Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 40
'jj* FRETTASKOTIÐ Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafirþú ábendingu eða vitneskju umfrétt- hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjódst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 28. JÚLl 1986. Gengissigið ekki alvariegt -segir Bjöm Þóriialisson „Við þessu gátu menn búist en þetta er það lítið að ég tel það ekki alvar- legt né stóran áhrifavald,“sagði Bjöm Þórhallsson, varaforseti Alþýðusam- bands íslands, í samtali við DV um gengissig íslensku krónunnar. Frá því að kjarasamningar vom gerðir í febrúar hefur gengi íslensku krónunnar lækkað um 1,6%. Á máli hagfræðinga heitir þetta gengissig. Stafar þetta einkum af því hve Evr- ópugjaldmiðlarnir hafa styrkst en það aftur leiðir af sér hærra vömverð hér- lendis vegna þess hversu mikið er flutt inn frá meginlandi Evrópu. „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ sagði Bjöm. „Maður veit það að geng- ið er ekki alltaf kolfast, það breytist alltaf eitthvað. Það gat farið í hvora áttina sem var. Þetta er hlutur sem við ráðum ekki við.“ - Þetta breytir þá engu frá þínum sjónarhóli? „Það breytir alltaf einhverju en þetta er það lítið að mér finnst engin ástæða til að gera veður út af því,“ sagði Bjöm Þórhallsson. -KÞ Sverrir hin mesta veiðikló Jóhannes Ámason, sýslumaður í Stykkishólmi, og félagar veiddu frá- bærlega í Hrútafjarðará um helgina, þeir fengu 64 laxa og er það besta veiði í ánni fyrr og síðar. Flesta laxana veiddu þeir á maðk og eitthvað á flugu. Sverrir Hermannsson menntamála- ráðherra og fjölskylda komu næst á eftir Jóhannesi, veiddu þau 35 laxa. Sverrir veiddi 25 flugulaxa og er það hans besta fluguveiði. Laxamir hjá Sverri tóku Hary Mary og Blue Charm. Þetta er metveiði hjá einstakl- ingi á flugu í Hrútafjarðará. Nokkrir af löxum Sverris vom vænir, sá stærsti var 18 pund og nokkrir 17 og 15 pund. Veiðst hafa 155 laxar í ánni og þegar Svemr hætti á hádegi í gær tók Tóm- as Amason við. G. Bender. Ávallt feti framar SIMI 68-50-60. lC,\BlLASrö ÞRDSTUR SIÐUMÚLA 10 LOKI Hafa Kanarnir ekki sýnt okkur kvalræði? Eimi þeirra sem dæmdir vom í Geirfinns- og Guðmundarmálinu á sínum tíma var handtekinn fyrir ári vegna brots á fíkniefnalöggjöfinni. Þrátt fyrir að hann væri með skil- orðsbundinn dóm fór hann ekki í fangelsi. Þetta orsakast af því að fíkniefna- löggjöfin fellur ekki undir almenn hegningarlög. Sama máli gegnir um áfengis- og toUalögjöfina. Menn með skilorðsbundna dóma, sem brjóta af sér á þessum sviðum, er þvi ekki hægt að setja beint í fangelsi, nema um „ótvírætt brot“ sé að ræða. í öll- um tilvikum er það dómsmálaráðu- neytið sem tekur ákvörðun um hvað gert skuli í málinu. Saksóknari hefiir gefið út ákæm á hendur þess manns sem fyrr um ræðir. Beðið er úrskurðar dómara fíkniefnadómstólsins í máli hans. Reiknað er með að hann hljóti dóm sem síðan verður væntanlega áfrýj- að til Hæstaréttar. Á meðan á þessu stendur gengur viðkomandi áfram laus í skilorði. Ýmsir innan lögreglunnar em ekki alls kostar ánægðir með þennan gang mála. „Okkur hefði þótt æski- legt að menn, sem brjóta af sér með skilorðsbundinn dóm, fæm inn og sætu hann af sér,“ sagði heimildar- maður DV. „Það er í sumum tilfella ekki framkvæmanlegt þar sem af- brotið fellur ekki undir almenn hegningarlög. Þessir aðilar ganga því lausir þar til nýr dómur fellur, þrátt fyrir að þeir hafi brotið skilorð- ið.“ -ÞJV Danski bassaleikarinn Niels-Henning Örsted-Pedersen lék í tjaldinu við Háskólann í gær- kvöldi. Með honum voru trompetleikarinn Palle Mikkelborg, sem sést til hægri, og hljómborðsleikarinn Kenneth Knudsen. ov-mynd kae Hvalamálið: Veiðunum Hvalveiðum var hætt á miðnætti síðastliðna nótt. Allflestir starfsmenn Hvalstöðvarinnar í Hvalfirði vom þó enn að störfum í morgun og að sögn Eggerts ísakssonar hjá Hval hf. verða þeir það eitthvað áfram þar sem nóg er að gera við ýmsar lagfæringar og tiltektir. Ekkert veiddist af hval í gær þar sem mikil bræla var á miðunum. Það sem af er hvalvertíðinni em komnar á land 59 langreyðar og 16 sandreyðar. I fyrramálið verður haldinn ríkis- stjórnarfundur um hvalamálið þar sem tekin verður ákvörðun um hvemig best sé að snúa sér í viðræðum við Bandaríkjamenn er hefiast síðar í þessari viku. -KÞ Framsókn 4 4 4 Veðrið á morgun: Hægviðri um allt land Hægviðri verður um land allt, frem- ur hæg norðan- og norðaustanátt. Dálítil súld eða rigning verður á Norð- austur- og Austurlandi en bjartviðri á Suður- og Suðvesturlandi. Hitastig verður á bilinu 7-16 stig. „Mér er sagt að frumvarpið sé óbreytt frá því vetur og ég á því ekki von á að það verði samþykkt í mínum flokki,“ sagði Páll Pétursson, for- maður þingflokks Framsóknarflokks- ins, í samtali við DV. Páll á við frumvarp sem iðnaðarráð- herra lagði fram á ríkisstjómarfundi í síðustu viku. Þar er gert ráð fyrir að iðnaðarráðherra geti gefið undan- þágu frá þvi skilyrði að meirihluti hlutafiár fyrirtækja skuli vera í eign íslendinga. „Þetta opnar of mikið dymar fyrir útlendingum. Við teljum að ákvörðun sem þessi eigi að vera hjá Alþingi í hverju tilviki en ekki á höndum eins ráðherra," sagði Páll. I vetur náði frumvarp um sama efhi ekki fram að ganga vegna andstöðu í Framsóknarflokki. -APH Bflvelta í Kjós Stór malarflutningabíll valt á hlið- ina um hádegisbilið í gær. Atburður- inn átti sér stað er unnið var við vegaframkvæmdir á veginum frá Fé- lagsgarði í Kjós. Talið er að vegkant- urinn hafi ekki þolað þungan vinnubílinn og hafði það fyrrgreindar afleiðingar í for með sér. Engin slys urðu á mönnum og skemmdir á bílnum urðu heldur ekki miklar. -Ró.G.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.