Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 48
FRETT ASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987.
Steingrímur Hermannsson:
Vona að
þetta haldi
svona áfram
„Niðurstöður þessarar könnunar
eru í samræmi við það sem við höfum
fundið,“ sagði Steingrímur Hermanns-
son um skoðanakönnun DV.
„Fólk er meira farið að hugleiða
máleíhin og þann árangur sem náðst
hefur. Kjósendur vilja ekki verðbólgu
á ný. Fólk tekur okkur vel um allt
land, það finnum við. Ég vona bara
að þetta haldi svona áfram til kosn-
inga,“ sagði Steingrímur Hermanns-
son.
-ój
Svavar Gestsson:
Alvarleg
áminning
„Þessi tala hjá okkur er of lág,“ sagði
Svavar Gestsson, formaður Alþýðu-
’oandalagsins. um skoðanakönnun
DV.
„Þarna kemur fram að Borgara-
flokkurínn er bóla. Það merkilegasta
er þó kannski það að Framsóknar-
flokkurinn bætir við sig. Út á hvað
ætli það sé? Nema það sé myndin af
Gorbatsjov.
Samkvæmt þessu geta núverandi
stjómarflokkar setið áfram, íhald 1 og
íhald 2 með Framsókn. Það er býsna
alvarleg áminning tveim vikum fyrir
kosningar."
-HERB
Siglufjörður:
Líkmannsinsfundið
Guömundur Davídsson, DV, Siglufiröi;
Lík Guðmundar Bjarnasonar frá Si-
glufirði fannst fyrir hádegi í gær.
Undanfarið hefur farið fram mikil leit
að Guðmundi en hans var saknað fyr-
ir rúmri viku.
Lík Guðmundar fannst við Oldu-
brjótinn, steinbryggju á Siglufirði. Við
bryggjuna er mikil mengun frá síldar-
verksmiðjum og hamlaði það leit
gífurlega.
Talið er að Guðmundur hafi fengið
aðsvif á bryggjusporðinum og fallið f
sjóinn.
Ávallt feti framar
68-50-60
;!4o'bIlas
ÞRQSTUR
LOKI
S fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn!
Skoðanakónnun DV:
Borgaraflokkurínn
hrapar í Reykjavík
skekkjumarka í skoðanakönnunum. þingmenn kjördæmakjöma í borg-
Engu að síður sýnir samanburður á inni. Jón Baldvin er ekki inni nema
þessari könnun og könnun í marslok hann fengi jöfnunarsætl Framsókn
áberandi sveiflur enda er staðan fengi einn samkvæmt könnuninni
óljós og ótrygg. nú. Sjálfstæðisflokkurinn fengi nú
í skoðanakönnun DV í borginni fimm kjöma. Alþýðubandalagið
fyrir hálfum mánuði fékk Alþýðu- fengi aðeins einn samkvæmt könn-
flokkurinn 18 prósent. Framsókn uninni nú. Kvennahstinn fengi þtjá
fékk þá bara 5,5 prósent Bandalag kjöma. Borgaraflokkurinn fengi tvo
jafnaðarmanna hafði þá 0,8 prósent kjöma samkvæmt skoðanakönnun-
en komst nú ekki á blað. Sjálfstæðis- inni nú. Ekki er unnt að segja um
flokkurinn hlaut þá 27,3 prósent. skiptingu jöfhunarsæta fyrr en rúð-
Alþýðubandalagðið hafði 13,3 pró- urstöður kosninga liggja fyrir og
sent Flokkur mannsins var með 0,8 sést hvað listamir hafa í hinum
prósent. Kvennalistinn fékk þá að- ýmsu kjördæmum. Reykjavík hefur
eins 7,8 prósent. Borgaraflokkurinn 14 fasta þingmenn og fær líklega 4
hafði í marslok 26,6 prósent. jöfnunarsæti.
Staðan í könnuninni nú mundi -HH
þýða að Alþýðuflokkurinn fengi tvo
Borgaraflokkurinn fer mjög mikið
niður í Reykjavík þegar skoðana-
könnun DV nú er borin saman við
könnun fyrir hálfum mánuði.
Kvennalistinn hefur rokið upp.
Samkvæmt könnuninni nú fær
Alþýðuflokkurinn 14,5 prósent í
Reykjavík og hefur farið niður.
Framsókn fær 9,1 prósent. Sjálfstæð-
isflokkurinn fær nú 29,1 prósent í
borginni. Alþýðubandalagið hefur
aðeins 10 prósent nú. Flokkur
mannsins fær 1,8 prósent. Kvenna-
listinn æðir upp í 19.1 prósent.
Borgaraflokkurinn fær nú 16,4 pró-
sent í borginni.
Athuga skal að lítils háttar breyt-
ingar á fylgi flokkanna rnilli
kannana eru ekki marktækar vegna
Þeir höfðu tilefni til að skála á laugardagskvöldið, leikhúsmennirnir Stefán Baldursson,
Kjartan Ragnarsson og Hallmar Sigurðsson, eftir 200. sýninguna á söngleiknum Land
míns föður í Iðnó. Alls hafa 40 þúsund manns séð sýninguna og nú er ráðgert að taka
stefnuna á Svíþjóð og sýna á leiklistarhátíö þar í landi. -EIR/DV-mynd BG.
Gerir grein fýrir „útlánakvóta“
Þorsteinn Pálsson fjármáiaráð-
herra mun í dag gera grein fyrir því
hvemig fjármálaráðherrar hafa nýtt
þann „útlánakvóta“ sem þeir hafa
haft hjá lífeyrissjóði starfemanna
ríkisins.
Staðfesti Þorsteinn þetta í morgun
og mun í greinargerðinni koma fiam
hvaða reglur hafa gilt um þessa
lánastarfeemi, hve lengi hún hefur
verið við lýði og hvemig ráðherrar
hafa nýtt sér þessi réttindi sín. Ekki
sagði Þorsteinn að stæði til að birta
nöfh lánþega enda almennt farið
með slíkar upplýsingar sem trúnað-
armál.
Ráðherrar hafa getað sótt um sér-
stakan útlánakvóta hjá lífeyris-
sjóðnum sem nemur tíföldu
hámarksláni á hveiju misseri, eða 5
milljónum króna miðað við núver-
andi hámarkslán.
-ój
Veðrið á morgun:
Él á Suður-
og Vestur-
landð
Suðvestanátt og 6-8 vindstig og
él á Suður- og Vesturlandi. En
suðvestanátt og 4-6 vindstig og
þurrt að mestu á Norður- og Aust-
urlandi. Hiti á bilinu 0-4 stig.
Albert Guðmundsson:
Ánægður ef
þetta helst
Ef þetta fylgi helst þá er ég ánægð-
ur. Við erum með aðeins mánað-
argömul samtök og getum því ekki
verið óánægð með þessa útkomu. Hitt
er annað mál að ég hef orðið var við
að fólk er hrætt við að lýsa opinber-
lega yfir stuðningi við okkur af
einhverjum ástæðum en hvíslar að
manni að það styðji Borgaraflokk-
inn,“ sagði Albert Guðmundsson,
spurður álits á niðurstöðum skoðana-
könnunarinnar.
„Miðað við þær undirtektir sem við
fáum kemur mér það nokkuð á óvart
að fylgi okkar skuli dala fi-á síðustu
könnun. En ég vil þakka öllum þeim
sem styðja okkur og lýsa yfir stuðn-
ingi við Borgaraflokkinn," sagði
Albert Guðmundsson.
_______________________-S.dór
Guðrún Agnarsdóttir
Gleðst yflr
auknu fýlgi
„Ég gleðst yfir jafriri og rólegri
aukningu á fylgi Kvennalistans fyrir
utan hið trausta fylgi hans. Æ fleiri
kjósendur virðast kunna að meta mál-
stað okkar og vinnubrögð en við
leggjum megináherslu á málefni en
ekki persónur. Það sést á þessari skoð-
anakönnun að fylgi undir persónum
er ótryggara þegar til lengdar .Iætur,“
sagði Guðrún Agnarsdóttir, 1. maður
á lista Samtaka imi kvennalista, í
morgun og hún bætti við.
„Mig undrar reyndai' ekki. eftir
öldurótið í stjómmálunum síðustu
vikur, að nær helmingur aðspurðra
skuli ekki taka afstöðu. Þeir munu þó
gera það og kvennalistakonur eru
bjartsýnar." -S.dór
Jón Baldvin Hannibalsson:
Bíðum eftir
talningunni
„Þegar klofhingur Sjálfetæðis-
flokksins varð staðreynd töluðu menn
um tilfinningarót og Albertsbylgju.
Nú virðist vera farið að renna af
mönnum, þótt tæplega sýnist þeir alls-
gáðir. Ætli þetta geti verið timbur-
menn?“ Þetta sagði Jón Baldvin
Hannibalsson, formaður Alþýðu-
flokksins, meðal annars um skoðana-
könnun DV.
„Þessi úrslit á landsmælikvarða
virðast vera ávísun á áframhaldandi
Framsóknarvist, þótt enn vanti nokk-
uð á. Það væri vondur kostur. En vika
er langur tími í pólitík. Tvær eru eftir.
Stærsti flokkurinn núna samkvæmt
könnun DV eru óákveðnir eða þeir
sem neita að svara, nærri 42%. Þegar
talið verður á kosninganóttina ræður
þessi flokkur úrslitum.“
______________________-HERB
Þorsteinn Pálsson:
Alvarieg staða
„Þetta sýnir mjög alvarlega stöðu
fyrir Sjálfetæðisflokkinn og augljóst
að sá klofhingur, sem nokkrir stuðn-
ingsmenn Alberts Guðmundssonar
efndu til, ætlar að veikja flokkinn sem
getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir
þróun stjómmála í landinu," sagði
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, um niðurstöður
skoðanakönnunar DV.
„Það kemur á daginn sem við höfum
haldið fram að fylgi Borgaraflokksins
virðist falla og við gerum þess vegna
ráð fyrir því að geta styrkt stöðu okk-
ar fram að kosningum og dregið
þannig úr alvarlegustu afleiðingimi
þessa klofnings.“
-ój