Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 10
10
MÁNUDAGUR 13. APRÍL-1987.
Utlönd
Sýriendingar rufu umsátrið
við flóttamannabúðir PLO
Með því að senda hersveitir að
tvennum flóttamannabúðum Palest-
ínuaraba við Beirút og rjúfa umsátur
alamíta þykir stjómin í Damaskus
hafa styrkt stöðu sína til íhlutunar
í máleíhi PLO og þá á kostnað Yass-
er Arafats, leiðtoga PLO.
Þetta þykir geta sett strik í reikn-
inginn í innbyrðissáttaumleitunum
hinna sundurleitu hópa innan Þjóð-
frelsishreyfingar Palestínuaraba
(PLO) og tilraunum til þess að koma
í kring alþjóðlegri friðarráðstefnu
um málefhi Austurlanda nær. -
„Sýrlandsstjóm vildi sýna fram á að
lykillinn að lausn Palestínuvanda-
málsins í Líbanon væri í hendi Hafez
Al-Assads Sýrlandsforseta en ekki
Arafats," sagði einn frammámanna
í Beirút sem staðið hefur í nánum
tengslum við Sýrlendinga.
Gerði sig gildandi fyrir fund
þjóðarráðsins
Menn vilja margir líta svo á að
Sýrlendingar hafi hraðað afskiptum
sínum af bardögunum við flótta-
mannabúðirnar vegna hins fyrir-
hugaða fundar palestínska
þjóðarráðsins, sem er útlagaþing
Palestínuaraba, en sá fundur hefur
verið ákveðinn í Alsír 20. apríi. Á
því þingi er venjulega mörkuð stefha
PLO. Þykir líklegt að Assad Sýr-
landsforseti vilji efla ítök sín innan
sinna áhrifahópa á þjóðarráðsþing-
inu með tilliti til þess að binda
hendur Arafats í hvers konar samn-
ingaumleitunum við fsrael.
Raunar hafði af hálfu Arabaríkja
verið lagt fast að Sýrlendingum að
binda hið fyrsta enda á þjáningar
þeirra sextán þúsunda Palestínu-
araba sem búa í Bourj al-Barajneh-
og Shattila-búðunum sem amalítar
höfðu haldið í herkví. Frá því 1985
hafa Sýrlendingar að vísu stutt leynt
og ljóst amalíta til þess að hindra
að A1 Fatah-skæmliðasamtök Ara-
fats nái aftur sinni fyrri aðstöðu í
Líbanon. Hafa þessir bardagar um
búðimar verið mannskæðir og kost-
að um 900 mannslíf á síðustu fimm
mánuðum rúmum.
Arafat nýtur fylgis í Sídon og
dreifbýlinu
Sýrlendingar sendu í febrúar um
sjö þúsund manna herlið til V-Beirút
og hefur þeim tekist að binda enda'
á bardaga þar og koma á reglu að
nýju eftir þriggja ára skálmöld sem
þar hefur ríkt. Nú hafa þeir stöðvað
átökin við búðimar næst Beirút en
hitt er ekki séð fyrir ennþá hversu
miklu lengur áhriia þeirra muni
gæta í Líbanon. f Sídon og nágrenni
og raunar víða í dreifbýli, þar sem
Palestínuarabar hafa haft aðstöðu,
nýtur Arafat enn stuðnings.
Níu sjúkrabilar Rauða krossins flytja 47 særða Palestínuaraba um eftir-
Mtshlið sýrlenskra hermanna við flóttamannabúðirnar Burj Al-Barajneh.
Um leið voru einnig særðir fluttir frá Shattila-búöunum, sem eru skammt
frá, en báðar eru í næsta nágrenni höfuðborgarinnar, Beirút.
- Símamynd Reuter
Sýrlendingar rjúfa umsátur
um flóttamannabúðir
1
Alþjóða
flugvölluxinn
MIÐJÆRÐAJR
HAF
LÍBANON yfpA
^ &
Aleyh -3?
Kaldehbúðimar Mudeirej
&
A Flóttamánnabúðir
ShoufQöU^^8
BEJIRUT
Þær gráta fallna syni sína, eiginmenn og aðra aðstandendur þessar Palestinuarabakonur sem myndin var
tekin af við grafreit utan við flóttamannabúðirnar Burj Al-Barajneh. Alls hafa um 900 manns verið drepin í
bardögum síðasta hálfa árið um flóttamannabúöir Palestínuaraba i og umhverfis Beirút.
- Símamynd Reuter
Áhyggjur af útþrá Austur-Þjóðverja
Það hefur oft orðið fagnaðarfundur þegar Austur-Þjóðverjar hafa heimil-
að þegnum sínum að yfirgefa sæluríki sósíalismans og sameinast
fjölskyldum sinum í vestri. Von stjórnvalda um að mannflutningunum
myndi linna með árunum hefur þó ekki ræst, því sóknin vestur yfir múr
hefur aukist fremur en rýrnað.
Stjórnvöld i Austur- Þýskalandi
hafa um þessar mundir alvarlegar
áhyggjur af þeim fjölda þegna sinna
sem sækir um heimild til að flytjast
úr landi. Aðalritari kommúnista-
flokks landsins fjallaði nýverið um
vandamál þetta í ræðu á flokksfundi
og, líklega minnugur íjöldaflutning-
anna til vesturs á sjötta áratugi
aldarinnar, hvatti þá sem sækja um
brottfararleyfi til að hugsa sig um
tvisvar.
Von um rénun
Fyrir þrem árum heimiluðu aust-
ur-þýsk stjómvöld fjörutíu þúsund
manns flutning úr landi á tólf mán-
aða tímabili. Von þeirra var sú að
með þessu móti væri hægt að leysa
fólksflóttavandann en af ræðu aðal-
ritarans má ætla að sókn sé enn
mikil í brottfararleyfi.
Skiljanlegt er að forystumenn
Austur-Þýskalands líti útþrá síns
fólks alvarlegum augum. Allt frá
lokum síðari heimsstyrjaldar, þegar
þýska ríkinu var skipt í tvennt, hefur
fólksflótti verið alvarlegt vandamál
austan við múr. Talið er að fram til
þess tíma er Berlínarmúrinn var
byggður, árið 1961, hafi um fjórar
milljónir Austur-Þjóðveija flutt sig
vestur yfir landamærin.
Óræð stefna
V estrænir fréttaskýrendur eiga um
þessar mundir í erfiðleikum með að
gera sér grein fyrir stefhu Austur-
Þjóðverja í fólksflutningamálum.
Svo virðist sem einhverjar hömlur
hafi verið settar á brottflutning
fyrstu þrjá mánuði þessa árs því
aðeins um 2.600 Austur-Þjóðverjar
fluttust í vesturátt þá mánuði, sam-
anborið við liðlega sjö þúsund á
sömu mánuðum fyrra árs.
Á hinn bóginn hafa heimildir til
ferðalaga til Vesturlanda aukist
verulega og á fyrstu tveim mánuðum
áisins var fjöldi ferðamanna að aust-
an liðlega 67 þúsund, samanborið
við rétt um 20 þúsund í fyrra.
Þá hafa austur-þýsk stjómvöld nú
heimilað syni aðstoðarvamarmála-
ráðherra landsins að flytjast búferl-
um úr landi en það er í fyrsta sinn
sem einhveijum úr fjölskyldu hátt-
setts embættismanns í vamarmálum
er leyft að fara.
Betri samanburður
Vestrænir embættismenn segja
það erfitt að gera sér grein fyrir af
hveiju þessar sveiflur í landflutning-
um stafi. Fólksflótti hafi alltaf
gengið í bylgjum og því ef til vill
ekki marktækt að rýna í samanburð
á fáeinna mánaða tímabilum.
Þá er einnig bent á að hugsanlega
hafi aukið ferðafrelsi til Vesturlanda
meiri áhrif en nokkuð annað til þess
að draga úr umsóknum um flutn-
ingaheimild. Flestir austantjalds-
menn hafa litlar hugmyndir um lífið
og tilvemna vestan landamæranna,
aðrar en þær sem þeir sjá í sjón-
varpssendingum. Þeir hafi því gert
sér glitmynd af lífi almúgans og sam-
anburður hafi verið Austur-Þýska-
landi ákaflega óhagstæður.
Nú bregður þó svo við að efiia-
hagsörðugleikar og atvinnuleysi í
Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum
geri samanburðinn mun hagstæðari.
Þeir sem ferðast til Vesturlanda sjái
með eigin augum að laun og kjör
almennings séu ekki til muna betri
en í Austur-Þýskalandi og þeir beri
söguna heim með sér.
Að minnsta kosti hefiir þeim fækk-
að verulega ferðamönnunum sem
hætta við að snúa heim að ferðalagi
loknu.