Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 1986. 37 Sviðsljós Andrew og Sara Nýjustu brúðhjónin - Andrew og Sara hin bresku - eru lögð af stað í brúðkaupsferð á hinu konunglega fari hennar hátignar Elísabetar Bretadrottingar, lystisnekkjunni Britanniu. Þar ætti ekki að væsa um turtildúfurnar næstu dagana því fátt er hægt að upphugsa sem ekki fyrir- finnst á staðnum. Að vísu var þarna sárleg vöntun á tvíbreiðum rúmum að dómi Díönu og Karls ríkisarfa þegar þau tóku sér í brúðkaupsferð far með bátnum og kröfðust þau þess að úr yrði bætt hið snarasta. Beiðnin kom öllum á óvart í höllinni því El- ísabetu og Philip hafði aldrei hugkvæmst að hentugra væri að flat- maga hlið við hlið á sjóferðunum. En úr þessu var snarlega bætt og njóta nú Andrew og Sara góðs af því og hefur starfsliðið staðið í ströngu við að dusta rykið úr sængurfötunum síðustu vikurnar. Förinni er heitið til Azoreyja og Næstelsti sonur Elísabetar bresku - Andrew - er genginn út meö heilmiklu brambolti og nú siglir hann um höfin blá ásamt eiginkonunni, Söru, í lysti- snekkju hennar hátignar. síðan á slóðir sem vandlega er haldið leyndu fyrir heimspressunni því þeim þykir heimilislegra að geta sólað sig án þess að stíga ofan á ljósmyndara- nef og skrifandi fingur í hverju skrefi. Pressan hefur reynt að láta þessar óskir sem vind um eyru þjóta en líklegt er þó að síðari hluti brúð- kaupsferðarinnar gefi færi á meira einkalífi fyrir sjóhersprinsinn og rauðbirknu prinsessuna. Morgunstofan með útsýni á bakborða Britannia er myndarlegt sjófar sem kostar breska skattborgara ekki er hlýleg með þægilegum sófum og nema 360 milljónir í rekstri árlega. púðum. stofan sem er rúmgóð og með opnum arineldi. „Sjáðu mamma, það þurfti ekkert að bora!" Martraðir fólks af hinum ýmsum stéttum eru mjög mismunandi. Leik- arar standa á sviði án þess að hafa hugmynd um hvað í handritinu stendur, hlauparar geta ekki hreyft sig, flugmenn hrapa, bílstjórar finna ekki öktitækið, fararstjórar villast. af leið og svo mætti lengi telja. Hinn súpersæti Kári krókó hlýtur að vera martröð tannlæknisins þrátt fyrir holulausan tanngarð og því betra að taka með sér stærri tækjasettin ef leiðin liggur í Pessac Zoo í Bordeaux í Frakklandi. Ýmislegt er á sig lagt fyrir starfið ef vel á að vera - að minnsta kosti er það þannig hjá lögreglunni í Reykjavík. Meðfylgjandi DV-myndir tók S. af hluta úr vinnudegi lögreglukvennanna Jóhönnu Jóhannsdóttur og Tinnu Gunnarsdóttur þegar æfð var meðferð gúmmíbjörgunarbáta og björgun manns úr sjó. Kalt og blautt en sæmilega framkvæmanlegt - og allir önduðu léttar þegar æfingin var yfirstaðin. Lögreglukonurnar Tinna Gunnars- dóttir og Jóhanna Jóhannsdóttir byrjuðu á því að klæðast blautbún- ingum. Síðan tók sjórinn við - blautur og kaldur. ,, Var þetta ekki allt í lagi, væna ?“ Tinna Gunnarsdóttir eftir volkið og Haraldur Sigurðsson. Öiyginn sagði . . . Farah Fawcett fær að finna til tevatnsins í móðurhlutverkinu. Hún var í verslunarferð í París með litla engilinn sinn, Red- mond, þegar hann henti demantsfestinni hennar - þriggja milljóna króna stykki - fram af hótelsvölunum. Farah æpti upp yfir sig en Ryan O'Neal hentist niður stigana og út á stétt til að endurheimta gripinn og var svo heppinn að fyrirfinna heiðarlegan Parísarbúa þar fyrir sem stóð með festina í höndum og horfði til lofts - beið líklega eftir að eyrna- lokkum í stíl rigndi líka af himnum ofan. Óskiljanleg taugaveiklup í foreldrunum frægu - barnið verður að fá að leika sér... Alana Stewart er aftur farin að tala við Rod karlinn Stewart og þá vegna þess að henni hefur tekist að pressa það inn í höfuðið á stjörnunni að samskiptin við börnin þeirra tvö eigi að vera honum mikils virði. Nú sækir hann afsprengin í leik- skólann þrisvar í viku þegar hann er fyrir vestan og sér um að fæða og koma í rúm- ið á réttum tíma. Hún full- yrðir að um ástarsamband verði ekki að ræða en ein- hver samskipti verði að vera - og þá með vinsamlegu formi-til þess að börnunum líði sem allra best í framtíð- inni. Joan Collins lenti í átökum við kvik- myndaframleiðandann Elliot Kastner á veitingastað í Can- nes. Hún hélt því fram að hann hefði viljandi sett stól í gönguleið þannig að hún missti fótanna - sem og gerðist - og endaði þetta með áflogum milli Elliots og Peters Holm, núverandi herra Collins. Grace Jones, Placido Domingo og Regine stóðu til hliðar og fylgdust furðu lostin með atburðum. Vikuna áður hafði Elliot skvett úr vínglasi í andlit systur Joan - Jackie. Það gerðist á frægum veitinga- stað í Los Angeles og nú segja menn augljóst að framleiðandinn telur sig eiga eitthvað sökótt við systurn- ar. Sannleikurinn um það er væntanlegur í dagsljósið al- veg á næstunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.