Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987. Fréttir Bankaráösformaður, Ámi Gestsson, flytur skýrslu á aðalfundi Verzlunarbankans. DV-mynd S Besta árið hjá Verzlunarbankanum - hagnaðurinn í fyrra varð um 20 milljónir króna „Þetta varð besta árið í sögu bank- ans og rekstrarhagnaðurinn varð um 20 milljónir króna,“ sagði Ámi Gests- son stórkaupmaður, formaður bankar- áðs Verzlunarbanka íslands hf., eftir aðalfund á laugardaginn. „Þessi hagnaður er um 2,6% af rekstrartekjum bankans sem urðu um 780 milljónir króna. Innlánaaukning hjá okkur varð um 46% sem er vem- lega umfram meðaltalsaukninguna á árinu. Aðalfundurinn ákvað að greiddur yrði 7% arður af hlutafé í bankanum og það er hærra en áður hefur þekkst. Það var ákveðið að gefa út 30 millj- óna króna jöfnunarhlutabréf og þegar allt hlutafé verður innborgað 1. júlí í sumar verður heildarhlutafé bankans komið í 258 milljónir króna.“ Tveir af fimm bankaráðsmönnum áttu að ganga úr því en vom endur- kjömir, þeir Leifur isleifsson kaup- maður og Guðmundur H. Garðarsson viðskiptafræðingur. Aðrir í bankaráð- inu em Gísli V. Einarsson stórkaup- maður, Þorvaldur Guðmundsson forstjóri og svo Ámi Gestsson. -HERB Rúta og fólksbíll í hörðum árekstri Rúta og fólksbíll lentu saman í hörðum árekstri á Reykjanesbraut- inni, skammt frá Vogaafleggjaran- um, í gærmorgun með þeim afleiðingum að tvennt var flutt á sjúkrahús en meiðsli þeirra vom ekki talin alvarleg. Að sögn lögreglunnar í Keflavík er talið að rútan hafi verið í fra- múrakstri er óhappið átti sér stað og ökumaður hennar ekki séð fólks- bílinn sem kom úr gagnstæðri átt fyrr en of seint. Við áreksturinn kastaðist fólksbíllinn út af veginum og valt. Enginn farþegi var með rút- unni. -FRI Eignir Lands- virkjunar yfir 35 milljarðar - reksturinn í jámum á síðasta ári Um áramót vom eignir Lands- virkjunar metnar á 35,5 milljarða króna. Að frádregnum skuldum var eigið fé fyrirtækisins 12,2 milljarðar eða 34,4% af heildareigninni. Rekstur- inn á siðasta ári endaði réttu megin við strikið og varð afgangur 7,9 millj- ónir króna. Greiðslujöfnuður var hins vegar neikvæður um rúmar 100 millj- ónir króna. Rekstrartekjumar losuðu þrjá millj- arða króna. Þar af kom tæplega 2,1 milljarður frá almenningsveitunum og 930 milljónir frá stóriðjufyrirtækjum. Rafmagnsverð lækkaði á árinu að raungildi, um 16,3% til almenning- sveitna, um 20,7% til álversins og Áburðarverksmiðju ríkisins og um 10,6% til Islenska jámblendifélagsins. Áætlanir fyrir þetta ár vom gerðar á grundvelli spár um 7,5% hækkun verðlags frá upphafi til loka ársins. Þá var reiknað með tæplega 3,4 millj- arða heildartekjum á árinu, 395 millj- óna króna rekstrarafgangi en 117 milljóna króna neikvæðum greiðslu- jöfnuði. I áætluninni em 580 milljónir króna til framkvæmda á þessu ári, langmest til framkvæmda við Blönduvirkjun eða tæplega 509 milljónir. Reiknað er með að virkjunin verði tekin í notkun 1991. -HERB Söngleikurinn Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson er nálægt því að slá öll fyrri aðsóknarmet hjá Leik- félagi Reykjavíkur. Verkið var frum- sýnt í Iðnó í október 1985 og hafa 40 •þúsund manns séð sýningamar sem orðnar em 200. „Við höfum nú áður verið með sýn- ingar sem farið hafa yfir 200-sýninga markið. Fló á skinni var sýnd í 256 skipti og bæði Hart í bak eftir Jökul Jakobsson og Saumastofan eftir Kjart- an Ragnarsson vom sýnd oftar en 200 sinnum," sagði Stefán Baldursson leikhússtjóri í samtali við DV. Þrátt fyrir að Land míns föður sé dýrt í uppfærslu hefur það skilað ágóða í kassa Leikfélagsins. Er sýn- ingum lýkur nú innan skamms er ráðgert að þiggja boð um að fara með sýninguna á leiklistarhátíð í Svíþjóð í vor. Verður það án efa stærsta leik- för sem farin hefúr verið með íslenskt takendur í Landi míns föður em ekki leikrit út fyrirr landsteinana því þátt- færri en 40. -EIR Stefán Baldursson ræðir við gesti i hófi er haldið var eftir 200. sýningu á Landi míns föður á laugardagskvöldið. Land míns föður í Iðnó: 40 þúsund manns á 200 sýningum í dag mælir Dagfari Tíu IHIir negrastrákar Fræg er bamagælan um tíu litla negrastráka sem smám saman týndu tölunni en komu svo allir í leitimar í lokin af því að þeir vom svo góðir strákar. Hún kemur upp í hugann þessi þula þegar fylgst er með Út- vegsbankamálinu og nýjustu at- burðum í því. Dagfari hefur ekki talið saman alla negrastrákana sem þar koma við sögu en nokkra má nefna að gefhu tilefni. Fyrst skal þar frægan telja Albert Guðmundsson sem var lengi vel tal- inn verstur þeirra allra sem nálægt þessu hneykslismáli hafa komið. Hann var bæði formaður í Útvegs- bankanum og Hafskipi og átti að hafa haldið í alla tauma. Ráðherra- ferill hans endaði með ósköpum af því að honum hafði orðið það á að taka við tékka frá Hafskipi sem hann átti alls ekki heldur heildverslunin sem hann á og honum kemur ekki við nema þegar hann tekur við tékk- um. Flokkurinn ákvað að reka Albert út af þessum tékka. En Al- bert kom aftur og stofhaði flokk og er nú einn alvinsælasti stjómmála- maður þjóðarinnar fyrir það að hafa tekið við tékkanum. Hafskips- og Útvegsbankamálið hefur þannig orðið honum til pólitísks framhalds- lífs svo um munar. Enda datt engum í hug að kæra hann. Þá er að geta um þá forstjórana Ragnar og Björgólf. Björgólfur hefur að vísu ekki verið til viðtals að und- anfömu en fyrir hans hönd og sína hefur Ragnar Kjartansson haft veg og vanda af útskýringum á því hver þeirra hlutur er í málinu. Ekki var fyrr búið að kæra Ragnar og þá fé- laga fyrir fjárdrátt og blekkingar en fjölmiðlar fengu sakborninginn til yfirheyrslu og þá kemur í ljós að Ragnar er hinn vandaðasti maður. Allir peningamir, sem hann á að hafa dregið sér, vom hans eigin pen- ingar en ekki peningar Hafskips og ekki peningar Útvegsbankans. Raunar finnur Ragnar það út að skúrkurinn í málinu sé Hallvarður Einvarðsson, sem hefur af ill- mennsku sinni komið þessum málaferlum af stað. Niðurstaða Ragnars er sú í vitnaleiðslum fjöl- miðlanna að Hafskip skuldi sér en ekki hann Hafskipi. Verður ekki betur séð en að málflutningur fyrir dómstólum sé óþarfur eftir þessi ským svör forstjórans. Hallvarður ríkissaksóknari var áður rannsóknarlögreglustjóri. Hann rannsakaði málið en hefur nú sem ríkissaksóknari rannsakað rannsókn ríkisrannsóknarlögregl- unnar og kemst að þeirri niðurstöðu að höfða skuli mál á hendur þeim sem hann rannsakaði. Þá em eftir negrastrákamir í Út- vegsbankanum. Saksóknari höfðar mál á hendur þrem bankastjórum og einum aðstoðarbankastjóra. Fyrir hvað vita þeir ekki sjálfir en ákváðu engu að síður að segja af sér vegna ákærunnar. Bankaráðið tók afsögn- ina fyrir og hafnaði henni. Negra- strákarnir þeirra máttu alls ekki hætta og af því að bankastjórarnir em góðir negrastrákar og vita ekki upp á sig neina sök hafa þeir ákveð- ið að verða við ósk bankaráðsins og sitja fram að mánaðamótum. Þá ætla þeir aftur að hætta því þá tekur nýtt bankaráð við sem vonandi end- urræður bankastjórana sem vilja hætta án þess að vilja það. Þeir einu sem virðast ætla að verða fyrir barðinu á þessu Hafskipsmáli em þeir sem hvergi komu þar nærri. Steingrímur fellur í Reykjanesinu, Jón Baldvin í Reykjavík og slatti af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fellur út af þingi vegna framboðs Borgaraflokksins. Bankaráðið, sem stjórnaði bankanum löngu eftir að ósköpin gengu yfir, verður að hætta um næstu mánaðamót. Mistök allra þessara manna vom þau að vera ekki bendlaðir við málið nógu fljótt. Annars hefðu þeir sloppið. Þeim láð- ist sem sagt að vera með í hópi tíu lítilla negrastráka sem bamaþulan er samin um. Svona geta örlögin verið kald- hæðnisleg. Gjaldþrotið hjá Hafskip lendir verst á þeim sem gagnrýndu það mest. Fall Utvegsbankans bitnar á þeim sem síst skyldi. Enda má öll- um ljóst vera að gjaldþrotið var ekki þeim að kenna sem fyrir því stóðu heldur hinum sem fóm að hafa af- skipti af því eftir á. Sem kennir mönnum að skipta sér ekki af því sem þeim kemur ekki við. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.