Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 1986. Utlönd Kvennaklúbbar eru nýjasta æðið í litskrúðugu næturlífi Japana. Þar er konum, sem hafa brotist úr viðjum þjónustustúlkuhlutverks fyrir eigin- menn sína, veitt ýmiss konar þjón- usta. tuttugu og fimm þúsund krónum á kvöldi, spennandi lausn. Þar geta þær rætt um matseld, dansað tangó við undirleik dans- hljómsveitar, skvett aðeins í sig, og allt þetta með manni sem þær hafa um og gerðist fylgisveinn miðaldra kvenna." Þjórfé er það sem fylgisveinar þéna mest af sínum peningum á. Bunki af seðlum, sem réttur er undir borði, Porsche, eða íbúð á góðum stað í kvennaklúbba eða „halda mann“, eru ekki nema lítið brot af þeim konum sem þrá að lenda í ástarævin- týri, segir Yoriko Madoka, sem rekur ráðgjafarþjónustu um nútíma fjölskylduvandamál. Nú eru það ekki lengur aðeins karlar í Japan sem leigja sér þjónustu skyndifélaga. Konurnar eru farnar að stunda slikt af síauknu kappi. Það er þó yfirteitt ekki eins mikið fjör í hlutunum hjá þeim og körlunum. Allt er miklu fágaðra og „rómantískara". Auðugar, mæddar, miðaldra eigin- konur reyna að fá sinn hluta af fjörinu, sem eiginmenn þeirra hafa stundað i karlaklúbbum um árarað- ir. „Endurlifa æskudrauminn“ í kvennaklúbbum eins og Nýju drottningunni í Akasaka, miðdepli næturlífs í Tokyo, eru það glæsilegir ungir menn í vönduðum fötum, sem beina allri sinni athygli að konum, hverra uppkomin böm og eiginmenn varla nenna að yrða á. „Konur koma hingað til að endur- lifa æskudrauminn," segir Kodama, ungur fylgisveinn kvenna, sem vildi ekki gefa upp fullt nafh. Fyrir japanskar húsmæður, sem lítil eða engin tækifæri hafa til að hitta karlmenn, em kvennaklúbb- amir, sem kosta sem samsvarar valið til fylgilags við sig. Þetta er ævintýri líkast. Klæðnaður og framkoma fylgi- sveina þeirra er þó ekki í neinni líkingu við fjörið sem eiginmönnum þeirra stendur til boða í karlaklúbb- um. Japanskar konur á fimmtugs- og sextugsaldri hafa eytt lífi sínu í að þjóna feðrum sínum, eiginmönnum og sonum. Þær nenna hreinlega ekki að hlusta á gamalkunnar klisjur um útlit sitt eða persónuleika, segja fylgisveinar. „Ekki auðfengnir peningar“ „Þetta em ekki auðfengnir pen- ingar,“ segir Masagi Tamura. „Ég var verðbréfasali hjá Merrill og Lynch, en án meistaragráðu var fyr- irsjáanlegt að ég kæmist ekki lengra innan fyrirtækisins svo ég söðlaði borginni er það sem gerir starfið áhugavert. „Við tökum ekki við gjöfum sem em lægri en sem nemur tvö hundmð og fimmtiu þúsund krónum, þar sem sú kvöð sem slíku fylgir væri ekki þess virði fyrir minna," segir Kod- ama, en hann vildi ekki segja hvað hann átti við með „kvöð“. Samkvæmt japönskum lögum er vændi, bæði karla og kvenna, bann- að. Konurnar em flestar eiginkonur háttsettra yfirmanna í fyrirtækjum eða manna með eigin rekstur. Nokkrar þeirra em einhleypar, úti- vinnandi konur, sem vilja slappa af eftir erfiðan vinnudag. Japanskar konur, sem em nógu loðnar um lófana til að stunda Aukinn fjöldi kvenna stundar framhjáhald Madoka, sem hefur skrifað sextán bækur um skilnaði og fjölskyldu- vandamál, segir að orðið framhjá- hald þýði í Japan að eiginmaður stundi kynlíf með yngri konu, venju- lega starfefélaga eða undirmanni sínum. Fjöldi giftra kvenna, sem lendir í ástarævintýrum eða skvettir úr klaufúnum, hækkaði samt í fimm prósent af þeim sex hundmð og þrjá- tíu sem leituðu ráðgjafar hjá henni í fyrra, miðað við tvö prósent árið áður. Madoka heldur samt að fáar kon- ur, sem halda fram hjá, myndu ræða það opinskátt við hana eða leita hennar ráða við því. „Það dæma allir ótrúa eiginkonu miklu harðar og hún gæti átt það á hættu að missa yfirráðarétt yfir bömum sínum við skilnað," segir hún. „Þær verða að fara leynt með þetta þar sem fæstar þeirra hafa aðrar tekjur en þær sem eiginmenn þeirra skammta þeim.“ Blaðamaðurinn, Shigeo Saito, tók saman nákvæma lýsingu á smáatrið- um i lífi hundmða japanskra húsmæðra í bók sem nefriist Haustár eiginkvenna og kom út fyrir fjórum árum. „Tómleikaplágan“ „Mér krossbrá þegar ég áttaði mig á því að rauði þráðurinn í gegnum frásögn þeirra var einmanaleiki og leiðindi í lífi þeirra," sagði Saito. „Þær sem hafa nokkur hundmð þúsund krónur á ári í eyðslufé geta farið í kvennaklúbba og losnað við leiðindin, en á næstu árum á það eftir að aukast til muna að japansk- ar konur fari út á vinnumarkaðinn og nái að búa til áhugavert lífs- munstur," sagði hann. Madoka notar lýsinguna, „tóm- leikaplágan" um líf japanskra kvenna i nútímaþjóðfélagi. Skortur á tækifærum til að hitta karlmenn og fólk yfirleitt Íeiðir til þess að mæður lenda í ástarævintýrum með kennurum barna sinna, segir Mad- oka. Kennarastéttin eftirsótt Kennarar í tennis, listasögukenn- arar og enskukennarar við menn- ingarmiðstöðvar em í mikilli hættu sem skotmörk hjá ástsveltum eigin- konum í leit að kynferðissambandi utan hjónabands. „Það hafa verið gerðar svo margar sápuóperur, sem snúast um þessi mál, að þetta er orðið algengur máti á framhjáhaldi japanskra kvenna," bætti hún við. Endurfundir fólks, sem var saman í gagnfræðaskóla og menntaskóla, kveikja oft í gömlum glæðum hjá miðaidra fólki af báðum kynjum, segir Mariko Fujivara, félagsfræð; ingur við eina virtustu rannsóknar- stofnun Japans. „Konur tala um þær tilfinningar sem hrærast í bíjóstum þeirra og stundum lýsa þær stefnumótum, en á því augnabliki sem þær hætta að tala um hlutina veit maður fyrir víst að málin hafa þróast meira og þær finna fyrir skömmustutilfinningu segir hún. Konur verða æ djarfari Á meðan virðast konur verða æ djarfari í leit sinni að kynferðisleg- um fjölbreytileika, segir Hiroko Dohdo, sem rekur eigin ráðgjafar- þjónustu. „Ástarbankar" fyrir karlmenn, þar sem karlmenn geta hringt og pantað sér bólfélaga og fengið hann sendan heim til sín eða á hótelherbergi hafa verið við lýði um langa tíð. Nú spretta upp slíkir bankar fyrir kon- ur, að sögn Dohdo. Ungir menn á háskólaaldri geta orðið sér úti um aukapeninga með því að láta skrá sig hjá slikum bönk- um sem yfirleitt eru dulbúnir sem tennisklúbbar eða eitthvað álíka. Umsjón: Ólafur Arnarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.