Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 1986. 35 Viðtalið Gæðakóngurinn: Hef unnið við flest störf í sjávarútvegi Kristinn Jón Friðþjófsson gæðakóngur. Kristinn Jón Friðþjófsson, skipstjóri á Hamri SH frá Rifi á Snæfellsnesi, var gæðakóngur á síðustu vetrarvertíð með yfir 85% aflans i 1. gæðaflokki. Galdurinn segir hann felast í viljanum til að koma alltaf með gott hráefni að landi. „Þegar kvótinn var settur á fyrir 3 árum íhugaði ég vandlega hvemig ég gæti fengið meiri verðmæti út úr því takmarkaða magni sem mátti veiða. Ég fékk mér kassa í bátinn og fór að draga netin daglega. Fiskurinn var síðan blóðgaður strax i sjó og settur í kassana. Síðan gæti ég þess að koma alltaf snemma í land ef ég get til að aflinn sé unninn samdægurs," segir Kristinn. Þrátt fyrir velgengnina virð- ist hann ekki vilja leyna gæðaformúl- unni fyrir öðrum, segist vona að sem flestir verði gæðakóngar næsta ár. Hefur séð bæinn vaxa Kristinn fæddist á Rifi 1941 og svo skemmtilega vildi til að hann átti af- mæli sama dag og rætt var við hann. „Ég er uppalinn hér á Rifi og hef reyndar aðeins flutt heimili mitt um 20 metra á ævinni. þegar ég fæddist var Rif sveitabær og ég man eftir hon- um sem slíkum en þegar höfhin var byggð breyttist sveitabærinn í sjávar- þorp,“ segir Kristinn. Hann hefur séð bæinn vaxa og er bjartsýnn á framtíð hans. Á Snæfellsnesi er mikið kríuvarp og segist Kristinn fljótt hafa farið að hjálpa föður sínum við að vemda varpið. „Pabbi sýndi vemdinni mikinn áhuga og upp frá 12 ára aldri fór mað- ur að vaka yfir varpinu. Maður þurfti talsvert að stugga burtu eggjaþjófúm og oft vom þetta skólabræður mínir. Þeir tóku það auðvitað heldur óstinnt upp og kom stundum til ryskinga." Mikil tengsi við skólabræðurna Kristinn gekk í barnaskólann ó Hellissandi og lauk fullnaðarprófi þaðan 13 ára gamall. Þótti honum skólinn heldur leiðinleg stofnun. Hins vegar vantaði ekki áhugann nokkrum árum seinna þegar komið var í Sjó- mannaskólann. „Ég fór í Sjómanna- skólann og lauk fiskimannaprófi 1964 og hef þvi rétt til að vera skipstjóri á hvaða fiskiskipum sem er,“ segir Kristinn. Hann minnist þessara ára með ánægju enda segist hann hafa verið í skóla með úrvalsmönnum sem nú em margir miklir sjó- og útvegs- menn. „Ég hef ennþá mikil tengsl við þessa skólabræður mína. Ekki spillir það heldur fyrir minningunni að þá var blómaskeið og mikil uppbygging í sjávarútvegi enda nóg af síld,“ segir Kristinn. Ahugamaður um sjávarút- vegsmál Það er ekki furða að Kristinn líti löngunaraugum aftur til blómaskeiðs- ins því hann er mikill áhugamaður um sjávarútveg og þróun í þeirri at- vinnugrein. „Ég hef unnið við flest sem tengist sjávarútvegi, verið við beiting- ar, í fiskvinnslu, háseti og nú skipstjóri og útgerðarmaður,“ segir Kristinn en hann er félagi í Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna og hefur verið trúnaðarmaður sambandsins í Vestur- landskjördæmi. „Strax og sjómannaskólanum lauk fór ég á sjóinn enda áttum við feðgamir bát saman. Fljótlega varð ég skipstjóri og ég hef alltaf siglt á Hamri SH þó að skipt hafi verið um bát,“ segir Kristinn Jón Friðþjófsson. Þykir vænt um landið og miðin Frístundum sínum ver Kristinn í að lesa blöð og tímarit og þá aðallega þau sem tengjast sjávarútvegi, fiskvinnslu eða uppbvggingu skipa. „Ég ferðast einnig mikið um landið, sérstaklega um hálendið. Ég er náttúmdýrkandi sem þykir mjög vænt um landið og rniðin," segir Kristinn. Einnig segist hann ganga mikið og hafa gengið víða um svæðið í kring. „Það hefur þó held- ur dregið úr því seinni árin vegna veilu í mjöðminni. Ég hef líka klifið fjöll þegar tími hefur unnist til,“ segir Kristinn Jón. Hefur staðið í ströngu i bæjar- pólitíkinni Kristinn Jón hefur gefið sér tima til að sinna bæjarpólitíkinni ogjrykir það skemmtilegt viðfangsefhi. „Eg hef ve- rið í sveitarstjóm nú í 8 ár fyTÍr Alþýðubandalagið. Það er ágætt hobbí og gaman að geta unnið að því að bæta staðinn,“ segir Kristinn. Hann er laginn smiður og smíðar allt mögu- legt. Þegar hann var spurður um þessa frístundaiðju sagði hann aðeins: „Þetta em svona ýmsir hlutir fyrir heimilið og húsið." Kristinn er giftur Þorbjörgu Alexand- ersdóttur. Hún var heimasæta ásamt fleirum á bænum Stakkhamri í Mikla- holtshreppi. Þau giftust 1964 og eiga 5 böm á aldrinum 10-21 árs. Em bömin öll í skóla og ætlar það elsta í háskól- ann í matvælafræði í haust. „Ég hef alltaf stefnt að því að vinna vel það sem ég hef haft að gera og það ætla ég að gera áfram í framtíðinni." sagði gæðakóngur vetrarvertíðarinn- ar. Kristinn Jón Friðþjófsson. JFJ Kennarar - Kennarar Grunnskólann Hofsósi í Skagafirði vantar kennara í eftirtaldar greinar: íþróttir, smíðar, dönsku og kennslu yngri barna að hluta. Um er að ræða 1 og Vi stöðu og því tilvalinn möguleiki fyrir tvo að deila með sér. Gott húsnæði er í boði og leikskóli á staðnum. Allar frekari upplýsingar veita skóla- stjóri, Svandís Ingimundar, í síma 91-41780 og formaður skólanefndar, Pálmi Rögnvaldsson, í sím- um 95-6400 og 95-6374. UTBOÐ Sementsverksmiðj a ríkisins óskar eftir tilboðum í að brjóta niður og flytja í burtu rúml. 60 m af færi- bandshúsi verksmiðjunnar. Húsið er úr járnbentri steinsteypu og stendur á bryggju við verksmiðjuna á Akranesi. Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. des. 1986. Útboðsgögn verða afhent hjá Almennu verkfræði- stofunni hf., Fellsmúla 26 í Reykjavík. Tilboðum skal skila til Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi eigi síðar en kl. 11.30 þriðjudaginn 19. ágúst nk. Sementsverksmiðja ríkisins. Við kynnum matreiðslu- sparibaukinn Þessi örbylgjuofn frá Sanyo sparar þér ekki aðeins tíma og rafmagn við matseldina, hann kostar aðeins: ... Og það fylgir honum matreiðslubók á íslensku, athugaðu það. Nú skellir þú þér á einn. Gunnar Ásgeirsson hf. Soóurlandsbmut 16 Stmi 91 35200 1007. MEIRI LÝSING OSRAM HALOGEN perur lýsa 100*meira en venjulegar perur og endast tvöfalt lengur. ! } H P OSRAM fæst á bensínstöðvum Hinn velupplýsti maður er með peruna í lagi OSRAM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.