Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 1986. 13 DV Neytendux Sjóðið fisk- inn í mysu Ýsa sem soðin er í mysu er miklu betri en sú sem soðin er í vatni. Við sögðum frá matreiðslu á fiski í til- raunaeldhúsi Osta- og smjörsölunnar fyrir skömmu. Nú höfúm við prófað þetta í okkar eigin eldhúsi. Fiskurinn verður miklu fastari í sér og hvítari en sá sem soðinn er í vatni. Og potturinn verður heldur ekki óhreinn. Það er eins og mysan bindi efnin í fiskinum sem hlýtur þá að vera miklu hollari en sá sem soðinn er- í vatni. Mysan er látin í pott og látin bull- sjóða. Þá er fiskbitunum raðað varlega í pottinn og fiskurinn látinn sjóða í 2-^3 mín. Potturinn þá tekinn af hell- unni og látinn bíða í ca 5-10 mín. -A.BJ. Eftir 1 'A klst. steikingu er rétturinn tilbúinn. Deigið er þétt viðkomu og kóteletturnar meyrar. Takið hverja kótelettu upp með skeið, (ærið upp á heitan disk og bætið skammti af kökunni við. Lambakjöt á hvers manns disk Nú, þegar lambakjöt hefúr lækkað, má búast við að þess verði meira neytt næstu daga en áður. Þess vegna er tilvalið að velta aðeins fyrir sér mat- reiðslu lambakjöts, svona rétt til að gefa ykkur frekari hugmyndir. Lambakjöt er, eins og þið eflaust vitið, mest ofnsteikt, steikt á pönnu eða grillað. Kryddjurtir gefa því góðan keim og fara jurtir af varablómaætt, timjan, majoram, oregano og savory sérstaklega vel með lambakjöti. Ró- smarín og dill á einnig vel við bragðm- ikla lambasteik ef jurtimar em notaðar i hófi. Hvort sem lambakjöt er ofnsteikt, steikt eða grillað þá er kjötið upp á sitt besta þegar það er enn rósrautt. Við lengri steikingu verður kjötið þurrara, seigara og miss- ir bragð. Kótelettur í eggjadeigi Kjöt bakað í deigi er matarmikill og drjúgur réttur. Slíkir réttir hafa tvo kosti. Deigið hlifir kjötinu við hitanum svo það þomar ekki. Þegar deigið blæs út sýgur það í sig kjötsafann og verð- ur afar bragðgott. Hér látum við fylgja hugmynd að kótelettum, bökuðum í eggjadeigi: í deigið er hægt að nota hveiti, mjólk, egg og salt. ögn af engiferdufti og pilsner er gott að nota til að deigið verði léttara og bragðmeira. Hrærið deiginu vel saman svo það verði mjúkt og svampkennt þegar það bakast. Ef of mikið er hrært losnar hveitisterkjan úr læðingi og deigið verður seigt og skreppur saman. Þegar deigið er tilbúið er fljótlegt að útbúa réttinn og einfalt að baka hann. Setjið lambakótelettumar (má nota annað kjöt) á smurt ofnfast fat, hellið deiginu yfir og bakið þar til yfir- borðið er gulbrúnt. -Ró.G. Athugasemd frá veitingamanni Vegna kjúklingabitakönnunarinn- ar, sem við birtum hér á síðunni i síðastliðinni viku, vill Bjami Óskars- son, eigandi American Style, koma athugasemd á framfæri. Hann telur að þar sem við viktuðum ekki sams konar bita á öllum stöðum sé könnunin ómarktæk. Neytendasíð- an veit hins vegar að „hinn venjulegi viðskiptavinur" getur yfirleitt ekki beðið um ákveðna kjúklingabita nema í einstaka tilfellum. Þess vegna ákváð- um við að fara þá leið að ganga bara 'inn nf götunni cins og hver annar við- skiptavinur, biðja um tvo bita og athuga síðan hvað við fengjum. Bjami vill ennfremur benda á að hann selur vængina af kjúklingunum á lægra verði en aðra kjúklingabita. -Ró.G. Með Herjólfi á þjóðhátiðina í Eyjum Herjólfsferð er góð ferð Ferðaáætlun: Miðvikudagur 30. júlí frá Vestm. kl. 07.30 Miðvikudagur 30. júli frá Þorlh. kl. 12.30 Miðvikudagur 30. júlí frá Vestm. kl. 17.00 Miðvikudagur 30. júli frá Þorlh.kl.21.00 Fimmtudagur 31. júli frá Vestm. kl. 07.30 Fimmtudagur 31. júlí frá Þorlh. kl. 12.30 Fimmtudagur 31. júlí frá Vestm. kl. 17.00 Fimmtudagur 31. júli frá Þorlh. kl. 21.00 Föstudagur 01. ágúst frá Vestm. kl. 05.00 Föstudagur 01. ágúst frá Þorlh. kl. 10.00 Föstudagur 01. ágúst frá Vestm. kl. 14.00 Föstudagur 01. ágúst frá Þorlh.kl. 18.00 Laugardagur 02. ágúst frá Vestm. kl. 10.00 Laugardagur 02. ágúst frá Þorlh. kl. 14.00 Sunnudagur 03. ágúst frá Vestm. kl. 14.00 Sunnudagur 03. ágúst frá Þorlh.kl. 18.00 Mánudagur 04. ágúst frá Vestm. kl. 07.30 Mánudagur 04. ágúst frá Þorlh.kl. 12.30 Mánudagur 04. ágúst frá Vestm. kl. 17.00 Mánudagur 04. ágúst frá Þorih. kl. 21.00 Þriðjudagur 05. ágúst frá Vestm. kl. 07.30 Þriðjudagur 05. ágúst frá Þorlh. kl. 12.30 Þriðjudagur 05. ágúst frá Vestm. kl. 17.00 Þriðjudagur 05. ágúst frá Þorlh. kl.21.00 Herjólfur hf. áskilur sér rétt á breytingum á áætlun skips ins ef þörf krefur. Farmiðasala og upplýsingar í Reykjavík: I Umferðarmiðstöðinni, sími 22300. Á afgreiðslu Herjólfs v/Köllunarklettsveg, sími 686464. Á Selfossi: Í Árnesti í Ársölum, sími 99-1599. Auk þess um borð í Herjólfi. Herjólfsferð er örugg ferð. HERJÓLFUR h.f. S 1792 & 1433— Vestmannaeyjum —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.