Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987. 59 ■ Kristinn Gunnarsson: Alþýöubanda- iagið bjargar málunum. kvótakerfi og ég stend ekki að ríkis- stjóm sem vill óbreytt kvótakerfi sagði Matthías Bjamason. Þá vék hann að vegamálum og sagðist hafa viljað nota bensínlaekkunina á síðasta ári til vegaframkvæmda. Um það hefði ekki fengist samstaða. Hann sagði að vinna þyrfti að því að bæta samgöngur á Vestijörðum, sem væri afskekkt byggðarlag. Gera þyrfti jarðgöng milli Önundarfjarðar og Súgandaijarðar og sömuleiðis milli Súgandafjarðar og Skutulsfjarðar og yrðu það næstu jarðgöng sem gerð yrðu. Vantar ungt og hresst fólk Á eftir Matthíasi kom í pontuna Þór Öm Víkingsson, 1. maður á lista Flokks mannsins. „Kæm vinir! Vissu- lega hefur margt gott verið gert hér á Vestfjörðum sem annars staðar. En það þarf að gera betur og til þess þarf að fá ungt og hresst fólk inn á Al- þingi og þess vegna býð ég mig fram og færi vel á því að ég tæki við af Matthíasi Bjamasyni sem 1. þingmað- ur Vestfjarða." Þannig byrjaði Þór ræðu sína. Hann sagði fólk á Vest- fjörðum vilja búa þar áfram en fámenn valdaklíka vildi þurrka út byggðina. Hann sagðist kalla þá skussa sem stjóma núna. Menntakerfið hefði ver- ið lamað í vetur, allt hefði logað í verkföllum og meira að segja væri útlit fyrir að gluggapósturinn yrði ekki borinn heim til fólks og að það myndi þá væntanlega losna við að greiða skuldir sínar. Ungt og hresst fólk á Alþingi, það er lausnin, sagði Þór. Trúum ekki á gömlu flokkana Síðasti ræðumaður í fyrstu umferð var Þormar Jónsson, 4. maður á lista Þjóðarflokksins. Hann lýsti stofhun flokksins í vetur og sagði hann stofh- aðan af fólki sem ekki tryði á gömlu flokkana og að flokkurinn gæti orðið það afl sem til þyrfti til að spyma við fótum. Jafhrétti milli landshluta væri mál málanna og í þeim efhum hefði nefhd á vegum flokksins gert tillögur til úrbóta. Hann sagði núverandi stjómarskrá löngu orðna úrelta og þarfnast breytinga. Ætlar Karvel að víkja fyrir Sig- hvati? Nú vom leyfðar spumingar úr sal. Gísli Ólafsson spurði Sighvat Björg- vinsson hvort samkomulag hefði verið gert milli hans og Karvels um að Karvel véki af þingi eftir 2 ár fyrir Sighvati. „Ekkert slíkt samkomulag hefur verið gert, Karvel víkur ekki fyrir mér,“ svaraði Sighvatur. Gísli spurði Ólaf Þ. Þórðarson hvort Steingrímur Hermannsson hefði flúið Vestfirði vegna fólksflótta þaðan. „Nei, Steingrímur er ekki á flótta, hér á Vestfjörðum er bara meira mannval en annars staðar á landinu," svaraði Ólafur. „Það er ekki rétt,“ kallaði Gísli. „Hefurðu aldrei komið suður?“ spurði þá Ólafur á móti. Loks spurði Gísli Matthías Bjama- son hvort von væri á áframhaldandi uppbyggingu á farsímakerfi um landið og sagði Matthías svo vera. Bolli Ólafsson spurði Matthías Bjamason hvenær búast mætti við nýjum vegi út á flugvöll á Patreks- firði. Matthías sagði þess ekki langt að bíða að hafist yrði handa við varan- lega vegagerð að flugvellinum. Burt með kerfiskarlana Maren Magnúsdóttir, sem að vísu er ekki í framboði, talaði í 2. umferð fyrir Kvennalista. Hún sagði Vest- firðinga vel finna fyrir þeim glundroða sem ríkir úti í þjóðfélaginu, sem væri stjómað af kerfiskörlum. „Burt með kerfiskarlana,“ sagði Maren. Guðmundur Yngvason, 1. maður á lista Borgaraflokksins, kom næstur í pontu og las upp úr stefhuskrá Borg- araflokksins en lagði ekkert frá sjálf- um sér til umræðnanna. Bráðum bara tungumálið sam- eiginlegt Sighvátur Bjamason kom næstur í pontu og lifhaði þá heldur yfir umræð- unum. Hann sagði Sjálfstæðisflokkinn bjóða fram undir slagorðinu „Á réttri leið“ og bæm menn barmmerki með þessu slagorði. Nú sagðist hann sjá að þeir Matthías Bjamason og Ólafur Kristjánsson bæm ekki þetta merki. Ólafur hefði tekið það niður en Matt- hías hefði haft vit á því að setja það aldrei upp. Það sagði hann vera vegna þess að Byggðastofnun segði að ef haldið væri áfram á sömu braut myndi fækka um 1600 manns á Vestfjörðum á næstu árum. „Þú ættir að flytja vest- urvar kallað fram í. Sighvatur lét ekki trufla sig og sagði bilið vera að breikka milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar og bráðum væri svo komið að þessir hópar ættu ekkert sameiginlegt nema tungumálið. Hann réðst líka á kvótakerfið og sagði að Alþýðuflokkurinn myndi aldrei fara í ríkisstjóm ef kvótakerfið ætti að vera óbreytt. Hann sagði Alþýðuflokkinn eina flokkinn sem væri óklofinn í þess- um kosningum og eina flokkinn sem gæti samið sátt með þjóðinni. 365 daga lygin i DV Þá kom í pontuna Ólafur Þ. Þórðar- Þór Öm: Sæmir vel að ég taki viö af Matthiasi sem 1. þingmaður Vest- fjarða. son, 1. maður á lista Framsóknar- flokksins. Hann sagðist vilja leiðrétta Sighvat. Alþýðuflokkurinn væri klof- inn og enginn mannasættir. Hann sagðist ekki vita betur en að Bandalag jafhaðarmanna byði enn fram þótt hluti þess væri genginn í Alþýðuflokk- irrn. Og þessir aðilar deila um fé og láta illa, sagði Ólafur. Hann sagði það rangt hjá Sighvati að hann og Matthí- as hefðu stutt kvótakerfið. „Okkur greindi á við flokksbræður okkar um það mál,“ sagði Ólafur. Þessu næst ræddi hann um landbúnaðarmálin. „Lífbeltin em 2. Frá ströndinni til fjalla og frá ströndinni til hafs. Til em menn sem segja beltið frá strönd til fjalla einskis virði. Háværasti fulltrúi þeirra er Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV,“ sagði Ólafur. Hann sagði að þeg- ar snúist hefði verið við vanda land- búnaðarins af núverandi ríkisstjóm hefði Jónas kallað það þjófhað aldar- innar. „Jónas og hans samherjar vilja sveitimar feigar og því miður hafa þeir náð miklum árangri," sagði Ólaf- ur. Hann benti á hvemig fjölmiðlamir gátu með aprílgabbi látið heilu hópana aka fram og til baka um Reykjavík. Það væm þó smámunir sem hægt væri að ljúga á einum degi á móti því Fundurinn á Patreksfirði var fjölmennur og hér sést hluti fundargesta. Stjómmál DV-myndir GVA sem Jónas lýgur á 365 dögum, sagði Ólafur. Ójöfnuður og misréttl Kristinn H. Gunnarsson, 1. maður á lista Alþýðubandalagsins, ræddi um nýja fiskveiðistefhu sem hann sagði Alþýðubandalagið boða. Hann krafð- ist endurskoðunar á kvótakerfinu og sagði líkur fyrir góðum málalyktum í því aukast ef Alþýðubandalagið kæmi manni að á Vestfjörðum. Kristinn ræddi nokkuð um góðærið sem nú rík- ir í landinu. Ólafur Þ. hefði rætt um viðskilnað síðustu ríkisstjómar. Hann sagðist vilja benda á þau umskipti sem orðið hefðu á síðustu 2 árum. Fiskverð hefði hækkað, olíuverð lækkað og góðæri hefði því skapast. Samt sem áður hefði ójöfhuður og misrétti aldrei verið meira í landinu. Fjármagn hefur verið fært frá launamönnum til at- vinnurekenda sem nemur 300 þúsund krónum á hvem launamann í landinu. Þá sagði hann fjármagn hafa verið fært frá landsbyggðinni til höfuðborg- arsvæðisins. Þessari óáran myndi ekki ljúka fyrr en Alþýðubandalagið kæm- ist í ríkisstjóm. Með Ólaf á lærinu Ólafur Kristjánsson, 4. maður á lista Sjálfetæðisflokksins, sagði Sighvat spámannlega vaxinn en sagðist efast um að spá hans um 1600 manna fækk- un á Vestfjörðum rættist. „Það er Byggðastofhun sem spáir þessu,“ kallaði Sighvatur. „Má ég hafa orðið?“ spurði Ólafur og hélt áfram. Hann sagði Sjálfstæðis- flokkinn sannanlega vera á réttri leið og benti á það sem hann taldi flokkinn vel hafa gert á síðustu árum. „Ólafi Þórðarsyni verður tíðrætt um bók Sigurlaugar Bjamadóttur um framboðsmál hennar, Með storminn í fangið, hér á framboðsfundum. Ég hef af því spumir að næsta bók Sigurlaug- ar muni heita Með Ólaf Þórðarson á Iærinu, sagði Ólafur Kristjánsson. „Ég held að sá Ólafur sé með al- skegg og tekinn að hærast,“ kallaði þá Ölafur Þórðarson fram í. Frjálsleg umgengni við sann- leikann Matthías Bjamason sagðist ekki hafa kynnst öðrum þingmanni sem umgengist sannleikann jafhfrjálslega og Sighvatur Björgvinsson og væri hann þó ýmsu vanur. Margrét Sveins- dóttir af Kvennalista sagði konur vita betur en karla hvernig væri að ganga með böm og þær vissu líka betur hvar eldurinn brynni heitast varðandi heimilin. Þór Öm frá Flokki mannsins sagði fasisma á uppleið á íslandi sem afleiðingu af óréttlæti því sem ríkti í þjóðfélaginu. Síðustu mínútunum eyddu síðan frambjóðendur í að hvetja fólk til að kjósa sinn flokk, alveg eins og vera ber á svona framboðsfundi, og verða menn að bíða fram til 25. apríl til að fá úr því skorið hvaða bónorði verður best svarað. -S.dór Spurt á Patreksfirði: Hverju spáir þú um úrslit alþingiskosninganna í Vestfjarðakjördæmi? Bjarni Þorsteinsson verkstjóri: Það er mjög erfitt að spá að þessu sinni þar sem 8 listar eru í framboði. Borgaraflokkurinn mun breyta miklu fyrir Sjálfstæðisflokkinn og ég er ekki viss um að hann nái 2 mönn- um inn núna. Kratar fá 1, Framsókn 1 en Alþýðubandalagið nær ekki manni inn. Höskuldur Þorsteinsson vegagerðar- maður: Ég held að þetta verði svipað og verið hefur. Að vísu eyðileggja smáflokkarnir mikið og það ætti að banna þá. Á sama tíma og kolryðgað- ir kjarnorkukafbátar sveima um- hverfis landið eru þessir smáflokka- frambjóðendur lesandi upp marklaust rövl á fundum. Sigríður Pálsdóttir, bóndakona i Svefneyjum: Ég er sannfærð um að Borgaraflokkurinn fær einn mann kjörinn. Framsóknarflokkurinn mun tapa atkvæðum og þau atkvæði ásamt því sem kemur frá Sjálfstæðis- flokknum verða til þess að Borgara- flokkurinn nær manni á þing. Að öðru leyti verður þetta eins. Hjörtur Sigurðsson vörubifreiðar- stjóri: Framsóknarflokkurinn tapar manni. Það er dagljóst. Ég hygg að Alþýðuflokkurinn fái þann mann og að þeir verði báðir inni, Karvel og Sighvatur. Borgaraflokkurinn fær ekki mann kjörinn og því held ég að þetta verði óbreytt að öðru leyti en því sem ég hef sagt. Jónas Þór rafvirki: Ég held að þetta verði svipað og áður þrátt fyrir þessi flokksbrot sem eru að bjóða fram. Nýju kosningalögin skemma eitt- hvað fyrir Framsóknarflokknum og ég held að hann fái bara einn mann en Alþý'ðubandalagið muni vinna mann. Eg á varla von á öðrum breyt- ingum í þessum alþingiskosningum. Ásta Gísladóttir ljósmóðir: Ég hef nú ekki skoðað þetta mikið en mér sýn- ist þetta vera orðið hálfgert öng- þveiti. Mér heyrist á fólki hér að það ætli flest að kjósa sama flokk og síð- ast. Ég hef ekki mikla trú á að Borgaraflokkurinn breyti miklu. Heljarstökkin verða tekin annars staðar en á Vestfjörðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.