Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 28. JÚLl 1986. 5 Fréttir Loðnumenn ætla á fund ráðherva Eigendur fiskimjölsverksmiðja ætla að ganga á fund sjávarútvegs- ráðherra á morgun eða miðvikudag til að mótmæla loðnuverðinu sem yfimefhd verðlagsráðs sjávarútvegs- ins ákvað á dögunum, það er 1900 krónur íyrir tonnið. Þessi ákvörðun var tekin á íundi eigenda fiskimjölsverksmiðja sem haldinn var í Reykjavík á laugar- dag. í ályktun, sem samþykkt var og afhenda á ráðherra, koma fram kröftug mótmæli vegna loðnuverðs- ins og krafa um að þessi mál verði endurskoðuð sem allra fyrst. „I ályktuninni koma ekki fram okkar verðhugmyndir. Það ætlum við að ræða við ráðherra. Hins vegar er ljóst að mikill hugur er í mönnum um að gefa verðið frjálst," sagði einn fundarmanna í samtali við DV. Hann sagði mikla óánægju hafa komið fram á fundinum vegna þessa máls. „Við höfum borið of mikið traust til Þjóðhagsstofnunar. Þeir gleymdu greinilega að athuga hvað verksmiðjumar geta borgað.' Við getum ekki brætt og borgað með. Aftur á móti emm við í samkeppni við nágrannaþjóðimar um hráefhi og ég held að eins og staðan er nú sé best að gefa verðið fijálst,“ bætti hann við. Hann sagði að staða þeirra væri erfið i samkeppninni við nágranna- þjóðimar, þar sem rekstrarkostnað- ur íslendinga væri helmingi hærri en til að mvnda Færeyinga. Á meðan Færeyingar borga til dæmis 3.200 fyrir hráolíutonnið borguðu Islend- ingar mn 6.300. Álíka vei-ðmunur væri og á rafmagni og fleim. Þá spilaði og inní þetta að þótt verð á mjöli væri svipað og í fyrra væri verð á lýsi óvenjulágt, helmingi minna fengist fyrir það nú en á sama tíma í fyrra. -KÞ Réðust á lögregluna Tveir ölvaðir piltar í Kópavogi sýndu hörku er lögreglan kom á vett- vang þar sem þeir höfðu verið til vandræða. Er lögreglumennimir tveir hugðust hafa afskipti af stráksum réð- ust þeir sem einn á lögreglumennina og enduðu þau slagsmál með því að lögreglunni tókst að handsama þá og fengu þeir að gista fangaklefa lögregl- unnar um nóttina. Ekki urðu alvarleg slys á mönnum. -Ró.G. Heima- vilja Þör- unga- vinnsluna Nú um mánaðamótin rennur út til- boðsfrestur í þrotabú Þömngavinnsl- unnar á Reykhólum. Ekki hefur verið látið uppi hvort eða hve mörg tilboð hafa borist í þrotabúið en samkvæmt fréttum DV munu heimamenn hafa áhuga á að eignast Þörungavinnsluna. Ingi Garðar Sigurðsson, hreppstjóri Króksfjarðarneshrepps, vildi að svo stöddu ekki gefa neinar upplýsingar um hvemig tilboð þeirra lyti út þar sem tilboðsfrestur er ekki útmnninn. -Ró.G. Atiavík: Engin hátíð en tjald- stæði opin Aima ingólfedóttir, DV, Egilsstöðum; Engin hátíð verður í Atlavík um verslunarmannahelgina eins og komið hefur fram í fjölmiðlmn. Engu að síður verður Atlavík opin ferðamönnum og leigð tjaldstæði í víkinni. Jón Loftsson, skógarvörður á Hall- ormsstað, hefur samið við slysavama- deildina Gró á Egilsstöðum um að hafa eftirlit með tjaldstæðum og um- gengni í skóginum. Deildin verður þama með veitingasölu, sjúkragæslu og upplýsingaþjónustu fyrir þá sem þurfa þess með. Einnig munu björgun- arsveitarmenn sjá um að stugga á brott ölvuðu fólki sem truflar gesti á tjaldstæðum. Mikill straumur hefur verið í Atla- vík í sumar og hefur hvert tjaldstæði verið skipað um helgar. Því má búast við enn auknum straumi ferðafólks um verslunarmannahelgina. ÍSLENSKT SEMENT HÆFIS ÍSLENSKUM AÐSTÆÐUM Allt frá upphafi hefur Sementsverksmiðja ríkisins kappkostað að íslenskt sement hæfi sem best íslenskum aðstæðum. FRAMLEIÐSLA SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS framleiðir: Portlandsement í venjulega steinsteypu. Hraðsement í steypu sem verður að harðna hratt. Pozzolansement í steypu sem má harðna hægt en verður að vera þétt og endingargóð. (Sérstaklega ætlað í stíflur, brýr og hafnarmannvirki). STYRKLEIKI Portlandsementið er framleitt í samræmi við íslenskan sementsstaðal IST 9. Styrkleiki sements eraðaleiginleiki þess. Styrkleiki íslensks Portlandsements: Styrkleiki kg/srrrieftir 3daga 7daga 28daga Portlandsement 250 350 500 Lágmarkskrafa IST 9 175 250 350 GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR FYRIR HÚSBYGGJENDUR • Það er ekki alltaf hægt að treysta því að steinsteypa sé gallalaus. Látið því kunnáttumenn framleiða og með- höndlasteypuna. • íslenska sementið er blandað varnarefnum gegn alkalí- hvörfum, sölt steypuefni eða salt steypuvatn geturónýtt þessa vörn. Hvers konar önnur óhreinindi, svo sem sýrur og fínefni í steypuefnum, geta valdið skemmdum í steinsteypunni. • Sparið vatnið í steypuna. Hver lítri vatns f ram yfir það, sem nauðsynlegt er, rýrirendingu hennar. • Gerið steypuna þjála, þannig að hún þjappist vel í mótin. Varist þó að auka þjálina með íblöndun vatns f ram yfir það sem steypuf ramleiðandinn gefur upp. • Hlífið nýrri steypu við örri kólnun. Einangrið lárétta fleti og sláið ekki f rá mótum of snemma. Annars getur steypan enst verr vegna sprungumyndana. • Leitið ávallt ráðgjafar hjá sérfræðingum ef þið ætlið að byggja hús eða önnur mannvirki úr steinsteypu. Betri ending bætirfljótt þann kostnað. SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.