Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Page 18
18 MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987. ÍSlLAUSAR STÖÐUR HJÁ Vi REYKJAVIKURBORG Fulltrúi í fjölskyldudeild á hverfaskrifstofum - heil staða eða hlutastörf. Afleysingastarf fyrir fulltrúa er vinnur við forræðis- og umgengnisréttarmál (7 mánuðir). Áskilin erfélags- ráðgjafamenntun eða sambærileg menntun á sviði sálarfræði eða fjölskyldumála. Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. m 1AUSAR STÖÐUR HJÁ 'I' REYKJAVÍKURBORG Ritari óskast til starfa á Kjarvalsstöðum í fullt starf sem fyrst. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á vélritun, ís- lensku, svo og kunnáttu í einu Norðurlandamáli og ensku. Mikilsvert er að viðkomandi hafi áhuga á myndlist. Laun skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar. Umsóknarfrestur er til 22. apríl. Upplýsingar veitir Einar Hákonarson í sima 26180. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Útsölustaður Reykjavík: Vinnufatabúðin Laugavegi 76 og Hverfisgötu 26. gallabuxur og jakkar umboðið. Kr. Þorvaldsson & Co., Grettisgötu 6, Rvík., símar 24478/24730. „Meginrökin fyrir þvi að leggja ferskfiskmatið niður, eftir allan lofsönginn um það, voru að þannig tengdist verð- ákvörðun fisks nánar gæðunum en það leiddi aftur til betri fiskmeðferðar." Framsóknarfrænd- umir og fiskmatið Ferskfiskmat og gildi þess hefur verið nokkuð á dagskrá undanfarið vegna breytinga er þar hafa verið gerðar. Ferskfiskmatið tók til starfa árið 1961 og er það samdóma álit allra, er til þekkja, að það hafi stuðl- að að einhverjum mestu framförum í fiskmeðferð er hér hafa átt sér stað. Er núverandi sjávarútvegsráð- herra settist í stólinn hóf hann fljótlega að auglýsa að hann ætlaði að stórauka gæði og þar með verð- mæti fiskaflans. Meginaðferðin til þess að ná þessu marki skyldi vera að stórefla ferskfiskmatið og gera það áhrifameira. Hvemig skyldi hafa til tekist? Hefur verið markvisst unnið að framkvæmd mála? Skipað hafði verið svokallað fisk- matsráð en í því áttu sæti 5 menn auk starfsmanns. Það varð fljótlega öllum ljóst, er með málum fylgdust, að a.m.k þrír af þessum sex mönnum miðuðu öll sín störf við það að verða sjálfir fiskmatsstjórar. Til þess varð að sparka þeim sem fyrir var. Það gekk ekki vel því ekkert fannst á hann sem gæfi tilefni til slíks. Þess vegna voru sett ný lög um fískmatið svo staðan losnaði. Nýju lögin em að visu óskiljanleg að mestu, nema það af þeim sem tekið er orðrétt upp úr eldri lögum, en hvað um það. Tveir af þremur urðu þannig í reynd fiskmatsstjórar. Hvílíkir stjór- ar! Þeir entust stutt. Á ráðherraferli núverandi sjávar- útvegsráðherra, þ.e. tæpum fjórum árum, hafa starfað fjórir forstjórar við ríkisfiskmatið. Þetta er algjört einsdæmi um ríkisstofhun og lýsir í reynd mjög vel stefnuleysinu og hringlandanum sem einkennt hefur öll afskipti sjávarútvegsráðherra af þessum málum. Til samanburðar skal bent á að fyrstu 70 starfsár ríkis- fiskmats á íslandi vom forstöðu- menn einnig fjórir. Með nýju lögimum átti að gera stóra hluti. Matsmenn Ríkismatsins skyldu nú taka að sér eftirlit með fiski í hráefnisgeymslum fisk- vinnslustöðvanna en það höfðu matsmenn stöðvanna áður annast enda verður slíkur matsmaður að vera á stöðinni. Fjöldi fiskvinnslustöðva á íslandi nemur hundmðum svo það var ekki nein smáfjölgun starfsmanna sem við blasti. Hvað sagði fjármálaráð- herra um þetta? Hvemig var framkvæmdin? Framkvæmdin var engin enda vafamál að ráðherra eða fiskmatsstjóri hafi skilið lögin. Næst átti að leysa flest vandamál með því að taka upp svokallað punktamat og var það rækilega aug- lýst. Það hefði bara orðið að fjór- til Kjallarmn Pétur H. Ólafsson fiskmatsmaður sexfalda starfsliðið, þ.e. ráða um 200 nýja menn. Hvílíktraunsæi! Punkta- kerfi ráðherrans var reyndar tekið upp að hluta en lagt af aftur í skynd- ingu þegar hótanir heyrðust um að flotanum yrði lagt ef plágunni linnti ekki umsvifalaust. Ekki meira um punktamat. Næst kom mikil auglýsingaherferð um tölvuvæðingu ferskfiskmats. Eytt var miklum fjármunum í verk- ið, keyptar tölvur og unnið fram á nætur. Taka átti upp allsherjar gæðastýringu með tölvum. Árið 1986 var útnefnt ár þróunar en árið 1987 ár öflugs starfs. Stór veggspjöld voru hengd upp í stofnuninni með boð- skapnum. Þegar stóra stundin, þ.e. árið 1987, nálgaðist biðu starfsmenn spenntir. Hvað kæmi næst? Jú, það kom spánnýr boðskapur. Forstöðu- maður ferskfiskdeildar og fiskmats- stjóri hrópuðu nú í takt: Ó, legg niður störf undirmanna vorra en við verðum yfirmenn yfir engu. Ráð- herra fékk samþykkt ný lög um að hið endurskipulagða, nýtölvuvædda ferskfiskmat, sem valda átti gæða- byltingu, skyldi frá og með fyrsta degi á ári hins öfluga starfs lagt nið- ur. Ferskfiskmatsmennimir sextíu vom reknir. Meginrökin fyrir því að leggja ferskfiskmatið niður, eftir allan lof- sönginn um það, vom að þannig tengdist verðákvörðun fisks nánar gæðunum en það leiddi aftur til betri fiskmeðferðar. Reynslan af þessu er þveröfúg við það sem ráðherrann spáði. Víðast hvar er hætt að verðleggja fisk í samræmi við gæði hans en þess í stað greitt fast verð án tillits til gæða eins og greinarhöfundur benti strax á í blaðagrein og þurfti reynd- ar engan spámann til að sjá fyrir. Fiskmeðferð hefur einnig stórhrak- að og fiskur er því lélegri en áður. í blaðaviðtali, vegna kvartana er- lendis frá um léleg gæði íslensks fisks, er haft eftir sjávarútvegsráð- herra að ekkert segi að viðkomandi erlendir kaupendur eigi að fá besta fiskinn frá íslandi. Þetta þýðir í reynd að erlendum kaupendum ís- lensks fisks komi gæði hans ekkert við. Uppgjöf ráðherrans er algjör I upphafi ráðherraferils síns aug- lýsti hann rækilega að hann ætlaði að stórauka gæði fiskaflans og meg- inaðferðin til þess væri sú að efla ferskfiskeftirlitið. Efndirnar em þær að ferskfiskeftirlitið er dautt og fisk- meðferð hefúr stórhrakað. Er ekki komið nóg? Er ekki tímabært að forstöðumað- ur ferskfiskdeildar og fiskmatsstjóri láti af störfum og hverfi á brott? Síðustu áratugina hafa aðeins tveir menn valdið starfi sjávarút- vegsráðherra svo vel sé, það em þeir Lúðvík Jósepsson og Matthías Bjamason en annað eins fálm og ráðleysismgl og einkennt hefúr af- skipti núverandi sjávarútvegsráð- herra af gæðamálum sjávarafurða er hins vegar áður óþekkt. Vonandi fer þeirri plágu, sem ráð- herradómur hans hefur verið, brátt að ljúka. Pétur H. Ólafsson. „Á ráðherraferli núverandi sjávarútvegs- ráðherra, þ.e. tæpum fjórum árum, hafa starfað fjórir forstjórar við ríkisfiskmatið. Þetta er algjört einsdæmi um ríkisstofnun og lýsir í reynd mjög vel stefnuleysinu og hringlandanum. ‘ ‘

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.