Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987. fH LAUSAR STOÐUR HJA REYKJAVÍKURBORG Fóstrustöður á eftirtöldum heimilum: Dagheimilinu Laugaborg v/Leirulæk. Dagheimilinu Bakkaborg v/Blöndubakka. Leikskólanum Brákarborg v/Brákarsund. Leikskólanum Fellaborg, Völvufelli 9. Dagheimilinu Efrihlíð v/Stigahlíð. Upplýsingar veita forstöðumenn viðkomandi heimila og umsjónarfóstrur í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. /héfúrðu^ EFNIÁ AD SLEPPA ÞESSU? Gallabuxur og kakíbuxur í öllum stæröum á ótrúlega lágu veröi Fréttir Samanburðarsiðfræði? Opið bréf til ritstjóra DV Með fréttaflutningi sínum sl. fimmtudag og föstudag hefur DV gert sitt ýtrasta til að koma á mig skatt- svikarastimpli. Af þvi tilefni bið ég blaðið að birta yfirlýsingu Amórs Eggertssonar, löggilts endurskoðanda, um staðreyndir málsins. Við þá yfirlýs- ingu er hins vegar ýmsu að bæta. Fyrst nokkrar spumingar: Hef ég svikið undan skatti? Svar: Nei. Hef ég vísvitandi reynt að skjóta nefndarlaunum undan skatti? Svar: Nei. Skulda ég ríkinu skatt? Svar: Nei Um hvað snýst þá málið? Víkjum að fleiri spumingum (1) Hvers vegna vom laun vegna stjómarskrámefndar ekki á fram- tali mínu 1985 eins og þau hafa verið öll árin 1979 til ’84, sem og árið 1986, en þá sagði ég mig úr nefndinni? Svar: Vegna þess að mér barst ekki launaseðill. Fjármálaráðu- neytið segist hafa sent launaseðil. Staðreynd er það engu að síður, að ég fékk hann aldrei í hendur - hveiju sem um er að kenna. Það er upphaf þessa máls. (2) Þetta er auðvitað ekki viðhlítandi skýring. Það skýrir aðeins ástæðu þess misskilnings, sem upp kom milli mín og endurskoðanda, sem annaðist framtalið að þessu sinni. Hvaða misskilnings? Endurskoð- andinn staðfestir að ég hafi skýrt honum frá umræddum nefndar- launum, að upphæð kr. 33.043,- Það staðfestir, að þeim var ekki skotið undan af ásettu ráði, ekki þetta árið fremur en fyrr og síðar. En þar sem ég hafði ekki launaseðil i höndum sagði ég endurskoðandum að það „gæti verið að umrædd nefndarlaun væru innifalin í heild- arupphæð á launaseðli Alþingis, enda er stjómarskrámefnd þing- kjörin". (3) Misskilningurinn er þá þessi: Ég stóð í þeirri trú að endurskoðand- inn myndi ganga úr skugga um hið rétta, eins og ég hefði gert, ef ég hefði talið fram sjálfur. Astæða þess, að ég taldi ekki fram sjálfur var sú, að á þessum tíma var ég á linnulausum fundaleiðangri um land allt og hafði einfaldlega ekki tíma til þess. Endurskoðandinn viðurkennir, að það hafi verið „fljótræði" að ganga ekki úr skugga um þetta, en segir að mis- skilningurinn yrði „ömgglega leiðréttur af skattstofu, eins og kom á daginn“. Þarf ég að segja meira til að firra mig skattsvikastimplinum? Já, reyndar. Fyrst: Hveijar em tölum- ar? Skv. framtali 1985 var tekju- skattsstofn kr. 489.092,- Útsvars- stofh kr. 541.236,- Skattgreiðslur (tekjuskattur, útsvar, sjúkratrygg- ingargjald og kirkjugarðsgjald) kr. 168.249,- Nettótekjur á mánuði skv. því kr. 31 þús. Úmrædd nefndar- laun vom kr. 33.043,- Hækkun gjalda skv. úrskurði skattstjóra kr. 23.551,- (þ.a. kr. 4.709,- vegna viður- laga). Var keisaranum goldið það sem keisarans var? Svar: Já. (4) En hvers vegna em svör mín í DV ónákvæm? Þá komum við að að- ferð DV. Þegar ég sat fyrir svörum á „beinni línu“ DV föstudaginn 3. apríl lagði Ólafur Jóhannsson blm. fram skriflegar spumingar um málið. Ég svaraði þeim á staðnum og stundinni, eftir minni um 2ja ára gamalt mál. Svarið var rétt í aðalatriðum, en ónákvæmt. T.d. má spyrja: Veit ekki JBH að Al- þingi sendir launaseðla vegna skattframtals þingmanna? Jú, en fjármálaráðuneyti greiðir þing- mönnum laun, og sendir mánaðar- lega launaseðla. Alþingi heldur eftir fyrir sköttum, lífeyrisgreiðsl- um o.fl. og leggur það_ sem eftir er inn á bankareikning. Ég átti m.ö.o. að vísa til launaseðils frá Alþingi, ekki fjármálaráðuneyti. (5) Hvers vegna birtir DV svör mín tæpri viku síðar? Ég ályktaði sem svo að blaðið hefði ekki talið máls- atvik tilefhi opinberrar umfjöllun- ar. Fyrst svo var ekki hefði ég talið það sjálfsögð vinnubrögð að hafa samband við mig; gefa mér tæki- færi til að fletta upp gögnum og hafa samband við endurskoðanda. Slíkt þykir sjálfsagt fyrir dómstóli. En ekki fyrir dómstóli almennings- álitsins? Þá hefðu skýringar mínar ekki verið byggðar á minni um samtöl og gögn fyrir 2 árum, held- ur tiltækum gögnum. (6) Hefur DV afhjúpað formann Al- þýðuflokksins sem skattsvikara? Nei, en það hefur vakið grunsemd- ir, sem hafa sín áhrif. E.t.v. duga ekki staðreyndir til að kveða þær niður úr þessu. Var leikurinn kannske til þess gerður? Samkvæmt upplýsingum skattstof- unnar eru þess dæmi að á fjórða þúsund leiðréttingar eru gerðar á framtölum launþega, m.a. vegna þess að launamiðum og framtölum ber ekki saman. Nokkur hundruð tilvika eru vegna þess að laun- þegi, sem fær greiðslur í fleiri en einu formi frá sama vinnuveit- anda, telur að heildarupphæðin sé á einum launaseðli. Þess eru dæmi að viðurlögum sé sleppt þegar aug- ljóslega er ekki um ásetningssynd að ræða. En ekki þegar stjómmálamaður á í hlut, sbr. bréf endurskoðandans. Hann fór ekki einu sinni fram á svo „vægt“ mat, af því að stjóm- málamaður átti í hlut. í engu þessara þúsunda tilvika er málið talið fféttnæmt, enda á það að heita trúnaðarmál að lögum, - nema stjómmálamaður eigi í hlut. Spuming um fréttamat, ekki satt? Annað: Hvers vegna segi ég í svari mínu, að sama hafi hent aðra stjómarskrámefhdarmenn? Svar: Stjómandi „beinnar línu“ Kristján Már Unnarsson sagði mér þar á staðnum að DV hefði fengið ábend- ingu um „málið“ nokkm fyrr. Athugun hefði m.a. leitt í ljós, að sama hefði hent aðra stjómar- skrámefhdarmenn. Um það hef ég ekki aðrar heimildir. Þar stangast á fullyrðing blm. DV og fjármála- ráðuneytis. (7) Blm. DV spurði hvort sú stað- reynd, að skattframtal mitt árið 1985 var leiðrétt af áðurgreindum sökum, væri ekki sambærilegt við meinta „yfirsjón" Alberts Guð- mundssonar, sem leiddi til afsagn- ar hans sem ráðherra. Berum saman. (1) Á ríkissj óður útistandandi kröfu á hendur mér vegna ógoldinna skatta? Svar: Nei. (2) Heféglagtinnáeinkareikn- ing minn afsláttargreiðslu, sem mér hefur borist, vegna kostnaðar, sem ríkisstofnun hefur greitt? Svar: Nei. (3) Hefégbeintviðskiptumrík- isstofnunar til fyrirtækis, sem ég á hlut í og fyrirtækið síðan greitt mér þóknun fyrir? Svar: Nei. (4) Hefurríkissjóðurgreitt ferðakostnað fyrir mig, vegna ferðar sem ég fór í boði er- lendra aðila og annar aðili hefur greitt? Svar: Nei. (5) Hefurskattstofagertathug- asaemd við framtal mitt? Svar: Já - og lagt á og fengið greitt ásamt viðurlögum, enda er ég launþegi og með- hóndlaður sem slíkur í ís- lensku skattakerfi. (6) En hefur fjármálaráðherra, sem m.a. hefur sagst hafa undir höndum gögn um meintar skuldir AG við ríkis- sjóð, lagt fram reikninga og gert ráðstafanir til að inn- heimta þá? Svar: Ekki svo kunnugt sé. (7) Hefur skattstjóri „leiðrétt" framtöl AG? Svar: Ekki svo kunnugt sé. Lokaspuming: Hvað er þá sambæri- legt? Reykjavík 09.04.87 Jón Baldvin Hannibalsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.