Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 28. JÚLl 1986. 31 Sandkom Diddú í Eurovision? Diddú Diddú, Sigrún Hjálmtýsdóttir, sem nú fer á kostum í Sumar- gleðinni fékk alla með sér þegar hún tók sigurlagið í Eurovision, J’aime la Vie, í Sjallanum á dögunum. Allir voru á einu máli um að hún hefði sungið það miklu betur en Sandra Kim, sú 14 ára frá Belgíu. Svo mikil var hrifn- ingin að við lá að þak Sjallans rifnaði af. Nú vilj a norðan- menn að Diddú verði fulltrúi Islands í Eurovision á næsta ári. Tengja Bjarni Hafþór Helgason, höf- undur Reykjavíkurlagsins og viðskiptafræðingur hjá KEA, stefnir hraðbyri í að verða ein- hver vinsælasti lagahöfundur Islendinga. Nú er lag hans, Tengja, með Skriðjöklunum, komið í 7. sæti á rás II og stefnir upp á við. 1 textanum segir: ,,Er ekki kominn tími til að tengja?“ Sagan segir að Bjarni hafi spurt Amar Björnsson, höfund textans, hvað ætti eiginlega að tengja. „Hvað eru mennirnir að lengja?” Arnar sagðist ekki hafa hug- mynd um það, textinn væri bara svona. Gullbrúðkaup Víkurblaðið á Húsavík var í gullbrúðkaupi Jóns Jónssonar bónda og Friðriku Kristjáns- dóttur í Fremstafelli ádögun- um. Jón þessi þykir hnyttinn maður enda sagði hann þessa fleygu setningu í brúðkaup- inu: „Jú, gullbniðkaupum fækkar þegar meðallengd hjónabanda er orðin 3 ár.“ KA-heimilið Gléesilegasta félagsheimili íþróttafélagshérlendis, KA- heimilið, sem vígt var fyrir um 3 vikum, ætlar að verða félag- inu mikil lyftistöng. A góð- viðrisdögum fjölmenna gamlir KA-menn í heimilið, rabba saman og sleikja sólina um leið og þeir fylgjast með poll- unum spila fótbolta og svo vinsælt er heimilið að fólk sem býr á Brekkunni hér á Akur- eyri og hefur lítinn áhuga á fótbolta er líka farið að mæta í KA-heimilið til að slappa þar afáveröndinni. Refurinn reyndist vera ugla. Refurflýgur I Degi á dögunum var frétt um menn sem riðu um norðanvert hálendið og ráku augun í eitt- hvað kvikt. Töldu þeir fullvíst að þar væri refur á ferð. En skyndilega sáu þeir hvar kvik- indið hóf sig til flugs — reynd- ist vera um snæuglu að ræða. Vænghaf uglunnar ku hafa verið svipað og á álft. Sólstóll Nokkrar skammstafanir blaðamanna eru hinar skemmtilegustu. Þannig sér fólk menn eins og SOS og SAS og fleiri kvitta fyrir fréttir. Á Degi er nú nýr sumarblaða- maður sem skrifar meðal annars fréttir af heyskap og veðri, skammstöfun þessa blaðamanns er SÓL og eins og gcfur að skilj a er veðrið hér fyrir norðan yfirleitt gott. SÓL stendur fyrir Steingrím Ólafsson, sennilega breytir hann skammstöfuninni í STÓL þegar hann skrifar um húsgagnaiðnaðinn. Sex tonn „Sex tonn á íbúa“ þannig hljóðaði fyrirsögn í Degi ný- lega þegar blaðið sagði frá miklum malbikunarfram- kvæmdum á Hofsósi en þessa dagana er verið að leggja þar 1600 1800tonnafmalbiki. Margir óttast nú að Hofsós- búar kikni undan þessum framkvæmdum. Orlofshús Launþegasamtök og fyrirtæki utan Akureyrar eiga nú um 25 íbúðir á Akureyri sem not- aðar eru sem orlofsbúðir. 1 einu fjölbýlishúsinu eru 8 íbúðir af 19 í eigu launþega- samtaka og fyrirtækja. Fjör' þar Bjössi Áma Gengi Akureyrar-Þórs í 1. deildinni í knattspyrnu hefur ekki verið jafngott og búist var við. Fyrir mótið áttu menn von á íslandsmeistaratitlin- um. Bj örn Árnason er aðal- þjálfari liðsins. Eins og alltaf þegar ekki gengur sem skyldi er þjálfarinn gagnrýndur og svo er með Björn. Hann er sagður hafa miklar þrekæf- ingar nú þegar mótið er meira en hálfnað. Spyrja menn sig hvort ætlunin sé að Þórsarar eigi að vera í toppformi þegar mótið er búið en vonandi hala Þórsarar inn stig á næstunni. í meðferð Og svo var það alkinn sem sagði: „Fyrr fer ég I meðferð en hætta að drekka." Umsjón: Jón G. Hauksson Endurbætur á stíflunni „Eg er ekki fúll út í Bubba“ Ekki í fýmta sinn voru ummæli mín í útvarpi hölö rangt eflir er Arnar Páll Hauksson sagði í Sand- komi DV í vikunni að ég væri ósáttur við Ijóð eftir Bubba Mort- hens þar eð hann beindi spjótum sínum að undirrituðum. Var einnig fullyrt að ég hefði fengið tækifæri til að svara fyrir mig á rás 2. Sé ég mig nauðbeygðan til að leiðrétta þennan misskilning. Ég á langt í land með að verða fúll út í Bubha Morthens þótt hann ffli mig ekki. Hami má segja skoðun fiína á hlutunum rétt eins og aðrir íslendingar. Gildir þá einu hvort hann er í sjónvarpssal eða einhvers staðar annai-s staðar. Þó hann væri í katli hjá Noima og Bubha í Kefla- vík! Ég reyndi ekki að svara fyrir mig á rás 2 og ætla ekki að byrja á því að misnota aðstöðu mína þar réttum mánuði áður en ég hætti þar störf- um. Margir hafu sjálfsagt beðið spenntir eftir að heyra hvemig ég myndi brogðast við örvaltríð trúbad- orsins. Jafnmagir hafa sjálfsagt búist við þvx að ég myndi reyna að svara fyrir mig. Það hvaiflaði aldrei að mér. Samt finna sumir hjá sér þörf til að losa bölvað kjaftæði úr úr því sem ég sagði áður en ég lék lag með Bubba Morthens. Ég sagði Bubba hafa komið fram í jxættinum Rokkamir geta ekki jxagnað og að undirtitillinn væri - Bubbi getur ekki þagnað. Einnig sagði ég hann góðan laga- og texta- smið og að liann hefði komiö mér á óvart með liprum munnhöqxu- og gítarleik og af stað fór lagið um Litla hennanninn. Undirtitillinn var víst „og Bubbi ekki heldur“ og brast mig þarna einfaldiega minni. Merkingin er samt. nákvæmlega sú sama. Hafi einhver skilið kynningu mína sem kaldhæðni |xá er það alrangt og út í hinn víðfræga Hróa hött. Hver getur annars farið í fýlu Jxegar veð- rið er svona gott? Ekki ég.... Jón Ólafsson. Að undanfömu hafa átt sér stað endurbætur á stíflunni í Elliðaánum. Verktakafyrirtækið Ártak hefur unn- ið við endurbætumar og er búið að sprengja burtu það sem ónýtt var. Hafa verið settar niður nýjar lokur, svokallaðar botnlokur og þær gömlu íjarlægðar. JFJ (fij Husqvarna j VERÐL/EKKUN VEGNA NYRRA SAMNINGA VIÐ VERKSMIÐJURNAR, TÓKST OKKUR' AÐ L/EKKA VERÐIÐ Á HEIMILIST/EKJUM. DÆMIUM VERD: UPPÞV0TTAVÉLEL2,° AÐURstgr.kr.42.060, KOSTAR NÚ stgr O0,ú0^T,“ UPPÞVOTTAVÉLEL200 Qinn4 AÐUR stgr.kr. 36.322 - KOSTAR NÚ stgr. 0 l,UO*T,” dyvípfc4' Gunnar Asgeirsson hf. Suóurtandsbraut 16 Simt 9135200 fff IAUSAR STÖÐUR HJÁ T' REYKJAVÍKURBORG STAÐA FORSTÖÐUMANNS Staða forstöðumanns DROPLAUGARSTAÐA, vist- og hjúkrunarheimilis fyrir aldraða, er laus til umsóknar. Áskilin er menntun hjúkrunar- fræðings með reynslu á sviði stjórnunar og hjúkrunar aldraðra. Allar frekari upplýsingar gefur Guðjón Ó. Sigurbjartsson, yfirmaður Qármála- og rekstrardeildar Félagsmálastofn- unar Reykjavíkurborgar, í síma 25500. Athygli skal vakin á því að umsóknarfrestur var rang- lega gefinn upp 8. september í dagblöðum 20. júlí sl. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 8. ágúst 1986. IGALT/ Rútuferðir frá BSÍ Heimferðir Föstud. 1. ág. kl. 20.30 Mánud. 4. ág. kl. 13.00 Laugard. 2. ág. kl. 13.30 og kl. 16.00 Subhud.i 3. íág. -.HL;1-6.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.