Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. DV og hin blöðin Vikurnar fyrir kosningar sýna alltaf bezt yfirburði DV yfir hin blöðin. Þá sjá blaðalesendur betur en ella, hve mikið gildi frjáls og óháður fjölmiðill hefur. DV hefur ekki slegið slöku við í umfjöllun um kosningabar- áttuna og ágreiningsefni flokkanna. Þannig hefur DV verið miklu líflegra en önnur blöð, sem hafa setið föst sem tæki flokksvélanna. Almenningur kýs að sjálfsögðu hressa frásögn og óhlutdræga umfram einlita blaðamennsku annarra blaða. Munurinn á að sjálfsögðu við á öllum tímum, en hann verður skýrastur, þegar spenna kosninga setur hin blöðin meira úr skorðum en ella. Ekki þarf að fara mörgum orðum um blaðamennsku Tímans, Þjóðviljans og Alþýðublaðsins í þessu sambandi. Þar er ekki um annað hugsað en hvað geti orðið viðkomandi flokki til mestrar fylgisöflunar. Morgunblaðið reynir oft á tíðum að þykjast óhlutdrægur fjölmiðill. Þó skín flokksholl- ustan jafnan í gegn. En fyrir kosningar verður eðli Morgunblaðsins lýðum ljóst. Það gerist alltaf en hefur fyrir þessar kosningar gerzt skýrar en stundum áður. Því veldur klofningur Sjálfstæðisflokksins. Morgun- blaðið hefur síðustu vikur talið skyldu sína að berjast sem ötulast fyrir Sjálfstæðisflokkinn og ráðast sem ákafast á þá, sem klufu þann flokk. DV er eina blaðið, sem er frjálst og óháð gagnvart flokkum. DV segir frétt- ir af því, sem er að gerast í pólitíkinni, án tillits til þess, hvort það kemur einhverjum flokki eða flokkum vel eða illa. DV sendir blaðamenn sína á framboðsfundi í öllum kjördæmum og segir óhlutdrægt frá stöðu mála í kjör- dæmunum. DV gefur öllum listum jafnan hlut í blaðinu í Reykjaneskjördæmi, þar sem ekki eru framboðsfundir. DV heldur á morgun, þriðjudag, almennan fund í Reykjavík, þar sem fulltrúar allra lista etja saman hest- um sínum. Með því fyllir DV upp í skarð í framboðs- kynningu í borginni. Blaðið hefur fylgzt með vinnustaðafundum og sagt hlutlaust frá. DV hefur full- trúa flokkanna á beinni línu, þar sem almenningur getur hring beint í forystumennina með hugðarefni sín. Með tíðum skoðanakönnunum hefur DV getað sagt fólkinu, hvernig landið liggur. Skoðanakannanir hafa mikið gildi, séu þær vel gerðar. Þær eru meðal mikilvægustu frétta. Ótal kjallaragreinar hafa birzt í blaðinu eftir forystu- menn hinna ýmsu lista og aðra. Aðeins áköfustu fylgismenn ákveðinna stjórnmála- flokka gætu viljað hafa þetta öðruvísi. Hér á landi hefur sú þróun gengið seint, að blöðin yrðu frjáls og óháð. Sitthvað hefur þó breytzt síðustu árin. Til eru þeir, sem gera mikið úr breytingum, sem orðið hafa til dæmis á Morgunblaðinu. Þeir nefna, að nú geti í því blaði birzt greinar eftir menn úr öðrum flokkum en Sjálfstæðis- flokknum og auglýsingar frá öðrum flokkum. En þessi þróun Morgunblaðsins er alltof skammt á veg komin til þess að blaðið fylgist með tímanum. DV er því eina blaðið, sem með sanni kallast frjálst og óháð. Þetta er meginorsök viðgangs DV að undan- förnu. Þetta sést bezt, þegar á reynir. Að öllu samanlögðu ætti hverjum landsmanni að vera ljósir yfirburðir DV í þessum efnum. Haukur Helgason. Hvers vegna getum við ekki sagt upp áskrift að Ríkissjónvarpinu? Það bar til tíðinda íbstudaginn 3. apríl síðastliðinn, að fréttastjóri Rík- issjónvarpsins, Ingvi Hrafri Jónsson að nafiii, lagði hálfan fréttatímann undir „frétt“ um, að ríkisstjómin Eymd félagshyggjunnar Kjallarmn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor málum og ólíkum stefnum í lands- málum. Auðvitað vilja allir, sem hafa at- vinnu af að eyða almannafé, fá meira í sinn hlut. Og vitanlega geta þeir allir fært einhver rök fyrir því, að fjárveitingar til þeirra sjálfra þurfi að hækka. En hin hliðin á málinu gleymist oftar en ekki. Hún er, að einhver annar greiðir það, sem ríkis- starfsmaðurinn eyðir. Ef afhotagjöld Ríkisútvarpsins hækka, þá er óhjá- kvæmilega minna eftir í vösum okkar venjulegra borgara. Og þegar greiðandinn þegir, en eyðandinn lætur gamminn geisa í fjölmiðlum, er því miður hætt við, að meira sé eytt en minna. Frjálsar áskriftir og nauðung- aráskriftir í öðru lagi var þessi „frétt“ vill- andi í þeim skilningi, að áskriftir að ef þú ert ekki ánægður með hana. Og þetta er að sama skapi gallinn við ríkisrekstur. Þú verður að sætta þig við þjónustu ríkisstofnana, hvort sem þér líkar betur eða verr, en af- leiðingin er sú, að starfsmenn þessara stofnana missa það aðhald, sem frjálst val neytenda veitir. Trúnaðarbrestur Ég skal fúslega viðurkenna, að færa má rök fyrir því að skylda þá, sem eiga sjónvarpstæki, til að greiða til Ríkissjónvarpsins, jafiivel þótt blaðalesendur væru ekki neyddir til að gerast áskrifendur að Morgun- blaðinu. Þessi rök eru, að Ríkissjón- varpið sinni þeim þörfúm landsmanna, sem einkastöðvunum sé ekki treystandi til þess að fúll- nægja, til dæmis þeim, sem við getum kallað samþarfir okkar fyrir menn- ingarefni. Eg er að vísu ekki viss „Fréttastofa Ríkissjónvarpsins hefur greinilega tapað samkeppni við frétta- stofu Stöðvar 2, sem hefur staðið sig afburðavel í fjölmiðlafári síðustu vikna.“ léti nú sverfa til stáls gegn Ríkissjón- varpinu, þar sem hún hefði neitað því um hækkun afnotagjalda. Farið var með málið eins og regin- hneyksli, langt viðtal birt við útvarpsstjóra, sem varði auðvitað hagsmuni stofriunar sinnar, og birt línurit, sem áttu að sýna, að afnota- gjöld af Ríkissjónvarpinu (og hljóð- varpinu) hefðu ekki hækkað nærri því eins mikið og áskriftargjöld að Morgunblaðinu annars vegar og Stöð tvö hins vegar. Þessi „frétt“ varð mér umhugsunarefhi af ýmsum ástæðum, sem ég ætla að leyfa mér að deila með lesendum í þessari grein. Greiðendur og eyðendur I fyrsta lagi átti þessi „frétt“ það sammerkt með mörgum öðrum, er fréttastofa Ríkissjónvarpsins hefúr birt um dagana, að þar var aðeins talað við eyðendur þess fjár, sem um er að ræða. Greiðendur - ég og þú, lesandi góður - voru hins vegar ekki virtir viðlits. Fréttastjórinn hafði ekki einu sinni fyrir því að tala við einhvem úr ríkisstjóminni. Þetta er auðvitað ekkert annað en argasta hlutdrægni og raunar skýlaust brot á útvarpslögunum, sem leggja frétta- mönnum þá skyldu á herðar að gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögnum af einstaklingum, flokkum, einstökum Morgunblaðinu og Stöð tvö erú ekki sambærilegar við afhotagjöld af sjónvarpi og hljóðvarpi ríkisins. Menn ráða því sjálfir, hvort þeir gerast áskrifendur að Morgunblað- inu og Stöð tvö. En þeir verða að greiða afhotagjald til Ríkissjón- varpsins, ef þeir eiga sjónvarpstæki, jafhvel þótt þeir vilji hvorki sjá né heyra í Ingva Hrafhi Jónssyni og hans líkum. Ef þeir greiða ekki af- notagjaldið, þá er tæki þeirra innsi- glað með fógetavaldi. Hið sama er að segja um hljóðvarpið: ég nota útvarpstækið mitt til þess eins að hlusta á Bylgjuna og Utrás, en þarf samt að greiða afhotagjald til hljóð- varps ríkisins. Fyrir skömmu skrifaði ég einmitt grein hér í blaðið, þar sem ég kast- aði frám þeirri spumingu, hvaða réttlæti væri í afnotagjöldum án af- nota. Ég hef engin svör fengið. En núverandi fyrirkomulag er líkast því, ef allir landsmenn yrðu að vera áskrifendur að Morgunblaðinu, hvort sem þeim líkaði betur eða verr, en mættu síðan af sérstakri náð stjómvalda vera áskrifendur að öðr- um blöðum, til dæmis DV eða Þjóðviljanum, og greiða auðvitað aukalega fyrir það. Meginkosturinn við fijálsa samkeppni er, að þú getur sagt þjónustu einkafyrirtækja upp, um, að þessi rök standist. En segjum svo rökræðunnar vegna, að þau séu gild. Þá leiðir af því, að Ríkissjón- varpið hefur miklu ríkari skyldur til þess að halda sig við það, sem allir landsmenn geta sætt sig við, heldur en einkastöðvamar. En því miður hefur Ríkisstjón- varpið ekki gert þetta síðustu vikumar. Með því að gerast sérstak- ur blaðafulltrúi Alberts Guðmunds- sonar hefur Ingvi Hrafn Jónsson misst traust þeirra 85% landsmanna, sem fylgja Albert ekki að málum samkvæmt skoðanakönnunum (fyrir utan það, að hann hefúr tvímæla- laust brotið útvarpslögin). Frétta- stofa Ríkissjónvarpsins hefur greinilega tapað samkeppninni við fréttastofu Stöðvar tvö, sem hefur staðið sig afburðavel í fjölmiðlafári síðustu vikna. Trúnaðarbrestur hef- ur orðið á milli fréttastofu Ríkissjón- varpsins og þeirra íslendinga, sem láta ekki tilfinningamar hlaupa með sig í gönur. En hvers vegna megum við, sem kærum okkur ekki um þjón- ustu þessarar stofhunar, á meðan þessu fer fram, þótt við viljum hins vegar gjaman notfæra okkur þjón- ustu frjálsu stöðvanna, ekki segja Ríkissjónvarpinu upp eins og við megum segja upp Morgunblaðinu eða Þjóðviljanum? Hannes Hólmsteinn Gissurarson. „Með því að gerast sérstakur blaðafulltrúi Alberts Guðmundssonar hefur Ingvi Hrafn Jónsson misst traust þeirra 85% landsmanna, sem fylgja Albert ekki að málum samkvæmt skoðanakönnunum (fyrir utan það, aö hann hefur tvímælalaust brotið útvarpslögin)."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.