Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 1986. Frjálst,óháð dagbJað Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og OSKAR MAGNÓSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Launasprenging ? Gengi krónunnar hefur lækkað um 1,6 prósent, síðan kjarasamningarnir voru gerðir í febrúar. Þetta kom fram í frétt DV á laugardaginn. Tómas Árnason, banka- stjóri í Seðlabankanum, segir, að bankinn hafi gert þetta í fullu samráði við ríkisstjórnina. Með þessu er brotið gegn því samkomulagi, sem ríkisstjórnin gerði við aðila vinnumarkaðarins í kj arasamningunum. Deila má um, hversu nákvæmlega orðað samkomulagið hafi verið, en tvímælalaust átti gengið samkvæmt því ekki að lækka. Gengislækkunin þýðir hækkun á innfluttum vörum. Hún hefur því haft verðbólguáhrif, sem eru umtalsverð. Stjórnvöld hafa með þessu hellt olíu á eld- inn. Verðbólgan hefur síðustu mánuði orðið 0,3 prósentu- stigum meiri en gert var ráð fyrir í kjarasamningunum. Hún fer þetta mikið fram yfir svokallað rautt strik samninganna. Spurningunni er ósvarað, hvort launa- hækkun fylgir í kjölfar þessa. Þetta gerist þrátt fyrir skyndilega verðlækkun á dilkakjöti, sem er auðvitað einungis bragð ríkisstjórnarinnar í vísitöluspilinu. Rík- issjóður á ekki eyri afgangs til að standa undir hinum auknu niðurgreiðslum. Eins og maður, sem kominn er fram yfir á ávísanareikningi, skrifar eina ávísun enn og eykur mínusinn, þannig skrifar ríkisstjórninn tékka ofan í tveggja milljarða halla á fjárlögum í ár. Jafnvel þótt fé til þessa yrði tekið með lánum innanlands, eyk- ur það' þenslu og keyrir upp vexti, sem almenningur greiðir. Það sem hér hefur verið nefnt sýnir, hversu mikil verðbólguhættan er orðin. Forsætisráðherra sagði einn- ig í viðtali við DV fyrir helgina, að víða væru verð- bólgumerki og þensla í þjóðfélaginu. Til viðbótar þessu hafa ýmsar launahækkanir umfram samninga orðið síð- ustu vikur. Merkilegt við þessar launahækkanir umfram al- mennu samningana er, hvernig jafnt ráðherrar sem fulltrúar vinnuveitenda láta eins og þær skapi enga hættu. Menn mættu að því ætla, að töluvert svigrúm hafi verið til launahækkana í þessum greinum. Það kemur á óvart. Líklegra er, að ráðherrar og atvinnurek- endur séu hér komnir á hálan ís. Þessar hækkanir hafa orðið á ýmsum sviðum. Nefna má niðurstöður Kjaradóms í rnáli opinberra starfsmanna með háskólapróf, sem eru í samtökum, skammstöfuðum BHMR. Þetta fólk fékk talsvert meiri hækkun en aðrir. Ráðherrar sömdu síðan við lögreglu- menn um kauphækkun, sem er langt umfram það, sem almennt hefur verið veitt. Flugleiðir hækkuðu laun sinna manna. Ýmis sveitarfélög hafa verið að hækka lægstu laun starfsmanna sinna. Skiljanlegt er, að al- þýðuflokksstjórnir í Hafnarfirði og Keflavík telji sig mega við því að hækka laun, þótt slíkt sé líklegt til að leiða til almennra launahækkana. Alþýðuflokksmenn eru í stjórnarandstöðu. Hitt er óskiljanlegra, þegar ráð- herrar og talsmenn Vinnuveitendasambandsins verja ýmiss konar kauphækkanir um þessar mundir. Þessir menn hljóta að vita, að kauphækkanir til ýmissa hópa leiða til þess, að aðrir hópar munu næsta vetur krefjast sams konar kauphækkana. Stjórnvöld hafa með gengislækkun farið með miklu gáleysi. Hið sama má segja um aðrar aðgerðir þeirra, ekki sízt ýmsar kauphækkanir til ákveðinna hópa, sem geta valdið launasprengingu næsta vetur. Haukur Helgason. Gjaldheimtan í Reykjavik Dulbúin skattahækkun? Nú, þegar skattseðlamir em óðum að berast til manna, velta margir því sennilega fyrir sér, hvað hafi orðið um tekjuskattslækkunina, sem hafði verið lofað. Satt bezt að segja fékk ég, ásamt mörgum öðrum, hálfgert taugaáfall, þegar ég sá skattseðilinn minn. Fæ ég ekki betur séð en skatt- ar hafi hækkað um það bil 20% frá fyrra ári. Virðist því, að tekjuskatts- lækkunin, sem lofað var í vetur, hafi virkað með öfugu formerki. Má nú öllum vera Ijóst, að allt hjal ráða- manna um það, að tekjuskattur skuli afnuminn í áföngum, em innantóm orð. Sennilegasta skýringin á þessu er auðvitað sú, að ekki hefur nægjan- lega verið tekið tillit til hjöðnunar verðbólgunnar. Álagningarstuðull- inn virðist miðast við miklu meiri verðbólgu/eða um 50% eins og hún var, í stað tæplega 15-20% eins og hún er orðin nú. Hefði verðbólgan verið 50% og kaupið hækkað nokk- um veginn í takt við hana eins og ávallt, væri þessi skattlagning rétt- lætanleg og bærileg launafólki. Það er ansi hart, ef launafólk þarf að biðja um verðbólguna aftur til þess að geta borgað skattana. Aðrir þjóð- félagsþegnar þurfa vart að hafa af þessu áhyggjur, því að þeir greiða ekki skatta eins og kunnugt er. Eins og nú horfir er skattlagningin komin út fyrir allt velsæmi. íslend- ingar skipa sér þar með í röð fremstu skattpíningarþjóða, svo sem Svía, Dana og Norðmanna. Við erum þó í raun og vem enn verr settir, því rauntekjur launafólks í þessum löndum em mun hagstæðari heldur en á íslandi, svo skattbyrðin verður heldur bærilegri þar en hér. Flókin skattkerfi Oft vaknar sú spuming hvers vegna íslendingar, þessi fámenna þjóð, þurfi að apa allt eftir milljóna- 'heíúr mjög farið í taugamar á ýms- um ráðamönnum, hversu það hefúr dregizt að koma slíku kerfi á hér. Ég minnist þess fyrir nokkrum árum, að einn háttsettur skattemb- ættismaður kom fram í sjónvarpi og lýsti undirbúningi þess að taka upp staðgreiðslukerfi skatta á íslandi. Hann sagðist einkum hafa kynnt sér staðgreiðslukerfi skatta í Bandaríkj- unum og í Vestur-Þýzkalandi. Hallaðist hann heldur að því að taka upp vesturþýzka kerfið. Ég varð KjaHarinn Júlíus Sólnes verkfræðingur hugsi. Hvað eiga Islendingar, 240 þúsund talsins, sameiginlegt með efnahagskerfi annars vegar 220 milljón manna þjóðfélags og hins vegar 65 milljón manna. Því fór maðurinn ekki til Lichtenstein eða til Andorra og kynnti sér skattkerfi þeirra. Væri ekki meira af þeim að læra. Staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp í Danmörku 1970. Ég bjó og starfaði í Danmörku á þessum árum. Var gaman að fylgjast með umræð- „Eins og nú horfir er skattlagningin kom- in út fyrir allt velsæmi. íslendingar skipa sér þar með í röð fremstu skattpíningar- þjóða...“ þjóðfélögunum. Allt kapp virðist lagt á það, að hið opinbera kerfi, sem við búum við, sé eins og það gerist flókn- ast hjá stórþjóðunum. Sé tekinn upp virðisaukaskattur hjá einhverri milljónaþjóð, iða allir í skinninu eft- ir því að innleiða slíkt hér á landi. Skiptir engu þótt hér sé um afar flók- ið og vinnufrekt skattkerfi að ræða, sem jafnvel er talið, að muni kosta fyrirtækin sérstakan starfsmann. Eða staðgreiðslukerfi skatta. Það unni um staðgreiðslukerfið þar. Skattar áttu að lækka verulega, þar sem þeir, innheimtust jafnóðum. Staðreyndin varð hins vegar sú, að tækifærið var notað til þess að skrúfa skattpíningarskrúfuna í botn og hækkuðu skattar sem aldrei áð- ur. Ástæðan var hin sama og talað var um í upphafi þessa pistils. Vísvit- andi var ekki nægjanlega tekið tillit til verðbólgunnar og betri skatt- króna við ákvörðun álagningarstuð- ulsins. Þá var broslegt að sjá hvemig hið „einfalda" staðgreiðslukerfi, sem aðeins átti að reka með sárafáum embættismönnum og fáeinum starfe- kröftum, breyttist í martröð með rosalegum skrifetofubyggingu, þús- undum starfsmanna og skriffinnsku, sem sló öll fyrri met. Einföldun skattkerfisins Til hvers þarf þetta flókna skatt- kerfi fyrir þessar fáu hræður, sem hér búa. Það skal viðurkennt, að ríki og sveitarfélög þurfa á ákveðnu eyðslufé að halda, til þess að veita þegnunum þá þjónustu, sem þeir ætlast til að fá. Það mætti þó vera mun minna en nú gerist, einkum hjá ríkinu, sem bæði helzt illa á sínum peningum og eyðir þeim oft í hel- beran óþarfa. Sveitarfélögin fara yfirleitt miklu betur með þá fjár- muni, sem þau taka sér með útsvari og öðrum gjöldum. Þessa nauðsyn- legu skattheimtu opinberra aðila ætti allavega að vera hægt að ein- falda verulega í svona litlu þjóð- félagi. Ein aðferðin væri t.d. að fullnægja fjárþörf ríkisins með tollum og hafa enga aðra skatta. Þetta er sennilega ekki góður kostur, þar sem vöruverð yrði óhóflega hátt. Söluskattur í tolli hefur oft verið nefndur sem góður kostur. Hann innheimtist auðveld- lega og söluskattsvik yrðu úr sögunni, því að sjálfsögðu félli þá niður allur söluskattur á innlendri framleiðslu og þjónustu. Söluskatt- urinn innheimtist með tollinum og þyrfti þá ekkert annað skattkerfi. Er af sumum talið, að tekjur af sölu- skatti í tolli myndu jafhast á við samanlagðar tekjur af söluskatti eins og hann er núna ásamt tekju- skatti og útsvari. Hvort sveitarfélög- in þyrftu að halda útsvari og eignarskatti er óvíst, ef þau fengju sanngjama hlutdeild í auknum sölu- skattstekjum. Ekkert sveitarfélag hygg ég þó myndi þora að treysta ríkisvaldinu í þessu efni. Þá má spyrja. Þarf að hafa nokkra skattheimtu yfirleitt á íslandi. Af hverju getum við ekki orðið eins konar tollfrjálst ríki í Norður Evr- ópu, þar sem engir tollar né skattar væm á vörum og þjónustu. Með því að selja erlendum aðilum tollfrjálsar vömr og gera ísland að eins konar miðstöð óskattlagðra milliríkjavið- skipta milli Evrópu og Vesturheims myndi ríkið eflaust hagnast óbeint meira en það gerir í dag með hinni flóknu skattheimtu svo ekki væri talað um einstaklingana. í rauninni er það með ólíkindum, að við skulum skrimta hér yfirleitt eins og búið er að svínbinda okkur á klafa kerfisins og hengja okkur upp á afturlöppun- um til þess að hrista síðustu krónuna úr vasanum til ríkisins. Júlíus Sólnes

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.