Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Page 38
54 MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987. Stjómmál A-listi Alþýðuflokksins: 1 .Jón Sæmundur Sigurjónsson, hagfræðingur, Suðurgötu 16, Siglu- firði. 2. Birgir Dýrfjörð, rafvirki, Skeifu við Nýbýlaveg, Kópa- vogi. 3. Helga Hannesdóttir, verslunarmaður, Hólmagrund 15, Sauðárkróki. 4. Þorvaldur Skaftason, sjómaður, Hólabraut 12, Skaga- strönd. 5. Agnes Gamalíelsdóttir, form. verkalýðsfél. Ársæls, Kárastíg 10, Hofsósi. B-listi Framsóknarflokksins: 1. Páll Pétursson, Höllustöðum, A-Hún. 2.Stefán Guðmundsson, Suðurgötu 8, Sauðárkróki. 3.Elín R. Líndal, Lækjarmóti, V-Hún. 4.Sverrir Sveinsson, Hlíðarvegi 17, Siglufirði. 5.Guðrún Hjörleifsdóttir, Grundargötu 5, Siglufirði. D-listi Sjálfstæðisflokksins: 1 .Pálmi Jónsson, alþingismaður, Akri.Torfalækjar- hreppi, A-Hún. 2. Vilhjálmur Egilsson, Sólvallagötu 51, Reykjavík. 3. Karl Sigurgeirsson, verslunarstjóri, Hvammstanga, V- Hún. 4. Ómar Hauksson, útgerðarmaður, Siglufirði. ö.Adolf Berndsen, oddviti, Höfðaborg, Skagaströnd, A-Hún. G-listi Alþýðubandalagsins: 1 .Ragnar Arnalds, alþm., Varmahlíð, Skagafirði. 2. Þórður Skúlason, sveitarstjóri, Hvammstanga. 3. Unnur Kristjánsdóttir, iðnráðgjafi, Húnavöllum, A-Hún. 4. Hannes Baldvinsson, framkv.stjóri, Siglufirði. 5. Anna Kristín Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, Sauðárkróki. M-listi Flokks mannsins: I.Skúli Pálsson, mælingamaður, Þórsgötu 17a, Reykjavík. 2. Áshildur M. Öfjörð, húsmóðir, Sólgörðum, Fljótum. 3. Friðrik Már Jónsson, framkvæmdstjóri, Hofsósi. 4. Einar Karlsson, sjómaður, Siglufirði. 5. Laufey M. Jóhannesdóttir, sjúkraliði, Hvammstanga. S-listi Borgaraflokksins: 1. Andrés Magnússon, yfirlæknir, Ártúni 3, Siglufirði. 2. Hrafnhildur Valgeirsdóttir, hárgreiðslumeistari, Brimslóð 4, Blönduósi. 3. Runólfur Birgisson, Lindargötu 14, Siglufirði. 4. Róbert Jack, prófastur, Tjörn, Vatnsnesi, V.-Hún. 5. Guðmundur Pálsson, framkvstj., Norðurbrún 9,Varmahlíð. V-listi Samtaka um kvenna- lista: 1. Anna Hlfn Bjarnadóttir, þroskaþjálfi, Egilsá, Akrahreppi, Skag. 2.Steinunn Erla Friðþjófsdóttir, húsmóðir, Barmahlíð 7, Sauðárkróki. 3. Nanna Ólafsdóttir, verkakona, Brún, Víðidal, V-Hún. 4. Anna Dóra Antonsdóttir, kennari, Frostastöðum, Akrahreppi, Skag. 5. Ágústa Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur, Skagfirðinga- braut 25, Sauðárkróki. Þ-listi Þjóðarflokksins: 1 .Árni Steinar Jóhannsson, garðyrkjustjóri, Rein, Öngulstaðahr. 2. Þórey Helgadóttir, húsfreyja, Tunguhálsi II, Skagafirði. 3. Björn S. Sigurvaldason, bóndi, Litlu-Ásgeirsá II, V-Hún. 4. Guðriður B. Helgadóttir, húsfreyja, Austurhlíð, A-Hún. 5. Hólmfríður Bjarnadóttir, verkamaður, Brekkug. 9, Hvamm- stanga, V-Hún. DV DV á kosningafundi á Hvammstanga: „AJbert spurði hvort ég gæti kennt sér að drepa bolta“ „Ég var að hlusta áðan á leik Totten- ham Hotspur og .Watford. Staðan var orðin 3-0 fyrir Tottenham þannig að ég taldi óhætt að koma hingað,“ sagði Róhert Jack, prestur á Tjöm, á fram- boðsfundinum á Hvammstanga á laugardaginn. Gríðarlegur hlátur og hrifning varð í salnum við þessi orð Róberts sem sagðist aldrei hafa flutt kosningaræðu áður. Fundurinn á Hvammstanga hófet klukkan þrjú og stóð til klukkan að verða hálfsjö. Fundargestir fengu ekki að koma með fyrirspumir til frambjóð- endanna. Og nákvæmlega eins og á framboðsfundinum í Norðurlandskjör- dæmi eystra vom það byggðamálin og flótti fólksins til Reykjavíkur sem mest var rætt um á furdinum. Byggða- málin em mál málanna í þessari kosningabaráttu. Landið að sporðreisast Jón Sæmundur Siguijónsson var fyrstur upp í ræðupúltið. Hann skipar fyrsta sætið hjá Alþýðuflokknum. „Góðærið hefur ekki komið til lands- byggðarinnar," sagði Jón. „Landið er að sporðreisast enda em launakjör miklu lakari úti á landsbyggðinni þar sem fáir hafa notið þess mikla launa- skriðs sem gætir í Reykjavík.“ Jón ræddi landbúnaðarmálin. „Það er rekin helstefha í landbúnaði. Niður- skurðarhnífnum er beint gegn bændum á meðan ekki er hróflað við milliliðunum hjá SÍS. Það er vilji Framsóknar að skera niður 2 þúsund bændur.“ Næst ræddi Jón Borgaraflokkinn: „Nú er búið að stofna heilan flokk um fyrirgreiðsluna. Mér sýnist gamla framsóknarlögmálið vera orðið í al- gleymingi." Þórður Skúlason, Alþýðubandalagi, annar maður á listanum, sagði að þýð- ingarmesta mál kosninganna væri byggðamálin. „Það er spá Byggða- stofriunar að fólksflóttinn haldi áfram til aldamóta ef ekkert verði að gert.“ Þórður ræddi næst um landbúnað- inn. „Bændur hafa mátt þola hvert kjaftshöggið af öðm frá núverandi rík- isstjóm. Við Alþýðubandalagsmenn viljum lækkun raunvaxta, að smáiðnaður dafiii, auka framlög til hafna, sjúkra- húsa og bamaheimila. Við viljum jafnvægi í ríkisbúskapnum eins og í tíð Ragnars Amalds," sagði Þórður. Ég á erindi inn á þing „Ég á erindi inn á þing og við al- þýðubandalagsmenn ætlum okkur að fella annan þingmann Sjálfstæðis- flokksins. Við ætlum að senda Vil- hjálm Egilsson til baka suður til Vinnuveitendasambandsins," bætti Þórður við, galvaskur. Karl Sigurgeirsson, Sjálfstæðis- flokki, talaði næst. „Ágæti, himneski kjósandi," hóf hann ræðu sína. Hann kvað erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda sínum öðrum þingmanni núna vegna smáflokkanna og hins skefjalausa áróðurs sem hafður væri í frammi gegn Vilhjálmi Egilssyni. „Orð Vilhjálms em hvað eftir annað rangtúlkuð." Við komum aftur að Sjálfstæðis- flokki en nú er hún Steinunn Erla Friðjónsdóttir, Kvennalista, í ræðu- stólnum. „I síðustu kosningum sögðu karlamir að Kvennalistinn hefði að- eins mjúku málin á stefhu sinni og glottu við tönn. Nú er viðhorfið ann- að.“ Fundarmenn voru vel á annað hundraðið á Hvammstanga. Þeir máttu aðeins hlusta, ekki koma með fyrirspurnir. um og líklegum sætum," sagði Stein- unn. Hún átti eftir að fá svar við þessum orðum sínum frá Elínu R. Lín- dal, sem er í 3ja sæti á lista Framsókn- arflokksins, en hún talaði næst. „Kvennalistinn sendir konum á öðr- um listum naprar kveðjur. Þær tala alltaf eins og konur í öðrum flokkum hafi enga reynslu af heimi kvenna. Ég bendi á að kvennalistakonumar hér em aðeins að safna atkvæðum fyrir. kvennalistakonumar í Reykja- vík.“ Elín benti á árangur Framsóknar- flokksins í núverandi ríkisstjóm. „Við ætlum að tryggja að þessi árangur haldist. Framsókn stefnir að áfram- haldandi hjöðnun verðbólgu og lækkun erlendra skulda án þess að draga úr atvinnu. í kjaramálum ætlum við að draga úr launamisrétti." Kenndi Albert að drepa boltann Jóbert Jack, Borgaraflokki, vék að kynnum sínum við Albert eftir að hann hafði sagt mönnum frá stöðunni í leik Tottenham Hotspur og Watford. „Ég kyimtist Albert þegar hann var 13 ára. Ég þjálfaði þá hjá Val og Al- bert kom til mín og spurði hvort ég gæti ekki kennt sér að drepa bolta eins og þeir bestu erlendis gerðu. Frá þessum degi höfum við Albert verið miklir vinir og þess vegna er ég á list- anum.“ Hann minntist næst á að hægt væri að selja kjöt til Afríku og kaupa þaðan í staðinn kaffi, kakó og ávexti. „Ég vil að skerðing í búmarki í landbúnað- inum verði lögð niður.“ Skúli Pálsson, Flokki mannsins, tal- aði næst og sagði: „Við viljum lög- binda lágmarkslaun og að þau verði látin taka mið af raunverulegum fram- færslukostnaði." Hinir gera fólk að vitleysingum „Við í Flokki mannsins teljum það mannréttindi að fólk hafi þak yfir höfuðið. Við viljum .að allir geti valið hvort það kaupi, leigi eða gangi í bú- setufélög. Aðalatriðið er að húsnæðis- málin verði leyst og að aldrei fari Ámi Steinar: „Það mun ekkert gerast i málefnum landsbyggðarinnar verði gömlu flokkamir áfram við völd.“ Páll: „Ég þyrfti klukkutíma til að bera til baka allt það sem Birgir Dýrfjörð getur logið á 5 mínútum.“ Konur ekki of heitar „Kvennalistinn leggur áherslu á að fjölskyldan sé homsteinn þjóðfélags- ins. Við ætlum okkur að koma viðhorfum kvenna að í stjórnuninni, þau eru nauðsynleg." Vilhjálmur: „Mér er ekki næstum því eins illa við Steingrím Hermannsson og þeim Páli Péturssyni og Stefáni Guðmundssyni." Andrés: „Eg er liklegur þingmaður." Steinunn sagði ennffemur að enn væru konur lægst launaðar í þessu þjóðfélagi. „Þessu verður að breyta. Og það ætlum við okkur að gera. Hinir flokkamir vilja hafa konur með á listunum en bara ekki í of heit-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.