlandi, Igor Bel- anov, Sovétríkjunum (Heinz Her- mann, Sviss), Paolo Rossi, Ítalíu, og Dominique Rocheteau, Frakklandi. Butcher skoraði fyrsta markið með þrumuskalla eftir aukaspyrnu Strac- han, heldur gegn gangi leiksins. Mark Rossi var mjög fallegt, spyrnti knettin- um viðstöðulaust í mark eftir sendingu ffá Magath. Bæði mörk Ameríkuliðs- ins voru skomð af örstuttu færi eftir mikinn darraðardans í vítateignum. hsím við hvem sinn fingur í fyrri hálfleik. FH-ingar dekkuðu illa og það er hlut- ur sem má ekki gegn hinum eldfljótu ffamheijum Vals. Valsmenn náðu upp léttu og lipru spili eins og í Kópavogi um daginn og þá er ekki að sökum að spyija. í seinni hálfleik náðu FH- ingar að róa leikinn niður og forðast allgert afhroð eins og stefhdi í um tíma. Hjá Valsmönnum léku allir vel. Hlutur Ámunda var stór með sín tvö mörk. Þá ógnaði hann vel allan tím- ann með hraða sínum og baráttu. Þá eru þeir Siguijón, Valur og Ingvar erfiðir þegar þeir ná sér á strik. Vörn- in var góð og Guðmundur var ömggur þegar á hann reyndi. FH-ingar áttu i miklum erfiðleikum í þessum leik. Þeir sýndu þó góða bar- áttu og gáfust ekki upp í seinni hálf- leik þó þeir væru 4-0 undir. Ingi Bjöm er ávallt ógnandi og þá vöktu tveir ungir leikmenn, þeir Leifur Garðars- son og Hljmur Eiríksson, athygli. Dómari: Eyjólfui- Ólafsson. Gul spjöld: Ingi Bjöm Albertsson, Við- ar Halldórsson hjá FH. Hilmar Harðarsson hjá Val. Liðin: Valur: Guðmundur Hreiðars- son, Guðni Bergsson, Ársæll Krist- jánsson, Þorgrímur Þráinsson, Valur Valsson, Hilmar Harðarsson. Hilmar Sighvatsson, Ingvar Guðmundsson, Siguijón Kristjánsson, Amundi Sig- mundsson og Bergþór Magnússon. FH: Gunnar Straumland, Ólafúr Kristjánsson, Guðmundur Hilmars- son, Henning Henningsson, Viðar Halldórsson, Leifúr Garðarsson,. Kristján Hilmarsson (Hlynur Eiríkson á 45. minútu),Ingi Björn Albertsson, Pálmi Jónson, Hörður Magnússon (Ólafúr Danivaldsson á 68. mínútu), Kristján Gíslason. Maður leiksins: Ámundi Sigmunds- son. -SMJ • Guðmundur Torfason skoraði sitt 14. mark í 1. deild á móti Kefla- vik. Maradona jafn- aði í leikslok - og Ameríka sigraði á vítum íþróttir • Hér sést Amundi Sigmundsson skora annað mark sitt og Valsmanna. Hann afgreiddi langa fyrirgjöf ingvars Guð- mundssonar vel með því að skalla i hornið fjær. Gunnar Straumland í marki FH kom engum vörnum við. DV-mynd Brynjar Gauti Keflavík tókst ekki að minnka stigamuninn - jafntefli, 1-1, við Fram í besta leik sumarsins í Keflavík Hilmar Bárðaison, DV, Suðumesjum: Leikur Keflvíkinga og Framara í Keflavík í gærkvöldi var æsispennandi og greinilegt að hvorugt liðið ætlaði að gefa eftir í toppbaráttunni. Þetta var einn best leikni leikur summ'sins og þeir rúmlega 1600 áhorfendur, sem lögðu leið sína á völlinn í blíðunni í gærkvöldi. fengu svo sannarlega eitt- hvað fyrir aurana sína. Nóg var um marktækifæri en leikmönnum voru eitthvað mislagðir fætur upp við markið og því voru ekki skoruð nema tvö mörk í leiknum. Framarar sóttu mjög í fyrri hálfleik og fengu þá mikið af færum. En annað hvort mistókst þeirn að skora eða góð- ur markvörður Keflvíkinga, Þorsteinn Bjarnarson, sá við þeim. Það var strax á þriðju mínútu leiks- ins að besti maður vallarins, Pétur Ormslev, fékk gott tækifæri en hann skaut fi-amhjá. Tveim mínútum síðar átti Kristinn Jónsson þrumuskot á mark ÍBK en Þorsteinn varði vel. Skömmu síðar átti Gauti Laxdal gott færi en honum mistókst að skora. Fyrsta færi ÍBK kom á 14. mínútu en Friðrik varði þá vel gott skot Freys Sverrissonar. Guðmundur Torfason, sem var vörn ÍBK erfiður, fékk gott tækifæri á 20. mínútu en skaut yfir af markteig. í fyrri hálfleik voru Fram- arar mun hættulegri. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins sem Kefl- víkingar náðu for\’stunni. • Á 42. mínútu komust Keflvíking- m’ i góða sókn og Freyr Sverrisson gaf góða sendingu inn á Sigurð Björgvins- son sem skoraði örugglega af stuttu færi. Rétt fyrir leikslok átti Pétur Ormslev siðan dauðafæri en skaut beint á Þorstein af tveggja metra færi. Framarar jafna Keflvíkingar virtust komast meira inn í leikinn í seinni hálfleik og Óli Þór fékk tvö góð marktækifæri í upp- hafi. • Hið langþráða jöfhunarmark Fram kom á 70. mínútu og var þar að sjálfsögðu markakóngurinn Guð- mundur Torfason að verki. Hann fékk þá frábæra langsendingu frá Pétri Ormslev og skoraði örugglega með góðu skoti frá vítapunkti. í liði Fram voru þeir Pétur og Guð- mundur Torfason yfirburðamenn og bám reyndar af í leiknum. Hjá Kefl- víkingum var Þorsteinn Bjamarson bestur en Sigurjón Sveinsson ótti einnig ágætan dag. Liðin: ÍBK. Þorsteinn Bjamarson, Rúnar Georgsson, Einar Ásbjöm Ól- afsson, Valþór Sigþórsson, Gísli Grétarsson, Sigurður Björgvinsson, Gunnar Oddsson, Sigurjón Sveinsson, Ingvar Guðmundsson, Óli Þór Magn- ússon og Freyr Sverrisson. Fram. Friðrik Friðriksson, Þórður Marelsson (Amljótur Davíðsson) Við- ar Þorkelsson. Jón Sveinsson, Þor- steinn Þorsteinsson, Pétur Ormslev, Gauti Laxdal, Guðmundur Steinsson, Guðmundur Torfason. Steinn Guð- jónsson (Öm Valdimarsson). Maður leiksins: Pétm’ Ormslev. -SMJ Staðan í 1. deiBd og markaskorarar: Úrslit um helgina: ÍA KR 0-2 Valur-FH 5-0 ÍBK Fram 1-1 UBK ÍBV 2-2 Þór Víðir 1-1 Fram 13 9 3 1 28-8 30 Valur 13 8 2 3 23-5 26 ÍBK 13 8 1 4 16-15 25 KR 13 4 6 3 15-9 18 ÍA 13 5 3 5 19-14 18 Þór 13 5 3 5 17-22 18 FH 13 4 2 7 17-25 14 Víðir 13 3 4 6 10-17 13 UBK 13 3 3 7 11-24 12 ÍBV 13 1 3 9 12-29 6 Markahæstu menn í 1. deild: Guðmundur Torfason, Fram Guðmundur Steinsson, Fram Sigurjón Kristjánsson, Val Valgeir Barðason, ÍA Ingi Bjöm Albertsson, FH 6 'T tn CD CC

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.