Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987. 1AUSAR STÖÐURHJÁ REYKJAVÍKURBORG Hitaveita Heykjavíkur óskar að ráða starfsmann vatns- og hitalagna. Upplýsingar í síma 82400. til Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Staða forstöðumanns við dagh/leiksk Hálsaborg, Hálsaseli 27 og Fellaborg, Völvufelli 9, eru lausar til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 26. apríl. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjónar- fóstrur á skrifstofu Dagvistar barna í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. DÚNMJÚKIR DEMPARAR! Monroe gas- og vökvahöggdeyfar. Sjálfvirk stilling eftir álagi. 2ja ára ábyrgð! Straumur bíleigenda liggur í Borgartún 26. Þar er úrvalið mest í bílinn! Láttu sjá þig sem fyrst. Þú og bíllinn þinn njótið góðs af heimsókninni. BORGARTÚNI 26, SÍMI 62 22 62 Stórmarkaður bíleigenda Þórfer á að endurmeta heilbrigðisþjónustuna Oft er þörf eri nú er nauðsyn. Um þessar mundir stendur heilbrigðis- þjónustan frammi fyrir margs konar vandamálum sem skylt er að leysa. Okkur sem erum komin á miðjan aldur finnst að margt af því sem til framfara horfir í heilbrigðis- þjónustu sé svo til nýtt og ekki þurfi breytinga við. Samt er nú svo að margt þarf að endurskoða, bæði vegna þess að nauðsynlegt er að endurmeta hlut- ina með tilliti til gagns og gæða og ekki má heldur gleyma því að 5-10 ár er langur tími þegar fram- farir eru örar eins og nú. Aldursdreifing hefur mjög breyst á 'liðnum árum. Æ fleiri ná háum aldri. Hinir öldruðu eiga lagalegan og siðferðilegan rétt á því að mál- um þeirra sé sinnt. Allir virðast sammála um að eitt- hvað þurfi nauðsynlega að gera til að losa þegnana við nagandi sam- viskubit yfir því ófremdarástandi er ríkir í aðbúnaði og kjörum aldr- aðra víðast hvar. Það er hastarlegt að horfa upp á hversu kjör aldr- aðra eru slæm í mesta góðæri sem komið hefur. Allir landsmenn eiga rétt á góðri heilbrigðisþjónustu, óháð búsetu. Hér er stórt verkefni óleyst og ýmis teikn eru á lofti um að ástand í þeim efnum versni frekar en hitt með fólksflótta frá dreifbýli til þétt- býlis. Umhverfissjúkdómar Umhverfissjúkdómar eru geysi- stór þáttur og við sjáum ennþá aðeins í toppinn á ísjakanum í þeim efnum. Svo ég raski nú ekki ró frelsiselskandi sálna og fari að minnast á kjarnorkuvopn þá er til mengun af ýmsum toga, hávaði á vinnustöðum, opinberum stöðum og af bíla- og flugumferð, svo eitt- hvað sé nefnt. Atvinnusjúkdómum fjölgar stöðugt samfara aukinni tækni og framleiðslu. Þessir sjúk- dómar koma niður á allri heilsu einstaklingsins, líkamlega, and- lega og félagslega. Hér er oft við ramman reip að draga þar sem oft er um króníska sjúkdóma að ræða og atvinnurek- endur líta ekki alltaf á það sem sinn hag að launþeganum líði sem best eða ætla að bæta úr vandanum þegar betur árar. Sú róttæka breyt- ing sem hefur orðið á allri þjóð- félagsmyndinni og þá sérstakíega hinni minnstu einingu þess, fjöl- skyldunni, hefur margs konar nýjan vanda í för með sér. Vanda- mál sem því miður hefur ekki tekist að leysa, oft vegna lítillar framsýni og íhaldssemi. Það eru nefnilega til menn, ábyrgir menn, í þessu þjóðfélagi sem eru að meta þarfir fjölskyldunnar og bama hennar eftir sínum eigin bernskuminning- um. Hver kannast ekki við sögur eins og - við strákarnir í vestur- bænum lékum okkur i fótbolta og niðri við höfn. Það þurfti ekki fé- lagsmiðstöð þá og þarf hana ekki nú. Þetta er allt í höfðinu á vanda- málafræðingum. - (Ekki átt við Flosa). Ein sú mynd sem heilbrigðis- þjónustan fær af fjölskyldunni er afleiðing alltof langs vinnutíma oft beggja foreldra, svo ekki sé minnst á kjör. Einstæðir foreldrar með allri þeirri skemmd sem svo langur vinnutími getur haft í för með sér, eins og til dæmis hvers slags at- vinnusjúkdómar, streita og oft örvænting, hjónaskilnaðir og fíkniefnaneysla hvers konar, hegð- unarvandamál barna á öllum aldri. Ekki þykir mér ólíklegt að ein ástæðan fyrir ofnotkun fúkalyfja hér á landi sé tengd félagslegri stöðu ungs fólks með böm á fram- færi. Það væri eflaust verðugt rannsóknarefni. Þá væri einnig ómaksins vert að rannsaka áhrif kjaraskerðingar á síðustu 4 ámm KjaUaiiim Sólveig Þórðardóttir Ijósmóðir/hjúkrunarfræðingur á kostnað heilbrigðisþjónustunnar, t.d. með fleiri innlögnum á geð- og langlegudeildir, barnadeildir, áhrif þess á slysatíðni og vitjanir til heil- sugæslulækna sem gæfu vísbend- ingu um félagslega heilsu. Sameiginleg ábyrgð sam- félagsins og einstaklingsins á heilbrigði Vágestir eins og hjarta- og æða- sjúkdómar, krabbamein og síðast en ekki síst eyðni eru allt sjúk- dómar sem eru meira og minna tengdir umhverfisþáttum og eigin hegðun. Þar af leiðir að samfélagið og einstaklingurinn sjálfur ber ábyrgð á því hvernig til tekst með að halda þeim í skefjum. Lyfta þarf grettis- taki til að fræða og fyrirbyggja ef ekki á að fara verr en nú er útlit fýrir þar að lútandi. Niðurskurður eða sparnaður Auk alls þessa sem þeir er láta sig heilbrigðisþjónustuna ein- hverju varða þurfa að skoða f nýju og gömlu ljósi er að auknar kröfur eru til þessarar þjónustu um sparn- að og hagkvæmni á sama tíma og flestar visindagreinar eru að upp- götva og þróa uppfinningar sem geta skipt sköpum í þróun hinna ýmsu greina sem fljótt á litið virð- ast dýrar og fáir njóta góðs af. Þær geta samt til lengri tíma litið skipt sköpum ef vel tekst til. Það er öll- um ljóst er láta sig þessi mál einhverju varða að forvarnarstarf er árangursríkt til lengri tíma litið. En við megum ekki setja vísindi og þær hefðbundnu aðferðir, sem við höfum notað til lækninga og hjúkrunar hingað til, sem tvo and- stæða póla. Við verðum að sjá skóginn fyrir trjám. Nú, þegar öll sjúkrahús eru komin á föst fjárlög, fjárlög sem sveitarstjómir mótmæltu. Ekki vegna þess að þeim þætti miður að peningarnir kæmu úr hinum vasa ríkisvaldsins heldur hins að fjárþörf sjúkrahúsanna er mjög vanmetin. Þetta er kallað hagræðing eða sparnaður. En eftir orðanna hljóðan er þetta ekkert annað en hreinn og beinn niður- skurður til heilbrigðisþjónustunn- ar i landinu, sem hlýtur að leiða til minni þjónustu við þegnana. Það hefur verið talið að hið svokallaða daggjaldakerfi leiddi til óhóflegrar nýtingar á rúmum sjúkrahúsanna með því að fólk væri látið liggja lengur inni en þörf væri á. Mér er til efs að þessar tilgátur séu réttar því víðast hvar vantar pláss og langir biðlistar eru. En ljóst er að nú munu þeir lengjast til mikilla muna því að sjúkrahúsin hafa ekki fjármagn til að nýta allt sitt rými, hvað þá að nota ganga og annað rými sem þekkt er. Því hlýtur að þurfa að horfast i augu við nýjan vanda, sem sagt fleiri sjúkir á bið- lista. Hvað kostar slíkt? Annar þáttur þes'sa máls er hvaða áhrif þetta hefur á sjúkrahúsin ut- an Reykjavfkur sem hefur verið lagður metnaður í að byggja upp með sem víðtækasta þjónustu. Ekki er óliklegt að þessi ráðstöfun leiði til enn meiri fólksflótta til Reykjavíkursvæðisins. Svo kannski þarf Davíð að byggja ann- an Borgarspítala til að selja ríkinu. Að lokum þetta Ljóst er að nauðsynlegt er að endurmeta flest það sem við höfum verið að vinna að á liðnum árum í þessum efnum. Þótt það sé ekki sannfæring mín að niðurskurðar sé þörf til þessa félagslegu þátta sem heilbrigðisþjónustan er. Menn gleyma því æði oft að góð heilsa skilar arði. En nauðsynin byggist á reynsl- unni sem við höfum aflað okkur, breyttum þjóðfélagsháttum, auk- inni tækni og síðast en ekki síst nauðsyn þess að efla forvarnarstarf hvers konar, fræðslustarf og kennslu. Allt þetta gerir þær kröfur til allra er málið varðar að vinna saman að því markmiði að auka heilbrigði og vellíðan landsmanna. Til að því markmiði verði náð verða eigin hagsmunir oft að víkja. Sólveig Þórðardóttir Höfundur er ljósmóðir og hjúkrunarfræðing- ur, nr. 10 á lista Alþýðubandalagsins á Reykjanesi. „Þetta er kallað hagræðing eða sparnað- ur. En eftir orðanna hljóðan er þetta ekkert annað en hreinn og beinn niður- skurður til heilbrigðisþjónustunnar í landinu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.