Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 1986. 19 Sanngjarnt jafntefli í baráttuleik á Akureyri Stefin Amaldsson, DV, Akoieyri. „ Ég er sáttur við jafnteflið - sann- gjöm úrslit - en ég er ekki ánægður með jöfnunarmark Þórs. Vamarmenn Víðis áttu að vera búnir að hreinsa knöttinn frá,“ sagði Kjartan Másson, þjúlfari Víðis, eftir að Þór og Víðir höfðu gert jafntefli 1-1 hér á Akureyri í 1. deildinni á laugardag. Þetta var mikill baráttuleikur og flestir á því að úrslitin hafi verið sanngjörn. Fyrri hálfleikurinn heldur dapur, sá síðari betri og eftir að Þór hafði jafhað í 1-1 á 62. mín. sótti Þór miklu meira. Tókst þó ekki að tryggja sér sigurinn. Það var gott veður þegar leikurinn fór fram. Smá norðangola en heldur kalt. í fyrri hálfleiknum voru aðeins tvö minnisverð atriði. Það fyrra á sjöttu mínútu þegar einn leikmanna Víðis ætlaði að renna knettinum aftur til markvarðar. Þar virtist engin hætta en Halldór Áskelsson fylgdi vel á eft- ir. Eitthvað fát kom á Gísla Heiðars- son, markvörð. Hann missti knöttinn utarlega i vítateignum og Halldór náði honum. í stað þess að reyna að leika á markvörðinn gaf Halldór þvert fyrir markið og þar var enginn samherji. - Þór-Víðir 1-1 í 1. d Tækifærið rann því út í sandinn og síðan kom það eins og köld vatnsgusa á áhorfendur þegar Víðir náði fomstu. Það var á 11. mín. Þór fékk auka- spymu á vallarhelmingi Víðis, sem Einar Arason tók. Allir leikmenn Þórs fóm fram að vítateig Víðis en spyma Einars var mjög misheppnuð. Sendi beint á Grétar Einarsson. Hann lék á miklum hraða upp að vítateig Þórs, gaf síðan á út til hægri á Vilberg Þor- valdsson sem hafði fylgt honum eftir. Vilberg gaf til baka ú Björn Vilhelms- son sem var fyrir miðju marki á vítateigslínunni. Hann skoraði með góðu skoti sem Baldvin Guðmundsson átti ekki möguleika á að verja. Vel að þessu skyndiupphlaupi hjá Víði staðið. Stangarskot báðum megin. Á 59. mín. munaði ekki miklu að Víðir kæmist í 2 -0. Ólafur Róbertsson átti „sendingu" af 40 metra færi inn i vítateig Þórs en knötturinn small í stöng. Mér fannst að Baldvin hefði átt að vera búinn að ná knettinum. En sem sagt, litlu munaði þarna. Sjö mín. síðar jafnaði Þór þegar Nói fyrirliði Bjömsson skoraði. Það var Litli glókollurinn, Jónas Róbertsson, var bestur i leiknum. eftir homspymu Sigurbjöms Viðars- sonar. Hann renndi knettinum að markteigshominu til Kristjáns Kristj- ánssonar sem gaf á Nóa. Harrn var óvaldaður við vítapunktinn og skoraði með góðu skoti út við stöng. Þetta var á 66. mín. Leikurinn hafði verið frekar jafn fram að þessu í hálfleiknum en eftir markið sóttu Þórsarar miklu meira. Á 78. mín. komst Kristján í dauða- færi inni við markteig en var of seinn og vamarmanni Víðis tókst að bjarga í hom. Á 85. mín. átti Halldór Áskels- son þrumuskot í stöng Viðismarksins eftir góða sendingu Einars Arasonar og á lokamínútunni skallaði Siguróli, hörkuskalli, rétt framhjá marki Víðis. Liðin vom þannig skipuð. Þór. Baldvin, Sigurbjöm, Einar, Nói, Ámi Stefánsson, Siguróli, Kristj- án, Hlynur Birgisson, Júlíus Tryggva- son, Jónas og Halldór. Viðir. Gísli, Klemens Sæmundsson, Bjöm, Vilhjálmur Einarsson, Ólafur, Daníel Einarsson, Guðjón Guðmunds- son, Vilberg (Hlíðar Sæmundsson), Mark Dufiield, Grétar Einarsson (Svanur Þorsteinsson) og Helgi Bents- son. Dómari Óli Olsen og dæmdi vel. Ami Stefánsson, Þór, og Daníel Ein- arsson, Víði, bókaðir. Áhorfendur 770. Maður leiksins: Jónas Róbertsson. hsím Þjófnaður sumarsins er KR sigraði á Akranesi Fengu varia færi en skoruðu tvívegis í 0-2 sigrinum Sigurgeir Sveinssan, DV, Akianesi. KR-ingar unnu mikinn heppnissigur á Skagamönnum í 1. deildinni á laug- ardag, - skomðu tvö mörk gegn engu og fengu þó ekki beint færi í leiknum. Úrslitin i meira lagi ósanngjörn og einhverjir vom að tala um „þjófnað sumarsins" í knattspymunni. „Ég hef sjaldan eða aldrei verið jafnsvekktui- eftir leik,“ sagði Sigurður Lárusson, fyrirliði Skagamanna. Fyrri hálfleik- urinn mikil barátta en lítið spil en siðari hálfleikurinn góður, sérstaklega af hálfu Skagamanna. Þeir áttu að gera út um leikinn í byrjun húlfleiks- iris. Fengu til þess færin. Hins vegar skomðu KR-ingar tvívegis. Fyrra markið um miðjan hálfleikinn langt utan af velli beint úr aukaspymu. Það var á 65. mín. og fyrir markið höfðu KR-ingar ekki komist inn ú vitateig Skagamanna með knöttinn. Það skeði lítið við mörkin í fyrri hálfleiknum. Gunnar Gíslason átti langskot á mark Skagamanna ú 13. mín. en knötturinn fór beint í fang Birkis Kristinssonar markvarðar. Á 22. mín. fékk Valgeir Barðason dauða- færi við mark KR eftir undirbúning Harðar Jóhannessonar. Hann skaut framhjá þegar auðveldara var að skora, Stefán Jóhannsson, markvörð- ur KR, hafði kastað sér og lá á vellin- um. Á 35. mín. varði Stefán mjög vel hörkuskot frá Ólafi Þórðarsyni. Síðari hálfleikurinn var miklu fjör- ugri. Á 53. mfn. urðu mistök i vörn KR. Varnarmaður ætlaði að gefa knöttinn til Stefáns en sendi hann í staðinn beint ú Valgeir. Allt opið, - Stefán kastaði sér niður og Valgeir spymti knettinum í hann. Aftur var Stefán á ferðinni ;á 56. mín. Varði meistaralega hörkúskot Harðar frú vítateignum. Gullmark Gunnars Skagamenn höfðu sótt nær látlaust fyrstu tuttugu mínúturnar í síðari hálfleiknum en á 65. mín. fengu KR- ingar aukaspymu um 35 metra frá marki. Gunnar Gíslason tók spyrnuna og skoraði glæsilega efst f markhor- nið. Sendi knöttinn yfir vamarmenn- ina og Birkir markvörðui- átti ekki möguleika að verja. Gullfallegt mark og KR-ingar höfðu náð forustunni mjög óvænt. Enn fékk hinn ungi Valgeir tæki- færi til að koma knettinum í mark KR. Hann fékk knöttinn í góðu færi á 72. mín., nokkuð þó aðþrengdur af vamarmönnum. Sp\Tnti knettinum í stöng og aftur fyrir. Mínútu síðar var Aðalsteinn Víglundsson í færi við KR-markið en spyrnti framhjá. Á 76. mín. gerði Barron. þjálfari Skagamanna, skrítnar breytingar á liði sínu eða að minnsta kosti fannst mörgum áhorfendum það. Hafliði Guðjónsson og Alexander Högnason komu inn sem varamenn fyrir Aðal- stein og Hörð og Sigurður Lámsson fór í framlínuna. Það gafst ekki vel. Á 83. mín. skor- aði KR annað mark sitt. Gunnar Gíslason spyrnti á markið af 15 metra færi. Birkir varði en missti knöttinn. Ásbjöm Bjömsson potaði honum í markið. Þetta var klaufalegt hjá mar- kverði og vamaimönnimi IA. Lítið skeði eftir það og leiktíminn rann út. Hjá Skagamönnum var Heimir Guð- mundsson langbestur. Átti stórsnjall- an leik og var besti maður á vellinum og það þrátt fyrir góðan leik Stefáns í marki KR. Þeir Sigurður B. Jónsson. Júlíus Ingólfsson. Guðjón Jónsson og Guðbjöm Trvggvason áttu einnig góð- an leik með Skagamönnum. Stefán bar af í KR-liðinu. Loftur Ólafsson. Gunn- ar Gíslason og Ágúst Már vom sterkir í vöm KR. Liðin vom þannig skipuð. Akranes. Birkir. Guðjón. Heimir. Sig. Lár.. Sig. B. Jónsson. Júlíus. Ólaf- iu. Valgeir. Guðbjöm. Aðalsteinn (Hafliði). og Hörðm' (Alexander). KR. Stefán Jóh.. Stefán Pétursson (Steinar Ingimundai'son 46. nún.). Gunnar Skúlason (Jósteinn Einarsson 78. mín.). Loftur. Willum Þórsson. Gunnar. Ágúst Már. Bjöm Rafnsson. Ásbjöm, Þorsteinn Halldórsson og Júlíus Þorfinnsson. Dómari Evjólfur Ólafsson. Tveir bókaðir. Sigurður Lámsson og Guðjón Þórðai-son. báðir ÍA. Áhorfendur 520. Maður leiksins Heimir Guðmunds- son. hsím íþróttir B-úrslit - á EM í Beriín Hugrún Ólafsdóttir. Þór. Þor- lákshöfn. setti íslandsmet í 100 m flugsundi á Evrópumóti ungra sundmanna i Vestur- Berlín. •Synti vegalengdina á 1:07.41 mín. á laugardag. Mjög athvglisverð- ur árangur hjá hinni komungu stmdkonu. Hún varð í 20. sæti af 29 keppendiun í greininni. í gær komst Hugrún í B-úr- slitin í 200 m íjórsundi og kom sá árangur hennar vemlega á óvart. Hugrún synti þá í undan- rás en í úrslitmn synti hún á 2:29.40 mín. Varð í sextánda sæti í sundinu. Árangur í keppni í Berlín var mjög góður. Martin Hermann. V-Þýskalandi. sigraði í 100 m skriðsundi pilta á 52.00 sek. Á sömu vegalengd stúlkna sigi'aði Sabine Schulze. Austur-Þýska- landi. á 56.88 sek. en sundfólkið fi-á Austur-Þýskalandi var mjög sigursælt í keppninni. í 200 m fjórsundi stúlkna sigraði Comel- ia Seithe. A-Þvskalandi, á 2:13.33 mín. í 100 m tlugsundi pilta sigi'- aði Andrei Dubrovets. Sovétríkj- unum. á 56.80 sek. í 200 m baksundi pilta sigraði Stefano Battistelli. Ítalíu. á 2:07.51 mín Vadim Alexeev, Sovétríkjunum sigraði í 200 m bringusundi pilta á 2:22.04 mín. og í 1500 m skrið- sundi sigraði Stefano Battistelli Ítalíu. á 15:25,94 mín. hsim Hugrún komst í Hugrun Ólafsdóttir - setti is- landsmet og komst í B-úrslit á Evrópumeistaramótinu i Berlin. Gunnar Gíslason skoraði gullfailegt mark á Skaganum. Markabræðumir báðir Keppni í báðum riðlurn 3ju deildar er nú langt komin en ennþá eru þrjú lið í hvorurn riðli sem berjast harðri baráttu um sigurinn og sæti í 2. deild að ári. 1 A-riðli var einn leikur urn helg- ina: Reynir, Sandgerði. og Stjarnan skildu jöfn. 2-2. Grétar Sigurbjörns- son og Óskar S. Magnússon gerðu mörk Sandgerðinga en Ragnar Gíslason og Heimir Erlingsson svör- uðu fyrir Stjörnuna. Staðan i A-riðli: ÍK ÍR Kvlkir Keynir. S. Grinduvík Stjnrnnn Árnmnn HV er hætt keppni. 9 6 0 3 14 14 18 8 5 2 1 15 5 17 8 5 1 2 20 8 16 8 2 4 2 11 10 10 9 3 0 6 11 15 9 7 2 2 3 10 9 8 9 0 3 6 8 28 3 í B-riðli var leikin heil umferð. Leiknir. F. Revnir. Á.. 0-2. Enn tapa Fáskrúðsfirðingar. Mörk Reyn- is gerðu þeir Garðar Níelsson og Örn Arnarson. Tindastóll - Valur, Reyðarfirði, 7-0. Tindastóll situr sem fastast á toppnum og treystir stöðu sína með þessum stórsigri. Markabræðurnir Evjólfur og Björn Sverrissynir gerðu 3 mörk hvor en Birgir Rafnsson 1. Leiftur - Austri, 3-2. Leiftur frá Ólafsfirði fylgir Tindastóli eftir eins og skugginn. Mörk Ólafsfirðinga í þessum hörkuleik gerðu Einar Áskelsson, 2, og Hafsteinn Jakobs- son en þeir Óskar Garðarsson og Bjarni Kristjánsson svöruðu fyrir Eskfirðinga. með þrjú Þróttur, N. - Magni, 4-0 í humátt á eftir toppliðunum tveimur kemur Þróttur frá Neskaup- stað. Þróttarar áttu ekki í miklum erfiðleikum með Magna um helgina. Kristján Kristjánsson, Marteinn Guðgeirsson og Guðbjartur Magna- son gerðu allir 1 mark og Eggert Brekkan bætti um betur með stórglæsilegu marki. Staðan í B-riðli Tindastóll Leiftur l’róttur. N. Reynir, Á. Austri, E. Magni Valur. Rf. Leiknir. F. 10 7 3 0 28-7 24 10 7 2 1 22-9 23 10 5 5 0 25-9 20 10 5 2 3 14-12 17 10 3 3 4 12-13 12 10 3 2 5 14-16 11 10 1 1 8 9-26 4 10 0 0 10 2-34 0 JFJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.