Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Side 46
46 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1986. Dægradvöl Blessuð jólin í búðar- gluggunum Hér er það jólasveinahúfan sem er í aðalhlutverki í gluggaskreytingunni í versluninni Bangsimon við Laugaveginn. DV-mynd Brynjar Gauti Sumir taka jólin snemma en aðrir seint ef svo má segja. Gera má ráð fyrir að í byijun desember séu flestir famir að huga eitthvað að jólunum enda er að mörgu að hyggja. Það þarf að gefa gjafir og flestir fá einhver ný föt svo þeir fari nú ekki i jólaköttinn og svo framvegis. Það er líklega ekki hallað á neinn þó að sagt sé að jólin komi einna fyrst í glugga hinna ýmsu verslana. Til dæmis má nefha að jóla- sveinamir í Rammagerðinni komu í gluggann sinn 30. október sl. en flestir miða við fyrsta dag desembermánaðar þegar þeir skreyta glugga sína. Það má líka segja að jólskreytingamar í búðargluggunum setji sannkallaðan jólasvip á bæinn og þess vegna skellt- um við okkur í bæinn um miðja síðustu viku til að skoða dýrðina. Jólasveinarnir vinsælir Það kenndi svo sannarlega ýmissa grasa í gluggum verslananna. Jóla- skreytingar vom reyndar ekki komnar í þá alla en í allflestum mátti sjá eitt- hvað sem minnti á hátíðina. Jólasvein- ar af ýmsum stærðúm og gerðum eru að sjálfsögðu vinsælir á þessum árs- tíma enda em jólin alveg að koma. Þessir jólasveinar eru í léttum leik á fjómm bíldekkjum. Þessi útstilling er I versluninni K. Einarsson og Bjömsson. Vegfarendum er óskað gleðilegra jóla í gluggum verslunarinnar Karnabæjar. Eins og við vitum em jólasveinar til alls visir og í einum glugganum var búið að skreyta sveininn með eyma- lokkum, hálsfestum og fleiri skartgrip- um, auk þess sem hann hafði ýlu í munni sér. Aðrir hressir jólasveinar vom í léttum leik á bfldekkjum í einum glugganum og enn aðrir veltust um innan um skó af ýmsum stærðum og gerðum. Svona mætti lengi telja enda fjöldi verslana við Laugaveginn tölu- verður. En það em ekki bara jólasveinar í gluggunum, jólatréð er líka fastur lið- ur á jólunum og það gleymist ekki í gluggaskreytingunum. Það má jafnvel sjá lifandi jólatré í sumum gluggum með pökkum allt í kring. Brynja Pét- ursdóttir, sem er lærð gluggaskreyt- ingakona, notar jólatré sem hún klippir úr hvítu filti í skreytingu sína í glugga Máls og menningar. Jólakött- urinn illræmdi sést ekki í mörgum gluggum, enda kannski ekki viðeig- andi. I einni verslun í Austurstrætinu er samt köttur í glugganum en hann er reyndar hvítur og góðlegur, and- stætt hinum svarta jólaketti. Þetta var í Gleraugnadeildinni í Austurstræti og bmgðum við okkur þar inn og spurðum Sigrúnu Sigurðardóttur verslunarstjóra að því hvers vegna hvíti kötturinn væri notaður í jóla- skreytinguna í búðinni. „Þetta er jólakötturinn okkar og hann hefur lík- lega verið hér í ein tíu ár. Hann er því fastur liður í skreytingunni og þó glugginn breytist að sjálfeögðu frá ári til árs er kötturinn alltaf með.“ Mikil vinna við skreytingarnar En áfram með skrautið. Jólastjömur af ýmsum stærðum og gerðum, jóla- kúlur og margvíslegt jólaskraut prýddi glugga bæjarins og má með sanni segja að það var margt skemmtilegt sem fyrir augu bar og greinilegt að gluggaskreytingafólkið hafði lagt töluverða vinnu í suma gluggana. Það kom fram hjá nokkrum þeirra sem við ræddum við að vinna við gluggaútstillingu gæti tekið töluverð- an tíma og fer það vitanlega eftir stærð glugganna og umfangi skreytinganna. Til dæmis má nefna gluggann í Sport- vali við Hlemm sem Maríanna Frið- riksdóttir afgreiðslustúlka skreytti en þar setti hún upp heila baðstofu þar sem afi og amma sitja umkringd bamabömunum, jólasveinum og nátt- úrlega pökkum. Maríanna sagðist hafa byijað að hugsa um skreytinguna upp úr miðjum nóvember og það gæti tekið sinn tíma að finna alla þá hluti sem hún vildi nota í skreytinguna. Ásgerður Höskuldsdóttir innanhúss- hönnuður tók í sama streng og sagðist t.d. byrja að hugleiða sum verkefni sín strax í lok október. Hún er með píanó í einum glugga Vogue við Skólavörðu- stíg og sagði hún að það hefði verið Jólasveinum er greinilega margt til lista lagt og í gluggum verslunarinnar Rimu hefur Þuríður Bergmann leyft þeim að leika sér innan um skó, hálm og viðarbjálka. mikil vinna að finna það og koma þvi fyrir eins og hún vildi hafa það í út- stillingunni. „Ekki mikið af góðum gluggum í bænum“ „Það getur tekið langan tíma að undirbúa skreytingu í einn glugga, til dæmis glugga Vogue sem ég byijaði að hugleiða í lok október. Það tekur sinn tíma að útvega ýmsa hluti, eins og t.d. píanóið sem ég setti í gluggann í Vogue,“ sagði Ásgerður Höskulds- dóttir innanhússhönnuður sem á heiðurinn af jólaskreytingum allnokk- urra verslunarglugga í höfuðborginni og nágrenni, auk þess sem hún hefur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.