Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 1986. 9 Verktakar - Nýi miðbærinn Óskum eftir viðræðum við byggingaverktaka sem tekið gætu að sér framkvæmdir við ca 2500 m2 ný- byggingu í nýja miðbænum. Þeir sem áhuga hafa á ofangreindu verki vinsamleg- ast skili til auglýsingadeildar DV, Þverholti 11, fyrir 1. ágúst upplýsingum með nafni og símanúmeri, merkt „Nýr miðbær 101“. Utlönd Gonzalez skipaði enga konu ráðherra Pétur Pétuisson, DV, Baroelom Felipe Gonzalez hefur nú myndað þriðju ríkisstjóm sína. Litlar breyting- ar hafa verið gerðar fyrir utan það að verkalýðsarmur flokksins hefur styrkt stöðu sína og þar með fært stjómina lítillega til vinstri. Ekki er vænst mik- illa breytinga á stjómarháttum frá fyrri stjóm en búist er við að Felipe stokki upp stjómina á næsta ári og breyti þá miklu. Felipe hafði lýst því yfir að hann myndi skipa að minnsta kosti eina konu í ráðherraembætti og olli það því mikilli óánægju að ráðherramir em allir karlkyns. I dag kemur svo stjómin saman í fyrsta sinn. Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í dag Barátta sovésku skáksnillinganna Karpovs og Kasparovs um heims- meistaratitilinn í skák hefst á nýjan leik í London í dag og er búist við harðri baráttu. Einvígi þeirra um heimsmeistaratit- ilinn hófst í Moskvu fyrir tveim árum og hefur einkennst af mikilli baráttu bæði á skákborðinu og utan þess. Fyrra einvígi meistaranna var frest- að eftir 40 skákir er spilaðar höfðu verið í tæpt hálft ár, án nokkurrar niðurstöðu. Kasparov sigraði síðan í síðara ein- víginu er bundið var við 24 skákir, með 13 vinningum gegn 11, og varð þar með yngsti heimsmeistari í skák frá upphafi, aðeins 22 ára gamall. Fyrsta einvígisskák meistaranna hefst í dag klukkan sextán og hefur Karpov hvítt. Skáksnillingarnir Garri Kasparov, til vinstri, og Anatoli Karpov hefja i dac þriðja einvígi sitt um heimsmeistaratitilinn í skák i London. Hvor er pabbi? Fifi Trixibelle Geldof, dóttur poppstjörnunnar og Live Aid frumkvöðulsins Bob Geldof, leist ekkert á að sjá tvo pabba á sunnudaginn er stytta af föðurnum var formlega sett upp í vaxmyndasafni Madame Tussaud i London á laugardag. Fifi Trixibelle sést hér i fangi móður sinnar Paulu og hinn raunverulegi Bob Geldof síðan lengst til vinstri. FT - 901 LV Útvarp með LW, MW, og FM stereo og mono, auk tónstillinga o.fl. Stereo segulband með afspil- un og hraðspólun áfram. Verð aðein& kf. 8.394.- ( 7.975. stgr) \ - .// - SANYO bg JEMSEN hátalarar frá kr. 2.200. Ef þú viit gott tækL veldu þá Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 91 35200 TOPP TONGÆÐI I BIUNN bílaútvarps- og segulbandstækin sjá þér fyrir hinum einasanna tóni. FT - 980 LVN-LN Útvarp með FM stereo/mono, MW og LW. 5 stöðva minni, ýmsar tónstillingar, sjálfvirk afspil- un í báðar áttir, hraðspólun í báðar áttir, með stillingum fyrir cr02 og metal kassettur. KdSStJUUr. Verð aðeins kr. 14.963,- (14.215. stgr.) OfAOEfl «VOL R£V *ar mx /n ■'■''SffWfS*' ,52S2£íf A A FT - 2300 LV-L Fullkomið 40 watta tæki með öllum möguleikum topptækis, FM stereo/mono, LW og MW, 18 stöðva rafeindastýrt minni, rafeindastýrður stöðvaveljari, sjálfvirk afspilun í báðar áttir, o.m.fl. Verð aðeins kr. 21.659,- (20.577. stgr.) Bildt vill hörð skoðanaskipti Guimlaugur A. Jónsson, DV, Lundi Carl Bildt, formannsefrii sænska íhaldsflokksins, lofar „heitu hausti“ í sænskum stjómmálum. Bildt sagði í ræðu sem hann flutti um helgina að tími væri kominn til að lát yrði á þeirri lognmollu sem færst hefði yfir sænsk stjórnmál í kjölfar morðs- ins á Olof Palme í vetur. Bildt hrósaði vissulega Ingvari Carlsson, forsætisráðherra, fýrir að hafa inn- leitt nýjan og viðfelldnari pólitískan stíl í sænsk stjórnmál en bætti því viö að hörð skoðanaskipti stjóm- málamanna væm kjósendum nauðsynleg. Meðal þess seni Bildt gagnrýndi ríkisstjórh jafnaðamianna fyrir vöru áform hennar imi nýjai- álögur á elli- lifeyrisþega. Bildt hét því að stjóm- arandstaðan mvndi ekki taka slíkum áfonnum þegjandi og hljóðalaust. Carl Bildt er aðeins þrjátíu og sjö ára gamall en þykir engu að síður langlíklegastui4 til að verða fyrir valinu sem fonnaður íhaldsflokksins í lok næsta mánaðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.