Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987.
47
Steingrimur J. Sigfússon.
Komnir á
kerlinguna
Dorgveiðikeppnin á Mý-
vatni um síðustu helgi var hin
fjörugasta. Þingmennirnir
Björn Dagbjartsson, Stein-
grímur J. Sigfússon og
Guðjnundur Bjarnason fóru
allir heim með öngulinn í rass-
inum, að sögn Mývetninga.
Þetta er orðatiltæki í dorg-
veiði og merkir að fá engan
fisk.
Þegar menn hafa veitt fimm
fiska eru þeir komnir á kerl-
inguna og þeir eru komnir í
kútinn (brennivínskútinn) fái
þeir tíu fiska.
Þeir kunna að nefna hlut-
ina, Mývetningar.
Borgara-
flokkurinn
fékktvo
Áfram um dorgveiðikeppn-
ina. Þingmennimirfengu
skyndilega óvæntan keppi-
naut. Það var engin önnur en
Erna Héðinsdóttir, 11 ára
stúlka, sem veiddi tvær vænar
bleikjur á meðan þingmenn-
imir fengu ekkert.
Erna er dóttir Héðins Sverr-
issonar á Geiteyjarströnd, sem
skipar eitt efsta sætið á lista
Borgaraflokksins í kjördæm-
inu. Það skyldi þó aldrei vera
að Borgaramir fengju tvo
þingmenn fyrir norðan.
Ástandá
Sigló
Fangaklefunum á Siglufirði
var lokað sl. haust af heil-
brigðisástæðum. Enn em
engir fangaklefar í bænum.
Ástandið er óþolandi enda
sagði fógetinn á Sigló í blaða-
viðtali nýlega: „Við höfum
þurft að kalla út aukavaktir
til þess að sitja yfir mönnum
sem með réttu ættu að vera í
geymslu þar sem ekki er til
neitt pláss.“
Mér sýnist þetta vera orðið
óþolandi ástand fyrir fangana.
Framboðs-
kynningar
Framboðskynningar hafa
verið í sjónvarpinu að undan-
förnu. Áberandi er hve
frambjóðendur eru í fínum og
dýmm fötum. Þetta á sérstak-
lega við um Sjálfstæðisfiokk-
inn, Ólaf Ragnar og fleiri
allaballa. Þetta er allt saman
orðið hálfgerð tískusýning.
Einum Akureyringi varð á
orði eftir framboðskynning-
amar í síðustu viku að þessir
flokkar hefðu greinilega „ein-
faldan smekk“ í vali á fram-
bjóðendum.
Ársfundur
nautgripa-
ræktar
Risaauglýsing var í Degi á
föstudaginn með yfirskriftinni
„Ársfundur nautgriparæktar-
innar í Eyjafirði."
Þetta er í fyrsta skiptið sem
maður heyrir að ræktun komi
saman og haldi fund. Ætli lík-
amsræktin og blómaræktin
verði ekki næst með fundi og
miðað við svona orðalag hlýt-
ur nautgriparæktin að borða
fisk á ársfundum.
Árni Gunnarsson.
Klósett-
brandarar
Klósettbrandarar voru í há-
vegum hafðir á framboðsfundi
flokkanna á Þórshöfn í sl.
viku. Fram kom fyrirspum um
það hvort þeir Árni Gunnars-
son og Halldór Blöndal hefðu
staðið í stjórnarmyndunarvið-
ræðum á klósettinu. En eins
og menn muna frá í vetur kvað
Halldór Áma hafa minnst á
stjómarsamstarf við sig. Ámi
svaraði því til að framvegis
ræddi hann ekki um annað við
Halldór Blöndal en veðrið og
færðina.
Halldór svaraði á fundinum
á Þórshöfn og sagði að þó svo
að þeir hefðu hist á klósettinu
og rætt um stjómarsamstarf
myndi hann að sjálfsögðu
ekkert segja um það. Mikið
varhlegið.
Halldór Blöndal.
Sandkom
Meira um
klósettmál
Steingrímur J. varpaði
skömmu síðar fram þeirri hug-
mynd á ofanræddum Þórs-
hafnarfundi að Guðmundur
Bjama væri kominn í spilið
og næst yrðu þeir þrír á kló-
settinu á Akureyri.
Árni Gunnarsson kom upp
á eftir Steingrími og sagði á
leiðinni í púltið að hann mælt-
ist til þess að Steingrímur J.
færi á kvennaklósettið næst.
Jón Ólafsson
og Steingrím-
ur bítill
Það vekur athygli á Akur-
eyri að Jón útvarpsmaður
Ólafsson er að koma frá Hol-
landi til að taka þátt í kosn-
ingaslagnum fyrir Framsókn.
Og ofan á allt er Steingrímur
Hermannsson orðinn bítill.
Nú kemur síði tóppurinn hjá
Steingrími sér örugglega vel
en honum hefur áður verið
sveiflað.
Lántökuskál
Hitaveitan á Akureyri fékk
sl. mánudag 32 milljóna doll-
ara lán eða rúmlega 1200
milljónir íslenskra króna. það
hefur vakið athygli fyrir norð-
an að bæjarstjómin og allir
helstu fyrirmenn bæj arins
skáluðu fyrir láninu með
miklum stæl. Og út var farið
að éta með bankanum sem
lánaði.
Einnig heyrist að skipst hafi
verið á gjöfum.
Hverju var eiginlega verið
að fagna? hafa margir Akur-
eyringar spurt sig.
Umsjón:
Jón G. Hauksson
GEFÐU GÓÐA
GJÚF
FRÁ SEGLAGERÐINNI ÆGI
3 manna tjald.
Súluhæð 150 cm.
Breidd 150 cm.
Lengd 275 cm.
Verð kr. 6.995,-
10 gerðir
Verð frá kr. 2.300,
mllAUSAR STÖÐUR HJÁ
'V\ REYKJAVÍKURBORG
RÁÐSK0NA - SUNIARSTARF 1987
I Árbæjarsafni er staða ráðskonu við Dillonshús laus
til umsóknar. Hlutverk ráðskonu er að annast dagleg-
an rekstur kaffisölunnar í Dillonshúsi á opnunartíma
safnsins.
Laun skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Reykja-
víkurborgar.
Umsóknarfrestur er til 27. apríl 1987.
Nánari upplýsingar um starfið veitir borgarminjavörður
í síma 84412.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum
eyðublöðum sem þar fást.
^.^SrogÞuxrkunaaOetokr. -
- ^ ^AIfcrWTfYll'. ____
a^og.eee-
ÍilQiaDiSillillIili
Klöpp - Sími 20370
SiBOiSOiSSilSlliiii
V/Umferðarmiðstöðina - Sími 13380
Höfðabón
Höfðatúni 4 - Sími 27772
COSMOLUX S
COSMOLUX S
sólaríum peruna einu sinni
þá skilur þú hvers vegna
þúsundir sóldýrkenda um allan heim
SJÁ EKKI SÓLINA FYRIR
COSMOLUXS
COSMOLUX® S Er ný hátækniþróuð pera sem eykur vellíðan, auk þess sem hún gefur fallegri lit, Á STYTTRI TÍMA
COSMOLUX LAMPARNIR ERU AÐ SJÁLFSÖGÐU VIÐURKENNDIR AF HEILBRIGÐISYFIRVÖLDUM.
HÖFUM EINNIG Á BOÐSTÓLUM COSMOLUX-R, COSMOLUX-RA OG COSMOLUX-RS SÓLARÍUM SPEGLAPERUR. PÁLL STEFÁNSSON Umboðs- & Heildverslun Blfkahólum 12.111 Reykjavík, siml (91)72530