Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 1986. Lesendur Hefur þú farið að sjá eitt- hvað á iistahátíðinni N’ART? Haraldur Sigfússon leigubílstjóri: Nei, ég hef ekki farið því að ég er nýkominn úr sumarfríi. Karítas Kjartansdóttir nemi: Nei, en ég býst við að ég fari ef það verður eitthvað skemmtilegt. Hannes Hannesson músíkant: Nei, ég hef ekki haft tíma en ég ætla að fara þegar ég kemst. Sigrún Sigurðardóttir verktaki: Nei, ekki ennþá en kannski fer ég á tónleikana með Finnunum. Helga Aðalgeirsdóttir afgreiðslu- stúlka: Nei, og ég ætla ekki að fara. „Rás 2 og Skriðjöklar“ 7558-4423 skrifar: Alveg er það furðulegt að opinber stoínun eins og Ríkisútvarpið geti dæmt utanaðkomandi aðila og til- kynnt það í útvarpinu án þess að nokkrar sannanir liggi íyrir. Já, þeir virðast hafa það vald, stjóm- endur vinsældalista rásar 2, er þeir eftir upphringingu einhvers utanað- komandi aðila, sem þeir kunnu engin deili á en tilkynnir þeim að Skriðjö- klar frá Akureyri ætli að hafa uppi svindl við val vinsældarlista rásar 2, tóku manninn trúanlegan og dæmdu Jöklana svindlara í útvarpi. Litla trú hef ég á því að Skriðjöklar hafi staðið fyrir svindli því vinsældir hljómsveitarinnar eru miklar. Sést það best á því að hún var valin úr hópi fjölda hljómsveita til þess að sjá um fjörið á Gauknum í Þjórsárdal. Og ekki vom þeir að hugsa um plötusölu þar sem þeir gáfu öll eintökin af plöt- unni sem nýkomin er út. Það þarf engan að undra þó að vinsældalisti rásar 2 hafi fengið margar upphring- ingar frá aðdáendum hljómsveitarinn- ar þegar vinsældalistinn var valinn, þar sem þeir félagar vom nýbúnir að gefa út og dreifa nokkur hundruð ein- tökum af plötu sinni til aðdáenda. Ekki mælist ég til að umræddir starfsmenn rásar 2 verði reknir en áminningu mega þeir fá opinberlega. Evrópumeistara- mótið í frjáls- um íþróttum íþróttaunnandi skrifar: Mörgum er enn í fersku minni hve mikið sjónvarpið sýndi frá heuns- meistarakeppninni í knattspymu í Mexíkó. Sá sem þetta ritar var mjög ánægður með þetta og telur að sjón- varpið eigi að sýna beint frá stórmót- um í íþróttum. Síðustu sex daga ágústmánaðar fer fram í Stuttgart í Vestur-Þýskalandi Evrópumeistaramót í frjálsum íþrótt- um. Hér er um að ræða stærsta frjáls- íþróttaviðburð ársins, en frjálsar íþróttir eru meðal stóru íþróttagrein- anna í heiminum. Ekki sakar að geta þess að i þessari íþróttagrein hafa ís- lendingar náð einna lengst í íþrótta- sögu okkar. Því til sönnunar skal á Íiað minnt að fjórum sinnum hefur slendingur staðið á efsta þrepi verð- launapallsins á slíkum mótum, þríveg- is utanhúss og einu sinni á innanhússmóti. Margir fleiri hafa þar verið í fremstu röð. Á mótinu í Stuttgart munu keppa margir íslendingar og það ánægjulega er að einhverjir þeirra munu að öllum líkindum komast í fremstu röð. Nú langar mig að spyrja hinn ötula íþrótt- afréttamann sjónvarpsins hvort ekki verði sýnt beint frá keppninni í Stutt> gart? Það er öruggt að margir munu hafa áhuga á slíku. I samtali við DV sagði Bjami Felix- son, íþróttafféttamaður sjónvarpsins, að ekki væri búið að ákveða þetta endanlega, en allt væri nú í deigl- unni. Hugsanlega verður úrslita- keppnin í spjótkastinu sýnd og sennilega eitthvað fleira. Einar Vilhjálmsson spjótkastari er einn af fremstu íþróttamönnum á íslandi, mun hann keppa á frjálsíþróttamótinu í Stuttgart? ,Allir eiga heiður skilinn hjá Rugleiðum. Þakkir til Flugleiða Hafliði Helgason hringdi: Ég fór til Glasgow þann 21. júní síðastliðinn og kom heim 5. júlí. Ferðaðist ég með Flugleiðum og vil ég þakka áhöfninni frábæra ferð og góða þjónustu. Allir eiga heiður skilinn hjá Flugleiðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.