Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 1986. Sviðsljós dv Ólyginn sagði . . . Sarah prinsessa getur alls ekki farið í klipp- ingu vegna eiginmannsins, Andrew. Hans skoðun er að rauði hármakkinn sé það al- fegursta við elskuna og því situr hún uppi með alian makkann, hvort sem henni líkar betur eða verr. Þetta vekur blendnar minningar því að Andrew var vanur að hárreyta hana hressilega í barnæsku og hörð slagsmál urðu oft útkoman úr þeim samskiptum - nokkuð sem er víst harðbannað að end- urtaka í bresku höllinni. Vilhjálmur prins klóraði sig skammlaust í gegnum hlutverkið brúðar- sveinn númer eitt við brúðkaup Söruh og Andrews og létti þar með þungu fargi af foreldrum sín- um. Nú má öruggt telja að ekki verður eitt einasta hefð- arpar pússað saman í Breta- veldi á næstu árum án þess að greyið sitji í súpunni og eins gott fyrir hann að sætta sig endanlega við hlutskipt- ið sem landsins höfðingleg- asta hefðardúlla af yngri kynslóðinni. Diana prinsessa frysti breska aðalinn í einu búnti með því að mæta al- sett plastskartgripum í samkvæmi af betri gerðinni. Þegar partígestirnir inntu hana eftir verði og gæðum gripanna svaraði hún því til að þetta rándýra erfðagóss, sem heima í hirslunum fynd- ist, væri með afbrigðum þung og þrautleiðinleg framleiðsla. Fæstir sem telja sér málið skylt hafa náð and- anum ennþá. Barnæska heimsins mestu kyn- bombu var ekkert til að hrópa húrra fyrir og Marilyn vildi tryggja öðrum börnum betra hlutskipti en hún sjált hafði hlotið. „Við erum reglulega stolt af árangr- inum sem náðst hefur hér við stofnun Önnu Freud,“ segir Eliza- beth Mondel, sem er einn yfirmann- anna á staðnum. blómstra Kynbombubörnin Hvað tengir saman Sigmund Freud og Marilyn Monroe? í fljótu bragði viðist fátt sameinlegt með sálfræð- ingnum og kyntákninu en samt sem áður er í London starfandi barna- hæli sem kennt er við þau til skiptis. Þetta hæli ber reyndar nafn dóttur Freuds - Önnu Freudstofnunin - er rekið að nokkru með fræði karlsins í huga en kynbomban borgar brús- ann. Þann fyrsta júní hefði Marilyn Monroe orðið sextug en hún lést sem kunnugt er í blóma lífsins - þrjátíu og sex ára gömul. Þessi dáða stjama lét ekki eftir sig nein börn en aftur á móti allnokkra fyrrverandi eigin- menn og sæg elskhuga - sem spanna allt frá verkamönnum og rónum upp í heimsfræg skáld og forseta. Barnaheimilið tekur á móti börnum úr nágrenninu sem búa við erfiðleika heima fyrir. Flótti í hjónaband Sextán ára gömul giftist Marilyn Monroe, sem þá hét Norma Jean, Baker-stráknum í næsta húsi. Hann hét Jimmi Dougherty og var tæplega tvítugur stráklingur á leið í her- þjónustu og vegna síðari heimsstyrj- aldarinnar voru það vígstöðvamar sem biðu brúðgumans. En hjóna- bandið bjargaði Marilyn frá því að lenda á enn einu munaðarleysingja- hælinu til viðbótar. Fósturheimili og munaðarleysingjahæli vom hennar veröld frá bamæsku til fullorðinsára. Síðar, þegar nokkur hjónabönd vom að baki og ótal ástarævintýri, heimsfrægðin í höfn og drykkju- vandamálið að síaukast, ákvað stjaman að arfleiða sálfræðinginn sinn - Mariönnu Kris - að öllum eigunum með því skilyrði að hún kæmi þeim í hendur þeirra sem að- stoðar þyrftu með vegna erfiðleika af svipuðum toga og hún sjálf upp- lifði í æsku. Barnahælið í London Marianna Kris fékk því ótaldar milljónir í hendur við andlát kyn- bombunnar og ákvað að láta þær renna til Önnu Freudstofnunarinnar í London. Hún var góð vinkona Önnu og þekkti starfsemina því nokkuð vel, allt frá stofnun. Þangað koma sjúklingar hvaðanæva úr heiminum til þess að leita sér hjálpar og munaðarlaus börn, sem lent hafa í miklum hrakningum, eiga þama vísan samastað. Reksturinn er ennþá miðaður við kenningar Freudanna tveggja - Sigmunds og Önnu - þrátt fyrir andlát Önnu fyrir fjórum ámm. Og engar breytingar eru fyrirhugað- ar á því fyrirkomulagi. Hin óhamingjusama Marilyn fann aldrei þann frið í sálinni sem hún leitaði svo mjög eftir og barnið sem hún óskaði svo heitt að eignast fædd- ist aldrei. En fjármunirnir, sem fagurt útlit og hæfileikar öfluðu, koma nú ungum börnum til góða sem eiga þá meiri möguleika á aðstoð í sínum erfiðleikum. Og Monroebolir, dúkkur, veggspjöld, póstkort og minjagripir mala ennþá gull beint í kassa barnaheimilisins sem þá nær til fleiri hjálparþurfi bama sem kyn- bomban vildi umfram allt forða frá sömu örlögum og urðu hlutskipti hennar sjálfi'ar. * ... Einhverjir láta sér eflaust til hugar koma að brúðhjón ársins fyr- irfinnist von bráðar innan bresku hallarinn- ar eftir langa siglingu á Britanniu um Miðjarð- arhafið. Það er hinn mesti misskilningur því parið á meðfylgjandi mynd er óumdeilanlega ársins athyglisverðasta brúðarpár og samband þeirra veldur háværum deilum hvar sem þau koma. Þau heita Mary Jane Graee og Jim Brown, þyngdarmunur- inn er lítil hundrað og sjö kíló og þau hittust - að sjálfsögðu - á fundi fyrir fólk sem á við þyngdarvanda að stríða. Þau giftu sig í sumar og eru alsæl með lífið og tilveruna en Mary Jane játar að hafa óttast mjög að kremja Jim á góðum stundum - en það voru aðeins smávægilegir byrjunarörðugleikar. raunir Þegar reikningamir flæða inn um bréfalúguna eru margir á barmi ör- væntingar og vita ekkert til hvaða ráða væri helst að grípa. Gluggabréf með kurteislegum hótunum um ill örlög verði peningum ekki snarað hið bráðasta á rétta staði eru með því óskemmtilegra og mánaðamót sem að öllu jöfnu ættu að vera gleði- stundir þeirra sem þá opna launaum- slagið breytast í martröð þess er ekki getur skipt einni krónu í hluta þann- ig að út komi tífalt verðgildi. Aðferð Krists við brauðbrot er ekki á færi óbreyttra. Sumir hafa reynt allt - þar með talið að negla tryggilega fyrir bréfa- lúguna - en einhvem veginn finna bréfberar og rukkarar sér smugu til að koma af sér ófögnuðinum. Með nýleyfðu hundahaldi um allt land mætti hugsa sér bresk-bandarísku aðferðina - stór heimaríkur hundur gætir þess að enginn sem hefur um- slag undir höndum komist nærri húsinu. Og um mánaðamót mætti þjálfa gripinn til þess að bíta betur ef fast er sótt að bréfalúgum og póst- kössum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.