Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987. BLAÐBURÐAR- ÆSj FÓLK VANTAR í EFTIRTALIN HVERFI Baldursgötu Sólheima 1 - 23 Bragagötu Goðheima Aðalstræti Barðaströnd Garðastræti 20 - út Víkurströnd Hávallagötu 1 - 17 *************** *************** AFGREIÐSLA Þverholti 11 - Sími 27022 RÍKISSPÍTALAR LAUSAR STÖÐUR Yfirlæknir óskast við svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítalans. Á sérsviði yfirlæknis þessa er m.a. stjórnun svæfinga á skurðstofu kvennadeildar. Enn- fremur þátttaka í öðrum stjórnunarstörfum svæfinga- og gjörgæsludeildar samkvæmt nánari ákvörðun. Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna sendist stjórnarnefnd ríkisspítala fyrir 10. maí nk. Upplýsingar veitir yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslu- deildar í síma 29000. Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa við barna- og unglingageðdeild Landspítalans við Dalbraut. Sérmenntun í geðhjúkrun eða annað sérnám, t.d. í uppeldis- og kennslufræði, stjórnun eða félagshjúkrun æskileg. Einnig er ákjósanlegt að umsækjendur hafi reynslu af starfi með börn og unglinga. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 84611. Hjúkrunarfræðingar óskasttil sumarafleysinga á kven- lækningadeild 21 A. Ljósmæður óskast til sumarafleysínga á meðgöngu- deild, sængurkvennadeildir og göngudeild kvenna- deildar. Sjúkraliðar óskast til sumarafleysinga á sængur- kvennadeildir, meðgöngudeild og kvennadeild. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri kvennadeildar í síma 29000-509. Birgðavörður óskast við birgðastöð ríkisspítala að Tunguhálsi 2, Reykjavík. Upplýsingar veitir birgða- stjóri í síma 671362. Starfsfólk óskast til ræstinga á skurðdeild Landspítal- ans. Vinnutími frá kl. 10 til 18. Starfsfólk óskast í býtibúr og til ræstinga á sjúkradeild- um Landspítalans. Fullt starf. Upplýsingar veitir ræstingastjóri Landspítalans í síma 29000-494. Hjúkrunarfræðingar óskast á öldrunarlækningadeild Landspítalans, m.a. á fasta vakt frá kl. 08-13. Sjúkraliðar óskast á öldrunarlækningadeild Landspít- alans á vaktir frá kl. 08-13, á fastar næturvaktir og einnig á allar vaktir. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri öldr- unarlækningadeildar í síma 29000. Starfsfólk óskast til vinnu á vistdeildum fullorðinna og barna á Kópavogshæli. Starfið er fólgið í meðferð og umönnun þroskaheftra vistmanna. Unnið er á tví- skiptum vöktum: morgunvakt frá kl. 08 til 16 eða kvöldvakt frá 15.30 til 23.30. Þroskaþjálfar óskast til vinnu á Kópavogshæli. Upplýsingar um ofangreind störf veitir framkvæmda- stjóri eða yfirþroskaþjálfi Kópavogshælis í síma 41500. Reykjavík, 13. apríl 1987. Menning Dr. Franz Mixa. Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar íslands í Háskólabíói 9. apríl. Stjórnandl: Páll Pampichler Pálsson. Einsöngvarar: Anna Júlíana Sveinsdóttir, Erlingur Vigfússon, Viðar Gunnarsson, Halldór Vilhelmsson, Þóra Hermannsdótt- ir, Anna Sigríður Helgadóttir, Þorvaldur Thoroddsen. Verkefni: Óperan Fjalla Eyvindur eftir Franz Mixa, við texta tónskáldsins og Katr- inar Hjaltested. Það gerist ekki á hverjum degi að íslensk ópera er frumsýnd. Reyndar er í umræddu tilviki ekki um frum- sýningu, heldur frumflutning í konsertformi að ræða. Ég þekki að- eins eina óperu sem ekki missir neins við að flytjast yfir í konsertformið Tónlist Eyjólfur Melsted og það er Fidelio Beethovens. En þar sem enginn hefur fengist til að hleypa Fjalla Eyvindi ó fjalimar, var ekki um annað að ræða en að flytja hann í konsertformi. Að óperan sé sviðsleikur I ópem sinni fylgir Franz Mixa þræðinum í leikriti Jóhanns Sigur- jónssonar. Hann, eins og fleiri, heillast af dramatiskum átökum í verki Jóhanns. En eins og svo ótal- mörgum yfirsáust honum leik- og sviðsrænir ágallar verksins. Því þótt Fjalla Eyvindur Jóhanns Sigurjóns-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.