Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 40
56 Andlát Willy Hanssen trúboði, sem lést aðfaranótt sunnudagsins 5. apríl, verður jarðsunginn frá kirkju Fíla- delfíusafnaðarins í dag, mánudaginn 13. apríl, kl. 13.30. Hermann G. Hermannsson tré- smíðameistari, Melgerði 13, Reykja- vík, áður Njálsgötu 92, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu 14. apríl 1987 kl. 15. Guðjón S. Gíslason múrari, Klepps- vegi 56, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 14. apríl kl. 13.30. Jóhanna Guðjónsdóttir, Víði- hvammi 18, sem lést á hjúkrunar- BILALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVIK:.91-31815/686915 AKUREYRI:......96-21715/23515 BORGARNES:............93-7618 BLÖNDUÓS:........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:......95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:........96-71489 HÚSAVÍK:.......96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:..........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI:......97-8303 interRent CB FORHITARAR MIÐSTÖÐVARHITARAR og NEYSLUVATNSHITARAR IWIest seldu FORHITARAR landsins ÁVALLT TIL Á LAGER. f SOLVHÖLSGOTU 13 - 101 REYKJAVlK. SlMI (91) 20680 VERSLUN: ARMOLA 23. UMBOD: VÖKVALAGNIR, SELFOSSI. heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 7. apríl, verður jarðsungin frá Kópa- vogskirkju miðvikudaginn 15. apríl kl. 15. Hjálmtýr Hallmundsson, Ljós- vallagötu 28, lést í Landspítalanum aðfaranótt 8. apríl sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. apríl kl. 10.30. THkyimingar Leðuriðjan hf. í nýtt húsnæði. Leðuriðjan hf. varð 50 ára á sl. ári. Það fer því vel á því að á þessum tímamótum hefur fyrirtækið eignast eigið húsnæði í fyrsta sinn á hálfrar aldar ferli sínum. Hið nýja húsnæði er að Hverfisgötu 52, 2 hæð. Allt frá stofnun fyrirtækisins hefur það verið stærsti aðilinn hérlendis sem fram- leitt hefur leðurvörur. Atson seðlaveskin eru helsta framleiðsluvara fyrirtækisins, en þau eru seld í verslunum um allt land, auk þess sem flestir bankar hafa þau á boðstólum fyrir viðskiptavini sína. Aðrar framleiðsluvörur eru seðlaveski af ýmsu tagi, m.a. buddur, greiðslukortaveski, kventöskur, sendlatöskur, skjalatöskur, lyklaveski, skrifborðshlífar, ráðstefnu- möppur, matseðlamöppur fyrir veitinga- hús, hótelmöppur, belti og margt fleira. Þá hefur Leðuriðjan hf. tekið að sér við- gerðir á leðurfatnaði. Stofnandi fyrirtæk- isins og aðaleigandi til dánardags var Atli R. Ólafsson. Framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins er Nanna Mjöll Atladóttir og formaður stjómar hlutafélagsins og yfir- verkstjóri er Margrét S. Bjarnadóttir, sem starfað hefur hjá fyrirtækinu um áratuga- skeið. Fyrirtækið hefur verið til húsa víðs vegar um borgina, nú síðustu árin á Kleppsmýrarvegi 8. Sennilega muna þó flestir eftir fyrirtækinu í Brautarholti 4, þar sem það var í ein tuttugu ár. Með auknu rými og fyrirhuguðum auknum vélakosti getur Leðuriðjan hf. nú þjónað viðskiptavinum sínum mun betur en áður auk þess sem hún kemst nú nær hringiðu borgarlífsins. Nýtt símanúmer fyrirtækis- ins í Hverfisgötu 52 er 21454. Orgeltónleikar í Dómkirkjunni Dómorganisti Marteinn H. Friðriksson mun leika verk eftir J.S. Bach á orgel kirkjunnar þriðjudaginn 14. apríl kl. 20.30. Þessir tónleikar eru hluti af flutningi allra verka J.S.Bach sem íslenskir orgelleikarar hófu á afmælisári meistarans 1985. Á efnis- skrá tónleikanna verða prelúdía og fúga í f- moll, prelúdía og fúga í e-moll, partíta í f-moll, tríó í c -moll og sex sálmaforleik- ir. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Kór Langholtskirkju flytur Jóhannesarpassíuna eftir Bach. Á skírdag og föstudaginn langa, 16. og 17. apríl, flytur kór Langholtskirkju Jóhann- esarpassíuna eftir Jóhann Sebastian Bach. Fimm einsöngvarar og kammersveit flytja yerkið með kórnum. Jóhannesarpassían jverður flutt kl. 20 á skírdag og kl. 15 föstu- daginn langa. Einsöngvarar eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sólveig M. Björl- ing, Kristinn Sigmundsson, Viðar Gunn- arsson og Michael Goldthorpe. Michael Goldthorpe kemur hingað til lands sér- staklega til að syngja guðspjallamanninn ií verkinu. Goldthorpe er þekktur fyrir Iflutning í því hlutverki. Konsertmeistari ier Júlíana Elín Kjartansdóttir og stjórn- andi Jón Stefánsson. Miðar eru seldir í íístóni, Eymundsson og Langholtskirkju. Námskeið í akstri og meðferð dráttarvéla Eins og undánfarin ár verður haldið nám- skeið í akstri og meðferð dráttarvéla að Dugguvogi 2 í Reykjavík dagana 29. apríl til 4. maí nk. Námskeiðið er tvíþætt: For- námskeið fyrir 14 og 15 ára nemendur og dráttavélanámskeið fyrir 16 ára og eldri. Fornámskeiðið stendur yfir í 6 kennslu- stundir og kostar kr. 1.100. Námskeið hinna eldri verður 11 stundir og kostar með öllu kr. 4.000. Það eru sjö aðilar sem standa fyrir námskeiðshaldinu. Innritun fer fram á námskeiðsstað, Dugguvogi 2 (við Elliðavog), föstudaginn 24. apríl, mánudaginn 27. apríl og þriðjudaginn 28. apríl kl.16-18.30. Þátttökugjald greiðist við innritun. Tilgangur námskeiðsins er fyrst og fremst sá að auka öryggi og akst- urshæfni unglinga en einnig að stuðla að hagkvæmari vinnubrögðum og bættri meðferð þeirra á vélunum. Nánari upplýs- ingar eru veittar hjá Umferðarráði í síma 27666 eða Búnaðarfélagi Islands í síma 19200. Rakarastofan Klapparstíg Hárgreiðslustofan Klapparstíg Simi 12725 Tímapantanir 13010 i i i i i i i I i i i i i -j MÁNUDAGUK 13. APRÍL 1987. í gærkvöldi___________________________________________________pv Jónína Michaelsdóttir markaðsráðgjafi Renata Scotto eftirminnileg framt að standa vörð um flölskyldu- líf sitt. Renata Scotto verður vafa- laust eftirminnileg öllum sem sáu þennan þátt. Vegur Stöðvar 2 fer vaxandi og það er ekki síst fyrir þætti og viðtöl Jóns Óttars og annarra um menn- ingarmál sem sum eru, að mínu mati, ásamt Stiklum Ómars Ragn- arssonar, það athyglisverðasta sem hér hefur sést í sjónvarpi. Einnig hafa þættir, þar sem ijallað er af íúllri einurð en án tilfinninga- semi um viðkvæm feimnismál, verið virðingarverðir og hafa í sumum til- vikum eílaust gert umtalsvert gagn. En miklu varðar að fara gætilega með slíkt efiii svo það verði ekki til þess að kveikja hugmyndir og vekja upp óværu í stað þessa að kveða hana niður. Helgardagskráin fór að mestu fram hjá mér að þessu sinni. Ég hlustaði ekkert á útvarp og horfði lítið á sjónvarp, fylgdist með fréttum á Stöð 2 í gærkvöldi og þótti mark- verðust umíjöllumn um ríkissak- sóknara og kærumar í Hafskipsmál- inu. Það er einkum athyglisvert að spumingamar, sem leitað var svara við, skuli ekki hafa vaknað fyrr hjá fréttamönnum. Ég hafði mikla ánægju af viðtali Jóns Óttars við Renötu Scotto. Mér þótti áhugavert að kynnast persónu- legum viðhorfúm söngkonunnar eftir að hafa heyrt hana syngja í Háskólabíói daginn áður. Þessi mik- ilhæfa kona leiftrar af lífi og starfs- gleði og þykir eitt líf allt of stutt fyrir það sem hún á eftir að koma í verk. Henni hefur tekist að verða og vera 'alþjóðleg stjama en jafn- Jónína Michaelsdóttir Lífið er lag Safnplatan Lífið er lag inniheldur 12 vin- sæl íslensk og erlend lög, sem öll njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. Á plötunni eru 12 lög, þar af níu flutt af ís- lenskum flytjendum. Fjögur þeirra: Lífið er lag með Model, Norðurljós með Eyjólfi Kristjánssyni, Sofðu vært með Diddú og Aldrei ég gleymi með Ernu Gunnarsdóttur eiga það öll sameiginlegt að vera úr Söngvakeppni sjónvarpsstöðva 1987. Greifarnir eiga lagið Þyrnirós. Vormenn- irnir syngja lagið Átján rauðar rósir. Bubbi Mortens og MX21 eiga lagið Skytt- an á þessari safnplötu. Þá má nefna endurgerð lagsins No Limit með Mez- zoforte sem var endurunnið að mestu leyti í New York fyrir skömmu. Lagið Vopn og verjur flytja Varnaglarnir. Erlendu lögin eru topplögin, Everything I Own með Boy George og Respectable með systrunum Mel og Kim auk lagsins Mary’s Prayer með hinu efnilega tríói Danny Wilson. Umslagið hannaði Auglýsingastofa Ernst J. Backman og Prisma sá um prentun. Steinar hf. gefa plötuna út. Hið íslenska biblíufélag minnir á Biblíuna á þessum tíma árs, tíma ferminganna. Biblían fæst í bókaverslun- um, hjá kristilegu félögunum og í Guð- brandsstofu, Hallgrímskirkju. Opið föstudaga kl. 10-12. Sími 17803. Kvenfélag Breiðholts heldur fund í Breiðholtsskóla mánudaginn 13. þessa mánaðar kl. 20.30. Snyrtivöru- kynning og kaffiveitingar. Páskaferðir Útivistar 16.-20. apríl. 1. Þórsmörk 5 og 3 dagar. Gist í Útivistar- skálunum Básum. 2. Öræfi-Skaftafell-Kálfafellsdalur. 5 dagar með dagsferð með snjóbíl á Vatna- jökul. 3. Snæfellsnes-Snæfellsjökull. 3 og 5 dag- ar. Gist á Lýsuhóli. Sundlaug. 4. Gönguskíðaferð í Esjufjöll. 5 dagar. Gist í skála. Uppl. og farm. á skrifst. Gróf- inni 1, símar: 14606 og 23732. Sjáumst. Leitarmenn gera sig klára fyrir jöklaferð á miðnætti í nótt. Skátar leita að skátum á Langjókli Fjörutíu manna lið hjálparsveita- manna á sjö snjóbílum og vélsleðum leituðu í morgun að tíu félögum sínum sem lentu í hrakningum á Langjökli um helgina. Hafði ekkert heyrst til þeirra frá því á hádegi á sunnudag þar til á ellefta tímanum í morgun er loks náðist samband. Höfðu mennimir þá komið sér fyrir í snjóhúsi, vom við góða heilsu og biðu aðstoðar. Mennimir tíu, sem leitað var að, lögðu á Langjökul á þremur vélsleðum á föstudagskvöldið og hugðust fara norður jökulinn. Á hádegi á laugardag lentu tveir sleðanna fram af snjó- hengju með mönnum en enginn slasaðist og sleðamir reyndust í lagi er að var gáð. Fjórir mannanna urðu eftir til að freista þess að ná sleðunum upp en félagar þeirrí héldu í skála í Fjallkirkju er liggur á móts við Hrút- fell og voru komnir þangað síðdegis á laugardag. Skömmu síðar versnaði veður mjög og samband við mennina varð slitrótt. Þeir eru mjög vel búnir, með tjöld og svefnpoka, og hafa því aldrei verið taldir í neinni hættu. Á hádegi í gær lagði snjóbíll frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík á Langjökul af Lyngdalsheiði með nokkra menn innanborðs og á mið- nætti vom enn fleiri kallaðir til úr hjálparsveitum á Suðurlandi og af Reykjavíkursvæðinu, alls sex snjóbíl- ar og vélsleðar. Skiptu þeir liði, annar hópurinn hélt á Langjökul af Lyng- dalsheiði en hinn ók inn á Kjöl frá Gullfossi og þaðan upp á jökulinn. Er DV fór í prentun skömmu fyrir hádegi höfðu leitarmenn enn ekki náð til snjóhússins þar sem hinir týndu héldu sig. I samtölum gegnum talstöð við leitarmenn sögðust þeir hafa farið fram af einni snjóhengjunni enn og því talið þann kost vænstan að halda kyrru fyrir. Dimmviðri hefti mjög ferð leitarmanna í morgun og sögðust þeir ekki vita hvort þeir færu fram eða aftur. Reyndar sæju þeir ekki handa sinna skil þama á Langjökli. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.