Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987. Spumingin Ætlarðu að fá þér páska- egg um páskana? Elisarún Jónsdóttir: Já, og ég vona bara að ég fái fleiri en eitt. Ævar Þór Ævarsson: Já, alveg ör- ugglega. Mamma og pabbi ætla að gefa mér páskaegg, ég hlakka svo til. Þóranna Jónsdóttir hárgreiðslu- meistari: Já, ætli ég geri það ekki þessa páska eins og aðra. Mér fmnst aiveg nauðsynlegt að fá páskaegg um páskana svo það sé virkilega páskastemmning. Kristófer Snævarsson: Já, ég fæ alla- vega eitt rosastórt. Mamma og pabbi gefa mér alltaf páskaegg á páskun- um. Ásagunnur Sigurðardóttir: Já, og ég hlakka svo til þess. Ágústa Ragnarsdóttir húsmóðir: Ætli það ekki. Maður verður að halda almennilega upp á páskana með öllu tilheyrandi. Lesendur_____________________i Samningar? Kosningar? Hvað er nú það? Stefán Karlsson 8352 - 2356 skrifar: Þegar ég heyrði túlkun Haralds Hannessonar á úrslitum í atkvæða- greiðslu borgarstarfsmanna sem fram fór á dögunum varð ég undr- andi. Þegar ég kaus taldi ég mig vera að taka afstöðu til þess hvort ég teldi 3-4 þúsund króna iauna- hækkun nægja til að framfleyta mér. Haraldur upplýsti hins vegar að þetta hefði ekki verið það sem ég hafði í kollinum þegar ég greiddi atkvæði, heldur hefði ég verið að velja á milli stefna í launamálum. Gott að gáfumaður eins og Haraldur segi bjánum eins og mér hvað ég er að hugsa, það er full þörf á því. Verst að þetta skyldi ekki hafa komið fram fyrir atkvæðagreiðslu því þá hefði ég líkléga krossað í annan reit. Ég er nefnilega hlynntur því að launa- stigum sé þjappað saman og er þeirrar skoðunar að 3-4 þúsund króna launahækkun dugi ekki til að endar nái saman hjá mér og skyldi engan undra þegar alþingis- menn töldu sig þurfa 9.000 króna hækkun og voru þó með þrefalt hærri laun en ég fyrir. Nýjasta svarið frá samninganefhd- „Mér finnst nýjasta tilboðið í kjara- samningunum fásinna og hrein verðbólgusprengja.. unum er meiri launamunur og 2-3 þúsund króna hækkun til mín - já það er munur að hafa gáfumenn í forsvari fyrir sig. Ég spurði Ragnhildi Helgadóttur á fundi hvar hann væri þessi hag- vöxtur sem alltaf er verið að tala um og kom m.a. fram í 2-3 milljóna króna jólagjöf borgarinnar til fólks- ins þegar SVR var svipt tekjum yfir mesta annatíma ársins en nú væri tæpast til króna þegar kemur að launasamningum. Ragnhildur sagði að til lítils væri að hækka krónutölu launa, afleið- ingin yrði bara blússandi verðbólga. Meira væri um vert að ná fram raun- verulegri kaupmáttaraukningu. Ég er sammáia þessu e' verð samt að viðurkenna að ég hef ekki orðið var við að kaupmáttur ykist sérstaklega síðastliðið ár. Vinnufélagar mínir hafa þó heyrt að mikil kaupmáttar- aukning sé til staðar einhvers staðar en ekki er vitað nákvæmlega hvar. Ég veit að bílar lækkuðu og senni- lega eitthvað fleira, kannski sólar- ferðir, ég get bara ekki hagnýtt mér slíkt þegar að launin mín duga aldr- ei út mánuðinn. Samt er ég neyslu- grannur, streða við að greiða mínar skyldur, skulda ekki óeðlilega mikið og er ólatur til vinnu. í ljósi þess sem Ragnhildur sagði æskilega launastefhu og bæði ég og Haraldur formaður höfum tekið undir þá finnst mér nýjasta tilboðið í kjarasamningunum fásinna og hrein verðbólgusprengja sem að sjálfsögðu leikur verst þá lægst laun- uðu - og fordæmið kemur ofan frá. Er virkilega ekkert að marka stefnumarkandi yfirlýsingar um ábyrga stjómun í opinberum fjár- málum? Skyldi eitthvert þessara gáfnaljósa virkilega trúa því að ég og mínir líkir sjái ástæðu til að treysta þeirra forsjá í mikilvægum ríkisumsvifum? Ég vona bara að ein- hver þeirra geti upplýst mig um hvað ég á að kjósa, og hvers vegna, því mér finnst illt að ganga svona um og botna ekki neitt í neinu. Það fær mig til að finnast ég vera „voða, voða“ vitlaus - eða þannig. Virðingarfyllst Stefán Karlsson, vagnstjóri 100 Lýðræðið í hættu Sigurður Guðmundsson skrifar: Með tilkomu Borgaraflokksins er ekki hægt að segja annað en að nú hafi Sjálfstæðisflokkurinn klofnað illa. Sumir vilja meina að þetta sé eins og stór bóla er eigi eftir að hjaðna er fram líða stundir en aðrir taka Borg- araflokknum opnum örmum og alvar- lega sem nýju stjómmálaafli lýðveldis- ins. Mér persónulega finnst mjög furðu- lega að þessu staðið, það er smalað saman hugsanlegum frambjóðendum áður en stefna flokksins lítur dagsins ljós. Og fólk er að tala um að kjósa flokkinn áður en það veit nokkuð um stefhuskrá hans. En það sem ég er hræddastur við er að ef Borgaraflokkurinn fær svona mikið fylgi eins og kom fram í skoð- anakönnun DV og Borgaraflokkur og Sjálfstæðisflokkurinn mynda meiri- hluta í næstu ríkisstjóm þá sé lýðræð- ið í mikilli hættu. Ég get nefnilega ekki séð hvaða efnislegi munur er á stefnu flokkanna en báðir em þetta hægri flokkar. Ég verð bara að vona í lengstu lög að til þess komi ekki, því að hafa hreinræktaða hægristjóm lofar ekki góðu. ' Fáránlegur kjördagur Gunnar Pálsson hringdi: Mér finnst alveg fáránlegt að hafa kjördaginn 25. april. Páskavikan kem- ur þarna inn í og veldur því að lítið er hægt að fylgjast með því í fjölmiðl- um hverju flokkarnir ætla að koma í framkvæmd og erfitt að kynna sér hversu frambærilegir frambjóðendur em. Maður á erfitt með að trúa því að það sé með ráðum gert að hafa nánast lokaða stjómmálaumræðu. Þvi skora ég á ríkisstjóm og Alþingi að hafa annan og heppilegri kjördag svo kjós- endum gefist kostur á því að komast inn í stjómmálaumræðuna óg taka þátt f henni. Frábærir þættir Pálína hringdi: Þar sem svo oft er verið að kvarta yfir sjónvarpsdag- skránni langar mig að þakka sjónvarpinu fyrir þættina, Já, forsætisráðherra en fólk virð- ist alltaf horfa fram hjá því jákvæða. Þetta em í einu orði sagt alveg frábærir þættir er hressa og kæta lund. Það er hreint makalaust hvað hægt er að gera stjómmálamenn- ina að miklu spotti og það fyndnasta við þetta allt sam- an er að maður stendur sjálfan sig oftar en einu sinni að því að vera að heimfæra þetta upp á íslensku stjóm- málamennina og gerir létt gys að. Þessir ensku þættir em mjög góð tilbreyting frá am- eríska vælinu og húmorinn „Já, forsætisráðherra eru í einu orði sagt al- hittir beint í mark. veg frábærir þættir er hressa og kæta lund.“ Snillingimnn Chaplin Gunnlaugur Karlsson hringdi: Ég vil þakka sjónvarpinu fyrir að sýna hina frábæm mynd Gullæðið með Charlie Chaplin í aðalhlutverki. Mér finnst ekki nógu mikið sýnt með hinum óviðjafnanlega grínleikara Chaplin. Gullæðið var ágæt byrjun og ég vonast bara til að sjónvarpið sýnir meira af myndum sem þessi snillingur leikur í. Sportval: „Virðingaiverð þjónusta“ Þorbjörg Guðmundsdóttir hringdi: Ég vil þakka versluninni Sportvali fyrir liðlega og góða afgreiðslu. Það vill svo til að ég keypti jogg- ingbuxur þar og var búin að ganga í þeim þónokkum tíma, hafði einnig þvegið þær, er ég uppgötvaði að buxumar vom gallaðar. Önnur skálmin var snúin. Er ég kom í versl- unina og sýndi gallann á vörunni fékk ég strax nýjar og hélt einnig þessum gölluðu. Maður er ekki vanur að fá svona góða þjónustu en mér finnst svona þjónusta mjög virðingarverð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.