Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987.
55
DV
meira en 20 prósent af launum fólks í
húsnæði.
Við höfhum algerlega þeirri stór-
bændapólitík sem nú er rekin,“ sagði
Skúli þegar hann ræddi um land-
búnaðarmálin.
„Við viljum frelsi í stað miðstýring-
ar. Það segir sig sjálft að það að hafa
alltaf vit fyrir fólki gerir viðkomandi
fólk að vitleysingum," sagði Skúli.
Þórey Helgadóttir, Þjóðarflokki,
gekk rösklega til verks í ræðu sinni
og sneri sér beint að byggðamálunum.
„Eg get ekki lengur horft þegjandi upp
á áætlanir gömlu flokkanna sem vilja
senda okkur öll suður til Reykjavíkur
á einhverja gijóthóla sem geta sprung-
ið hvenær sem er eins og Sjálfstæðis-
flokkurinn.
Landsbyggðarfólk verður að snúa
við blaðinu og styðja einn flokk sem
vill vinna fyrir landsbyggðina og sem
stuðlar að því að fjármagnið haldist
úti á landi en sé ekki allt flutt suður
til Reykjavíkur."
Þórey sagði síðan: „Þjóðarflokkur-
inn býður fram nýja stefnu, gegn
miðstýringu og fólksflótta suður til
Reykjavíkur. Hið miðstýrða kerfi
dregur að sér fé, völd og síðar fólkið."
Jóhanna Sigurðardóttir
duglegri en
samanlagður Kvennalisti
Þar með var fyrstu umferð lokið.
Tvær umferðir voru eftir en við förum
nú hratt yfir sögu. Birgir Dýrfjörð,
Alþýðuflokki, talaði næst og minnti
Ragnar: „Látum Vilhjálm Egilsson
róa, kjósum Þórð.“
fundarmenn á Jóhönnu Sigurðardótt-
ur, hún hefði unnið miklu meira á
þingi en samanlagður Kvennalistinn
og það þó störf þeirra yrðu framreikn-
uð til aldamóta.
„Alls Va hlutar verðs dilkaskrokks
kemur í hlut annarra en bóndans.
Bændur verða að fá meira í sinn hlut
en milliliðimir og kaupmenn minna,“
sagði Birgir.
Pálmi Jónsson, Sjálfstæðisflokki,
varaði við þeirri lausung sem nú væri
í stjómmálunum vegna framboðs svo
margra flokka. „Það er hætta á að það
verði lausung í efhahagsmálunum
líka. Þið verðið að efla Sjálfstæðis-
flokkinn til að hægt sé að varðveita
árangurinn í efhahagsmálunum og
horfa fram til nýrra sigra í þeim. Ef
efnahagsmálin fara úr böndum þá mun
illa fara fyrir landsbyggðinni."
Mjólkurstöðin í Reykjavík
er hryllingur
Anna Dóra Antonsdóttir, Kvenna-
lista, sagði að líklega væri það eina
leiðin fyrir bændur að klippa á allar
boðleiðir suður og taka völdin í sínar
hendur. Vitnaði hún í þessu sambandi
til fræðslustjóramálsins á Akureyri í
vetur.
„Við eigum að fullvinna afurðir
heima í héraði. Ég hugsa með hrvll-
ingi til mjólkurstöðvarinnar í Reykja-
vík,“ bætti Anna við.
Stefán Guðmundsson, Framsóknar-
flokki, sagði að stjómsýslumiðstöðvar,
sem settar yrðu upp í kjördæmunum,
yrðu ekki valdalausar. í þessum stöðv-
um yrði ennfremur aðsetur fyrir
húsnæðisstofnun og Lánasjóð ís-
lenskra námsmanna.
Ég vara við vælinu
„Nú vilja allir brjóta niður farsæla
fiskveiðistefnu Halldórs Ásgrímsson-
ar. Þjóðin hefur notið hennar og
þarfnast hennar áfram. Ég vara við
vælinu í Alþýðubandalaginu og Al-
þýðuflokknum, þeir sjá ekkert nema
myrkur um miðjan dag,“ sagði Stefán.
Hrafnhildur Valgeirsdóttir, Borgara-
flokki, hvað Borgaraflokkinn vilja
bæta ásigkomulag allra flugvalla úti
á landsbyggðinni. „Auk þess viljum
við setja meira fé í hafnir og síðast en
Stefán: „Ég vara við vælinu i Al-
þýðuflokknum og Alþýðubandalag-
inu.“
ekki síst leggja bundið slitlag á hring-
veginn."
Friðrik Már Jónsson, Flokki manns-
ins, sagði nauðsynlegt að fé lífeyris-
sjóðanna yrði haldið úti á landi en það
færi ekki allt suður í einhverjar íbúð-
arhallir þar á meðan ekkert væri byggt
úti á landi. „Flokkur mannsins vill
valddreifingu og valdið í þessu tilviki
er peningar.“
Gerist ekkert nema þeim
gömlu verði ógnað
Árni Steinar Jóhannsson, Þjóðar-
flokki, ræddi strax um byggðamálin.
„Árangurinn hefur ekki látið á sér
standa eftir að við buðum fram í Þjóð-
arflokknum. Nú eru allir flokkar allt
í einu famir að tala um vanda lands-
byggðarinnar.
Texti og myndir.
Jón G. Hauksson, DV, Akureyri
Pálmi: „Þið verðið að efla Sjálfstæðis-
flokkinn."
Anna: „Ég hugsa með hryllingi til
Mjólkurstöðvarinnar i Reykjavík."
Stund milli stríða.
Stjómmál
DV-myndir JGH
Loforðalisti gömlu flokkanna varð-
andi landsbyggðina er langur. En ég
minni á að loforð þeirra hafa ekki
dugað til þessa. Og það mun ekkert
gerast verði þeir við völd. Það gerist
ekkert í málum landsbyggðarinnar
nema völdum gömlu flokkanna verði
ógnað.“
Ragnar Arnalds, Alþýðubandalagi,
sagði að það væri stöðnun og áfram-
haldandi kyrrstaða á landsbyggðinni.
„Ástandið minnir satt að segja á þegar
Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur
voru við völd samfleytt i 12 ár.“
„Við í Alþýðubandalaginu viljum að
vextir verði lækkaðir og skattar fyrir-
tækja hækkaðir. Þjóðin þarfriast ekki
frjálshyggju núverandi ríkisstjómar.
Látum Vilhjálm Egilsson róa, kjósum
Þórð á þing.“
Vilhjálmur Egilsson, Sjálfstæðis-
flokki, sagðist hafa rekið mikinn
áróður fyrir svonefhdri bvggðastefnu
unga fólksins sem fælist í því að ungu
fólki yrði gert kleift að búa úti á landi.
Skrá gengið rétt
„Það verður að skrá gengið rétt
þannig að sjávarútvegurinn geti stað-
ið á eigin fótum, hagnast, byggt sig
upp og fengið fólk til að búa úti á
landi. I landbúnaðinum þurfa sölumál-
in að vera heima í héraði."
Vilhjálmur skaut á Framsóknar-
flokkinn og svaraði þar með skotum
þaðan en Alþýðubandalagið og Fram-
sókn vom dugleg við að skjóta á hann.
„Mér er ekki næstum því eins illa við
Steingrím Hermannsson og þeim Páli
Péturssyni og Stefáni Guðmundssyni."
Páll Pétursson, Framsóknarflokki,
notaði tíma sinn að mestu til að svara
skotum annarra þingmanna. „Ragnar
Amalds langar nú pínulítið til að
Þórður verði þingmaður. Eina ráðið
er að Ragnar dragi sig í hlé, þá kemst
Þórður inn.“
Þarf klukkutíma til að leiðrétta
5 mínútna lygi í Birgi
„Ég þyrfti klukkutíma til að bera til
baka allt það sem Birgir Dýrfjörð get-
ur logið á 5 mínútum. Þið sjáið það
sjálf að það er ójafn leikur." Og Páll
Pétursson á Höllustöðum endaði ræðu
sína svona: „Ef þið getið ekki kosið
Framsókn merkið þá við Þjóðarflokk-
inn eða Flokk mannsins og helst
náttúrlega af öllu við báða þessa
flokka.“
Andrés Magnússon, Borgaraflokki,
sagði að flokkurinn ætlaði sér að
verða sverð og skjöldur hinna sjúku
og annarra sem í vanda væm staddir.
„Við leggjum áherslu á að dregið verði
úr allri miðstýringu og sveitarstjómir
fái meiri völd.
Þið ræðið um það héma að Þórður
verði þingmaður, Vilhjálmur eða al-
þýðuflokksmaðurinn. Eg minni aðeins
á að ég er líklegur þingmaður sam-
kvæmt könnun Helgarpóstsins.
Verum hress - kjósum S,“ sagði Ás-
geir.
Tottenham vann, 4-1
Við ljúkum þessu svo frá Hvamms-
tanga á leik Tottenham Hotspur og
Watford. Staðan var 3-0 þegar Róbert sjá hveijir verða í ham á kosninga-
Jack fór á fundinn. Leikurinn endaði nóttina.
4-1 fyrir Tottenham. Svo er bara að -JGH
Hverju spáir þú um úrslit kosninganna í Norðurlandskjördæmi
eystra?
(Spurt á Hvammstanga.)
5 þingmenn kjörnir
Benedikt Sigfússon: Ég spái því að
Framsókn fái 2, Sjálfstæðismenn
einnig 2 og Alþýðubandalagið 1.
Varðandi næstu ríkisstjórn tel ég lík-
legt að sama stjórn verði áfram.
Jóhanna Björnsdóttir: Framsóknar-
menn eru líklegir með 2, Sjálfstæðis-
menn 1 og ég hef trú á því að
Alþýðubandalagið fái 2. Það verður
þó gífurleg barátta á milli 2. manns
hjá Alþýðubandalaginu og þess 1.
hjá Borgaraflokknum. Þrír flokkar
verða örugglega í næstu ríkisstjórn
sem ég tel' líklegt að Albert Guð-
mundsson leiði.
Haukur Þorsteinsson: Framsókn fær
1, Sjálfstæðismenn 1, Alþýðubanda-
lag 1, Alþýðuflokkur 1 og ég trúi því
að Borgaraflokkurinn fái 1, hann
virðist hafa meðbyr hér í kjördæm-
inu. Ég sé ekki fyrir mér hverjir
mynda næstu ríkisstjórn.
Þórdís Vilhjálmsdóttir: Þjóðarflokk-
ur fær 1, Framsókn 2, sjálfstæðis-
menn 1 og Alþýðubandalag 1.
Alþýðuflokkurinn gæti þó líklega
blandað sér í baráttuna og náð
manni inn. En sem stendur held ég
að þeirra maður sé úti.
Ingi Björnsson: Framsókn fær 2,
sjálfstæðismenn 1, alþýðubandalags-
menn 1. Og mér finnast kratarnir
líklegastir til að ná fimmta mannin-
um. Það er útilokað að sjá fyrir
hverjir mynda næstu ríkisstjórn.
Kristín Einarsdóttir: Ég sem S-lista
kona spái Borgaraflokknum 1, Fram-
sókn 2, sjálfstæðismönnum 1 og
Alþýðubandalagi 1. Það er mjög erf-
itt að spá um það hverjir mynda
næstu stjórn.