Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Page 22
22
MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987.
íþróttir
Lineker og Hughes
á skotskónum
- skoruðu sitt markið hvor í
stórsigri Barcelona
Þórður
dreifir
lopapeysum
SleSn Kristjánssan, DV, Rcetodc
Baltic Cup keppnin í handknatt-
leik getur aldrei farið fram á
íslandi af þeirri einföldu ástæðu
að ísland er ekki Eystrasaltsþjóð.
ísland er þó fyrsta varaþjóð ef
engin hinna þjóðanna getur haldið
keppnina. Það er að miklu leyti
að þakka Þórði Sigurðssyni, gjald-
kera HSl, að fsland fékk að vera
með í keppninni i ár. Ástæðan er
án efa mikil vinátta sem er á milli
forráðamanna austur-þýskra og
íslenskra handknattleiksmanna.
Til gamans má geta þess að
Þórður Sigurðsson mætti hingað
með þrjár lopapeysur sem eigin-
kona hans prjónaði handa Paul
Tiedemann, þjálfara Austur-
Þýskalands, lækni liðsins og
bamabami hans.
-JKS
Stórmót í Osló
Mikið stórmót í knattspymu
verður í Osló dagana 19. til 26.
júh'. Þama munu mæta til leiks lið
frá fförum löndum auk heima-
manna. FC Köln, PSV Eindhoven,
Celtic, Nottingham Forest, Lil-
leström, Mjöndalen og Tromsö
munu keppa á þessu móti sem
norska knattspymusambandið
stendur fyrir.
-SMJ
Barcelona lék um helgina gegn At-
hletic Bilbao og sóttu Baskamir vart
gull í greipar þeirra Börsunga. Heima-
menn sigmðu auðveldlega með fjómm
mörkum gegn einu. Bresku leikmenn-
imir, þeir Gaiy Lineker og Mark
Hughes, fóru báðir á kostum og skor-
uðu hvor sitt markið. Carrasco og
Femandez vom einnig á skotskónum
og skomðu þeir einnig sitt markið
hvor. Iturbi náði hins vegar að svara
fyrir gestina.
Barcelona er nú eitt í efsta sæti
fyrstu deildarinnar á Spáni með 35
Það er hægt að leika sér með
margt í heimi tölfræðinnar. Nýlega
gerðu danskir blaðamenn könnun á
því hvað danskir leikmenn væm
mikils virði. Við svona mat verður
að taka margt til greina svo sem
aldur, getu og hæfileika.
Það kemur líklega faum á óvart
að Michael Laudrup hjá Juventus
skuli vera verðmætastur þeirra
Dana en hann er metinn á 85 millj-
ónir kr. Preben Elkjær Larsen, sem
stig.
Á hæla Barcelona kemur Real
Madrid með 33 stig en þeir sigmðu
„Víkingsbanana", Real Sociedad, með
tveimur mörkum gegn engu á útivelli.
Mörkin skomðu þeir Gordillo og Gal-
lego.
I þriðja sæti á Spáni er síðan Espan-
ol með 30 stig, en Espanol tapaði um
helgina á útivelli, 0-2, gegn Real Bet-
is. Betis klífur nú upp stigatöfluna og
er liðið um þessar mundir í sjötta sæti.
-JÖG
einnig er á Italíu, er metinn á 60
milljónir. Þess má geta að dýrasti
leikmaður heims, Diego Armando
Maradona, er metinn á 415 milljónir.
Næstdýrasti leikmaður Dana er
félagi Amórs Guðjohnsens hjá And-
erlecht, Henrik Andersen. Andersen,
sem er aðeins 21 árs, er geysilega
efiiilegur og er hann metinn á 72
milljónir. Dýrasti leikmaður Belgíu,
Enzo Seifo, er hins vegar metinn á
210 milljónir. -SMJ
Michael Laudrup
er dýrastur Dana
SHAMTU
HÁR
LAGNINGAR
FROÐA
Hentar vel öllum geröum hár-
greiðslu, ekki síst nýjustu
straumunum í faginu.
Heldur lögun hársins lengi án
þess að það missi ferskleikann.
Fáanlegt í ýmsum gerðum fyrir
hvers kyns hár.
LAUGAVEGI 25
SÍMAR: 27770 OG 27740
ALTERNAT0RAR
STARTARAR
NÝIR OG VERKSMIÐJUENDURBYGGÐIR í
Chevrolet Nova, Blaser, Malibu, Oldsmobile dísil
Ford Bronco, Fairmont, Maveric, Dodge
Dart, Aspen, Ramcharger, Wagooner, Cherokee,
Flornet, AMC, Toyota, Datsun, Mazda, Mitsub-
ishi, Lada, Fiat, Land Rover, M. Benzo.fl. o.fl.
Einnig tilheyrandi varahlutir.
Mjög hagstætt verð. Póstsendum.
BILARAF HF. Borgartúni19.Sími24700.
Loksins sigraði
Wasmeier í bruni
• Lineker og Hughes voru á skotskónum um helgina.
- Gaspos sigraði í stórsvigi
Svisslendingurinn Joel Gaspos sigr-
aði í stórsvigi karla í Wengen í Sviss
nú um helgina. Það voru aðeins sautj-
án skíðamenn sem luku keppni en
færi var gríðarlega þungt og aðstæður
erfiðar, bæði í svigi og bruni. Eftir
keppnina sagði Gaspos að hann hefði
aldrei átt von á sigri, fyrir mótið taldi
hann sig hvorki hafa snerpu né tækni
til að leggja heimsþekkta keppinauta
sína að velli en annað kom á daginn.
Þessir skíðamenn náðu bestum ár-
angri í sviginu:
1. Joel Gaspos (Sviss) 1:36.86
2. Dietmar Koehlbichkler (Austurríki)
1:37.40 'i
3. Bojan Krizaj (Júgóslavíu) 1:37.44
Þess má geta að gamla skíðakempan
Ingemar Stenmark varð 5. með tímann
1:37.72
Wasmeier sigraði í bruni
Vestur-Þjóðverjinn Markus Was-
meier sigraði í brunkeppninni í
Wingen. Þetta er fyrsti sigur hans í
bruni í heimsbikarkeppninni til þessa.
Þessir brunmenn fóru hlíðamar í
Wingen á skemmstum tíma:
1. Markus Wasmeier (V-Þýskalandi)
2:29.62
2. Karl Alpiger (Sviss) 2:30.71
3. Franz Heinzer (Sviss) 2:31.17
-JÖG
Markus Wasmeier sigraði i bruni um helgina.
Enn sigrar Walliser
Svissneska skíðakonan Maria
Walliser sigraði í stórsvigi í Bisc-
hofswiesen í gær með miklum yfir-
burðum. Athygli hefur vakið að
gengi hennar hefur verið rysjótt í
vetur í þeirri grein skíðaíþrótta sem
telst sérgrein hennar, það ku vera
brunið.
Þessi sigur er sá 13. sem Walliser
vinnur í heimsbikamum. Hún er nú
efet kvenna í keppninni um þann
eftirsótta bikar. Tími efstu kvenna í
Bischofswiesen var sem hér segir:
1. Maria Walliser (Sviss)..2:19.24
2. Vreni Schneider (Sviss).2:21.40
3. Brigitte Oertli (Sviss).2:21.44
Staða efstu kvenna í heimsbikar-
keppninni er nú sem hér segir:
1. Walliser...............229 stig.
2. Schneider..............201 stig.
3. Oertli..................170stig.
4. Hess....................128 stig.
5.Svet....................126 stig.
-JÖG