Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 44
60 MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... er snögg til svars og brást ekki vonum sjúrnalistans sem spurði hana hvort satt væri að Michel prinsessa ætlaði sér að eiga sitt annað heimili í New York. Hún sagði það von hirðarinnar að þau færu nú að losna við kvensuna yfir Atlantsála og þykir þessi hvat- vísi ekki til fyrirmyndar þegar um opinberar hefðardúllur er að ræða. Talað er um að setja Margréti Rósu á hlýðninámskeið - en hundtíkur Önnu prinsessu og drottningarmóðurinnar hafa verið settar í slíka meðferð með stór- góðum árangri. Jerry Lewis fékk svo slæma gagnrýni nýverið að hann kvartaði yfir þvi í sjón- varpsþætti til að koma óánægju sinni á framfæri. Hann hefði betur haldið dómunum leyndum því til kappans streymdu bréf frá fólki sem var alveg innilega sammála gagnrýnandanum. Jerry er ösku- vondur út í vanþakklæti heimsins sem kann augljóslega lítt að meta hans stórkostlegu leikhæfileika og ódauðlega skopskyn. Lisa Bonet fær hlaða af tilboðum á degi hverjum og er nú svo komið að erfitt mun um vik að halda henni mikið lengur í hlutverki Denise í Fyrirmyndarföðurnum. Mesta freistingin er boð um eigin sjón- varpsmyndaflokk þar sem Lisa verður í aðalhlutverki og það íhugað vandlega þessa dagana. Lítið hefur frést af viðbrögðum fyrirmyndarföðurins við vafstri hinnar leiknu dóttur en mikill missir þykir að kvensunni fyrir sjónvarpsþættina vinsælu - ef af skiptunum verður. Margrét Betusystir Hluti af fyrstu áhofn Vatnajökuls frá árinu 1947 Bogi Ólafsson. - Þorlákur Skaptason, Haraldur Þórðarson, Atli Helgason, Magnús Axelsson, Sigurður Guðmundsson og Jöklastarfsmenn: Aftur saman efdr aldarfjórðung Fyrrverandi og núverandi starfs- menn Jökla hf. komu saman eftir tuttugu og fimm ára hlé um borð í m/s Hofsjökli í Hafnarfjarðahöfn fyr- ir skömmu og var þar að vonum glatt á hjalla. Einmuna veðurblíða gerði sitt til þess að halda uppi stemmning- unni og menn skemmtu sér konung- lega við leiki, dans, mat og drykk fram á rauða nótt. Þarna urðu miklir fagnaðarfundir, gömlu og góðu dagarnir óspart rifj- aðir upp og upphrópanir eins og „ ... við höfum ekki sést í tuttugu ár... þrjátíu ár...“ og svo framvegis heyrðust í öllum homum. Fyrsti skipstjóri kvöldsins - Bogi Ólafsson - var heiðursgestur kvölds- ins og að auki sérstaklega heiðraður af fyrrverandi áhöfnum sínum. Síðari hluti kvöldins fór fram í Garðaholti í Garðabæ en þar voru Jöklaböllin haldin hér á árum áður og var aldar- fjórðungsbilið brúað á örskots- stundu. Frumkvöðlar að kvöldinu voru Þórunn Erlendsdóttir, skrifstofu- stjóri Jökla, og Jóahnnes Ingólfsson, hafnsögumaður í Reykjavík og fyrr- verandi skipstjóri hjá Jöklum. Skemmtunin þótti takast frábærlega og gamlir sem nýir starfsmenn áttu ógleymanlega kvöldstund saman þetta fagra aprílkvöld í Hafnarfirði og Garðabæ. Stefán Kristjánsson, fyrrverandi bryti hjá Jöklum, ásamt eiginkon- unni Kolbrúnu Guömundsdóttur. Eftir tuttugu og fimm ára hlé - fyrr- verandi skipstjóri og stýrimaður hjá Jöklum hf. - Ingileifur Möller og Jón Ævar Þorgeirsson. Þrir hressir - Albert Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson og Einar Erlendsson. Skipuleggjendur fagnaðarins - Þórunn Erlends- dóttir og Jóhannes Ingileifsson - með einn núverandi Jöklastarfsmann á milli sín - Jón Ein- arsson. Glatt á hjalla í kunnuglegu umhverfi með kýrauga í baksýn - Gunnar Helgason, Pálína Aðalsteins- dóttir og Valberg Gislason. Það er hugljúft að renna með elsk- unni sinni á skiðasleða niður snævi þaktar brekkurnar. Páskarnir nálgast óðfluga og flestir eru farnir að renna hýru auga til rólegra daga. Ekki leggja allir sama skilning í slökun páská- vikunnar og sitt sýnist hverjum viðvíkjandi siðum og venjum. Það sem gildir á einum stað þykir verra á þeim næsta - til dæmis sitja marg- ir sem fastast heima í stofu með kaffið.sict og kökurnar meðan aðr- ir hendast um allar jarðir áfestir við skíði eða önnur sambærileg tól og tæki. Meðfylgjandi gamlar páskamyndir af póstkortum sýna svo ekki verður um villst að hér á árum áður kunnu menn að njóta lífsins, veröldin var einn allsherjar dýrðardans fyrir þá sem þess vildu njóta. Sannir karlmenn gæta þess að konukrúttið renni þeim ekki úr greipum i næstu beygju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.