Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 42
58 MÁNUDAGUR 13. APRIL 1987. Sljómmál A-listi Alþýðuflokksins: LKarvel Pálmason, alþingismaður, Traðarstíg 12, Bol- ungarvík. 2.Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastj., Ljárskógum 19, Reykjavík. 3. Björn Gíslason, byggingameistari, Brunnum 18, Pat- reksfirði. 4. Unnur Hauksdóttir, húsmóðir, Aðalgötu 2, Súðavík. 5. Kolbrún Sverrisdóttir, verkakona, Árvöllum 4, ísafirði. B-listi Framsóknarflokksins: 1 .Ólafur Þ. Þórðarson, alþingismaður, Reykholti, Borgar- firði. 2. Pétur Bjarnason, fræðslustjóri, Árholti 5, ísafirði. 3. Jósep Rósinkarsson, bóndi, Fjarðarhorni, Hrútafirði. 4. Þórunn Guðmundsdóttir, skrifstofumaður, Löngubrekku 16, Kópavogi. 5. Magdalena Sigurðardóttir, fulltrúi, Seljalandsvegi 38, isafirði. D-listi Sjáifstæðisflokksins: 1 .Matthías Bjarnason, ráðherra, ísafirði. 2. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþm., Reykjavík. 3. Einar Kr. Guðfinnsson, útgerðarstjóri, Bolungarvík. 4. Ólafur Kristjánsson, skólastjóri, Bolungarvík. 5. Kolbrún Halldórsdóttir, verslunarstjóri, ísafirði. G-listi Alþýðubandalagsins: LKristinn H. Gunnarsson, skrifstofumaður, Hjallastræti 24, Bol- ungarvík. 2. Magnús Ingólfsson, bóndi, Vífilsmýrum, Önundarfirði. 3. Þóra Þórðardóttir, húsmóðir, Aðalgötu 51, Suðureyri. 4. Torfi Steinsson, * skólastjóri, Krossholti, Barðastrandar- hreppi. 5. Reynir Sigurðsson, sjómaður, Seljalandsvegi 102, ísafirði. v M-listi Flokks mannsins: 1 .Þór Örn Víkingsson, Miðtúni 54, Reykjavik. 2. Þórdís Una Gunnarsdóttir, Aðalstræti 14, Patreksfirði. 3. Hrefna Ruth Baldursdóttir, Stórholti 15, ísafirði. 4. Pétur Hliðar Magnússon, Þjóðólfsvegi 14, Bolungarvík. 5. Birgir Ingólfsson, Aðalstræti 51, Patreksfirði. A S-listi Borgaraflokksins: LGuðmundur Yngvason, framkvæmdastjóri, Reynigrund 39, Kópavogi. 2. Bella Vestfjörð, Aðalgötu 2, Súðavík. 3. Atli Stefán Einarsson, námsmaður, Hjallavegi 1, isafirði. 4. Haukur Claessen, hótelstjóri, Höfðagötu 1, Hólmavík. 5. Halldór Ben Halldórsson, bankastarfsmaður, Skipasundi 21, Reykjavík. V-listi Samtaka um kvenna- lista: 1 .Sigríður Björnsdóttir, kennari, Sundstræti 28, ísafirði. 2. Arna Skúladóttir, hjúkrunarkona, Túngötu 2, Suður- eyri. 3. Guðbjörg Anna Þorvarðardóttir, héraðsdýralæknir, Borgabraut 11, Hólmavík. 4.Sigríður Steinunn Axelsdóttir, kennari, Neðstakaupstað, ísafirði. 5.Þórunn Játvarðardóttir, starfsstúlka, Reykjabraut 3, Reyk- hólum, A-Barðastr.s. Þ—listi Þjóðarflokksins: 1 .Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, skrifstofumaður, Holti, Hnífsdal, ' ísafirði. 2.Sveinbjörn Jónsson, sjómaður, Hjallavegi 21, Suðureyri. 3. Halldóra Játvarðardóttir, bóndi, Miðjanesi, Reykhólasveit. 4. Þormar Jónsson, sjómaóur, Sigtúni 51 B, Patreksfirði. 5. Jón Magnússon, skipstjóri, Holtsgötu 3, Drangsnesi. Greinilegt er að gamla fundarformið, þar sem frambjóðendur stjómmála- flokkanna koma saman á fundi og rífast nokkuð, er enn vinsælt. Hátt í tvö hundruð manns komu á almennan stjórnmálafund í félagsheimili staðar- ins á miðvikudagskvöldið, þar sem frambjóðendur létu gamminn geisa. Að vísu hefði fundurinn mátt vera fjör- ugri en þegar framboðslistamir em orðnir 8 og tveir til þrír ræðumenn frá hverjum er það sem fyrsti ræðumaður sagði gleymt þegar sá síðasti talar. „Þetta er orðið hundleiðinlegt með öllum þessum ræðumanna§ölda,“ sagði sá gamalreyndi stjómmálamað- ur Matthías Bjamason. Matthías er frægur fyrir að hleypa lífi í svona fundi en honum tókst það varla nú. Undir lokin lifhaði þó aðeins yfir mönnum, einkum þeim hinum reyndari stjórn- málamönnum. Annaðgildismat Fyrsti ræðumaður kvöldsins var Ama Skúladóttir, 2. maður á V-lista Samtaka um kvennalista. Hún sagði að framboð kvenna fyrir 4 árum hefði sannað ágæti sitt og mótmælti þvi sem sumir héldu fram að framboð Kvenna- listans væri tímaskekkja. Það hefði sýnt sig að margt hefði áunnist við kvennaframboðið. „Nú leggja allir flokkar mikið upp úr þvi að fá konur til liðs við sig og er það vel,“ sagði Ama. Þá mótmælti hún því sem oft Gísli Ólafsson bar fram nokkrar spurningar úr sal. Matthías Bjarnason: Sighvatur um- gengst sannleikann frjálslega. væri haldið fram að barátta kvenna fyrir frelsi sínu væri fólgin í þvi að verða eins og karlmenn og hugsa eins og þeir. Þannig væri það ekki. „Við viljum hafa sama rétt og karlmenn en við vitum að við höfum annað gildis- mát en þeir,“ sagði Ama. Það væri hvorki betra né verra en það væri öðruvísi. Ama ræddi um aðstöðuleysi og ein- angrun sem fólk á Vestfjörðum byggi við og sem leiddi til fólksflótta úr kjör- dæminu. Gegn þessu sagði hún Kvennalistann vilja berjast. Siðan rakti hún helstu stefnumál Kvenna- listans í þessum kosningum. Fólkið skilur okkur Næst tók til máls Bella Vestfjörð, 2. maður á S-lista Borgaraflokksins. Bella sagði að oft velti lítil þúfa þungu hlassi því að á nokkrum klukkutímum hefði Borgaraflokkurinn orðið til. Hann væri flokkurinn sem fólkið hefði beðið eftir. „Fólkið skilur okkur," ber þjónusta og skattamál réðu hér miklu um. Þessi ríkisstjóm, sem nú er að láta af völdum, hefði ekki haldið svo á málum að landsbyggðin geti við unað. Birni varð tíðrætt um fiskveiði- stefnu stjórnvalda, sem hefði leikið Patreksfirðinga grátt. Sagði hann bol- fiskafla hafa dregist saman um 40% á Patreksfirði síðan kvótakerfið var sett á. „Kvótakerfið er versta plága sem yfir okkur hefúr gengið af mannavöld- um,“ sagði Bjöm Gíslason. Erlendir markaðir brugðust Jósep Rósinkarsson, 3. maður á lista Framsóknarflokksins, ræddi fyrst og fremst um landbúnaðarmál. Hann sagði erlenda markaði hafa bmgðist, þjóðinni fjölgað minna en áætlað hefði verið og því hefði innlendur markaður fyrir landbúnaðarafurðir ekki aukist svo sem vænta hefði mátt. Lýsti hann því næst hvemig Jón Helgason hefði beitt sér fyrir breytingum á búvömlög- um og jarðræktarlögum. Hann hefði beitt sér fyrir því að beina fjármagni til nýrra búgreina, svo sem ullarkan- ínuræktar og loðdýraræktar, sem mestar vonir væm bundnar við. Hann bar lof á Jón Helgason sem land- búnaðarráðherra og vel myndi bændum famast undir hans stjórn. Hann sagði Jón Baldvin og Alþýðu- flokkinn vera óvini bændastéttarinn- ar. Fjölskyldan í fyrirrúmi Þá kom í pontu Þóra Þórðardóttir, 3. maður á lista Alþýðubandalagsins. Henni varð tíðrætt um þá hættu sem þjóðinni stafaði af frjálshyggjunni. Hún sagði að sú ríkisstjórn, sem nú væri að fara frá, hefði gleymt fjölskyld- unni. Síðan lýsti hún Alþýðubanda- laginu sem félagshyggjuflokki sem setti fjölskylduna ; öndvegi og vildi hækka lífeyri og lágmarkslaun í 35-45 þúsund krónur á mánuði. Tekjuskatt- leysismörkin yrðu við 50 þúsuhd króna mánaðarlaun og að allir fengju mennt- un við sitt hæfi. Hún krafðist kjam- orkuvopnalausra Norðurlanda og að Íslandí yrði herlaust og friðlýst. Þetta sagði hún skilja Alþýðubandalagið frá öðrum flokkum. Lofa að gera mitt besta Matthías Bjamason samgönguráð- herra, 1. maður á lista Sjálfstæðis- flokksins, rakti i sinni ræðu það sem núverandi ríkisstjóm hefði gott gert og það sagði hann vera mjög margt. Hann nefndi Breiðafjarðarferju, sem væri að koma, vegaframkvæmdir á Vestfjörðum, nýja flugstöð á Patreks- firði, brú yfir Vatnsdalsá og fleira nefhdi hann til sögunnar. „Það er margt ógert enn og ég er ekki hingað kominn til að lofa ykkur gulli og græn- um skógum þótt kosningar séu fram undan en ég lofa ykkur að gera mitt besta á Alþingi fyrir Vestfirði," sagði Matthías. Matthías sagði að það dytti engum í hug að halda að kvótakerfið, sem rennur út í haust, verði samþykkt á Alþingi óbreytt. „Ég vil breyta þessu Sighvatur Björgvinsson: Karvel víkur ekki fyrir mér af þingi. sagði Bella og benti á að skoðana- kannanir sýndu að fólk úr öllum stjómmálaflokkum flykktist í Borg- araflokkinn. Þar væri einstaklingur- inn í öndvegi, stefiian væri drengileg og mannúðleg og flokkurinn víðsýnn umbótaflokkur. Hún ræddi um fólksflóttann af Vest- fjörðum sem yrði að stöðva. Byggja yrði íbúðir fyrir aldrað fólk, afnema yrði kvótakerfið í sjávarútvegi og landbúnaði. Hækka ætti kaup bænda, endurskoða yrði húsnæðislánakerfið og skipuleggja yrði meðferð fjár- magnsins. Þessu næst las hún nokkuð upp úr stefnuskrá Borgaraflokksins. Kratar vilja ekki kvóta Þriðji maður í pontu var Bjöm Gíslason, 3. maður á lista Alþýðu- flokksins. Hann byrjaði á að lýsa því hve landsbyggðin hefði farið halloka á síðustu misserum, sem aftur hefði leitt til fólksflutninga af landsbyggð- inni suður í þéttbýlið. Hann sagði að stefna stjómvalda á hverjum tíma hefði hér mikil áhrif. Launamál, opin- Ólafur Þórðarson: Jónas lýgur í 365 daga um landbúnaðinn. DV á framboðsfundi á Patreksfirði: „Með Ólaf Þórðar- son á lærinu“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.