Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 34
50
MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987.
Urval
LESEFNI
VIÐ ALLRA HÆFI
Þú finnur ekki betri fermingar
gjöf, hvort heldur er handa
dreng eöa stúlku, en gott tjald,
bakpoka eða svefnpoka.
Eigum mikið úrval af hinum
viðurkenndu Tjaldborgartjöld-
um og svefnpokum framleidd
um fyrir íslenskar aðstæður.
TÓmSTUnDflHÚSID
Luiqaveyi 164- ReykjaviK-S -21901 j
Hanaslagur á Hóli
Hóllinn í Atlantshafi
Það er mér undrunare&ii og
óskemmtilegur viðburður á skammri
lífsgöngu minni um íslenskt þjóð-
félag að horfa upp á þessa sýningu
á Hóli.
Ég fæddist nú svona um vorið ’44
þegar lýðveldið var sett upp.
Hanaslagurinnn í Sjálfstæðis-
flokknum er mér mikið umhugsun-
arefai og i rauninni viðurkenni ég
að það sé mikill áfangi fyrir svo stór
samtök, sem eru byggð upp á stórum
hópi grandvarra og heiðarlegra ís-
lendinga, að til tíðinda megi draga
og íslendingar megi ganga að kjör-
borðinu og greiða atkvæði um
siðferði í svona stórum flokki.
Á atið á Hóli langar mig að kom-
ast. Á þessari eyju skeður oftlega svo
lítið merkilegt, umheimurinn horfir
nú á þessa merkilegu eyju víking-
anna og þar á að verða mikið at
þann 25. apríl nk. - Hanar víking-
anna á Islandi verða dregnir upp á
hólinn, Jón Baldvin horfir á, hnípinn
og hræddur, Svavar er með herping
í maganum, Kvennalistinn situr
hróðugur á fjósbitanum, Steingrím-
ur hefur hendur í kjöltu og horfir í
gaupnir sér.
Fólkið kemur sér makindalega fyr-
ir í kringum hólinn, hanaatið á að
fara fram. - Þorsteinn stígur örlítið
í annan vænginn, krafsar með spor-
anum, spænir upp gamla ávísun til
KjaUarinn
Gylfi Guðjónsson
ökukennari
Gvendar jaka, lýðurinn æpir upp af
fognuði.
Gömlum og fégráðugum hana er
hleypt firam úr óvæntu hliði sem
merkt er litla manninum. Haninn
gengur stórstígur upp á hólinn þar
sem hann er hæstur og galar hátt
jdir Atlantshafið: Af þessum sjónar-
hóli gef ég ykkur kost á mér, ég
heiti Albert og þrátt fyrir alla vini
mína í þingflokknum ætla ég að gefa
hana Þorsteini á lúðurinn.
íslendingaskarinn kringum hólinn
æpir enn af fögnuði. Nú eru kosning-
ar um hanaslag framundan, hani
Þorsteinn hefur krafsað upp skítinn,
en hani Albert ekur sér rólega aft-
urábak upp á gamlan haug sem
safiiast hefur saman gegnum tíðina,
hann stígur rólega í annan vænginn,
sýnir sporana og tætir upp nokkrar
gorkúlur sem í fríðsemd hafa komið
sér fyrir.
Þeim lendir skyndiiega saman,
blóðið lekur í hanaatinu og fslend-
ingaskarinnn kringum hólinn æpir
upp yfir sig af fögnuði yfir skemmti-
legheitum þessa Sjálfstæðisflokks
sem hefúr hug og þor í hanaslag á
Hóli.
Unga fólkið horfir hugfangið á
þennan merkilega viðburð og hugsar
með sjálfú sér: þessar stórkostlegu
kosningar eru enn einu sinni gengn-
ar í garð á íslandi og meira að segja
hér á Hóli. Hanaat er skemmtilegur
viðburður og þess virði að horfa á
það.
Atið heldur áfram á hólnum og
fólkið á eyjunni er ánægt, degi hall-
ar og sól hnígur til viðar. Hani
Þorsteinn hefur tætt með spora sín-
um hjartað úr andstæðingi sínum,
Albert hefur náð að kroppa annað
augað úr félaga Þorsteini.
Kaldur gustur fer um fólkið kring-
um hólinn, Jón Baldvin ekur sér til
og klórar sér á bakinu, Svavar hugs-
ar með sér að eins og vanalega hafi
farið fram skemmtileg sýning hjá
íhaldinu, Kvennalistinn hefur komið
sér fyrir klofvega á fjósbitanum.
Steingrímur horfir enn og hugsar.
Enn aðrir hugsa: Hver verður
kletturinn úr hafinu?
Gylfi Guðjónsson
Greinarhöfundur er 6. maður á lista Framsókn-
arflokksins í Reykjaneskjördæmi.
„Fólkið kemur sér makindalega fyrir í
kringum hólinn, hanaatið á að fara fram.
Þorsteinn stígur örlítið í annan vænginn,
krafsar með sporanum, spænir upp gamla
ávísun til Gvendar jaka, lýðurinn æpir upp
af fögnuði.“
STEYPUMOT
FRÁ BREIÐFJÖRÐ!
KRANAMÓT - HANDMÓT
örugg lausn.
DOKA - VEGGJAMÓTAKERFI
fyrír krana.
DOKAFLEX - LOFTAMÓTAKERFI
- létt og þægileg á höndum.
MÓTAKRÆKJUR OG TENGI
með DOKA-plötur sem klæðningu.
FRÁBÆR LAUSN!
VMC - HANDFLEKAMÓT
sem reynst hafa ótrulega sterk.
MALTHUS - HANDFLEKAMÓT
kerfismót sem allstaðar henta.
HAKI - VERKPALLAR
og undirsláttarkerfi.
STEYPUMÓT -OKKAR SÉRGREIN.
HAGSTÆTT VERÐ. Leitið upplýsinga.
Hvað er einfaldara?
BREIÐFJÖRÐS
BLIKKSMIÐJA HE
SIGTÚNI 7 - SÍMI 29022.