Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987. 19 dv Fréttir Hjálparstofnun kirkjunnar Reynum að vinna aftur traustið Hjálparstofnun kirkjunnar hefur hleypt af stokkunum söfnun til bygg- ingar heimili fýrir munaðarlaus böm í Eþíópíu. Þetta er fyrsta söfnunin sem Hjálparstofnunin ræðst í eftir álits- hnekkinn sem hún varð fyrir síðastlið- ið haust. Ráðinn hefur verið nýr fram- kvæmdastjóri til stofnunarinnar, það er Sigríður Guðmundsdóttir hjúkr- unarfræðingur. Einnig var skipuð ný stjóm fyrir nokkm. Söfnunin hóf'st á pálmasunnudag og stendur fram yfir páska. Framkvæmd söfhunarinnar er í höndum presta og söfnuða um allt land. Á Reykjavíkur- svæðinu verður m.a. tekið á móti framlögum í anddyrum kirkna eftir messur. Úti á landsbyggðinni verða kirkjur opnar og tekið á móti framlög- um auk þess sem gengið verður í hús á minnstu stöðunum. Eins og sést af þessu er að því stefnt að halda öllum kostnaði við söfnunina í algjöru lágmarki. Ekki verður heldur ráðist í kostnaðarsamar auglýsingar. Sigríður Guðmundsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, sagði í samtali við DV að það væri ljóst að Hjálparstofnunin hefði orðið fyrir nokkrum álitshnekki í haust. „Við þurfum að vinna traust fólksins aftur, það traust sem nauðsyn- legt er til þess að fólk trúi okkur fyrir peningunum sínum til góðra verka,“ sagði hún að lokum. -ES Nýja flugstöðin: 5 milljónir í gróður 7 metra pálmi er meðal þess sem keypt hefur verið af gróðri í hina nýju flugstöð Leifs Eiríks- sonar á Keflavíkurflugvelli. Kostnaður við gróðurinn í nýju stöðina mun nema 5 milljónum króna en með ílátum undir her- legheitin verður heildarkostnað- urinn að öllum líkindum kominn vel yfir þá upphæð. Tveir blómasalar munu hafa það verkefni að útvega öll her- legheitin. Mest af gróðrinum hefur verið flutt inn frá Hollandi og Bandaríkjunum en eitthvað er keypt af innlendum aðilum. Gert er ráð fyrir að búið verði að koma öllum gróðrinum fyrir við vígslu flugstöðvarinnar 14. apríl, nema 7 metra pálmanum góða sem fluttur verður hingað með skipi í maí eða júní. -ES FIMM GÚMSÆTIR SJÁVARRE Nú getur þú valið um fimm góms sjáv ré SKELJAGRATIN RÆKJUBÖKUR RÆKJURÚLLU SJÁVARRÉTT MORNAY OG HIN SÍGILDA SJÁVARRÉTTABAKA GÁMAPÖKKUN Fyriihafnanninni flutningar Þú getur fengiö gámana til þín og gengið frá vörunni sjálfur. Við komum og náum í hann og flytjum um borð. Þú færð kæli- og frystigáma undir matvöru og gáma undir grófa vöru, s.s. bygging- ar- og járnvörur, útgerðarvörur o.fl. Kynntu þér einfalda leið að þægilegum flutningum. I RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.