Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 1986. 11 Bandarísk yfirvöld íhuga hömlur á férðir flugvéla til Chicago: Aukin árekstrarhætta við OHare-flugvöll Nefnd á vegum bandaríska sam- gönguráðuneytisins íhugar nú að leggja hömlur á ferðir flugvéla um OHare-flugvöll í Chicago. Skortur á flugumferðarstjórum og aukin um- ferð mn völlinn hafa valdið því að í ár hefúr oft litlu munað að þar yrði árekstur milli flugvéla. Bandaríska stórblaðið Washing- ton Post skýrði frá þvi í gær að fjórtán sinnum hefði litlu munað að árekstur yrði við OHare-flugvöll í ár. Aftur á móti hefðu yfirvöld að- eins greint frá tveimur þessara tilvika. Blaðið segir að flest þessi atvik megi rekja til skorts á flugum- ferðarstjórum. Þeir væru nú 52 að, tölu en ættu með réttu að vera 94,- Starfandi flugumferðarstjórum hefúr fækkaði stórlega í Bandaríkjunum eftir að fjölda þeirra var sagt upp störfum í kjölfar verkfalls árið 1981. Washington Post segir að fjölgi ekki brátt flugumferðarstjórum við þennan stærsta flugvöll heims muni yfirvöld sjá sig knúin til að setja hömlur á ferðir flugvéla um völlinn. Margrét Hauksdóttir hjá kynning- ardeild Flugleiða sagði í samtali við DV i morgun að vélar félagsins hefðu ekki orðið fyrir töfum eða vandræð- um vegna aukinnar umferðar um OHare-flugvöll í Chicago. Það væri eflaust vegna þess að annir væru mestar við völlinn i hádeginu en vélar Flugleiða færu þar um á kvöld- in. -EA Vökvadrifin spil fyrir línu og net. fíafdrifnar Elektra færavindur, 12vog24v. Tvær stærðir. ELEKTRA HF. HJALLAHRAUNI 8, HAFNARFIRÐI SÍMAR 53688, 53396 GEGN STEYPU SKEMMDUM STEINVARI2000 _ hefur þá einstöku eiginleika aö vera þétt gegn vatni í fljótandi ástandi, en hleypa raka i loftkenndu ástandi auöveldlega í gegnum sig, tvöfalt betur en heföbundin plastmálning. Viljir þú verja hús þitt skemmdum skaltu mála meö STEINVARA 2000. I LANDSBANKANUM FÆRÐU DOLLARA, PUND, MÖRK, FRANKA, PESETA, FLÓRÍNUR, ESCUDOS OG LÍRUR HVORT SEM ÞÚ VILT í SEÐLUM EÐA FERÐATEKKUM Landsbanki íslands Banki allra landsmanna g þá er ekki allt upp talið. í öllum afgreiðslum Landsbankans geta ferðalangar nánast fyrirvaralaust gengið að gjaldmiðlum allra helstu viðskiptalanda okkar vísum. Ferðatékkar, bankaávísanir og seðlar eru ávallt fyrirliggjandi, í öllum helstu gjaldmiðlum. Við minnum líka á Visakortið, - athugaðu gildistímann áður en þú leggur af stað. Góða ferð. 03/V5IA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.