Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 36
52 MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987. LAUSAR STÖÐURKJÁ REYKJAVÍKURBORG Hitaveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða rafeindaverk- fræðing eða tæknifræðing til starfa við stjórnkerfi og rafeindabúnað veitunnar. Upplýsingar um starfið veitir Árni Gunnarsson í síma 82400. Umsóknarfrestur er til 1. maí. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Smáauglýsmgadeild verður opin um páskana sem hér segir: Miðvikudaginn 15. apríl frá kl. 9-18. Skírdagurtil páskadags LOKAÐ. Mánudagur 20. apríl (2. í páskum) kl. 18-22. Auglýsingin birtist þá í fyrsta blaði eftir páska - þriðjudaginn 21. apríl. Ánægfulega páskahelgi SMÁ -auglýsingadeild\ Þverholti 11 - Sími91-27022. I\IÝ HÖRKUGÓÐ MYIMDBÖND INNRÁSIN FRÁ MARS Kvöld eitt vaknar David litli við mikinn hávaða og um leió sér hann ægistert Ijóssvífatil jarðar. Hann lætur foreldra sína vita. Þau komast að leyndar- dómnum mikla og berjast hetjulegri baráttu við kynjaverurfrá öðrum hnetti. FJÓRIR Á FULLU Þeirfélagarnir Rikki, Stan, Arney og Jason ráða sig til sumarstarfa á hóteli í Mexíkó. Líðurekki á löngu þartil þeir félagar eru komnir í góð „sam- bönd" að undanskildum Stan sem lætur þó ekki deigan síga og stendur að lokum með pálmann í höndunum. Verða til afgreiðslu mánudaginn 13. apríl. DREIFING HÁSKÓLABÍÓ Sími 61 1212 „Oft var þórf en nú er nauðsyn“ Slíkar setningar koma ósjálfrátt í hugann þegar kosningar nálgast og velja skal þá sem eiga að stjóma landinu næstu fjögur árin. Þegar afrekaskrá ríkisstjómar íhalds og Framsóknar er skoðuð fer ekki hjá því að maður sannfærist um að „oft var þörf en nú er nauðsyn", nauðsyn á að gera róttækar breytingar, nauð- syn á að veita stjómarflokkunum ærlega ráðningu. Hvers vegna? Því er auðvelt að svara. Stefna rík- isstjómarinnar hefur í meginatrið- um snúist um að efla þann sterka á kostnað þess veika. „Litli maður- inn“ í þjóðfélaginu hefur ekki átt sér málsvara innan þessarar stjómar þrátt fyrir vin sinn, Albert Guð- mundsson. Það er engin tilviljun að talað er um að i landinu búi tvær þjóðir, þjóðir sem búa við eins ólík skilyrði og hugsast getur. Annars vegar er það taxtaþjóðin hins vegar þeir sem njóta þess frels- is sem hið óhefta markaðsþjóðfélag frjálshyggjunnar býður upp á. Lífs- kjör í landinu hafa sennilega aldrei verið eins misjöfn og í tíð þessarar ríkisstjómar. Launamunur hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Það er í raun sama hvert við lítum, alls staðar blasir misréttið við, í launamálum, skólamálum, dagvist- armálum, málefnum aldraðra, málefhum fatlaðra o.s.frv. Það hlýtur því að vera lífshags- munamál þjóðarinnar að koma í veg fyrir að stjómarflokkamir (Borgara- flokkurinn meðtalinn) nái meiri- hluta, á Alþingi. Það er nauðsyn ef við viljum koma í veg fyrir að frjáls- hyggjan verði allsráðandi í þjóð- félaginu. Við viljum koma í veg fyrir að skólakerfið verði boðið út og afhent hæstbjóðanda þannig að menntun verði forréttindi þeirra efnameiri, við viljum koma í veg fyrir að bama- heimilin verði seld eins og tillögur komu fram um á nýafstöðnum lands- fundi Sjálfstæðisflokksins, við vilj- um koma í veg fyrir að læknisþjón- ustan verði boðin út og þeir sem á henni þurfa að halda greiði fullt verð fyrir. Og við óttumst að þess verði ekki langt að bíða að þeim íhaldsmönnum detti í hug að bjóða löggæsluna út og selja dómskerfið. Þetta allt þurfum við að koma í veg fyrir. Við viljum búa í þjóðfélagi sem byggir á jafhrétti og félagshyggju í stað misréttis og sérhyggju. Góðærið Á síðasta ári var bullandi góðæri í landinu en hverjir hafa notið góðs af því? Skyldu launþegar á Suður- landi hafa orðið þess varir, eða sunnlenskir bændur? Ég held ekki. Launakönnun Kjararannsóknar- nefndar, sem gerð var á sl. vori, staðfesti það sem raunar hefur verið vitað lengi, að launakjör, þ.e. raun- veruleg greidd laun, á Suðurlandi em þau lægstu á landinu öllu. Svo koma þeir Þorsteinn og Jón ásamt sínum dyggu fylgisveinum og telja upp „afrekin". Þeir segja okkur frá hversu vel þeim hafi tekist að ná verðbólgunni niður, hversu myndarlega þeir hafi tekið á hús- næðismálunum, hverju þeir hafi komið til leiðar í skattamálum o.s. frv. Halda þessir góðu menn að fólk í kjördæminu þeirra sé verr upplýst en annað fólk, halda þeir virkilega að við vitum ekki að það var verka- lýðshreyfingin sem krafðist aðgerða í þessum málaflokkum og stillti rík- isstjóminni upp við vegg? Landbúnaðarráðherra hefur hrós- að sér mjög af frammistöðunni í landbúnaðarmálum og það er von. Ekki virðast þeir hjá Stéttarsam- bandi bænda sama sinnis ef marka má „Hugmyndaskrá" sem nýlega var send öllum bændum. KjaUarinn Hansína Á. Stefánsdóttir starfsmaður Verslunarmanna- félags Árnessýslu kafinn við að gera kosningasamn- inga. Nú er ekki þörf aðhalds hjá því opinbera þrátt fyrir gífurlegan fjár- lagahalla, það eru að koma kosning- ar og Þorstein vantar tilfinnanlega atkvæði. En eins og einhvers staðar stend- ur, það kemur dagur eftir þennan dag og hvað þá? Hver á að borga kosningavíxil Þorsteins? Eða trúir því nokkur að Þorsteinn Pálsson ætli stóreignamönnum eða fyrir- tækjunum, sem nú búa við verulegar ívilnanir í skattamálum, að borga? Nei, það er ekki ætlun Þorsteins, fái hann hins vegar einhverju ráðið eft- ir kosningar munu launþegar sjálfir fá að borga brúsann. Það er alveg ljóst að fólk á hinum almenna vinnumarkaði sættir sig ekki við annað en að fá sambærileg- ar launahækkanir og opinberir „Það er í raun sama hvert við lítum, alls staðar blasir misréttið við, í launamálum, skólamálum, dagvistarmálum, málefnum aldraðra, málefnum fatlaðra o.s.frv.“ Það verður gaman að aka um sunnlenskar sveitir þegar „diskó“- músíkin dunar úr hverri hlöðu'og hveiju fjósi og horfa, í stað búsmala á beit, á bænduma og fjölskyldur þeirra á fjórum fótum um öll tún við ánamaðkatínslu. Og ánamaðka handa hverjum? Jú, handa heildsöl- um og öðrum þeim sem hafa efni á að kaupa dýr laxveiðileyfi. í stjómartíð þessarar ríkisstjómar hafa launþegar orðið að færa gífur- legar fómir. Fyrsta verk hennar var eins og kunnugt er að lækka laun um fjórðung. Þessu hefur verkalýðs- hreyfingin verið að reyna að ná upp starfsmenn hafa nú fengið. Og vissu- lega væri það ánægjulegt ef þessir samningar ganga í gegn án þess að verðbólguhjólið fari að snúast en það er með mig eins og fleiri að ég óttast verðbólgu í kjölfar þeirra. Ég á bágt með að trúa öðm en að fólk sjái í gegnum þennan loddara- leik formanns Sjálfstæðisflokksins, einkum þegar litið er til þess að þess- ir samningar hafa haft langan aðdraganda. Mér finnst ótrúlegt að „góðmennska" hans eigi sér djúpar rætur ef tillit er tekið til fyrri reynslu. Mér finnst a.m.k. ansi billegt af „Haida þessir góðu menn að fólk i kjördæminu þeirra sé verr upplýst en annað fólk, halda þeir virkilega að við vitum ekki að það er verkalýðs- hreyfingin sem krafðist aðgerða í þessum málaflokkum og stillti rikisstjórn- inni upp við vegg?“ í áföngum. í samningum þeim sem gerðir vom á sl. ári, þ.e. í febrúar og desember, fór verkalýðshreyfing- in nýjar leiðir. Launahækkanir vom litlar, aðalá- herslá var lögð á félagslegar umbætur s.s. í húsnæðis- og skatta- málum. Allt kapp var lagt á að halda verðbólgunni, og þar með öllu verð- lagi, í skefjum og eins og fyrr sagði stjómarherrunum stillt upp við vegg. I desembersamningunum náð- ist samkomulag um að lægstu laun hækkuðu umfram önnur, þ.e. þau laun sem þá vom undir 26.500 á mánuði. Um þetta náðist alger samstaða innan ÁSÍ. Fólki fannst kominn tími til að gera átak í þvi að leiðrétta kjör þeirra lægst launuðu. Hverl stefnir? Nú blasir sú staðreynd við okkur að markmið samninganna virðast vera að fara til fj. . . , fjármálaráð- herra, Þorsteinn Pálsson, er önnum Þorsteini að nota slíkar aðferðir við atkvæðaveiðamar. Hverj'ir eru valkostirnir? Ágæti lesandi! I komandi kosning- um em valkostimir sem þú stendur frammi fyrir aðeins tveir. Þú getur valið um áframhald þeirrar stjómar- stefnu sem ríkisstjóm íhalds og Framsóknar hefur fylgt, eða sterka vinstri stjóm undir forystu Alþýðu- bandalagsins. Alþýðubandalagið er eini valkost- ur þeirra sem vilja breytingar á íslensku þjóðfélagi. Það er eini val- kostur þeirra sem vilja að jafnrétti ríki í raun í landinu. Það er eini valkostur þeirra sem vilja hamla gegn hemaðarbrölti stórveldanna og það er eini valkostur þeirra 90% Islendinga sem em hlynntir tillögum um kjamorkuvopnalaus Norður- lönd. Kjósandi góður, þitt er valið, vand- aðu það. Hansína Á. Stefánsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.