Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 1986. Andlát * Ólafía Kristín Snorradóttir lést 19. júlí sl. Hún fæddist í Reykjavík 18. maí 1955, dóttir hjónanna Snorra Sturlusonar og Sigrúnar Jóhannes- dóttur. Eftirlifandi eiginmaður Ólafíu er Þorgeir Tryggvason. Þeim hjónum varð þriggja bama auðið. Útför Ólafíu verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag kl. 15. Regína Stefánsdóttir frá Tjamar- lundi, Stokkseyri, andaðist í hjúkr- unarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, þann 24. júlí. Kristján Viðar Helgason lést föstu- daginn 25. júlí á heimili sínu. Sigurður Kristjánsson, fyrrver- andi verkstjóri, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, 22. júlí. Jarðsett verður frá kapellunni í Hafnarfirði 29. júlí kl. 13.30. Oddgeir Ágúst Kristjánsson, Haukabergi 5, Þorlákshöfn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 28. júlí, kl. 13.30. Sólborg Sigursteinsdóttir, Hring- braut 111, lést í Landspítalanum að morgni 25. júlí. Sigurður H. Einarsson vélstjóri, Selvogsgötu 19, Hafnarfirði, lést - þann 18. þ.m. í Landakotsspítala. Jarðarförin hefur farið fram í kyrr- þev að ósk hins látna. Útför Kristrúnar Finnbogadóttur Nelson fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 29. júlí kl.13.30. Ólafur Guðjónsson, Mundakoti, Eyrarbakka, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju miðvikudaginn 30. júlí kl. 14. Kristín Oddsdóttir verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 29. júlí kl. 15. Tilkynningar Grafísk mappa eftir Ragnar Lár 1 tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur hefur Ragnar Lár teiknari gefið út gra- físka möppu með fjórum teikningum af Reykjavík á 19. öld. Myndimar eru unnar með hliðsjón af gömlum myndum eftir Auguste Mayer og A.W. Fowles. Myndirn- ar era gefnar út í takmörkuðu upplagi enda handmálar höfundur hverja mynd fyrir sig þannig að engar tvær myndir era eins. Ennfremur er hver mynd árituð af höfundi. Pappírsstærð myndanna er 30x40 cm og era þær í möppu sem á er prentaður texti á ensku og íslensku og einnig era myndirnar sem mappan geymir prentaðar þar í smækkaðri mynd. Prentnlma sf. á Akureyri vann filmur og plötur en mynd- irnar og mappan era prentaðar hjá Alprent á Akureyri á 220 gramma inver- cote-pappír. Hægt er að panta möppur hjá höfundi í síma 96-23688 Kvenfélagasamband íslands minnir á söfnunina fyrir lækningatæki á krabbameinsdeild kvennadeildar Land- spítalans. Gíróreikningur er nr. 528005. Framleiðslukostnaður á heyi Búreikningastofa landbúnaðarins hefur áætlað framleiðslukostnað á heyi sumarið 1986. Er miðað við kostnað undanfarið ár að viðbættum hækkunum. Framleiðslu- kostnaðarverð er þannig áætlað um það bil kr. 6,40 á kg af heyi fullþurra í hlöðu (5,50 1985). Verð á teignum er áætlað 10: 15% lægra. Bolvíkingafélagið efnir til hópferðar heim til Bolungarvíkur um verslunarmannahelgina. Lagt verður af stað frá Hópferðamiðstöðinni, Bílds- höfða 2, föstudaginn 1. ágúst kl. 14. Tilkynnið stjórninni þátttöku í síma 12203 (Brynhildur), 40689 (Helga), 52343 (Jón Ólafur) og 33174 (Óskar). BYKO 25 ára Byggingavöruverslun Kópavogs verður 25 ára á næsta ári. Á þessum tímamótum mun BYKO sf. opna nýja verslun í Kringlunni í nýja miðbænum i Reykjavík. Þar hefur BYKO sf. nú fest kaup á 1.600 fermetrum og mun opna verslun á 1.100 fermetra gólf- fieti í húsinu. Með þessari nýju verslun er vonast til að geta bætt enn þjónustu við landsmenn í almennum byggingavörum til viðhalds, til heimilisnota og aðrar vörur sem tengj- ast frítíma fjölskyldunnar. Megináhersla verður lögð á góða þjónustu, vandað vöru- úrval og samkeppnishæft verð. Byggingavöruverslun Kópavogs rekur þrjár söludeildir í dag. 1 Kópavogi, á Ný- býlavegi 6, er aimenn verslun, á Skemmu- vegi 2 er timbursala og tréiðnaðardeild og í Hafnarfirði alhliða byggingavöraverslun með verslunar- og timbursölu. Gjöf til kvennaathvarfs í Reykjavík Starfsfólk verslunardeildar Sambandsins afhenti fulltrúum Kvennaathvarfsins í Reykjavík eitt hundrað þúsund krónur að gjöf í morgun. Það var stjóm Menningar- sjóðs Sambands íslenskra samvinnufélaga sem ákvað styrkveitingu þessa á fundi sín- um fyrir skömmu en fulltrúar starfsmanna afhentu styrkinn fyrir hönd stjómarinnar. Edda Scheving og Kristín Blöndal, fulltrú- ar Kvennaathvarfsins, veittu styrknum móttöku og létu þess getið að hann yrði notaður til þess að hefja viðgerð á húsi Kvennaathvarfsins í Reykjavík. Tilboð Brunabótafélag íslands óskar tilboðs í vörubifreið, MAN 19-321 FA órg. ’83, skemmda eftir veltu. Bifreiðin verður til sýnis að Skemmuvegi M-26 Kóp. þriðjudaginn 29.7. frá kl. 13-17. Tilboðum sé skilað til aðalskrifstofu, Laugavegi 103, fyrir hádegi 30.7. Brunabótafélag íslands. Útvarp - sjónvarp i>v Jón Steinar Gunnlaugsson, lögfræðingur: Fréttirnar stundum hlutdrægar Ég horfi reglulega á fréttir í sjón- varpi og hlusta einnig á fréttatímann i útvarpinu þegar ég kem því við. Nú um helgina vöktu athygli mína fréttir af skrítnum atburðum í sam- bandi við hvalveiði og viðskiptabann Bandaríkjanna. Fjallað var um þetta efni í Kastljósi á föstudaginn og í fréttunum en mér fundust aðalatriði óljós í þessari umfjöllun. Var um raunverulegar hótanir um við- skiptabann að ræða eða voru íslensk stjórnvöld að gera of mikið úr þessu? Fréttir af verðákvörðun á loðnu voru einnig athyglisverðar og sýndu að þetta stjómskipaða verðákvörð- unarkerfi hefúr gengið sér til húðar. Enginn vill veiða loðnuna lengur. Þetta sýnir augljóst réttmæti þess að ákvarða verð í frjálsum viðskipt- um. Almennt finnast mér fréttimar þokkalegar en stundum gætir þó hlutdrægni í fréttaflutningi. Eitt augljóst dæmi um það er flutningur útvarpsfréttamanna á fréttum af kjaramálum ríkisstarfsmanna. Þar gætir hlutdrægni sem ef til vill er eðlileg en ég held að svarið við þessu séu fleiri stöðvar með frjálsan frétta- flutning. Ég fylgdist með íþróttum um helg- ina, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Þátturinn Við rásmarkið á rás tvö finnst mér góður og skemmtilegur enda er ég knattspymuáhugamaður. í íþróttaþætti sjónvarpsins fannst mér þó óþaríi að sýna slakan leik Breiðabliks og Vestmannaeyja í heild sinni. Á laugardagskvöldið var skemmtilegur þáttur í sjónvarpinu um Motown tónlistina. Ég hef gam- an af tónlist af þessu tagi og þama komu fram margir góðir kraftar, þar á meðal Stevie Wonder og Lionel Richie sem ég held mikið upp á. Ég hlusta almennt mikið á tónlist í út- varpinu og þá nær eingöngu á rás tvö. Frá samstarfsnefnd Landspít- ala og Borgarspítala um varnir gegn alnæmi: Nýlega hafa farið fram umræður x fjölmiðl- um um blóðgjafir einstaklings sem sýktur er af alnæmisveirunni og afdrif þess blóðs sem hann gaf. Þegar grunur vaknaði um að sýkt blóð hefði komist í umferð vísaði Blóðbankinn málinu til samstarfsnefndar- innar, en eitt af hlutverkum hennar er að vera til aðstoðar í slíkum málum. Athuganir hafa leitt í ljós að einn sjúkl- ingur fékk sýkta blóðeiningu. Haft hefur verið samband við þann einstakling. Hann er algerlega einkennalaus þótt merki smits finnist í blóði hans. Þetta er eina tilfellið af þessu tagi sem vitað er xim hérlendis. Blóðbankinn hóf skimpróf á öllum blóð- einingxim í nóvember 1985 eða um svipað leyti og blóðbankar víða erlendis. Áður höfðu sýni verið geymd í sama tilgangi um alllangt skeið. Aðferðir þær, sem beitt er hérlendis, era þær sömu og erlendis og taldar nær útiloka útbreiðslu alnæmi- sveirannar með blóðeiningum. Umrædd blóðgjöf átti sér stað áður en skimpróf hófust í Blóðbankanum. Dreifing alnæmisveirunnar með blóð- gjöfum er vel þekkt um allan heim. Sú sorglega staðreynd að íslendingur hafi orðið fyrir smiti á þennan hátt minnir óþyrmilega á að útbreiðsla alnæmis hér- lendis er ekkert frábrugðin því sem gerist annars staðar á Vesturiöndum, og að smit hefur verið hérlendis lengur en margan grunar, sennilega frá 1981. Viðgerð á Sundlaug vestur- bæjar Vegna viðgerða og endurbóta á Sundlaug vesturbæjar verður laugin lokuð frá og með mánudeginum 28. júlí nk. Gert er ráð fyrir að hægt verði að opna aftur efir 2-3 vikur. Sxindlaugargestum er bent á að aðrar sundlaugar í Reykjavík: Sundlaugin í Laugardal: Mánud-föstud. frá kl. 07.00-20.30, laugardaga frá kl. 07.30-17.30, sunnudaga frá kl. 08.00-17.30. Sundlaug Fjöibrautaskólans í Breið- holti: Mánud.-föstud. frá kl. 07.20-20.30, laugardaga frá kl. 07.30-17.30, sunnudaga frá kl. 08.00-17.30. Sundhöll Reykjavíkur: Mánud.-föstud. frá kl. 07.00-20.30, laugardaga frá kl. 07.30-17.30, sunnudaga frá kl. 08.00-14.30. Lokunartími er miðaður við þegar sölu er hætt, en þá hafa gestir 30 mínútur áður en vísað er upp úr laug. Vonast er til að gestir Sundlaugar vest- urbæjar taki þessari lokun með þolinmæði og stundi íþrótt sína í öðrum sundlaugum borgarinnar þar til við opnum á ný. Siðferði í íslensku stjórnkerfi Þríðjudaginn 29. júlí nk. kl. 18.00 gengst Félag áhugamanna um íslenskt stjórn- kerfi fyrir ráðstefnu á Hótel Borg undir yfirskriftinni: „Siðferði í íslensku stjórnkerfi" Frummælendur verða Páll Skúlason prófessor í heimspeki, Ólafur Oddur Jóns- son sóknarprestur í Keflavík og fulltrúar stjórnmálaflokkanna. Eftir framsögu verða fyrirspurnir og síð- an munu starfshópar ræða einstök mál, s.s. íslensku stjómarskrána, valdsvið þingmanna o.fl. og semja um þau ályktan- ir. Öllum er heimil þátttaka, einstaklingum jafnt sem félagasamtökum. Berkofsky - Liszt Einn magnaðasti píanisti nútímans, Mart- in Berkofsky, mun leika á vegum Tónlist- arfélags Kristskirkju í safnaðarheimil- inu. Hávallagötu 16, á fimmtudgagskvöld- ið. Berkosky þarf að vísu ekki að kynna fyrir íslenskum tónlistarunnendum. Hann hefur vakið aðdáxm þeixra fyrir leik sinn á einleikstónleikum og sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit íslands. En þessir tón- leikar hans á vegum TK eru sérstakir að því leyti að þar verða flutt eingöngu verk eftir Franz Liszt, t.d. h-moll sónatan, sem talin er eitt stórfenglegasta tónverk 19du aldarinnar, „Viðræður heilags Frans við fuglana", Kvöldhljómar úr Transidental æfingunum o.fl. sem óumdeilanlega er með því erfiðasta og um leið áhrifamesta sem sett hefur verið á blað fyrir píanó fyrr og síðar. Tilefni tónleikanna, sem verða á dánar- degi Liszts, fimmtudaginn 31. þ.m., er lOOsta ártíð meistarans en Tónlistarfélag- ið hóf reyndar Lisztkynningu sína fyrr í vor með orgeltónleikum Ragnars Björns- sonar í Kristskirkju. Seinna á árinu era fyrirhugaðir ljóðatónleikar þar sem flutt verða sönglög Liszts en þau þykja standa fyllilega jafnfætis verkum mestu Lieder- meistaranna ( t.d. Schuberts, Schumanns og Wolfs) en af skiljanlegum ástæðum eru hljómsveitarverk hans ekki í verkahring félagsins þó þau hafi vissulega verið van- rækt hér á landi meir en talið verður skiljanlegt með góðu móti. En Liszt var auðvitað mesti píanóleikari allra tíma og það eru píanóverk hans sem jafnan hafa mest aðdráttarafl, enda má segja að í sum- um þeirra hafi fæðst sá píanóleikur eða stíll sem við búum við í dag og njótum af hendi allra færustu snillinga á því sviði. Rokktónleikar á Arnarhóli Afmælisnefnd Reykjavíkur hefur falið íþrótta- og tómstundaráði að hafa umsjón með rokktónleikum á Arnarhóli þriðju- daginn 19. ágúst nk„ í tengslum við 200 ára afmæli borgarinnar. Þær hljómsveitir sem áhuga hafa á að spila á AFMÆLIS- ROKKI þurfa að skrá sig í síma: 35935 Olafur Jónsson, eða 622120 Jóhannes Hauksson. Skráningarfrestur er til 6. ágúst. Sérstök nefnd mun síðan velja hljómsveitir úr hópi umsækjenda. Á tónleikunum verður nýttur allur sá búnaður ljósa og hljóm- tækja sem settur verður upp í tengslum við afmælishátíðina og er það von af- mælisnefndar að tónleikar sem þessir verði rokktónlistinni í landinu lyftistöng og að þeir setji skemmtilegan blæ á af- mælishátíðina. Samtökin Lögvernd hafa flutt skrifstofu sína að Laugavegi 26, 4. hæð, gengið inn frá Grettisgötu. Fram- vegis verður lögmaður samtakanna til viðtals milli kl. 15 og 17 þriðjudaga og fimmtudaga. Einnig verður skrifstofan opin milli kl. 18 og 20 mánudaga og mið- vikudaga. Sími Lögverndar er 622799. Getraun Sjóvá - Matarlist 1986 Á sýningunni Matarlist sem haldin var í Laugardagshöll nýlega stóð Sjóvá fyrir getraun um hve dúkur, sem strekktur var í loftið í miðjum sainum, væri stór. Dregið hefur nú verið úr réttum lausnum og er vinningshafinn 14 ára piltur úr Keflavík, Pétur R. Jónsson. Rétt stærð dúksins var 86,943 fm. og giskaði Pétur á 86,9 fm. Hann hlaut í verðlaun 15 þúsund krónur frá Sjóvá og einnig gáfu nemendur Hótel og veitingaskóla íslands honum bók. Þrír aukavinningar vora sem fyrirtækin Sól hf., Klettakjúklingur og Sund hf. gáfu. Myndlist Stokkseyri í smámyndum Laugardaginn 26. júlí opnar Elfar Guðni sína 14. einkasýningu í gruimskóla Stokkseyrar. Á sýningunni verða olíu- vatns- og pastelmyndir og einnig verða nokkrar dúkristur. Myndefnið er aðallega frá Stokkseyri og nágrenni. Fjaran, brimið og gömlu þúsin eru áberandi myndefni. Sýningin verður opin um helgar kl. 14-22 og virka daga kl. 20-22. Henni lýkur á frídegi verslunarmanna og verður opin þann dag kl. 14-20. Málverkasýningar í Ferstiklu og Þrastarlundi Björg ísaksdóttir hefur opnað málverka- sýningar í Ferstiklu og í Þrastarlundi. Björg hefur dvalið erlendis undanfarin ár, en haldið sýningar hér heima áður fyrr og tekið þátt í samsýningum. Hún stund- aði nám í Svíþjóð, Finnlandi og á Italíu. Sýningarnar standa fram yfir mánaðamót. A sýningunni í Ferstiklu eru aðallega ol- íumálverk og í Þrastarlundi sýnir Björg mikið af kolteikningum og olíumálverk- um. Tapað - Fundið Hundur i óskilum Á Dýraspítalanum er í óskilum síðan 20. júlí sl. svartur og hvítur blendingur, með- alstór karlhundur. Sími Dýraspítalans er 76620. Kettlingur tapaðist Tapast hefur 4 mán. kettlingur frá Nökkvavogi 38, kjallara, á mánudaginn sl. Hann er bröndóttur með hvítar loppur. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 84874 eftir kl. 20. Fundarlaun. Bandaríkja- maðurinn á fund ráðherranna í DV á laugardag var sagt í frétt xun hvalveiðistöðvunina að forsætis- og utanríkisráðherra hefðu gengið á fúnd James Connelly, sendifulltrúa Banda- ríkjanna, til að tilkynna honum um stöðvun hvalveiðanna. Það var hins vegar öfugt. Það var sendifulltrúinn sem kom á fund íslensku ráðherranna í forsætisráðuneytinu við Lækjartorg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.