Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987.
17
Merming
Fjalla Eyvindur
sonar sé stórkostlegt bókmennta-
verk er því töluvert áfátt sem
sviðsverki. Samt hefði ég fremur
kosið að sjá þennan Eyvind á óperu-
sviði í uppfærslu snjalls leikstjóra,
en á steindauðu sviði Háskólabíós.
Þó að það hefði vitaskuld kostað að
sviðságallamir hefðu komið berlega
í ljós.
Það pr stundum eins og lítt sé
hugsað til þess að óperan sé sviðs-
leikur. Dæmi um það er senan þegar
Björn hreppstjóri kemur með níu
menn að taka Höllu, Eyvind og Ar-
nes. Sveinar Bjöms syngja ekki bofs.
Stundum bölvar maður því að slíkir
kónar séu I óperum látnir kyrja ein-
hverja dauðans dellu. En það er
skrambakomið skárra en að hafa
þá dumba. Og í konsertformi dofnar
öll dramatík aríanna, sem eru þó
burðargrind verksins.
Af hverju ekki frumtexta?
Fjalla Eyvindur var hér sunginn
við íslenskan texta sem Óskar Ing-
imarsson hafði lipurlega snúið.
Aðeins á örfáum stöðum var til dæm-
is hnikað til áherslum frá okkar
fyrsta atkvæðis hefð. En ég hefði
þrátt fyrir það kosið að hlýða á Ey-
vind sunginn á frummálinu - í þessu
tilviki þýsku. Texti Katrínar og
Franz Mixa er afar lifandi og lýs-
andi, í fullu samræmi við tónlistina.
Það er raunar ein höfuðprýði þessar-
ar ópem. Hér hefði gjaman mátt
fara eins að og í Islensku óperunni,
að birta þýdda textann á nettum
skermi.
Hvað er svo íslenskt?
Hvað er svo islenskt við þessa
óperu? Eíhið og lagminnin. En í tón-
list sinni fetar Franz Mixa að öðru
leyti örugglega varðaða braut, sem
svo margir landa hans hafa fetað í
tónsmíðum mestalla þessa öld. En
ég held samt að í þessum sökum
megum við ekki hugsa með neinni
þjóðrembu. Listin er alþjóðleg. Hvar
höfum við betri sönnur þess en i
tónlistarmálum okkar einmitt nú.
Mér varð það fyrir að bera þessa
ópem saman við aðrar ópemr, þjóð-
legar, sem ég hef kynnst. Þess háttar
óperur urðu til að mynda hluti af
sjálfstæðisbaráttu Tékka. Eg sé í
Eyvindi fulla hliðstæðu, einnig mús-
íkalska, við ópemr eins og Máriána
eftir Vaclav Felix. Meira að segja
uppbyggingin er þar svipuð, þó sögu-
þráðurinn sé annar. Þannig held ég
að við þurfum síður en svo að
skammast okkar fyrir að tileinka
okkur hana sem þjóðlega ópem.
Skrifast á reikning aðstæðna
Konsertformið setti sitt mark á
flutninginn. Kórinn skilaði sínu
þokkalega. Það verður víst ekki til
þess ætlast að fólk dansi víkivaka
með röddinni. Af einsöngvaraliðinu
var Viðar Gunnarsson sá eini sem
megnaði að flytja dramatík sviðs-
leiksins inn í konsertsalinn. Það var
líkt og hvorki Halldór, Erlingur né
Anna Júlíana tryðu því að þau næðu
að koma henni til skila hvort eð
var. Þau sungu mjög þokkalega út
af fyrir sig, en það vantaði í þau
bitið. Það skal að sjálfsögðu skrifast
á reikning aðstæðnanna. Hljóm-
svéitin skilaði sínu best allra hlutað-
eigandi. Hún var sá klettur sem allt
hvíldi á í þessum flutningi. Kannski
á hún auðveldast með að hugsa óper-
una í svo afstæðu formi sem konsert-
uppfærslan er. Og einhvern tímann
eigum við vonandi eftir að rausnast
til að flytja þennan Eyvind á ópem-
sviði.
EM
IASGOSÍ
Sinnhofer kvartettinn,
Sinnhofer
strengja-
kvintettinn
Tónleikar Sinnhofer strengjakvintettsins á
vegum Kammermúsikklúbbsins i Bú-
staðakirkju 8. april.
Efnisskrá: Wolfgang Amadeus Mozart:
Strengjakvintett i C-dúr KV 515; Ingo Sinn-
hofer: Strengjakvintett; Johannes Brahms:
Strengjakvintett i F-dúr op. 88.
Kammermúsíkklúbburinn heldur
upp á þrjátíu ára afmæli sitt á viðeig-
andi hátt. Sinnhoferkvartettinn
hefur áður verið gestur hans og það
vom góðar gestakomur. Nú var lngo
Tónlist
Eyjólfur Melsted
Sinnhofer, konsertmeistari og tón-
skáld frá Múnchen, mættur með
kvintett til leiks. Reyndar er aðeins
um að ræða einn mann I viðbót en
slíkar viðbætur geta verið afdráfarí-
kar og brevtingin er geysimikil hvar
sem á er litið. Það munar ekkert
smáræði imi einn mann í lítilli
strengjasveit. Annars hefur allt það
góða færst á milli frá kvartett til
kvintetts, enda um sömu áhöfn að
ræða þegar til þess er tekið.
Frá hátindi Mozarts en fínleik-
ann skorti
Þeir byrjuðu á Mozart, kvintettin-
um KV 515, en síðustu strengja-
kvintettamir sýna Mozart á hátindi
kammerkúnstar sinnar. Þar heldur
hann i gömlu hefðina að hafa tvær
víólur í stað tveggja sellóa - ..tísku-
fyrirbærisins". sem Luigi Boccherini
hafði innleitt og pólerað að minnsta
kosti íjörtlu stykki fyrir. Leikur
Sinnhoferkvintettsins var fágaður
og samheldinn vel. En hann hefði
mátt innihalda meira af þeim fín-
leika sem (fvrirgefið slettuna)
„Mozártlichkeit" kallast meðal inn-
vígðra Mozartgeggjara.
Til yndis eða umleikis?
Tónskáldið Ingo Sinnhofer þekkir
alla króka og kima kvintettleiksins
og það kemur greinilega fram I tón-
smíð hans. Strengjakvintett um
þjóðlagið „Viel Freuden mit sich
bringet die frölich Sommerzeit" sem
er útlagt með: Það er svo margt til
yndis. þá að fer sumartíð. Einhvern
veginn hefði mér betur fundist í
þessu tilviki við eiga „Viel Auf-
wand. . ." eða: Það er sVo margt
umleikis. Þótt lagfrum verksins sé
hið yndislegasta held ég ekki að
þessi kvintett verði mér neinn e>Tna-
ormur.
Brahms átti svo lokaorðin með
Kvintettinum I F-dúr op. 88. Það var
verkið sem allra best naut sín á tón-
leikum þessum. Bæði stendur
Brahms fyrir sínu og svo var þetta
verkefni sem hentaði leikmáta Sinn-
hoferkvintettsins út I æsar, eins og
reyndar stykki Sinnhofers líka. Und-
ir þeim kringumstæðum er það til
yndis á þann kvintett að hlvða.
EM