Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987. 21 Tónlist Eyjólfur Melsted raunverulega líf. Náðarvald hennar yfir áheyrendum sínum var slíkt að það bókstaflega geislaði af henni og hún kunni vissulega að veita áheyr- andanum hlutdeild í listrænni sigur- vímu sinni. Endurfundir við goðsögn Það var ,því (og lái mér hver sem vill) með blendnum huga að ég fór á tónleikana í Háskólabíói. Fyrr hefur maður orðið íyrir því að hlýða á söngv: ara sem maður dáði takmarkalítið og verða fyrir vonbrigðum með endur- fundina við þá goðsögn sem maður hafði búið til með sjálfum sér. Og það varð ýmislegt til að koma manni í gott skap. Djúplúðramir komu til dæmis hárfínt samtaka og blíðóma inn í byrjun Nabucco forleiks- ins. Þótt þeir ættu eftir að ruglast svolítið í hrynmyndinni síðar náðu þeir þó alltént að kitla taugamar þægilega í byrjun. Almennt séð var hljómsveitin í fínu formi og átti á stundum virkilega glanskafla en hefði mátt vera jafnbetri í leik sínum. Yfir- bragðið var, eins og alltaf þegar Barbacini stendur á stjómpalli, með öllum þeim andblæ ópersuviðsins sem á annað borð er hægt að koma yfir á konsertformið. Slík er útgeislunin enn Og það varð enginn fyrir vonbrigð- um með Renötu Scotto. Ekki einu sinni þeir sem féllu fyrir söngsjarma þessarar „óperudívu" fyrir drjúglöngu síðan. Röddin hefur að vísu breyst. í stað ferskleika æskunnar er kominh annar blær, sem byggir á reynslu, kunnáttu og tækni, en sem þrátt fyrir allt geislar út þessum gamla sjarma. Hvemig hún hefúr svo fullkomið vald, sama á hvem þáttinn er litið, yfir túlk- un aría á borð við „Morro, ma prima grazia“ og „Salce, salce“, eða „Sola, perduta, abbandonata" er frábært. Einmitt það sem skilur á milli meðal- söngvarans og stjömunnar. Svo gaukaði hún „Vissi d’arte“ sem auka- getu að yfir sig hrifnum áheyrendum og þá læddist að undirrituðum þessi gamla kunnuglega tilfinning, hvemig „La Scotto“ gat haldið hugföngnum Itölsku sópransöngkonunni Renötu Scotto var geysivel fagnað eftir tónleika hennar með Sinfóníuhljómsveitinni í Háskólabíói síðdegis á laugardaginn. Hér sést hún þakka stjórnandanum Maurizio Barbacini sem sérstaklega var fenginn til að stjórna undirleiknum. DV-mynd BG. Meiming PHILI HAGÆÐA NS KR. æðunum frá PHILIPS og þú getur samningsvilja okkar. semur þú um greiðslur við þitt hæfi. <8> Heimilistækí hf Sætúni 8, sími 27500 - Hafnarstræti 3, sími 20455. Hlutdeild í listrænni sigurvímu Þegar ég fyrst heyrði hana syngja (og ég ætla ekki að segja hvenær það var) komst ég samstundis í hóp þeirra sem hún heillaði bókstaflega upp úr skónum með söng sínum. Þetta var söngkona sem virtist fædd til að syngja á óperusviðinu - já beinlínis vera prímadonna af guðs náð. Maður fékk þá tilfinningu að þar færi söngkona sem lifði sig svo inn í tilvem sína á ópersuviðinu að það væri hennar Renata Scotto ásamt Sintóníuhljómsveit ís- lands á tónleikum Bókaklúbbsins Veraldar I Háskólabiói 11. april. Stjórnandi: Maurizio Barbacini. Renata Scotto - sópran, sem maður var búinn að skipa á ákveðinn stað í huganum. Undir kaflaheitinu, ein af þessum stóm, sem maður náði að hlýða á á hátindi, og sætti sig jafn- framt við að eiga fyrir minningu. Hún mundi aldrei komá að syngja fyrir Is- lendinga öðmvísi en á vinylklöttum. En hingað var hún svo komin í eigin persónu á vegum Bókaklúbbsins Ver- aldar, svo ótrúlegt sem það nú annars virtist. aðdáendum sínum í svo óskaplegri eftir bakinu á þeim - slík er útgeislun spennu að hrollurinn hríslaðist niður hennar enn. -EM . vv . nnnffia „La Scotto“ í Háskólabíói

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.