Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 30
30 4 manna Dallas hústjöld, kr. 19.880,- 6 manna Dallas hústjöld, kr. 25.040,- Póstsendum Seglagerðin Ægir sími 13320-14093. LOFTÞJÖPPUR Fyrirliggjandi ioftþjöppur í stærðum frá 210-650 l/mín með eða án ioftkúts Mjög hagstætt verð Útsölustaöir: LANDSSMIÐJAN HF. — Verslun Ármúla 23 - Sími (91J20680 STRAUMRÁS SF.—Akureyri Slmi (96)26988 r LANDSSMIÐJAN HF. MEIRA EN VENIULEG MÁLNING STEINAKRÝL___ hleypir raka mjög auöveldlega í gegnum sig, tvöfalt betur en heföbundin plastmálning. STEINAKRÝL er mjög veöurheldin málning og hefur frábært alkaliþol og viöloöun viö stein. STEINAKRÝL stendur fyrir sinu. MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 1986. Framkvæmdir á fullu þessa dagana. Sex ýtur, þrjár gröfur, einn veghefill auk alls kyns tækja. Um 35 menn starfa við vegaframkvæmdirnar i Gunnólf- svíkurfjalli. Komnir upp á toppinn á GunnólfevíkurQalli ]ón G. Hanksscm, DV, Akureyii: Gunnólfsvíkurfjall heitir fjallið. Það skagar upp úr við Bakkaflóann og er komið hressilega í fréttimar vegna ratsjárstöðvanna, sem þar á að reisa, á toppnum, í 719 m hæð, en til þessa hafa allar framkvæmdir á fjallinu verið í sambandi við veginn þangað upp. Hann verður tilbúinn í október, fyrsti bíllinn hefur þegar farið upp. Það gerðist kl. 16.00 þann 29. júní. Merkur áfangi. „Við byijuðum á framkvæmdum hér 1. nóvember, það er satt að segja óvenjulegur tími til að leggja veg sem þennan en þetta hefur gengið ágætlega,1' sagði Jón Gunnþórsson, verkstjóri hjá Gunnólfi hf. á Bakka- firði, sem annast vegagerðina. Hann er engin smásmíði, vegurinn upp Gunnólfsvíkurfjall, um 10 km og snarbrattur á köflum. Sem dæmi hækkar hann um 300 m á þriggja km kafla, sem er með hvorki meira né minna en 16 beygjum. Þetta er sikksakk upp á leið. „Þessa dagana erum við að sprengja og ýta í vegarstæðið," sagði Jón Gunnþórsson. „Vegurinn sést hvergi frá byggð. Mesti brattinn er um 10% á veginum." Að sögn Jóns verður Gunnólfe- víkurfjall örugglega vinsæll áning- arstaður ferðamanna í framtiðinni, svo víðsýnt er frá fjallinu. „Það er hér talsverð umferð upp á fjallið, til að skoða,“ sagði Jón. Jón Gunnþórsson verkstjóri stjórnar aðgeröum á Gunnólfsvikurfjalli. Hér er hann kominn upp á toppinn í 719 m hæð. Lapplanderinn á myndinni fór fyrstur bíla upp á fjallið kl. 16.00 þann 29. júní sl. Gunnólfsvíkurfjall. Vegurinn upp á fjallið sést hvergi ur byggð. Mælingamenn að störfum ekki eru þeir í skýjunum. um 700 m hæð á Gunnólfsvíkurfjalli. Oftar en Aukið amfetamín á fíkniefhamarkaðnum? Logreglan og tollgæslan hafa lagt hald á rúmlega eitt kíló af amfetam- íni það sem af er árinu. Alls voru gerð upptæk 970 g á öllu árinu í fyrra. Þá hefúr verið lagt hald á tæp 5 kg af hassi á þessu ári. 9 kg voru gerð upptæk á öllu árinu í fyrra. Þetta kemur fram í yfirliti yfir starfeemi fíkniefhadeildar lögregl- unnar í Reykjavík sem nær yfir fyrra helming þess órs. Að sögn lögregl- unnar berast fíkniefriin eftir sem áður nær eingöngu frá Hollandi og nágrannalöndum þess. Hass og amfetamín eru þau efni sem ríkjandi eru á fíkniefnamark- aðnum hér. Ekkert hefur verið gert upptækt af LSD á þessu ári né held- ur kókaíni. Engu að síður telur lögreglan að þessi efhi séu í umferð, þó í litlu mæli sé. Alls hafa 156 einstaklingar verið kærðir fyrir brot á fíkniefnalöggjöf- inni það sem af er árinu. Þar af eru 131 karl og 25 konur. Kærur voru 412 allt árið í fyrra. -ÞJV ÓSA/SiA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.